Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ 562•2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - ÐREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL, LAUGAftDAGS* OG MANUDAGSMORGNA Frjálst,6háð dagblaö MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995. Þjóövaki: Prófkjörá Suðurlandi Á fundi Þjóövaka á Suðurlandi í gærkvöldi, þar sem mættu um 90 manns, var ákveðið að fram færi prófkjör og öllum skráöum félögum gefinn kostur á að taka þátt í því. Áður hafði farið fram tilnefning í skipan sæta á lista flokksins. Ástæða þess að allsherjarprófkjör er látið fara fram er óánægja með niðurstöðu tilnefninga í 1. sæti list- ans. Þar fékk Þorkell Steinar Ellerts- son bóndi fleiri atkvæði en Þorsteinn Hjartarson skólastjóri. Miðstjómin í Reykjavík vildi ekki una þessu og hóf afskipti af málinu. Á fundinum í gær var lagður fram listi með Þor- steini í 1. sæti og Þorkeli var boðið 3. sætið sem hann hafnaði. Mikil átök hófust þá um máhð en sættir náðust að lokum um að halda prófkjör sem allir skráðir félagar fengju að taka þátt í. Vestfjarðamið: Loðnuprammi týndur Loðnupramminn sem dráttarbát- urinn Orion n hefur verið með í flutningum á loðnu til Bolungarvík- iu* slitnaði frá skipinu í leiðindaveðri í fyrrakvöld. Skipið var þá út af Gelti og telur skipstjórinn, Olafur Valur Sigurðsson, að vírinn hafi náð til botns og þess vegna shtnað. Skipverjar leituðu prammans í all- an gærdag en án árangurs. Leit hófst á ný í birtingu í morgun og áformað er að leitað verði úr lofti í dag. Pramminn er 62 metra langur ósökk- vandiogséstihaíratsjá. -rt Borað ef tir „vígðu“ vatni Vatnsboranir fóru nýlega fram á Flateyri. Athygh vakti að borað var í nágrenni kirkjugarðsins, á stað sem stendur lægra en hann. Kristján Jó- hannesson, sveitarstjóri á Flateyri, þvertók fyrir það í samtali við DV að ætlunin hefði veriö að nýta þetta vatn til manneldis. Einungis hefði verið ætlunin að kanna hvort þar væri vatn að finna. Ef svo hefði verið hefði átt að færa borinn hærra en snjóalög uröu þess valdandi að stað- urinn í nálægð kirkjugarðsins varð fyrir valinu. Gárxmgamir segja að þarna hafi staðið yfir boranir eftir vígðu vatni en svo mun þó ekki vera. Líkur á því að vatn myndi finnast þar eru þar meðaðenguorðnar. -pp LOKI Það má þá sleppa tepokanum ítevatniðá Flateyri! > o '1 * / Rústaði tveimur ibuðum og ognaði konu með hníf i Lögreglan i Jönköping i Svíþjóð hefur í haldi 42 ára Islending, bú- settan þar í bæ. Maðurinn gekk berserksgang i fjöibýhshúsi sem hann býr í, lagði tvær íbúðir í rúst, þar á meðal sína eigin, og ógnaði konu með hnífí. „Það er nú vægt til orða tekið að segja aö maöurinn liafi gengið ber- serksgang. Hann var i heimsókn hjá konu, sem býr á móti honum, og hafði neytt áfengis ásamt kon- unni þegar hún þurfti að fara niður í þvottahús. Þegar hún var stödd þar heyrði hún brambolt uppi í íbúö sinni og hljóp upp og kom að íbúöinni í rúst Allt leirtau haföi veriö brotið, ásamt borði og stólum. Hún spurði íslendinginn, sem var í íbúöinni, hvað hefði komið fyrir en hann svaraði því til að hann vissi það ekki,“ segir John Henrik Stigemir, yfirmaður rannsóknar- lögreglunnar í Jönköping. Stigemir segir að konan hafi vís- aö manninum út og hann hafi hlýtt og farið yfir í sína íbúð sem hann býr einn í. Stuttu síðar hafi hann bankað upp á aftur hjá konunni. „Þegar hún opnaði var hann kominn aftur og stóö fyrir framan dyrnar með hníf á lofti. Hún flúði í gegnum íbúðina og út á svalir. Hann hljóp á eftir og hún brá á það ráð að stökkva niður af svölunum og hljóp í nærliggjandi hús og lét lögregluna vita,“ segir Stigemir. Hann segir að eftir þetta hafi maðurínn farið yflr í sína íbúð og þegar lögreglan hafi komið á vett- vang hafi sú íbúð einnig veriö í rúst, leirtau brotið og öh húsgögn, gluggar brotnir og eitthvað af hús- gögnunum fleygt út á götu. Maður- inn var yfirbugaöur og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var í haldí í morgun. Yfirheyrslur höfðu ekki farið fram í morgun og sagði Stigemir ekki ljóst hvert framhald málsins yrði. Því væri ekki ljóst hvað manninum hefði gengið th. Maðurinn hefur búið í Svíþjóð í einhvern tíma en er ekki sænskur ríkisborgari, að sögn Stigemir. Upplýsingar lágu ekki íyrir í morg- un um hðan konunnar eða hvert samband hennar og mannsins var. -pp Þessar ungu nunnur heimsóttu lögreglustööina á Akureyri eldsnemma I morgun og tóku lagiö fyrir lögreglumenn á vakt I tilefni dagsins. Krakkar á Akureyri viðhalda þeim áratugagamla sið aö fara í hópum um bæinn á ösku- dagsmorgni, heimsækja fyrirtæki og stofnanir, taka lagið og þiggja nammi að launum. DV-símamynd gk. Veðriöámorgun: Frost 3-10 stig Á morgun verður norðaustan- kaldi eða stinningskaldi en ah- hvasst norðaustantil. Snjókoma eða él verða um norðanvert land- ið en víðast þurrt syðra. Frost 3-10 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Fékk gull- pottinn og átta milljónir Stóri vinningurinn í Guhnámunni, fyrirtæki Happdrættis Háskóla ís- lands, gekk út í Ölveri um þrjúleytið í gær. Það var eldri maður sem fékk guhpottinn og varð þar með rösklega átta mihjónum króna ríkari. Tahð er að sami maður hafi skömmu áður unnið silfurpottinn, rúmlega 200 þúsund krónur. Silfur- potturinn haíði komið upp í spha- kassa í Ölveri nokkru áöur. Gullpottshafinn var ekki búinn að sækja milljónimar sínar til Happ- drættis Háskóla íslands í morgun. Loðnan við Reykjanes Mokveiði er á loðnumiðunum. Að sögn Kristjáns Ragnarssonar, stýri- manns á Júpíter ÞH, er ekki ný loðnuganga á ferð við' Hrollaugseyj- ar, þar sem veiði var í gær, heldur eru eftirhreytumar að hlaupa sam- an. Júpíter var á leið á miðin í morg- un frá Seyðisfirði og sagðist Kristján reikna með að loðnan yrði komin að Reykjanesiíkvöld. -rt Akureyri: Snjó kyngdi niðurínðtt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Margir Akureyringar áttu erfitt með að komast til vinnu í morgun. í gærkvöldi og í nótt snjóaði látlaust í bænum og þegar menn risu úr rekkju í morgun og litu út um gluggann blasti við um 40-50 cm ný- fallinn snjór. Þetta bættist við mik- inn snjó sem fyrir var í bænum og ástandið er svipað og reyndar sums staðar verra annars staðar á Norður- landi hvað snjómagn snertir. Skeljungsrániö: aroginnan Mennimir þrír, sem lögreglan leit- ar vegna ráns á peningasendingu Skeljungs viö íslandsbanka á mánu- dagsmorgun, vom ófundnir í morg- un. Samkvæmt upplýsingum hjá RLR hefur leit að mönnunum staðiö yfir innanbæjar jafnt sem utan og var meðal annars leitað í sumarbú- stöðum í nágrenni Borgarness í gær. -PP MEISTARAFÉLAG RAFEiNDAVIRKJA S-91-616744 Viðurkenndur RAFEINDAVIRKI K LVTTV alltaf á Miðvikudögum G

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.