Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Afmæli Hilmar Foss Hilmar Foss, löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur, Pósthússtræti 13, Reykjavík, varð sjötíu og fimm áraígær. Starfsferill Hilmar fæddist í Brighton á Eng- landi, stundaði nám í Gagnfræða: skóla Reykvíkinga 1933-36, við VÍ 1936-38, í Acton Technical, Elm- hurst College í London 1938-39 og við City Literary Institute í London 1959. Hann var ritari Anglo-Icelandic Joint Standing Commitee í hermála- ráðuneytinu í London 1940-41, sjálf- boðaliði í heimavamarhði í London 1940, attaché við sendiráð íslands í London 1941-42, fuhtrúi og fram- kvæmdastjóri innflutningsfyrir- tækis í Reykjavík 1943-46, ritstjóri Directory of Iceland 1947-50, löggilt- ur skjalaþýðandi og dómtúlkur í Reykjavík frá 1947 og framkvæmda- stjóri Listmunauppboðs Sigurðar Benediktssonar hf. 1971-77. Hilmar var ritari Félags ensku- mælandi manna 1948-56 og formað- ur þess 1956-58, formaður Lions- klúbbs Reykjavíkur 1954-55, vara- umdæmisstjóri Alþjóðasambands Lionsklúbba 1955-56 og umdæmis- stjóri 1962-63, safnaðarfulltrúi og ráðsmaður Nessóknar og varafor- maður Bræðrafélags Neskirkju 1959-64, ritari Dýravemdunarfélags Reykjavíkur 1959-64, í miðstjóm kosninganefndar um forsetakjör Kristjáns Eldjárns 1968 og endur- kjör hans 1972 og 1976, formaður íslandsdeildar Amnesty Intemati- onal 1975-77, stofnfélagi lögghtra dómtúlka og skjalaþýðenda 1955 og formaður þar frá 1975. Hilmar hefur verið félagi í London Institute ofWorld Affairs frá 1959, félagi í Royal Overseas League frá 1975 og trúnaðarmaður þar 1980, félagi í Linguists and Translators Guild frá 1976, stofnfélagi 1 Institute of Translation an Interpreting frá 1986 og félagi í Wilham Morris Soci- ety, London frá 1981, félagi í Friends of the Bodleian Library í Oxford frá 1982 og í Selden Society, London, frá 1986. Fjölskylda Hilmar kvæntist 1.12.1945 Guð- rúnu, f. 29.1.1916, húsmóöur, dóttur Guðmundar Jóhannessonar, fram- kvæmdastjóra í Reykjavík, og k.h., Guðlaugar Ingibjargar Einarsdóttur húsmóður. Börn þeirra em Hilmar Friðrik Foss, f. 4.4.1959, flugmaður í Reykja- vík, kvæntur Margréti Rósu Péturs- dóttur og em böm þeirra Hilmar Pétur, f. 15.12.1983, og Sólveig Heiða, f. 16.9.1988; Ehsabet GuðlaugFoss, f. 18.9.1963, skrifstofumaður í Reykjavík, en sonur hennar er Ólaf- urH0mar,f. 11.12.1987. Hálfsystir Hilmars, sammæðra, var Áslaug Foss Gisholt, var búsett í Ósló en er nú látin. Hálfsystkini Hhmars, samfeðra, em Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrv. framkvæmdastjóri fyrir Smjörlíki og Sól hf; Gyða Bergs, ritari í Reykjavík; Erla Scheving Thor- steinsson, ritari í Reykjavík; Gunn- ar Magnús Scheving Thorsteinsson, verkfræðingur í Reykjavík. Foreldrar Hhmars: Magnús Scheving Thorsteinsson, f. 4.10. 1893, d. 31.101974, forstjóri í Reykja- vík, og Elísabet Lára Kristjánsdóttir Foss, f. 22.9.1890, d. 4.4.1960, kaup- konaíReykjavík. Ætt Magnús var sonur Davíðs Sch. Th., læknis í Reykjavík, Þorsteins- sonar, í Æðey, Þorsteinssonar. Móð- ir Magnúsar var Þómnn Stefáns- dóttir, prófasts í Vatnsfirði, Péturs- sonar, prests á Ólafsvöllum, Stef- ánssonar amtmanns Ólafssonar, stiftamtmanns og ættföður Stephen- senættarinnar. Móðir Stefáns í Vatnsfirði var Gyðríður, dóttir Þor- valds, prest og skálds í Holti, Böð- varssonar, af Presta-Högnaætt. Hilmar Foss. Móðir Þórunnar var Guðrún, dóttir Páls Melsteðs amtmanns og Önnu Sigríðar Stefánsdóttur, amtmanns á Möðmvöhum, Þórarinssonar, ætt- föður Thorarensenættarinnar Jóns- sonar. Móðir Önnu Sigríðar var Ragnheiður Vigfúsdóttir Scheving, sýslumanns á Víðivöllum. Ehsabet Lára var dóttir Kristjáns ráðherra Jónssonar, alþingisforseta og ættföður Gautlandaættarinnar, Sigurðssonar. Móðir Kristjáns var Sólveig Jónsdóttir, ættföður Reykja- hhðarættarinnar, Þorsteinssonar. Hhmar er í útlöndum um þessar mundir. Sigríður Gústafsdóttir Sigríður Gústafsdóttir húsmóðir, Lóurima 2, Selfossi, er sjötíu og fimm ára, fædd 29.2.1920. Starfsferill Sigríður fæddist á ísafirði, flutti þaðan á öðm árinu og ólst upp í Landsveit í Rangárvahasýslu og í Hrunamannahreppi í Ámessýslu. Sigríður flutti að Kjóastöðum í Biskupstungum með mannsefni sínu vorið 1940 og hófu þau þar bú- skap. Sigríður og Jónas bjuggu að Kjóa- stöðum frá 1940 th ársloka 1984 er þau fluttu th Selfoss þar sem þau búa enn. Fjölskylda Maöur Sigríðar er Jónas Ólafsson, f. 5.12.1912, fyrrv. bóndi að Kjóa- stöðum, en þau giftu sig 19.6.1941. Jónas er sonur Ölafs Guðmunds- sonar, f. 22.2.1873, b. að Hólum í Biskupstungum, og k.h., Sigríðar Jónasdóttur, f. 20.6.1875, húsfreyju. Sigríður og Jónas eiga sextán böm. Þau em Sigríður, f. 4.3.1941, varðstjóri í Kópavogi og á þrjú böm; Gústaf Svavar, f. 1.2.1942, starfs- maður við gróðrarstöð í Hvera- gerði, kvæntur Sigríði Kristjáns- dóttur hjúkrunarfræðingi og á hann sex böm; Ólafur Þór, f. 31.12.1942, starfsmaöur á Laugarvatni, en sam- býhskona hans er Guðrúnu Mikka- elsdóttur og á hann þrjú syni; Karl Þórir, f. 13.2.1944, bifvélavirki í Hafnarfirði, kvæntur Þórlaugu Bjamadóttur og á hann fjögur böm; Svanhvít, f. 23.8.1945, húsmóðir í Reykjavík, gift Stefáni Guðmunds- syni rafvirkja og eiga þau tvær dæt- ur; Þórey, f. 22.11.1946, húsfreyja í Haukadal í Biskupstungum, gift Þóri Sigurðssyni bifreiðastjóra og eiga þrjú böm; Hahdóra Jóhanna, f. 9.5.1948, húsmóðir í Borgamesi, gift Geir Sævari Geirssyni, húsa- smiði og ráðsmanni í Munaðarnesi, og eiga þau þrjú böm; Guðrún Steinunn, f. 13.2.1950, húsmóðir í Keflavík, gift Haraldi Hinrikssyni skipstjóra og á hún fjögur böm; Eyvindur Magnús, f. 20.2.1952, b. á Kjóastöðum I, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur húsfreyju og eiga fimm böm; Loftur, f. 18.9.1953, starfsmað- ur hjá Biskupstungnahreppi, bú- settur að Landaflöt í Reykholts- hverfi, kvæntur Vilborgu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjá syni; Þorvaldur, f. 6.10.1954, starfsmaður viö gróðrarstöð, búsettur að Syðra- Seh í Hrunamannahreppi, kvæntur Agnesi Böðvarsdóttur og eiga þau tvö böm; Guömundur, f. 25.5.1956, starfsmaður við svepparækt, bú- settur að Flúðum í Hrunamanna- hreppi og á tvö börn; Ágústa Halla, f. 26.9.1957, húsmóðir í Njarðvík, gift Inga Eggertssyni forstjóra og eiga þau þrjú böm; Egih, f. 11.12. 1960, b. á Hjarðarlandi í Biskupst- ungum, kvæntur Kolbrúnu Ósk Sæmundsdóttur og eiga þau þrjú böm; Bárður, f. 6.9.1962, járnsmiður og starfsmaður viö gróðrastöð.bú- settur í Hvargerði, kvæntur Sigríði Eddu Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú böm; Sigþrúður, f. 17.9.1966, skrifstofumaður í Reykjavík, en sambýhsmaður hennar er Jón Bergsson verslunarmanni og eiga Sigríður Gústafsdóttir. þaueittbarn. Hálfsystir Sigríðar, sammæðra, er Aðalheiður Björnsdóttir, gift Birni Júhussyni en þau eru búsett á Sel- fossi. Foreldrar Sigríðar voru Gústaf Loftsson, f. 9.10.1891, d. 13.6.1983, bóndi, og Svanhvít S. Samúelsdóttir, f. 4.6.1897, d. 1961, húsmóðir. Bertha Helga Kristinsdóttir Bertha Helga Kristinsdóttir hús- móðir, Grensásvegi 47, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára, fædd 29.2. 1920. Fjölskylda Bertha Helga fæddist í Hafnarflrði og ólst þar upp. Hún giftist 25.2.1943 Hahdóri Þorsteini Nikulássyni, f. 20.8.1918, bílamálara og veiðiverði við Norðurá. Hann er sonur Niku- lásar Áma Hahdórssonar og Jónínu Helgadóttur. Böm Berthu Helgu og Halldórs Þorsteins em María, f. 8.12.1943, húsmóðir á Raufarhöfn, gift Þórólfi Friðþjófssyni og eiga þau þijú böm; Nikulás Ámi, f. 3.5.1946, skipstjóri í Kópavogi, kvæntur Hafdísi Gunn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn; Óskar, f. 29.7.2947, bifreiðasmiður í Reykjavík, kvæntur Margréti Hólmsteinsdóttur og eiga þau tvö böm; Hahdór Helgi, f. 20.12.1948, bílamálari í Reykjavík, kvæntur Sigríði B. Hólmsteinsdóttur og eiga þau eitt bam; Jóhann Þór, f. 12.6. 1957, bílamálari, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Undínu Sigmunds- dóttur og eiga þau þrjú börn. Systkini Berthu Helgu: Magnús, nú látinn, málarameistari í Hafnar- firði, var kvæntur Mörtu Sigurðar- dóttur; Sigurður, málarameistari í Hafnarfirði og fyrrv. forseti Lands- sambands iðnaðarmanna, kvæntur Bertha Helga Kristinsdóttir. Önnu Sigurðardóttur; Sigurbjörn, málarameistari í Hafnarfirði, kvæntur Margrethe Kristinsson; Kristjana, húsmóðir og verkamaður á Raufarhöfn, gift Stefáni Magnús- syni; Albert, rafvirkjameistari í Hafnarfirði, kvæntur Elsu Kristins- dóttur; Þórdís, skrifstoftimaður í Hafnarfirði, gift Benedikt Sveins- syni. Foreldrar Berthu Helgu vom Kristinn Jóel Magnússon, f. 25.2. 1893, d. 28.12.1981, málarameistari í Hafnarfirði, og María Albertsdótt- ir, f. 9.11.1893, d. 1979, húsmóðir. Bertha Helga er að heiman. Hulda Emilia Emilsdóttir, Birkihhð, Skriðdalshreppi. 75 ára Unufelh 25, Reykjavík. Sigríður Bjarnadóttir, Páimholti 6, Þórshöfn. Sipirður Ingi Tómasson, Kárastigl2, Reykjavík. Ásta Þórey Ragnarsdóttir, Lyngmóum2, Garðabæ. Friðjón Guðmundsson, Ghjaseh 8, Reykjavik. Guðrún Gunnarsdóttir, Una Nikulósdóttir, Háaleitisbraut 22, Reykjavík. Kirkjuvegi 6, Haftiarfirði. Kristjón Stefánsson, Frostaskjóli 81, Reykjavík. ---------------------------------- Aðalbjörg Guðrún Guðmunds- 7íl ánI dóttir> Sigriður Steinsdóttir, Hvitingavegi 10, Vestmannaeyjum. 60 ára Svanur Halldórsson, Melaheiði 3, Kópavogi. Emil Jens Jónsson, Suðurgötu 27, Keflavík. 50ára Hrafnhildur Jóna Gísladóttir, Suðurgötu 8, Vogum. Margrét Þorláksdóttir, Helhsbraut 16, Snæfehsbæ. Kristín Bergsteinsdóttir, Hraunbæ 194, Reykjavík. Gunnbjörn Jensson, Laxagötu 2, Akureyri. Hahdóra Arthúrsdóttir, Daltúni 34, Kópavogi. Snæbjörn Kristjánsson, Ghjalandi 25, Reykjavík. Hrólfur Smári Jónasson, Mlðleiti 3, Reykjavík. Albertlngason, Vegghömrum 16, Reykjavík. Grétar Jóhannes Sigvaldason, Flúðaseh 68, Reykjavík. Björn Vilhjálmsson, Vesturgötu 18,Hafnarfiröi. Gísh Ragnar Ragnarsson, Birtingakvísl 17, Reykjavík. Gunnhildur G. Guðiaugsdóttir, Sólvöllum 1, Grindavík. Sævar Hreinn Benediktsson, Borgabraut 17, Hólmavlk. Steinunn Ásta Guðmundsdóttir, Klettavík 1, Borgarbyggð. Hahdór S. Steingrímsson, Brimnesi, Viðvíkurhreppi. Helga Stefánsdóttir, Lyngási 4, Garðabæ. Bryndís L. Siemsen, Raftahhð 73, Sauðárkróki. Gunndís Rósa Hafsteinsdóttir, Heinabergi 9, Þorlákshöfn. Guðmundur Vilhelmsson, Fífusundi 12, Hvammstanga. Salmann Tamimi, Völvufehi 46, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.