Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Útlönd Stuttarfréttir i>v Fjármálasérfræðingar klóra sér 1 höfðinu yfir hruni Barings-bahkans: Leeson talinn vera flúinn til Taflands - ekki verður ljóst fyrr en eftir nokkrar vikur hvert endanlegt tap verður Lögregla um allan heim leitar nú að Nick Leeson, starfsmanni Bar- ings-fjárfestingarbankans, sem setti bankann á hausinn um helgina. Breska blaðið Times skýrði frá því í morgun að hann hefði hugsanlega flúið til Taílands. Síðast sást til hans og eiginkonu hans á hóteli í Kuala Lumpur í Malasíu á fostudag. Fjármálasérfræðingar eru enn undrandi á því hvemig hrun bank- ans þróaðist. Bresk sfjórnvöld hafa hafið rannsókn á hruni bankans, þessum elsta fjárfestingarbanka Bretlands sem Elísabet Englands- drottning átti m.a. viðskipti við og víða um heim voru gerðar ráðstafan- ir til að svipaðir atburðir gerðust ekki annars staðar. Efast um kenningu Peter Baring, æðsti yfirmaður hins 233 ára gamla banka, sem ber nafn fjölskyldu hans, hafði látið að því liggja í viðtali við blaðið Financial Times í gær að Leeson kynni að hafa átt vitorðsmann í að koma bankan- um á kné. Bankamenn, sem blaðiö ræddi einnig við í gær, voru hins vegar fulhr efasemda um þá kenn- ingu. Nick Leeson knésetti Barings með því að leggja undir 27 milljarða doll- Nick Leeson er enn týndur og tröll- um gefinn. Símamynd Reuter ara eða sem svarar tæpum 1800 millj- örðum íslenskra króna í spákaup- mensku sinni með japönsk hlutabréf og verðbréf sem hann hélt vísvitandi leyndri fyrir yfirmönnum sínum, að því er yfirmenn bankans segja. Leeson og bankinn fóru flatt á því þegar verð á hlutabréfum í Tokyo tók að falla og í lok síðustu viku komust yfirmenn bankans að því að hann hafði tapað um sextíu milljörðum króna sem er meira en eigið fé bank- ans. Frekara verðfall á hlutabréfa- markaöi í Tokyo á mánudag varð til þess að tapið jókst enn. Vegabréf gert upptækt Ekki verður ljóst fyrr en eftir nokkrar vikur hversu mikið tap Bar- ings endanlega er eða þegar framtíð- arsamningar Leesons renna út. Dagblað í Singapore, Strait Times, sagði í morgun að yfirvöld þar væru að kanna ásakanir um fjársvik, skemmdarstarfsemi og svindl og bætti við að vegabréf að minnsta kosti eins háttsetts yfirmanns hjá Barings hefði verið gert upptækt. Bresku blöðin sögðu í morgun að starfsfólk Barings-bankans í Singa- pore, þar sem Leeson starfaði, hefði veriö yfirheyrt. Soldáninn hætti við Eddie George, bankastjóri breska seðlabankans, reyndi mikið að finna einhvem um helgina sem vildi bjarga bankanum en tókst ekki þar sem endanlegt tap lá ekki ljóst fyrir og enginn annar banki var til í að taka slíka áhættu. Að sögn Financial Times í morgun mátti þó litlu muna að soldáninn af Brúnei kæmi bank- anum til bjargar en hann hætti við á síöustu stundu á sunnudagskvöld. Það er þó ljóst að fjölmargir bankar hafa áhuga á að eignast Barings- bankann sem þar til í síðustu viku var talinn einn af máttarstólpum breskabankakerfisins. Reuter Noregur: Skotið á tvo hermenn - annar lést, hinn helsærður Einn lést og annar særðist lífs- hættulega þegar óeinkennisklæddur maður hóf fyrirvaralausa skothríð á tvo unga hermenn í Heistadmoen herstöðinni í Noregi í gærkvöld. Her- stöðin er skammt vestan við Ósló. Sá er lést var aðeins 19 ára gamall en hlnn er 21 árs. Hann er slasaöur á höfði, andliti og brjóstkassa og vart hugað líf. Fáir, ef nokkrir, urðu vitni að skothríðinni. Mennirnir tveir, sem gegndu báðir herskyldu, voru staddir í vakther- bergi í herstöðinni þegar þeir voru skotnir. Gerningsmaðurinn komst undan en þó ekki út af herstöðinni. Hann var ekki einkennisklæddur eins og hermennimir á stöðinni. Um miðnættið 1 nótt fannst svo maður sem virtist vera að fela sig í stjómsýslubyggingu herstöðvarinn- ar. Hann sást hlaupa inn í bygging- una skömmu eftir að hermennirnir voru skotnir. Lögreglan leitaði í nótt að manninum í húsinu og hann fannst um hálfþrjúleytið í nótt. Var hann strax færður til yfirheyrslna á lögreglustöðinni í bænum Kongs- berg. Hann var vopnaður þegar lög- reglan fann hann en lítil dramatík var hins vegar yfir handtökunni því maðurinn gafst strax upp og hleypti ekkiafskotiálögregluna. ntb Skipulagði morð á f lokks- bróður sínum Mikill skjálfti fór um stjórnmála- heim Mexíkós í gær þegar lögregla handtók Raul Sahnas, bróður fyrrum forseta landsins, og sakaði hann um að hafa skipulagt morðið á Francisco Ruiz Massieu, aðalritara stjórnar- flokksins PRI, fyrir fimm mánuðum. Engar vísbendingar em um að Raul Salinas hafi notið stuðnings bróöur síns, Carlosar Salinas. Hand- takan virðist hins vegar marka þáttaskil og vera til merkis um að Ernesto Zdeillo forseti ætli að rjúfa tengslin til valdatíma Salinas. Raul Salinas eyddi nóttinni í rammgerðu öryggisfangelsi utan við Mexíkóborg en Carlos lokaði sig af heima við og neitaði að ræða við fréttamenn. „Enginn er yfir lögin hafinn," sagöi Pablo Chapa, aöstoöarsaksóknari sem fer með rannsókn málsins. Ruiz Massieu, sem var næstæðsti maður stjórnarflokksins og einn helsti leiðtogi hófsama arms flokks- ins, var myrtur 28. september fyrir utan hótel í Mexíkóborg. Hann hafði verið kvæntur systur Salinas-bræðr- annaenvarskilinnviðhana. Reuter Fiat Uno Arctic —fyrir norðlœgar slóðir lægra verði en sambærilegir bílar frá V-Evrópu og Asíulöndum. Verðkr 795.000 Það borgar sig að gera verðsamanburð við aðra bíla. Við tökum gamla bílinn upp í og lánum allt að 75% kaupverðs til 36 mánaða. ■ Komið og reynsluakið ÍTALSKIR BÍLAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík Sími 567-7620 Yfírgefa Sómaliu Varðar af bandariskum og ít- ölskum sjólíðum bjuggu síðustu sveitir S.Þ. sig undir að yfirgefa Sómalíu f gær. BardagaríBihac Harðir bardagar blossuðu upp i Bihac milli Bosniustjórnar og hóps uppreisnarmanna múslíma. Rússar haf a iof að Lettar segja að Chemo- myrdin, forsæt- isráðherra Rússa, hafi lof- aö góðri sam- vinnu til aö komast híá ill- deilum vegna heimflutnings allt að 2000 rússneskra hermanna og fjölskyldna frá Lettlandi. Mótspyraa brotin niður Eftir bardaga í 11 vikur segjast Rússar loksins hafa brotið niður mótspyrnu Tsjetsena. Heiraildir af svæðinu segja það fjarstæðu. Stórslysaformúla Utanrikisráðherra írlands segir það „stórslysaformúlu" að heimta afvopnun IRA áður en haldið er áfram með viðræður. ÓsammálaWalesa Vinstri sinn- uð stjórn Pól- lands styður forseta neðri deildar þings- ins, Jozef Oleksy, í við- leitni sinni til að mynda nýja sfjórn. Lech Walesa, forseti landsins, er alveg mótfallinn Ole- sky. Dini, forsætisráöherra ítaliu, hvatti f gær þingiö til að sam- þykkja neyðarfjárlög. Að öðrum kosti yrði fjármálakreppa. EnnáMajorivanda John Major, forsætísráðherra Bretlands, sér fram á enn eina atkvæöagreiðsluna um Evrópu- mál í þinginu sem gæti orðið til þess að hann yrði að segja af sér. Súluvegir hættulegir Sérfræðingur segir að skjálft- inn raikli í Kobe sýni að umferð- arbrautir reistar á súlum séu mun hættulegri en menn héldu. KaBi og Díana i rokkið Búið er að semja rokksöngleik um hið glataða hjónaband Karls prins og Díönu og verður hann sýndur í London á þessu ári. Zhírinovskí í írak Vladimír Zhirínovskí segir að Boris Jeltsín ætti aö liljóta 10 ára fangelsi fyrir að hafa mistekist að lina þjáningar Rússa og fraka. Nýttvopnahlé Perú og Ekvador hafa skrifað undir nýjan vopnahléssamning í landamæradeilu þeirra. Kaupa herþyrlur Clinton : Bandaríkjafor- seti rcyndi í gær aö sann- færa hollenska forsætisráð- herrann um aö kaupa herþyrl- ur af Banda- ríkjamönnum fyrir stórar fjár- hæðir en fékk engin loforð. DeiltíSimpson-máli Dómari í máli O.J. Simpson frestaöi frekari vitnisburði í gær. Nú er deilt um hvort yfirheyra megi eitt lykilvitnið, ráðskonu nágranna Simpsons, aftur. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.