Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1995, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 15 Skálkurinn, ESB og frjáls viðskipti „Seint mun skapast samstaða um það innan ESB að slíta þessi nánu tengsl við ísland og Noreg.“ Fyrir nokkrum misserum rædd- um við Jónas Kristjánsson ritstjóri við erlenda blaða- og fréttamenn á fundi í Norræna húsinu. Þar hélt Jónas fram þeirri skoðun að rétt væri fyrir okkur íslendinga að ganga í Evrópusambandið (ESB). Hann komst að þessari niðurstöðu á þeirri forsendu að ESB væri eins konar mafla og almennt séð væri betra að standa með mafíunni en á móti. Hinn 9. mars birtist forystugrein um Evrópumál eftir Jónas undir fyrirsögninni: Þeir þora ekki í Evr- ópu. Þar víkur hann að sömu hugs- un um mafíuna með þessum orð- um: „Til þess að hindra, að skálk- urinn skaði okkur, þurfum við að vera aðilar." Með öðrum orðum, um leið og Jónas sakar íslenska stjórnmálamenn um að hafa ekki kjark til að leiða okkur inn í Evr- ópusambandið hefur hann ekki kjark til að standa utan þess. Varanlegur samningur Þessi röksemdarfærsla Jónasar Kristjánssonar sýnir að margar leiðir er unnt að fara inn í Evrópu- sambandið. Hræðsluáróður Jónas- ar verður þó líklega seint notaður í almennum pólitískum umræðum. Fyrir utan að heiðra skálkinn, svo að hann skaði ekki, telur rit- KjaHariim Björn Bjarnason alþingismaður, skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík stjóri DV að samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið (EES) sé ekki varanlegur. Hann segir að al- þjóðlegir fjárfestar séu þeirrar skoðunar, að evrópska efnahags- svæðið sé „tímabundið fyrirbæri" eins og hann orðar það. Þessar fullyrðingar um evrópska efnahagssvæðið eiga ekki við nein rök að styðjast. Þvert á móti hafa ekki aðeins verið teknar ákvarðan- ir, sem festa það í sessi, heldur hefur Evrópusambandið einnig samþykkt meira pólitiskt samráð við Noreg og ísland, en unnt var að vænta á grundvelli samningsins um evrópska efnahagssvæðið. EES-samningurinn er staðfestur af þingi Evrópusambandsins og þjóðþingum einstakra aðildarríkja ESB. Allir þessir aðilar þurfa að standa að því að rifta samningnum. Hvergi er það á döfinni. Seint mun skapast samstaða um það innan ESB að slíta þessi nánu tengsl við ísland og Noreg. Fátæklegar rökræður Nú fyrir alþingiskosningarnar og á komandi kjörtímabili verður mjög mikilvægt fyrir okkur íslend- inga aö halda áfram rökræðum um stöðu okkar í Evrópu og samskiptin við Evrópusambandiö. Aðildin aö EES er ekki endapunktur, þvert á móti kann hún að vera upphaf að nánari tengslum. Til þess að þessar rökræður verði til gagns þarf að viðra öll sjónar- mið. Sama dag og Jónas Kristjáns- son birti fyrrnefnda forystugrein lýsti Birgir R. Jónsson, fráfarandi formaður Félags íslenskra stór- kaupmanna, yfir andstöðu við ESB-aðild, af því að hún bryti í bága við frjálsa verslun. Því hefðu Finnar kynnst á undanfömum vik- um. Fáir menn hafa verið ákafari tals- menn frjálsra viðskipta en einmitt Jónas Kristjánsson. Það væri mik- ill fengur að því að hann kynnti lesendum sínum viðskiptastefnu ESB og afstöðu til frjálsrar verslun- ar. Umræður af því tagi yrðu til þess fallnar að upplýsa lesendur. Hitt er til lítils gagns að saka aðra um hræðslu og þjást í raun af henni sjálfur. Svo ekki sé talaö um það, aö boða andlát evrópska efnahags- svæðisins þegar allir keppast við að auka þvUífsandann. Björn Bjarnason „EES-samningurinn er staðfestur af þingi Evrópusambandsins og þjóðþing- um einstakra aðildarríkja ESB. Allir þessir aðilar þurfa að standa að því að rifta samningnum. Hvergi er það á döf- inni.“ AðildLögmannafélags- insað Mannrétlinda- skrifstofunni „Lög veita lögmönnum ýmis forrétt- indi, t.d, einkarett til- málílutnings fyrir dómstól- unum og sjálfstjórn eigin mála. Ragnar Aðalsteinason Stjórn LÖg- hwslaréttarlögmaður. mannafélags- ins hefur dómsvald í ágreinings- málum um málflutningsþóknun og um ósæmilegt framferði lög- manna í starfi. Réttindum þess- um fylgja skyldm-. Réttlæfíng forréttindanna eraö borgurunum sé nauðsynlegt aö éiga aðgang að sjálfst;«ðri lög- mannastétt þegar brotið er gegn mannréttindum þeirra. Sjálfstæð lögmannastétt á að tryggja að lög- menn njóti vemdar félags síns ef ríkisvaldið vegur að persónu, frelsi eða lífi lögmanns vegna starfa hans. Þessi trygging er ekki lögmannanna vegna heldur borgaranna. Þaö er skylda lög- manna aö verja manm'éttmdi borgaranna fyrir oíbeldi vald- hafa. Miklu skiptir að lögmenn hafa styrkleika til að sinna þessu verki og njóti stuðnings félags síns ef 1 harðbákkann slær. Meg- insiðaregla lögmanna er að efla rétt og hrinda órétti. Með þeirri ákvörðun að banna afskipti af manméttindamálum hefur félagið brugðist siðferði- legri og lagalegri skyldu sirnú og forscndur sérréttinda félagsins eru brostnar. Hið siðferðilega gjaldþrot er staðfest með úrgöngu úr Manméttindskrifstofunni sem vinnur að eflingu mannréttinda. 0 tempora, o mores!" Kjarkur eða kjarkleysi kvennalistakvenna? Eftir ágætar kosningar árið 1987 ræddu kvennalistakonur við Al- þýðuflokk og Sjálfstæöisflokk um ríkisstjórnarmyndun. Kvennalist- inn lagði megináherslu á að tryggja öllum þegnum þjóðfélagsins tekjm sem dygðu til framfærslu. Þær vildu líka að unnið væri markvisst að því að efla og styrkja fjölskyld- una, bæta kjör kvenna og barna og auka áhrif kvenna á öllum svið- um þjóðlífs. Kvennalistakonur lögðu megináherslu á að þessi ríka þjóð jafnaði kjörin og byggi í hag- inn fyrir framtíðina. Hálfdrættlngar í launum Þessar viðræðursigldu í strand - áherslumar þóttu ekki merkilegar - og Kvennafistinn fékk að heyra að hann hefði ekki kjark til stjórn- arsamstarfs - konurnar þar væru ekki tilbúnar að axla ábyrgð. „Kjarkleysi" kvennalistakvenna í þessu sambandi fólst m.a. í því að þær voru ekki tilbúnar að fóma meginmarkmiðum sínum í kosn- ingabaráttunni, baráttunni fyrir bættum kjörum, heildinni til handa. Kvennalistakonur hafa síðan þá flutt fjöldamörg þingmál, fram- Kjállariim Hansína B. Einarsdóttir skipar 1. sæti Kvennalistans á Vesturlandi vörp, tillögur til þingsályktunar og fyrirspumir sem lúta að þessum málum en fátt eitt hefur verið um svör, hvað þá um framkvæmdir. Samkvæmt nýútkominni saman- tekt frá Félagsvísindastofnun er staðfest að konur eru enn til færri fiska metnar en karlar. Ríflega 80% kvenna eru á vinnumarkaði, þær hafa að meðaltali meiri menntun en karlar en eru aðeins hálfdrætt- ingar í launum. Samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu íslands eru laun kvenna einungis um 50% af launum karla. Grunneining samfélagsins Og fjölskyldan - hún er ekki, þrátt fyrir nýliðið ár fjölskyldunn- ar, komin á dagskrá gömlu flokk- anna, að minnsta kosti ekki hingað til. Allir þessir flokkar hafa haft góða aðstöðu til þess að efla og styrkja fjölskylduna, sem er grunn- eining samfélagsins, en önnur mál hafa vegið þyngra. Vandamál fjölskyldunnar hafa aðeins vaxið. Aukið atvinnuleysi, greiðsluerfiðleikar og gjaldþrot blasa við fjölmörgum fjölskyldum. Gífurleg ásókn er í alla félagslega þjónustu og fjölmargar fiölskyldur hafa sundrast vegna þeirra miklu erfiðleika sem að steðja. Umrætt „kjarkleysi" kvennalistakvenna fólst í því að vita - að ef ekkert yrði að gert - þá myndi þessi staða blasa við. í vor kjósum við aftur - og aftur eru atvinnu-, kjara- og fiölskyldu- mál efst á stefnuskrá Kvennalist- ans - verður þá aftur spurt um kjarkleysi okkar til stjórnarsam- starfs? Hansína B. Einarsdóttir „„Kjarkleysi“ kvennalistakvenna í þessu sambandi fólst m.a. 1 þvi að þær voru ekki tilbúnar að fórna megin- markmiðum sínum í kosningabarátt- unni, baráttunni fyrir bættum kjörum, heildinni til handa.“ Oheimil „Að und- anförnu hef- ur Mannrétt- indaskrifstof- an tekið þátt í andófi gegir frumvarpi íörmanna um nýjan mann- Jón Slelnar Gura*nig»- réttindakafla son haistaréttarlögmað. stjórnar- ur' skrárinnar. Andófið hefur meöal annars snúist um það að skrif- stofan hefur viljað taka inn í frumvarpið mikið af svokölluð- um félagslegum og efnahagsleg- um réttindum, hefur viljað að Jafnréttisregla væri ekki bara bundin við jafnrétti fyrir lögum heldur líka efnaliagslegt jafnrétti og hefur þar aö auki lagst gegn frelsi manna til að standa utan félaga. Með þessum hætti hefur skrifstofan tekið pólitiska afstöðu gegn framvarpinu. Lögmannafé- lag íslands, sem er skyldufélag allra lögmanna í landinu, hvar sem þeir standa í pólitík, hefur ekkert leyfi til aö leggja stjórn- málabaráttu af þessu tagi lið. Geri félagið þaö er með þvi brot- inn réttur á félagsmönnúm. Þess vegna er félaginu það óheimilt. Andófið gegn tillögunni á aðal- fundi Lögmannafélagsins fólst í útúrsnúmngi á þessum einföldu staðreyndum. Allmargir lög- menn, sem gi'eiddu atkvæöi gegn tillögunni, lýstu sig henni sam- málaaöefni til.“ -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.