Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995
Fréttir
Æðisgengið kapphlaup að heflast um úthafskarfann:
Ekkert nema verðhrun
getur bjargað stofninum
- segir skrifstofustjórinn 1 sjávarútvegsráðuneytinu
„Það er ljóst að það verður gífurleg
sóknaraukning í úthafskarfa. Það
eru bæði erlend skip sem flykkjast
hingað og sóknaraukning frá okkar
eigin skipum. Þetta stefnir allt í vit-
leysu og við erum aðalhvatamenn-
imir þar sem það eru íslendingar
sem sjálfir eru að koma útlendingum
af stað til þessara veiða. Það stefnir
vægt áætlað í 100 prósenta aukningu
á þessum veiöum og það getur ekk-
ert bjargað þessum stofni nema verð-
fall á afurðum," segir Jón B. Jónas-
son, skrifstofustjóri hjá sjávarút-
vegsráöuneytinu, vegna alls þess
flota sem stefnir nú á veiöar á úthafs-
karfa utan 200 mílna lögsögunnar á
Reykjaneshrygg.
Þama er um að ræöa'togara frá
Færeyjum, Litháen, Portúgal, Nor-
egi, Bandaríkjunum og austantjalds-
löndum. íslendingar em með nokkur
þessara skipa á leigu og sjá öðmm
fyrir veiðarfærum og jafnvel veiöi-
reynslu.
ESB fulltrúar rányrkjunnar
Jón segir að íslendingar hafi lagt
til í nóvember sl. á fundi Noröaust-
ur-Atlantshafsnefndarinnar í Lon-
don að úthafskarfi yrði settur undir
kvóta en því hafi verið hafnað.
„Það voru fulltrúar rányrkjunnar
á úthöfunum, Evrópusambandið,
sem stóð fremst í flokki gegn tillögum
okkar. Það er í gangi æðislegt sókn-
arkapphlaup til að ná veiðireynslu
úr þessum stofni og það koma fyrir-
spumir víða að. Ég hef m.a. fengið
fyrirspumir frá Kanada um þessar
veiðar. Það verður fundur núna í
nóvember á þessu ári og það er ekk-
ert sem bendir til þess að samkomu-
-lag náist. Þessar veiðar em okkur
gífurlegt áhyggjuefni og eftir því sem
fleiri fá veiðireynslu úr þessum
stofni verður erfiðara að koma stjóm
á þetta,“ segir Jón B. Jónasson.
Stofninn fullnýttur í fyrra
Á síðasta ári var úthafskarfastofn-
inn fullnýttur samkvæmt ráðgjöf
fiskifræðinga við Alþjóða hafrann-
sóknaráðið en þá voru veidd um 100
þúsund tonn. Jakob Magnússon,
fiskifræðingur hjá Hafrannsókna-
stofnun, sem hefur haft veg og vanda
af rannsóknun á úthafskarfastofnin-
um, segir að samkvæmt mælingum
sé hrygningarstofninn um 2,5 millj-
ónir tonna að stærð. Þaö sé umdeiit
hversu mikið megi veiða úr stofnin-
Portúgalski togarinn Nacio Cunna í höfninni i Reykjavík þar sem verið er
að gera klárt á úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Togarinn er eitt fjöl-
margra skipa sem nú er stefnt i úthafskarfann. DV-mynd Sveinn
S'íj ÓfjjJíJiJSílÁ'ýSJ É
jiaflyzitiBsh /yggn u sh
ISLAND
'95:
200?
Veiði á úthafskarfa
1992-1995
- í þúsundum lesta -
'94:
'93: 100 óff
87
Uthafskarfamiöin út af
Reykjanesi
Þjóðir þær sem stunda veiðar á Reykjaneshryggnum
él- ..
ísland Færeyjar Grænland Noregur Eistland Lettland Litháen Kanada Búlgaría
Rússland Portúgal Þýskaland
DV
um en talað sé um veiði á bilinu 5
til 10 prósent af hrygningarstofni.
Hann segir aukna sókn í stofninn
vera áhyggjuefni.
„Auðvitað hefur maður áhyggjur
af því ef það er óheft sókn í þetta. Það
tókst ekki hjá .þeim sem fara með
þessi mál að koma á því skipulagi aö
þessu yrði skipt. Eftir því sem ég veit
best reyndu íslensk stjómvöld að fá
hina sem eiga aðild að þessu að fá
aðra til að skipta þessari veiði upp í
kvóta en það tókst ekki,“ segir Jakob.
Hann segir tillögur um heildarveiði
úr úthafskarfastofninum vera nokk-
uö á reiki. Alþjóða hafrannsóknaráð-
ið leggi til 100 þúsunda tonna veiði
en Hafrannsóknastofnun leggi til
heldur meira eða allt að 150 þúsund
tonna veiði. Miðað við að sóknin
aukist um 100 þúsund tonn er ljóst
að það þýðir jafnframt 100 prósenta
meiri veiði en Alþjóða hafrann-
sóknaráðið leggur til. Samkvæmt því
geta þessar ekki endað meö öðru en
hruni á næstu ámm takist ekki að
koma böndum á sóknina.
„Ef ekki verða settar hömlur á
þessar veiöar er hætt viö því aö það
fari fyrir þessum stofni eins og gerst
hefur víða annars staðar; þetta verö-
ur fiskaö upp þar til ekki borgar sig
að vera lengur við þetta. Menn eiga
að hafa lært það af áratugareynslu
að það gengur ekki að veiða óheft
úr svona hægvaxtastofni," segir Jak-
ob. -rt
í dag mælir Dagfari
Salómonsdómur Davíðs
Kanadamenn hafa átt í erjum við
Spánveija vegna fiskveiðimála.
Spánverjar hafa stundað rányrkju
utan við Nýfundnaland en utan
fiskveiðilandhelgi. Það hefur þó
ekki hindrað Kanadamenn í að
senda varðskip á spænskan togara
og stöðva veiðamar. Af þessu hefur
sprottiö alvarleg deila milli Kanada
og Evrópusambandsins en Spán-
veijar eru þar aðilar og skjóta sér
á bak við rétt sinn og stöðu í því
sambandi.
Af einhveijum ástæöum hefur
veriö leitað eftir áliti og afstöðu ís-
lenskra stjómvalda. íslendingar
eiga ekki aðild að þessari deilu en
miðað við þá vigt sem talin er fylgja
yfirlýsingum frá íslenskum ráða-
mönnum virðist deilan og lausn
hennar standa og falla með því
hvað íslendingar hafa um máhð að
segja.
Og ekki stóö á okkar málglöðu
og bjálpfúsu ráðamönnum. Sjávar-
útvegsráðherra, Þorsteinn Pálsson,
lýsti strax yfir stuðningi sínum við
aðgerðir Kanadamanna og taldi að
þeir hefðu fullan rétt til að taka
spænska togarann. Var ekki annað
að heyra en að hann talaði fyrir
hönd ríkisstjómarinnar.
Utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, var hins vegar
þeirrar skoðunar að Kanadamenn
hefðu ekki lögsögu yfir fiskimiðum
utan landhelgi og hafnaði að veita
Kanadamönnum einhliða stuðn-
ingsyfirlýsingu fyrir hönd íslands.
Nú vora góð ráö dýr enda gat
hvorki Evrópusambandið, Spánn
né Kanada leyst þessa deilu á meö-
an íslendingar höföu tungur tvær
og töluöu sitt með hvorri. Þeir vildu
vita hvor talaöi fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar. Var það Þorsteinn
sem var með Kanada eða var það
Jón Baldvin sem var á móti
Kanada?
Eins og jafnan áður þegar uppi
hafa veriö tvær eða fleiri skoðanir
í ríkisstjórninni var eðlilegt aö leita
til forsætisráðherra, Davíös Odds-
sonar, enda hefur hann ávallt þurft
að hafa vit fyrir ráðherrum sínum
og túlka hvað þeir eigi við þegar
svo ber undir. Nú var einmitt illt í
efni og tvær skoðanir á lofti. Ann-
aðhvort hlaut ísland að vera með
Kanada í þessu máli eða á móti
Kanada. Forsætisráðherra varð að
höggva á þann hnút og segja hvar
ríkisstjórnin stóð.
Davíð hefur yfirleitt ekki legið á
skoðunum sínum og veit jafnlangt
nefi sínu en nú var auðvitað óvana-
lega mikiö í húfi þar sem ísland
þurfti að skera úr um alvarlegan
alþjóðlegan ágreining.
Davíð lagðist undir feld og kvað
upp sinn úrskurð: „Jón Baldvin
hefur rétt fyrir sér,“ sagði Davíð,
„og Þorsteinn hefur líka rétt fyrir
sér,“ sagöi Davíð. „Þeir hafa báðir
rétt fyrir sér.“ Yfirlýsing Jóns
Baldvins stendur auðvitað sem yf-
irlýsing íslands, þar sem Jón er
utanríkisráðherra og talar fyrir
hönd ríkisstjómarinnar út á við,
en Þorsteinn er sjávarútvegsráð-
herra og talar fyrir hönd ríkis-
stjórnarinnar í sjávarútvegsmál-
um og hans skoðun gildir. „Þær era
í rauninni báðar réttar," sagði Dav-
íð.
Þessi Salómonsdómur forsætis-
ráðherra er viturlegur og í stíl við
þá stjómkænsku sem Davíö hefur
tileinkað sér í seinni tíð. Menn eiga
ekki að þurfa sífellt að vera að deila
um ágreining sem er enginn
ágreiningur þegar báðir hafa rétt
fyrir sér. Kanadamenn gátu tekið
togarann en máttu þó ekki taka
hann. Þeir höfðu fullan rétt út frá
siðferðilegum sjónarhóli en vafasa-
man rétt út frá lagalegum granni.
Og hvers vegna þá að styggja
Kanada og egna Evrópusambandið
upp á móti íslendingum þegar báð-
ir höfðu rétt fyrir sér og óþarfi að
segja að annar hvor hefði rétt fyrir
sér þegar íslensku ráöherramir
höfðu einmitt skilgreint þennan
ágreining og tekið afstöðu til hans
eins og máhð var akkúrat vaxið.
Það voru og era tvær hliðar á mál-
inu og báðar réttar. Ráðherramir
sögðu satt og rétt og Davíð er svo
mikil vitsmunavera að hann getur
túlkað misvísandi skoöanir þeirra
á þann veg að báðar skoðanir séu
í rauninni sama skoðunin.
Þetta geta ekki allir forsætisráð-
herrar. Þetta geta bara Salómon og
Davíö. Þess vegna er þetta Salóm-
onsdómur Davíðs sem ekki er
nokkur leið að hrekja. Enda hafa
bæði Evrópusambandið og Kanada
látið af þessari defiu, þegjandi og
hljóöalaust, eftir að Davíð er búinn
að tala.
Dagfari