Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995
5
Seyðisfjörður:
Fjórða snjó-
flóðiðáverk-
smiðjuna
Jóhann Jóhannsson, DV, Seyöisfirði:
Ástandið á snjóílóðasvæðinu
hér er nánast óbreytt. Nokkur
flóð hafa fallið úr Bjólfmum siðan
á sunnudag þegar flóðiö skall á
verksmiðju Vestdalsnjjöls. Fjarð-
arsvæðinu út frá kirkjunni var
lokað og nokkur hús rýmd. Þetta
mun verða viðvarandi áfram
enda hættan síst minni nú.
Svæðið sem hér um ræðir er að
mestum hluta það sama og flóðið
skelftlega féll á 1885. Það grandaöi
hálfum þriðja tug manna og lagði
fjölda húsa í rúst, Þíðviðrið nú
eykur fremur hættuna og er þvi
fylgst nákvæmlega með ástandi
mála með mælingum.
Flóðið sem féll á verksmiöjuna
19. mars mun vera þaö flórða sem
á byggingunni dynur þau 27 ár
sem hún hefur starfað. Oft hefur
munaö litlu að slys yrðu en ljóst
er að einhver hulinn verndar-
kraftur hefur hingað til haft hönd
í bagga.
Hafnarflörður:
Opinber
rannsókn
Magnús Jón Ámason, bæjar-
stjóri í Hafnarfirði, og Magnús
Gunnarsson, förmaður bæjar-
ráðs, hafa falið Jóni Steinari
Gunnlaugssyni lögmanni að láta
fara ffam opinbera rannsókn á
því hvort um refsivert athæfi
hafi verið aö ræöa í fjármálaleg-
um viðskiptum HafnarQarðar-
bæjar við Hagvirki-Klett hf. á ár-
unum 1992 til 1994.
„í uttekt löggiltra endurskoð-
enda í janúar koma fram' alvar-
legar ábendingar og líkur leiddar
að hugsanlegum lögbrotum. Ráð-
herra sveitarstjórnarmála segist
ekki hafa lögsögu í málinu en
gefur í skyn hvert skuli fara með
máhð. Okkur finnst nauðsynlegt
að fá botn i hvort um réttmætar
ásakanir er að ræða eða ekki og
sjáum ekki arrnan kost vænni en
að fara þessa leið,“ segir Magnús
Jón Árnason.
StarfsemiGlits
hafináólafsfirði
Gylfi KristjÉmsson, DV, Akureyii:
Starfsemi í keramikverksmiðj-
umú GUt, sem Ólafsfjarðarbær
keypti á dögunum frá Reykjavík,
er hafin fyrir skömmu. Að sögn
Hálfdáns Kristjánssonar bæjar-
stjóra hafa 10 manns þegar hafið
störf við framleiðsluna.
Af hálfu bæjarstjórnarinnar
hefur verið unnið talsvert að
markaðsmálum erlendis. Of
snemmt er að segja til um árang-
ur en Hálfdán sagði að markaös-
horfur bæði í Bretlandi og á
Norðurlöndum lofuðu góðu.
Hveradalabrekka:
Maðurinnúr
lífshættu
Maðurinn sem lenti í bílslysí i
Hveradalabrekku 12. mars síð-
astliðinn og missti konu sína og
son í slysinu er úr lifshættu og á
bataveí.
Að sögn lækna á gjörgæsludeild
Borgarspítala hefur hann verið
vakinn, en honum var haldið sof-
andi eftir slysið til aö auka líkur
hans á bata. Maöurinn hlaut
mikla höfuðáverka og kviðar-
holsáverka. Ekki er hægt aö segja
til um hvort hann nái fullum
bata. -pp
Fréttir
Sauðárkróksbær:
Skulda-
lækkun í
staðfram-
kvæmda
Lögfræðilegt álit lögmanns Júlíusar Valssonar:
Ólðglegtað
reka Júlíus
„Ég sagði ráðherra að niðurstaða
míns lögmanns væri sú að lagaleg
heimild fyrir brottvikningu úr starfi
væri ekki fyrir hendi og ég teldi ekki
að forsendur fyrir ráðningarsamn-
ingi mínum væru að neinu leyti
breyttar," segir Júlíus Valsson,
tryggingayfirlæknir Tryggingastofn-
unar ríkisins. Ráðherra hafði veitt
honum frest þar til í dag til að svara
áliti ríkislögmanns um hæfi hans til
að gegna stöðu tryggingayfirlæknis.
Andri Árnason, lögmaður Júlíus-
ar, telur óheimilt að víkja Júlíusi úr
starfi fyrir skattalagabrot hans árin
1990 og 1991. Andri ályktar sem svo
að fyrst saksóknari krafðist þess ekki
aö Júlíus yrði sviptur heimild til að
gegna starfi tryggingayfirlæknis,
þegar hann var ákærður fyrir skatta-
lagabrot sín, bresti heimild til þess í
lögum að beita shkum viðurlögum
nú. Segir hann ennfremur aö „brott-
vikningin teldist ólögmæt og gæti
varðað ríkissjóð bótaábyrgð. Þá
verður að líta svo á að brottvikning
við þessar aðstæður... sé gróft brot
á sljórnsýslureglum ísl. réttar, enda
varðar málið verulega hagsmuni ein-
staklingsins.“
Lögmaðurinn efast einnig um að
heimildir séu til þess í lögum að víkja
Júlíusi frá störfum tímabundið. Hins
vegar telur hann ráðherra heimilt
að áminna Júlíus.
Andri telur enn fremur að álit rík-
islögmanns á starfshæfi Júlíusar sé
gallað á þeim forsendum að ekki var
óskað eftir sjálfstæðu mati heldur
samanburði á starfshæfi Júlíusar og
tveggja annarra dæmdra trygginga-
lækna.
Heilbrigðisráðherra
leitar álits á álitinu
„Ég mun senda greinargerðina til
ríkislögmanns og spyrja hvort það
sem þar kemur fram breyti á ein-
hvern hátt niðurstöðu hans. í fram-
haldi af því byggist ákvörðun mín
sem fyrr á niðurstöðu ríkislög-
manns. Ég hef ekkert annað í að
halda,“ segir Sighvatur Björgvinsson
heilbrigðisráðherra. -pp
Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Tveir af stærstu fram-
kvæmdaliðum fiárhagsáætlun-
ar Sauðárkróksbæjar hafa ver-
ið skornir verulega niður frá
því fyrri umræða um fiárhagsá-
ætlunina fór fram. Samkvæmt
þessu verður aðeins unnið við
byggingu íþróttaiiússins fyrir 6
milijónir í stað 20 milfióna eins
og fyrirhugað var og 25 milfióna
króna framkvæmdir víð Sæ-
mundarhlið, sem er tengigata í
bænum, verða alveg felldar niö-
ur.
„Það má segja að það sem
veldur þessu sé fyrst og fremst
að bærinn hefði þurft að fara í
lántökur vegna þessara fram-
kvæmda og skuldir bæjarsjóðs
hefðu þá orðið óbreyttar. Með
þessu tekst hins vegar að lækka
skuldirnar um 35 milljónir
króna,“ segir Snorri Björn Sig-
urðsson bæjarstjóri. Helstu
framkvæmdir bæjarsjóðs verða
við nýjan leikskóla, 27 milljón-
ir, og við gatnagerð veröur unn-
ið fyrir 15,5 milljónir.
Rekstrargjöld bæjarsjóðs
verða 258 milljónir króna en
rekstrartekjur 334 milljónir.
Snorri Björn segir að afborgan-
ir lána á árinu verði 81 milljón
króna en ný lán að upphæð 44
milljónir verða tekin.
Lagt til að Helga verði ráðin
Meirihluti Reykjavíkurlista í borg-
arráði hefur lagt til að Helga Jóns-
dóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri í
forsætisráðuneytinu og aðstoðar-
maður Steingríms Hermannssonar,
verði ráðin í stöðu borgarritara, eins
og spáð var í DV í gær. Borgarráð
hefur frestað ákvörðun að ósk minni-
hluta Sjálfstæðisflokksins og verður
ráðningin því tekin aftur fyrir á
borgarráðsfundi á þriðjudag.
Tólf umsóknir bárust um stöðu
borgarritara þegar umsóknarfrestur
rann út nýlega en fiórar þeirra voru
dregnar til baka. Umsækjendur
voru: Birgir Guðmundsson, Helga
Jónsdóttir, Katrín Atladóttir, Magn-
ús Brynjólfsson, Sigurður Örn Sig-
urðarson, Skúli Thoroddsen, Sigur-
jón Högnason og Sveinn Guðmunds-
son.
Góðir bílar
Gód kjör
$ SUZUKI
—------------ Skeifan 17, sími 568-5100
SUZUKIBÍLAR HF.
Swift sedan, sjálfsk.
'91, ek. 66 þ. Kr. 730.000.
'93, ek. 27 þ. Kr. 990.000.
Daihatsu Applause
4 dyra, sjálfsk.,
'91, ek. 20 þ. Kr. 890.000.
Suzukl Swlft, 5 dyra
90, ek. 83 þ. Kr. 550.000.
Subaru station GL
'88, ek. 93 þ. Kr. 720.000.
'89, ek. 105 þ. Kr. 850.000.
M. Benz 230 E, ssk.,
'86, ek. 142 þ. Kr. 1.490.000.
Cltrodn BX 16 TRX
5 dyra, sjálfsk.,
'88, ek. 96 þ. Kr. 580.000.
Vitara JLX, 3 dyra,
89, ek. 87 þ. Kr. 890.000.
Vitara JLX, 5 dyra
'93, ek. 29 þ. Kr. 1.950.000,
sóllúga, 30" dekk.
■ Volvo 240 GL, sjálfsk.
'87, ek. 100 þ. Kr. 750.000.
'87, ek. 150 þ. Kr. 650.000.
Daihatsu Feroza,
'90, ek. 77 þ. Kr. 990.000.
'89, ek. 98 þ. Kr. 780.000.
MMC Pajero, 3 dyra
'85, ek. 160 þ. Kr. 620.000.
'86, ek. 185 þ. Kr. 630.000.
Ford Bronco XLT
'87, ek. 80 þ. Kr. 990.000.
Suzuki Samurai
'91, ek. 66 þ. Kr. 795.000.
'92, ek. 46 þ. Kr. 890.000.
Toyota Corolla GLi 1600, ssk.,
'93, ek. 43 þ. Kr. 1.260.000.
Flat Uno 45
'94, ek. 17 þ. Kr. 680.000.
Toyota Camry GLi
'88, ek. 99 þ. Kr. 790.000.