Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1995, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995
13
Árangur gegn of beldi
Það eru mannréttindi að njóta
verndar foreldra og ástvina í upp-
vextinum.
Það eru mannréttindi að finna til
öryggis á eigin heimili.
Það eru mannréttindi að ganga
frjáls og óttalaus utan sem innan
heimilis, án þess að eiga yíir höfði
sér að verða fyrir barsmíðum eða
nauðgunum.
Þaö eru mannréttindi að ráða yfir
eigin hkama.
Brot á þessum mannréttindum
eru framin daglega í þessu litla
samfélagi okkar.
Kvennalistinn bar
umræðuna inn á Alþingi
Fyrir hálfum öðrum áratug var
ofbeldi gegn konum og börnum
best varðveitta leyndarmál þjóðfé-
lagsins. Mannréttindabrot af þessu
tagi voru ekki viðurkennd.
KjalJaiinn
Kristín Halldórsdóttir
í efsta sæti Kvennalistans í
Reykjaneskjördæmi
„Eitt stærsta framfaraskrefið í þvi efni
er neyðarmóttakan vegna kynferðis-
legs ofbeldis sem opnuð var á Borgar-
spítalanum 8. mars 1993. Hún hefur
gjörbreytt stöðunni og tvímælalaust
sannað gildi sitt.“
Kvennabaráttukonur hafa breytt
því og m.a. Kvennaathvarfiö og
Stígamót hafa unnið þrekvirki í því
efni.
Kvennahstinn hefur átt stóran
þátt í baráttunni gegn ofbeldi gagn-
vart konum og börnum. Fyrsta
þingmálið sem Kvennahstinn fékk
samþykkt á Alþingi íslendinga var
um könnun á meðferð nauðgunar-
mála og tillögur til úrbóta í þeim
efnum. Á þeim tíma voru þessi mál
slík feimnismál að ekki einu sinni
hinar konumar á Alþingi treystu
sér til að standa að flutningi þessa
þingmáls með okkur kvennahsta-
konum.
Hrottaleg nauðgun í húsasundi í
höfuðborginni vorið 1984 og vettl-
ingatök kerfisins á glæpamannin-
um leiddu til þess að Alþingi sam-
þykkti tihögu Kvennahstans og við
tók vönduð úttekt fagfólks sem
skilaði ítarlegri skýrslu og tillögum
til úrbóta. Flestar þeirra hafa verið
framkvæmdar, enda hafa kvenna-
hstakonur fylgt þeim fast eftir. Eitt
stærsta framfaraskrefið í því efni
er neyðarmóttaka vegna kynferðis-
legs ofbeldis sem opnuð var á Borg-
arspítalanum 8. mars 1993. Hún
hefur gjörbreytt stöðunni og tví-
mælalaust sannað gildi sitt.
Baráttan verður að
halda áfram
Þótt mikilsverður árangur hafi
náðst verður baráttan að halda
áfram. Kvennalistinn vili beita sér
fyrir því:
„Fyrir hálfum öðrum áratug var ofbeldi gegn konum og börnum best
varðveitta leyndarmál þjóðarinnar" segir m.a. í grein Kristínar.
* að hætt sé að hta á heimihsof-
beldi eins og einkamál heimihs-
manna sem falh utan ramma lag-
anna,
* að kæruskylda hvíh á lögreglu
og ákæruvaldi vegna ofbeldis-
brota en ábyrgðin ekki á þolanda
brotsins,
* að dómar séu felldir í samræmi
við alvöru ofbeldisbrota,
* að framburður barns fái þyngra
vægi en nú er við rannsókn,
meðferð og sönnunarmat vegna
ofbeldisbrota,
* að komið verði upp neyðarmótt-
töku og aðstoö fyrir börn sem
oröið hafa fyrir ofbeldi,
* að afbrotamönnum, sem síendur-
tekið eru staðnir að brotum gegn
bömum, verði komið í örugga,
varanlega gæslu þannig að börn-
um stafi ekki hætta af þeim,
* að lögreglu "erði heimilt að beita
nálgunar ' jafnhhða áminn-
ingu ef ma raskar friði ann-
arrar manneskju eða vekur
henni ótta með ógnunum og of-
sóknum.
Margt fleira mætti nefna. Það
þarf að verða grundvallarbreyting
á viðhorfi stjómvalda og almenn-
ings til ofbeldismála og meðferðar
á þeim. Ofbeldi gegn konum og
bömum er vandamál samfélagsins
ahs en ekki aðeins þeirra sem fyrir
því verða.
Kristín Halldórsdóttir
Útrýmum atvinnuleysi
fyrir árið 2000
sem verið er að senda þessu fólki
eru skýr: „Við höfum ekkert við
þig að gera, góurinn." Ekki veit ég
hvaða áhrif atvinnuleysi hefði haft
á mig en eitt er víst að vinnan var
manhi mjög mikilvæg frá fyrsta
degi.
Eg man ahtaf daginn þegar ég 14
ára gömul gekk inn í frystihús til *
að fara að vinna. Það var einn
stærsti dagur lífs míns, ég var nýt-
ur þegn og skhaði mínu og það
hafði mikh áhrif á mig og aha mína
lífssýn seinna meir. Mín kynslóð
lærði það frá ungum aldri að það
slíkt getur gert er að draga ahan
mátt úr einstakhngunum sem eiga
að erfa landið.
Kröftugt atvinnulíf
Krafa unga fólksins hlýtur að
vera að það fái tækifæri th að sanna
sig. Stjómvöld eiga að sjálfsögðu
ekki aö setja aha á spenann hjá
ríkinu. En sú aðhaldsstefna og
kemur mér ekki við-stefna sem ríkt
hefur undanfarin 4 ár er ekki sú
rétta, það hljóta ahir að sjá. Það er
skylda stjórnvalda að hlúa að at-
vinnulííinu og stuðla að nýsköpun.
„Krafa unga fólksins hlýtur að vera að
það fái tækifæri til að sanna sig. Stjórn-
völd eiga að sjálfsögðu ekki að setja
alla á spenann hjá ríkinu.“
Ein stærsta vá sem sótt hefur á
íslenskt þjóðlif á seinni tímum er
atvinnuleysið. Þessa dagana emm
við að fá fréttir af 7% atvinnuleysi
í janúar. Að vísu er alltaf meira
atvinnuleysi í janúar en aðra mán-
uði ársins. Staðreyndin er samt sú
að 5-7% atvinnuleysi er að festa sig
í sessi á íslandi og aht of mörgum
finhst ekkert athugavert við það.
Framtíðarsýn ungmenna
fyrir15árum
Lífssýn ungmenna hefur breyst gíf-
urlega á síöustu 10-15 árum. Þegar
ég lauk mínu grunnskólanámi fyrir
um það bil 15 áram var fullt af
góðum tækifæram sem biðu mín.
Það var mitt að fára út í atvinnulíf-
ið og nýta mér þessi tækifæri eða
láta tækifærin bíða í nokkur ár og
mennta mig og geta þá jafnvel nýtt
þessi tækifæri betur.
Ekki datt neinum af mínum
skólasystkinum í hug að nokkrum
árum seinna væri lífið ekki fullt
af tækifæram og sum okkar sem
lögðum svo bjartsýn út í lífið mynd-
um mæla göturnar vegna atvinnu-
leysis aðeins fáum áram seinna.
Framtíðarsýn ungmenna í dag
Ein af þeim spumingum sem
KjaUaxinn
Anna Margrét
Valgeirsdóttir
húsmóðir, skipar 4. sæti
á lista Framsóknarflokksins
á Vestfjörðum
ungmenni spyrja sig í dag þegar
komið er út úr grunnskóla er: „Fæ
ég vinnu?“ Þetta er spuming sem
enginn spurði fyrir aðeins 15 árum.
Tölur sýna okkur að í aldurshópn-
um frá 16 th 25 ára era hlutfallslega
flestir atvinnulausir. Skhaboðin
var nóg af vinnu og fjöldi tækifæra
sem þurfti að grípa og það var
hægt með dugnaði og metnaði.
Á meðan atvinnuleysi er stað-
reynd dugar hvorki dugnaður né
metnaður því fólk fær ekki einu
sinni að reyna sig. Þaö eina sem
Markmið næstu ríkisstjómar
verður aö vera atvinna fyrir alla
en því miður er frjálshyggjuöflun-
um ekki treystandi fyrir því verk-
efni.
Anna Margrét Valgeirsdóttir
„Það eru
nokkrar
ástæður fyrir
þvi aö ég er
hlynnt því að
glerhýsið
verði tekið
niður. Fyrst
og fremst era
það fagur-
fræðhegar Stelnunn Valdii Óikars-
ástæöur. Mér 4«Hrbors«rtulltrúl.
finnst húsið vera lýti á umhverf-
inu. í fyrsta lagi er glerið allt of
dökkt. Þaö hefði mátt útfæra hug-
myndina um viöbyggingu við
Iðnó á aht annan hátt. Viö sjáum
svona glerbyggingar víða erlend-
is, th dæmis í Frakklandi, þar
sem þetta hefur verið gert miklu
betur en við gamla Iðnó. Það voru
á sínumtímaalls kyns hugmynd-
ir uppi um viðbyggingu sem ég
held að hefði átt að skoða miklu
betur áöur en ráðist var í aö gera
þessa bólu þama framan á húsið.
Þetta er svona eins og kýh sem
snýr aö Tjöminni. Ég bý i næsta
nágrenni og geng oft fram hjá
þessu. Glerið er ahtof dökkt og
samræmist ekki næsta umhverfi.
Við sjáum alls kyns skipulags-
slys út utn alla borg. Ég vil ekki
sjá enn eitt verða þarna. Það
kemur auðvitað th með að kosta
eitthvað að rífa glerhýsið niöur
en menn heföu hins vegar átt að
hugsa málið betur áður en ráöist
var í bygginguna."
■ ■
„Málið var
lagt fyrir
bæði skipu-
lagsnefnd og
byggingar-
nefnd og var
samþykkt
einróma í
báðumneíhd-
Unum. Síðan QuúmundurJ. QuA-
var byggingin mundssonlbydolnsarv
samþykkt í ™,ndlílnö-
borgarráði og borgarsijóm. Svo
gerist það að einhverjar meyjar í
borgarstjóm fá viíjanir í draumi
og okkur í byggingarnefnd er sagt
frá draumum þeirra. Síðan era
þessir draumar þeirra aht í einu
orðnir að staðreyndum. Ég mun
framvegis mæta með drauma-
ráðningabók á þessa fundi bygg-
ingarnefhdar.
Þaö vora ahir búnir aö sam-
þykkja aö byggja þetta glerhýsi
en síöan fer konur að dreyma og
þá er allt breytt Það er fáránlegt
að ahar þessar nefndir og alhr
þessir tæknimenntuðu sérfræö-
ingar og fagurkerar samþykkja
bygginguna, og með þessu sam-
þykki er glerhýsið byggt. Síðan
er kvartað yfir kostnaði við bygg*
inguna en nú á hins vegar aö rífa
aht saman niður aftur og gera
upp á nýtt. Við það mun bætast
milljónakostnaður.
Glerhýsið var byggt meðal ann-
ars vegna þess að búið var að rifa
fatageymsluna sem var á gamla
Iönó og taka svahmar sém voru
uppi. Það var búiö aö minnka
húsið um svona þriöjung. Gler-
hýsiö var gert meöal annars th
aö stækka húsiö aftur. Það mætti
ihns vegar segja mér að þessar
berdreymnu meyjar dreymi þaö
næst að setja glerhýsið inn i sjálfl
húsið.“