Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Side 11
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 11 Horft til stjarna himinsins. Vísindamenn hafa nú hafið skipulega leit að útvarpsbylgjum frá öðrum sólkerfum. Einir í heiminum? Fyrsti apríl hefur löngum þótt vel til þess fallinn að gabba náungann - láta hann hlaupa apríl eins og þaö heitir í gamankvæði stórskáldsins Jóns á Bægisá frá átjándu öld. Það er því við hæfi að þessi dagur lendir nú í miðri kosningabaráttu stjómmálamanna sem rembast við að sannfæra landsmenn um að þeir séu, hver fyrir sig, allra manna færastir unt að leysa vandamál þjóðarinnar - vanda sem þjóðin veit innst inni að þeir munu ekki 'leysa. Það á ekki síst við um at- vinnuleysið sem er orðið varanlegt þjóðfélágsböl á íslandi. Slagur flokkanna nú einkennist annars af því hversu örðugt er orð- ið að sjá raunverulegan mun á stefnumálum helstu framboða. Þess vegna munu kosningamar snúast öðm fremur um flokksfor- ingja - um menn en ekki málefni. í kjörklefanum munu kjósendur nefnilega í óvenjuríkum mæh velja flokk þess formanns sem þeir hafa mest traust á. Leitin mikla Vegna þess hve stjómmálaflokk- amir hafa nálgast hver annan á miðjunni hin síðari ár munu úrsht alþingiskosninganna htlu breyta um gang mála á komandi árum. Ekki er víst aö þaö sama verði sagt um stórmerkilegar vísinda- rannsóknir sem hófust fyrir nokkr- um dögum hinum megin á hnettin- um - í Ástrahu. Þar lögðu vísindamenn upp í langferð um himingeiminn - í óeig- inlegum skilningi - með skipulegri leit að merkjum um líf í öðrum sólkerfum vetrarbrautarinnar okkar. Þótt margir séu þeirrar skoðunar að þessar rannsóknir séu fyrirfram dæmdar til að mistakast eru þær engu að síður staðfesting þess að leitin mikla aö vitsmunalífi úti í geimnum er loksins hafin með kerfisbundnum, vísindalegum hætti. Niðurstaðan, hver sem hún endanlega verður, gæti haft mikil áhrif á viðhorf jarðarbúa til eigin tilveru. Er einhver þarna úti? Erum við ein í heiminum? Eða er líf á öðrum hnöttum - einhvers staðar? Mannkynið hefur velt þessum spurningum fyrir sér aht frá þeim degi er manninum varð ljóst aö hann bjó á aðeins einni af nær ótelj- andi stjömum himingeimsins. Þekking á þessu umhverfi okkar hefur verið af skomum skammti - og svo er enn þrátt fyrir miklar framfarir hin síðari ár. Þess vegna hefur óskhyggja og fijótt ímyndun- arafl ráðið miklu um viðhorf manna. Þannig er ekki langt síðan jafnvel vísindamenn töldu yfirgnæfand: likur á því að líf væri að finna á öðrum reikistjömum í okkar eigir sólkerfi. Mars var eftirlætisplánetc þeirra sem þessu trúðu. Laugardags- pistiJl David Packard (Hewlett Packard), Gordon Moore (Intel Corporation) og Paul Allen (Microsoft). Fönix-áætlunin Um leið var áætlunin sjálf endur- skoöuð og hún fékk nýtt nafn í höfuðið á þeim sögufræga fugh Fönix - „Project Phoenix“. Hugsunin á bak við þessa áætlun er sú að þróaðar vitsmunaverur, hvar sem er í heiminum, séu líkleg- ar til að ráða yfir þekkingu til að senda frá sér útvarpsbylgjur. Nú- tímatækni gerir manninum kleift að fylgjast með og meta slíkar „út- sendingar" frá öðrum hnöttum í vetrarbrautinni. Hópur þrettán vísindamanna, undir forystu dr. Jill Tarter, hóf skipulega leit að slíkum útvarps- bylgjum á dögunum. Hópurinn fékk til verkefnisins stærstu mót- tökustöð fyrir útvarpsbylgjur á suðurhveh jarðar - útvarpssjána eða -sjónaukann í Parkes í Ástrahu. Þar er 64 metra breiðum diski nú beint út í geiminn til að nema hljóð sem berast frá stjörnum sem eru í tuga ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þessi rannsókn mun standa yfir í fimm mánuði en þá færist leitin um set - yfir á norðurhvel jarðar. Vísindamennirnir ráða yfir bún- aði sem getur tekið á móti útvarps- bylgjum á 28 milljónum rása sam- tímis. Vandi þeirra verður að meta hvort eitthvað af þeim mikla og margbreytilega „hávaða" sem berst um himingeiminn sé annað og meira en eðlileg náttúruhljóð. Beintað 2I2stjömum Tahð er að í vetrarbrautinni séu um 250 þúsund milljónir stjama. Fönix-hópurinn hefur vahð úr þessum mikla fjölda 212 stjömur sem diskinum mikla í Parkes verð- ur beint að með skipulegum hætti næstu mánuðina. Þær em valdar vegna þess að þær eiga að vera á svipuðu þróunarstigi og okkar eig- ið sólkerfi. Leitin mun ná til þeirrar stjörnu sem er næst jörðinni, þrístirnisins alpha Centauri (sem er 4,5 ljósár í burtu), og annarra stjama í okkar eigin vetrarbraut sem eru í innan við 150 ljósára fjarlægð og nógu gamlar til að hafa kólnað álíka mikið og sóhn okkar, segir dr. Seth Shostak, einn vísindamannanna, í nýlegu blaðaviðtali. Þeir munu einnig beina útvarpssjánni að miðju vetrarbrautarinnar en þang- að eru um 25 þúsund ljósár. Fyrsta stjaman senl útvarpssjón- aukinn „hleraði" með þessum hætti heitir „nu Phoenicis" og er í Fönix-stjörnuþokunni. Það skýrir reyndar að hluta til nafn þessa viðamikla verkefnis. Félagsskapur eða einsemd? Vísindamenn hafa mjög skiptar skoðanir á því hvort líklegt sé aö Fönix-áætlunin skih einhveijum árangri. Arthur C. Clarke, sem er einn af áköfustu stuðningsmönn- um verkefnisins, gerir því tfi dæm- is skóna að hér kunni að vera um að ræða hógvært upphaf langvar- andi leitar sem muni jafnvel standa áratugum saman. Á meðan engar sannanir hggja fyrir um líf eða ekki líf utan jarðar- innar hefur mannfólkið einungis eigin trú og ímyndunarafl tfi að byggja á skoðanir sínar þar að lút- andi. Þekking okkar á alheiminum er þrátt fyrir allt enn svo takmörkuð að því má einna helst Ukja við hina frægu dæmisögu Platós um fólkið í hellinum og skuggana á veggnum sem það taldi hina einu sönnu ver- öld. Kannski leiða rannsóknir vís- indamanna að lokum tfi þess aö jarðarbúar komist út úr helhnum að þessu leyti. Fari svo er auðvitað allsendis óvíst hvort við þeim muni blasa í alheiminum félagsskapur í órafjarlægð eða æpandi einsemd jarðarinnar bama. Almenningsahtið var á sama máh. Þess vegna greip hræðslar mikla um sig í Bandaríkjunum áriC 1938 þegar Orson Welles útvarpaði leikritinu „War of the Worlds" með slíkum raunsæisbrag að hlustend- ur töldu víst að Marsbúar hefðu gert innrás á jörðina. Visindarannsóknir síöustu ára- tuga hafa gert þessa trú að engu. Niðurstöður ítarlegra kannana benda tfi þess að engar líkur séu á að líf finnist á öörum hnöttum í okkar sólkerfi. En þótt jarðarbúar - í víðtækustu merkingu þess orðs - séu líklega einu lífverumar í sólkerfinu gefur sú niðurstaða auðvitað ekkert svar við spurningunni um líf annars staðar í alheiminum. Fjármagnað aftölvurisum Þótt visindamenn viðurkenni að það sé eins og að leita að nál í risa- vöxnum heystakki að ætla að greina merki um vitsmunalíf ann- ars staðar í vetrarbrautinni okkar dettur þeim ekki annað í hug en að reyna. Um nokkurt árabfi hefur hópur Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri spjallra vísinda- og fræðimanna (þeirra á meðal Carl Sagan og Art- hur C. Clarke) lagt áherslu á kerfis- bundna leit að lífi á öðrum hnött- um. Þessi hópur hefur barist fyrir áætlun sem bar heitið SETI (The Search for Extraterrestrial Intelh- gence). Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, tók þetta verkefni upp á sína arma. Stofnunin var loksins reiðubúin að hefja framkvæmdir fyrir alvöru þegar bandaríska þingið ákvaö skyndfiega árið 1993 aö fella niður allar flárveitingar tfi SETI. Þar með var þessi stórhuga áætl- un þó engan veginn úr sögunni. Talsmenn hennar sneru sér tfi einkaaðila um flármögnun og sú söfnun gekk vel. Nú þegar hefur nær átta milljónum Bandaríkja- dala (um 500 milljónum íslenskra króna) verið heitið til verkefnisins. Hæstu flárframlögin hafa komið frá eigendum frægra tölvufyrir- tækja svo sem Bill Hewlett og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.