Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 1. APRIL 1995 Erlend bóksjá Fórnarlamb trúarofstækis Naguib Mahfouz - eina nóbelskáld araba. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. T. Clancy fii S. Pieczenik: Tom Ctancy’s Op-Center. 2. Danielle Steel: Accident. 3. Clive Cussler: Inca Gold. 4. Allan Folsom: The Day after tomorrow. 5. John Sandford: Night Prey. 6. Litian Jackson Braun: The Cat Who Came to Breakfast. 7. Catherine Coulter: Lord of Falcon Rigde. 8. Phillip Margolin: Heartstone. 9. Amanda Quick: Mistress. 10. Dean Koontz: lcebound. 11. E. Annie Proulx: The Shipping News. 12. Margaret Atwood: The Robber Bride. 13. LaVyrie Spencer: Family Blessings. 14. Michael Crichton: Congo. 15. Roger M. Allen: Ambush at Corellia. Rit almenns eölis: 1. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 2. Elizabeth M. Thomas: The Hidden Life of Dogs. 3. Thomas Moore: Care of the Soul. 4. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 5. Dannion Brinkley & Paul Perry: Saved by the Light. 6. Sherwin B. Nuland: How We Die. 7. Thomas Moore: Soul Mates. 8. Jerry Seinfeld: Seinlanguage. 9. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 10. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 11. Maya Angelou: Wouldn't Take Nothing for My Journey now. 12. Karen Armstrong: A History of God. 13. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 14. M. Hammer og J. Champy; Reengineering the Corporation. 15. J. Pennington & C. de Abreu. Husband, Lover, Spy. (Bvagt é New York Tlmes Book Revlew) Stundum er fjallaö um dauðadóm íranska trúarleiðtogans Komeinís yflr Englendingnum Salman Rus- hdie sem einstæðan atburð. Því fer þó víðs fjarri að svo sé. Margir rithöfundar og blaðamenn hafa orðið fyrir barðinu á sams kon- ar trúarlegu ofstæki. Þeirra á meöal Umsjón Elías Snæland Jónsson er eina nóbelsskáld araba, Naguib Mahfouz, en litlu munaði að ofstæk- ismönnunum tækist að myrða þetta, höfuðskáld Egyptalands. Fatwa er orð sem flestir kannast við vegna Rushdie-málsins. Þar er um að ræða opinbera yfirlýsingu trú- arleiðtoga um rétttrúnað. í reynd fel- ur hún í sér bannfæringu þeirra sem á einhvern hátt hafa vanhelgað spá- manninn mikla, Múhammeð, eða trúarrit hans, Kóraninn - aö mati trúarleiðtoganna. Bönnuö skáldsaga í Egyptalandi voru það ofstækis- menn í ólöglegum samtökum - „al- Gamáah al-Islamiyah„ - sem ákváðu að framfylgja fatwa sem sá alræmdi trúarleiðtogi og hryðjuverkaforingi Omar Abdel Rahman kvað upp yfir skáldinu fyrir mörgum árum. Hið beina tilefni árásarinnar var að sögn fyrirhuguð útgáfa skáldsögu sem á sínum tíma vakti miklar deil- ur. Sú heitir Awlad Haratina (á ensku The Children of Gebelawi) og kom fyrst út árið 1959. Þá var hún snar- lega bönnuð að kröfu heittrúar- manna vegna þess að hún væri móðgun við Múhammeð. Rahman, sem er m.a. ákærður fyr- ir aö standa að baki hryðjuverkinu í World Trade Center í New York, lýsti Mahfouz réttdræpan fyrir guð- last skömmu eftir að Komeiní gaf út fatwa gegn Rushdie. Mahfouz brást hins vegar viö með öðrum hætti. Hann neitaði gjörsam- lega að fara í felur eða safna um sig lífvörðum eins og Rushdie gerði og breytti í engu daglegu lífi sínu. Jafn- vel eftir að náinn vinur hans, rithöf- undurinn Farag Foda, var ráðinn af dögum fyrir þremur árum af trúar- ofstækismönnum. Enda fór svo að lokum aö hryðju- verkamennirnir náðu til Mahfouz. Það gerðist í október síðastliðnum. Tveir ungir menn þóttust vera aðdá- endur rithöfundarins og gengu að honum. Hann rétti þeim höndina en þá stungu þeir hann með hnífum. Heppinn aö sleppa lifandi Mahfouz, sem er á níræðisaldri, var heppinn að sleppa lifandi. Hann fékk slæmar hnífstungur í hálsinn og þurfti að gangast undir erfiðan uppskurð. Hann lifði - en getur ekki notað hægri höndina að neinu ráði. Hópur ungra öfgamanna var hand- tekinn skömmu eftir árásina og dreg- inn fyrir herrétt. Þar voru tveir þeirra dæmdir til dauða, ellefu fengu mismunandi langa fangelsisdóma en þrír voru sýknaðir. Miklar breytingar hafa orðið á hög- um skáldsins eftir árásina. Hann býr nú við svipuð kjör og Rushdie - fer til dæmis hvergi nema í fylgd fjöl- margra lífvarða. Samtímis eykst áhuginn fyrir verk- um hans, ekki síst erlendis. Enda er þetta skáld sem einn mætur maður sagði að væri ekki aðeins Hugo og Dickens araba - heldur einnig Gals- worthy, Mann, Zola og Romains. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Frederick Foreyth: The Fist of God. 2. Catherine Cookson: Justice is a Woman. 3. Stephen Fry: The Hippopotamus. 4. Elizabeth George: Playing for the Ashes. 5. Peter Hoeg: Miss Smilta’s Feeling for Snow. 6. Hilary Mantel: A Change of Climate. 7. Clive Cussler: Inca Gold. 8. Caroline Harvey: Parson Harding’s Daughter. 9. Mary Wesley: An Imaginative Experience. 10. Michael Crichton: Disclosure. Rit almenns eðlis: 1. Margaret Thatcher: The Downing Street Years. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. Stella Tillyard: Aristocrats. 4. Quentin Tarantino: Pulp Fiction. 5. Andy McNab: Ðravo Two Zero. 6. W.H. Auden: Tell Me the T ruth about Love. 7. R. Bauval 8i A. Gilbert: The Orion Mystery. 8. Jean P. Sasson: Daughters of Arabia. 9. N.E. Thing Enterprises: Magic Eye. 10. J. Cleese 8i R. Skynner: Life and How to Survive It. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Afsloringen. 2. Jorn Riel: En arktisk safari og andre skrener. 3. Josteín Gaarder: Sofíes verden. 4. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 5. Jette Kjærboe: Rejsen til kærlighedens o. 6. Jung Chang: Vilde svaner. 7. Anne Rice: En vampyrs bekendelser. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Fituskert fæði er ekld vont fyrir ungbömin Ofríðar í Pompei Til þessa. hefur það verið al- menn skoðun að konumar í ít- ölsku borginni Pompei hafi verið mikið augnayn'di karlmönnum þar um slóðir. Annað hefur nú komið á daginn. Þær voru bæöi feitar og loðnar, auk þess sem þær voru með stöðugan höfuð- verk, plagaðar af þreytu og syk- ursýki Það er ástralski mannfræðing- urinn Estelle Lazer sem heldur þessu fram um kynsystin’ sinar á Italíu. Hún komst að þessum ósköpum með því að rannsaka 300 beinagrindur frá Pompei en sem kunnugt er, grófst bærinn undir hraun árið 79. Syfjan getur drepið Á hveijum sólarhring eru þtjú tímabil þar sem hættulegra er að aka bíl en á öðnnn tíma vegna syflu sem getur sótt á ökumenn. Þetta er klukkan tvö að nóttu, sex aö morgni og íjögur síðdegis. Þetta kemur fram í rannsókn- um sem breskir vísindamenn hafa gert á umferðarslysum þar sem syfja er orsökin. Vísindamennimir segja að ung- ir karlmenn, undir þritugu, séu miklu gjamari en aðrir á að sofiia undir stýri eða láta syfjuna hafa áhrif á ökulagið. Umsjón Guöiaugur Bergmundsson Foreldrar skyldu varast að dæla eintómu feitmeti í ungbörn sín. Þaö er að minnsta kosti skoðun finnskra vísindamanna sem segja að fæði með litlu fituinnihaldi skaði börnin ekki neitt og geti þar að auki komið í veg fyrir hjartasjúkdóma síðar á lífsleið- inni. Læknar hafa lengi varað foreldra við að setja börn sín í megrun þar sem þau þurfi mikið af kaloríum til að þroskast og dafna eölilega. En vís- indamenn við háskólann í Turku segja fjölbreytt fitulítið fæði hafi ekki verið skaðlegt börnunum sem þeir gerðu tilraunir með. Helena Lapinleimu og starfsbræð- ur hennar rannsökuðu rúmlega eitt þúsund heilbrigð sjö mánaða gömul börn. Sum fengu fitulítið fæði þar sem aðeins 30 prósent kaloríanna komu úr fitu. Samanburöarhópurinn fékk hins vegar ósköp venj ulegt fæði. Mælingar leiddu í ljós að kólester- ólmagn í blóði jókst í samanburöar- hópnum en ekki hjá þeim börnum sem fengu aðeins fitulitla fæðið. „Ekki reyndist neinn mismunur á vexti bamanna milli hópanna og var hann eins og búist var við hjá böm- um á þessum aldri,“ segir í grein sem finnsku vísindamennimir skrifuðu í breska læknablaðið Lancet. Þeir bæta því við að það gæti bent til þess að það væri gott fyrir böm á Vesturlöndum að byija líf sitt með því að fá fituskert fæði þar sem mik- il hætta sé á að Vesturlandabúar fái hjartasjúkdóma eftir að árin færast yfir þá. Hoilar matarvenjur skapast strax á börnum fitulítið (æði. ,;Ef tíu prósent minnkun á kólest- eróli í blóði hjá fullorðnu fólki dregur úr tiðni hjarta- og æðasjúkdóma um tuttugu til fimmtíu prósent, gæti var- anleg breyting um sex prósent í frambernsku haft í fór með sér um- talsverða lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma," segja Finnarnir í grein sinni. Finnsku vísindamennirnir gengu út frá því að með því aö koma börn- um á bragðið með fitulítið fæði snemma á lífsleiðinni, veittist þeim auðveldara að boröa slíkt fæði síöar meir. Þess vegna ætla þeir að fylgjast með áhrifum þess á bömin að borða fæði með lítilli mettaðri fitu og litlu unga aldri og því ekki úr vegi að gefa kólesteróli. Stewart Truswell, næringarfræð- ingur við háskólann í Sydney í Ástr- alíu, segir að læknar eigi að fara varlega þegar þeir ráðleggja foreldr- um um fituneyslu barna sinna. Hann bendir á að sumar fitutegundir séu nauðsynlegar fyrir þroskun heilans. „Það er gildar ástæður fyrir því að vera íhaldssamur í þessum efnum,“ segir hann og bætir við að aðrar rannsóknir hafi sýnt að fiturík fæða fari ekki aö hafa áhrif á börn fyrr en eftir kynþroska. „Hins vegar skapast matarvenjur snemma í æsku,“ segir Stewart Tmswell. við MS Breskir vísindamenn segja að tilbúið lyf sem líkir eftir áhrifum kannabisefna geti linað þjáningar MS-sjúklinga að einhverju leyti og slegíð á áhrif sjúkdómsins. Lyfið sem hér um ræöir heitir nabilone og getur það linað sárs- auka vegna vöðvakrampa og komið í veg fyrir að sjúklingar þurfi að kasta vatni oft á nóttu. Christopher Martyn og félagar hans geröu tilraunir á manni sem hafði lesið um lyfið í blaöi ogbeð- ið lækni sinn að gefa sér það. Hann fann mikinn mun á sér en Martyn vildí ganga úr skugga um aö batinn hefði ekki aðeins komið vegna þess að sjúklingurinn bjóst við honum. Maðurinn stóðst prófiö. Kannabis var notað í meira en 5000 ár til að lina sársauka áður en það var bannað fyrir ekki svo löngu. Blýlaustvín Hið þekkta Iranska vín Chate- auneuf-du-Pape verður sifellt betra með hverju árinu sem líð- ur. Annað var hins vegar uppi á teningnum fyrir 20 til 30 árum þegar þaö var beinlínis skaðlegt heilsunni vegna mikils blýmagns í því. En í byrjun níunda áratugarins tók blýinnihaldið að minnka og síðustu árgangarnir af þessu víni eru nær blýlausir. Ástæðan er einfaldléga sú að notkun blýlauss bensíns í bíla hefur margfaldast en blýið í víninu kom úr út- blæstri bifreiða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.