Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Side 14
14 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 NÝlistamenn glenntu bakhlutann í áhorfendur og gerðu allt vitlaust: Séníið étur ekki annað en hverabakaðan þrumara -sagði í Vísi fyrir30 árum-ætlunin að víkka sjóndeildarhring landans, segir Atli Heimir „Markmiöiö var aö koma Islend- ingum í samband viö erlenda strauma. Láta þá sem upplifðu þess- ar uppákomur fmnast þeir ekki sam- ir og jafnir á eftir. Fá þá til aö líta heiminn dálítiö nýjum augum, sjá hann í nýju samhengi. Það má segja aö þaö hafi eiginlega veriö markmið- ið hjá öllu þessu flúxus- og happen- ings-liöi þessara ára,“ segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld um komu tveggja nýtónlistarmanna, Charlotte Moorman frá Bandaríkjunum og Nam June Paik frá Kóreu, hingað til -lands fyrir rétt tæpum 30 árum. Öskuhaugamúsík og strip-tease-sýmng Paik og Moorman voru meö uppá- komu í Lindarbæ á vegum Musica nova og var þaö Atli Heimir sem stóö fyrir komu þeirra hingaö til lands. Mikið var fiallaö um tónleikana, eins og þeir voru kallaðir í blöðum. Vöktu þeir mikla hneykslan almennings og fiölmiðla, sem töluöu ýmist um ösku- haugamúsík, „strip-tease“-sýningu eða skripaleik enda gekk fiöldi fólks út af listviðburöinum þetta maíkvöld árið 1965. Talaöi dagblaðiö Tíminn um aö áheyrendum, um 80 talsins, heföu þótt öll met verið slegin í tón- listarflutningi, „þar sem leikið var jöfnum höndum á nakið hold, lög- reglublístru og selló meö bundna strengi." Tonlistargagnrýnendur, blaða- menn og lesendur fiölmiðlanna lágu ekki á áhti sínu og var niðurstaða þeirra á einn veg. „Tónsmiöurinn Paik er orðaður viö píanóleik og Charlotte Moorman er séllóleikari, en umrædd hljóðfæri komu næsta lítið viö sögu þetta kvöld. Paik gekk t.d. nokkum sinnum aö píanóinu og sló svo sem eina nótu, labbaði sig síðan út í sal, settist þar og beið drykklanga stund. Hins vegar gerði hann ýmislegt annað. Spraut- aði yfir sig raksápu og stráði þvotta- dufti yfir, stakk síðan höfðinu niður í þvottabala. Ennfremur henti hann baunum yfir tiltölulega saklausa áhorfendur. En líklega verður það tiltæki Paiks lengst í minnum haft, að hann leysti brækur sínar og sat í svo hæpnu ástandi nokkrar mínútur með bakhlutann að áhorfendum," sagði í Þjóðviljanum. Atli hafði kynnst Paik þegar hann var við nám í Köln árið áður. Paik var meðlimur í svokölluðum Flúx- us-hópi, ásamt fiölda annarra ein- staklinga eins og Yoko Ono, Thoschi Ischinagi, Stockhausen, Maurichio Kakel og fleiri. Eftir að Atli kom heim voru nokkur verk eða gjörningar, sem þóttu nokkuð umdeildir, fiutt eftir hann. Kom að því aö Atli var beðinn að skipuleggja einhverja tón- leika fyrir Musica nova. Lófaskellir á beran bjórinn „Það varð úr að ég skrifaði Paik og fékk hann til að koma hingað á vegum Musica nova, þeir hefðu nú geta,ð sleppt þessu „nova“, því þetta reyndust bara íslenskir smáborgara- drengir þegar upp var staðið. En þau komu sem sagt hingaö þrjú, Paik, Charlotte Moorman sellóleikari, sem oft var kölluð Jóhanna af Örk, nýju tónlistarinnar, og fiarstýrði róbót- inn,“ segir Atli. Þátt Moorman var ekki síður fiall- að um í fiölmiðlum en þátt Paik. I fiölmiðlum segir að „valkyrjan" Mo- orman hafi komið fram á sviðið en bundið saman strengina á knéfiðlu sinni áður og ýmist strokið þá eða barið. Á meðan stóð Paik yfir henni og fækkaði fotum niður að beltisstað, „en kvenmaðurinn gaf honum öðru hverju vel úti látinn lófaskell á beran bjórinn, og var það vitanlega atriði í tónlistinni." Penissinfónía í lOþáttum Atli segir að Paik hafi sett hluti í undarlegt samhengi. „Hann spilaði til dæmis Tunglskinssónötuna á píanóiö og leysti niður um sig þannig að það sást í þennan gula bossa. Hann átti til að vera svolítið klám- fenginn. Gerði penissinfóníu í 10 þáttum. Þau gerðu í því að ganga nærri fólki en mér fannst margt af því sem þau gerðu ákaflega innilegt og fallegt þótt ég hafi aldrei séð það sem hlutverk þessa listforms að ganga nærri fólki.“' Um annað atriði Moormans á uppákomunni sagði í Þjóðviljanum. „Einnig verður að geta þess, að litlu síðar kom daman inn á sviðið í nátt- kjólnum sínum, prílaði upp í stiga Paik og Moorman hafa skilið eftir sig merkileg spor. Menn líta svolítið öðruvísi á þetta allt saman. DV-mynd GVA Kvenróbót semskeitbaunum Vísir gerði hins vegar stólpagrín að öllu saman. Sagði að fyrir mistök hefði óvart ekki komið neitt hljóð þegar Paik beraði afturendann. „Undir næstu hljómleika verður úr þessu bætt, séníið étur nú ekki annað en hverabakaðan þrumara og ætti sá aftur parti túr að geta oröiö ein- stæður í ný-íslensku tónlistarlífi og ógleymanleg nautn þeim - því miður allt of fáu - sem dá músíkk morgun- dagsins..." Annars hafði Paik tekið á móti gestum, sitjandi á gólfinu í anddyri Lindarbæjar leikandi sér aö eins konar músíkvélmenni, fiarstýrðu. Um vélmennið, sem í fiölmiðlum var kallaö blikkstrákur þessa tríós, segir Atli að það hafi verið eins konar kvenróbót með brjóst „sem gat skitið baunum aftur fyrir sig“. í beinu sambandi allan sólarhringinn 9*99*5697099 Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrir alla landsmenn. Svarþjónusta DV leiðir þig áfram Þú hringir í síma 99-56-70 og velur eftirfarandi: 1 til þess aö svara auglýsingu 2 til þess aö hlusta á svar auglýsandans ^^1 (ath.I á eingöngu viö um atvinnuauglýsingar) 3 ef þú ert auglýsandi og vilt ná í svör —• eða tala inn á skilaboöahólfiö þitt 4 sýnishorn af svari »j>41 til þess aö fara til baka, áfram eöa hætta aögerð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.