Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Qupperneq 21
\ \y\,
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995
21
Hormónamafía sem
svífst einskis
-belgískur dýralæknir, sem tók stikkprufur, myrtur
„Þegar ég var búinn aö ljúka eftirlits-
ferð í sláturhús, þar sem ég tók
stikkprufur, og fór í frakkann minn
fann ég búnt af peningaseðlum í vas-
anum. Svo fór ég að fá hótunarbréf,
það var hringt í mig um miðja nótt,
bíliinn minn var skemmdur og það
var ráðist á mig.“
Þetta er frásögn belgísks dýra-
læknis af aðferðum hormónamaf-
íunnar sem svífst einskis til að
vernda markað sinn. Hún hefur
meira. að segja framið morð í þeim
tilgangi.
Karel van Noppen var einn þeirra
dýralækna sem taka stikkprufur af
nautakjöti í belgískum sláturhúsum.
Hann var skotinn til bana í um 200
metra fjarlægð frá heimili sínu. Ein-
hver sem villti á sér heimildir hafði
hringt í hann og beðiö hann að vitja
sjúkra kúa.
Ben Johnson-buff
Árið 1988 bannaði Evrópusam-
bandið notkun vaxtarhormóna við
nautgriparækt en bændur í fjölda
landa hafa virt banniö aö vettugi.
Þegar neytendur standa í þeirri trú
að þeir séu að kaupa hreina afurð fá
þeir oft Ben Johnson-buff eins og
nautakjöt með hormónum í hefur
verið kallað. Ben Johnson er sprett-
hlauparinn sem setti heimsmet í 100
metra hlaupi meö anabóhska stera í
blóðinu.
Evrópusambandið safnar niður-
stöðum stikkprufa sem gerðar eru í
aðildarlöndunum en niðurstöðunum
er haldið leyndum.
Ástandið verst á Spáni
Belgísku neytendasamtökin, Test
Achats, gerðu rannsókn í Evrópu-
sambandslöndunum á notkun horm-
óna við nautgriparækt í fyrra.
Ástandið var langverst á Spáni þar
sem bændur nota vaxtarhormóna
sem eins konar töframeðal. Næst-
verst er það í Belgíu. Bændur í
Frakklandi, Lúxemborg og Hollandi
notuðu einnig talsvert af hormónum.
í Danmörku fundust hins vegar eng-
in merki um notkun hormóna.
Núna fá belgískir bændur um 10
þúsund krónur fyrir nautgrip ef
hormónar eru ekki með í spilinu. Ef
dýrin eru hins vegar sprautuð með
óleyfilegum efnum geta bændumir
! fengið þrefalt hærra verð.
Milljarðavelta
Giskað er á aö vaxtarhormóna-
markaðurinn velti sem samsvarar
milljörðum íslenskra króna á ári.
Það er áUt lögreglunnar í Belgíu að
hormónamir séu framleiddir í Aust-
ur-Evrópu og þeim sé síðan smyglað
til Belgíu. Nákvæm skipulagning
Uggi að baki viðskiptunum sem teygi
anga sína til margra starfsgreina.
Lögreglan telur að tíu til fimmtán
manna hópur nautgriparæktenda og
fóðurframleiðenda stjómi dreifing-
unni. Tii að fá að kaupa þurfi maður
að þekkja mann og næstum ómögu-
legt sé að fá menn til að koma upp
um aðra í bransanum.
í upphafi notuöu belgískir bændur
gervihormóna í stórum skömmtum
og þá var auðvelt að finna. En á átt-
unda áratugnum var breytt um að-
ferð og notuð blanda af eftirlíkingum
kynhormóna sem erfiðara var aö
uppgötva.
300 á sjúkrahús
vegna eitrunar
í lok níunda áratugarins komst efn-
ið clenbuterol í tísku. Undir venju-
legum kringumstæðum er efnið not-
að við'asma því það slakar á vöðvum
í öndunarfærunum. Clenbuterol er
einnig sagt breyta efnaskiptunum
þannig. að fita breytist í prótín.
Vöðvamassinn verður því stærri.
Fyrir þremur árum voru 300 Spán-
verjar lagðir inn á sjúkrahús vegna
eitrunar eftir að hafa borðað kálfalif-
ur með clenbuterol-leifum í. Ein-
kennin eru breytingar á starfsemi
öndunarfæra, órói, kuldahrollur,
höfuðverkur og óeðUlega hár hjart-
sláttur. Þeir sem eru með veilt hjarta
eiga hættu á að fá hjartastopp ef þeir
fá of mikið magn af clenbuterol. í dag
er clenbuterol það efni sem er mest
notað til að auka vöðvamassa í naut-
gripum.
Herteftirlit
í október síðastUðnum voru viður-
lög við verslun með óleyfilega vaxt-
arhormóna hert. Nú eiga menn á
hættu sektir upp á tugi milljóna og
aUt að fimm ára fangelsisvist.
Nautgriparæktendur og sláturhús
verða sjálf að borga andvirði 20 þús-
und íslenskra króna fyrir hverja
stikkprufu sem dýralæknar taka. Ef
aukefni finnast geta yfirvöld ákveðið
að láta eyðileggja kjötið eða aflífa
dýrið.
í kjöUar morðsins á Karel van
Noppen hefur heilbrigöisráðherra
Belgíu ákveðið að herða eftiriitið.
Framvegis munu dýralæknar fá lög-
reglufylgd þegar þeir fara í eftirUts-
ferðir.
Fram hafa komið tiUögur innan
belgíska landbúnaðargeirans að taka
upp hormónalöggjöf að hætti Banda-
ríkjanna. Þar er leyfilegt að nota þrjá
náttúrulega hormóna sem auka þó svo að evrópskir neytendur standi í þeirri trú að þeir séu að kaupa hollt
vöxtinn.
Endursagt úr Jyllands-Posten
og hreint nautakjöt fá þeir oft Ben Johnson-steikur fyrir peninginn.
Nautgriparæktendur hafa notað sér-
stakan hormónakokkteil sem erfitt
er að finna í kjötinu. Þeir hafa einn-
ig notað efnið clenbuterol sem und-
ir venjulegum kringumstæðum er
gefið viö asma. Fyrir þremur árum
voru 300 Spánverjar lagðir inn á
sjúkrahús vegna eitrunar eftir að
hafa borðað kálfalifur með clenbute-
rol-leifum.
AjLAJ
FULLKOMIN
SURROUND-HLJÓMTÆKI
MX-115
ALVÖRU HLJÓMUR!
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR:
• Digital FM/MW/LW útvarp
með 20 minnum
•140 watta magnari
• Surround-hljóðkerfi
• Karaoke-kerfi
• Tímastilling og vekjari
• Geislaspilari m. 30 minnum
Tónjafnari m. 5 forstilltum
og 3 stillanlegum stillingum
Tvöfalt Dolby segulband
með síspilun
Innstunga fyrir heyrnartól
Fullkomin fjarstýring
og margt fleira...
Dj £tóf®U i? J 'yJJÐSS ÍLöaN
SIÐUMULA 2 • SIMI 568 90 90
^ Alfræði unga fól
Handbók heimilannaFERMING.
ItHkKWKM 1
- >4; V.' .
Wsjjk W-■’/''§ Œ
„Ekltert sambærilegt rit er til á íslensku"
Örnólfur Thorlacius, rektor
GJOF sem fylgir
eigandanum fram á
fullorðinsár, því efni
bókarinnar á sér engin
aldurstakmörk.
Gagnrýnendur kalla bókina
HANDBÓK HEIMILANNA
og það eru orð að sönnu.
Fæst í næstu bókabúð.
Verð far. 8,980,-
Bókaklúbburinn
Síðumúla 11, sími 581 3999
(áður Örn og Örlygur bókaklúbb