Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Side 24
24
LAUGARÐAGUR 1. APRÍL 1995.
Græddi
hann of
mikið?
Dave Abbruzzese, fyrrum
trommuleikari Pearl Jam, er nú
sestur að í DaUas í Texas og bú-
inn að stofna nýja hljómsveit.
Hún hefur ekki Motið nafn enn-
þá en ku vera með tilbúið efni á
plötu í handraðanum.
Abbruzzese er enn að svekkja sig
á brottrekstri sínum úr Pearl
Jam og sagði á dögunum í viðtali
við tímaritið Rolling Stones að
enn hefði hann ekki fengið skýr-
ingu á brottrekstrinum. Areiðan-
legar heimildir herma hins veg-
ar að ástæðan hafi verið of marg-
ir feitir auglýsingasamningar
sem Abbreuzzese gerði við ýmis
fyrirtæki sem framieiða tromm-
ur og tilheyrandi.
Bjarkar-
blaðið
kynnt
Bresk tónlistarblöð hafa skýrt
frá fyrirhuguðum áformum
Bjarkar Guðmundsdóttur um að
gefa út sérstakt tímarit í sínu
nafni. Jafnframt skýra blöðin frá
því að rithöfúndurinn Sjón muni
ritstýra blaðinu og að ekki verði
um hefðbundið aðdáendablað að
ræða heldur menningarblað þar
sem nýjum hugmyndum verði
gert hátt undir höfði.
Söngkona
Breeders í
klípu
Kelley Deal, söngkona hljóm-
sveitarinnar Breeders, á í erfið-
um málum þessa dagana eftir að
lögreglan kom höndum yfir
pakka af heróíni sem sendur var
söngkonunni í pósti. Hún segist
enga hugmynd hafa um það hver
standi að baki sendingunni en
lögreglan heldur því fram að Deal
hafi sagst eiga von á sendingu
þegar póstflutningafyrirtækið lét
hana vita af sendingunni.
Plötufréttir
Teenage Fanclub senda frá sér
nýja plötu þann 15. maí næstkom-
andi sem mun bera nafhið Grand
Prix... gömlu brýnin í Stranglers
eru komin á kreik á ný og farin
að vinna að nýrri plötu annað
gamaltbrýni,... Ian MacCuUoch,
fyrrum forsprakki Echo And The
Bunnymen, er líka með nýja
plötu í smíðum sem verður gefin
út undir nafni nýju hljómsveitar-
innar hans, Electrafixion... ogþá
hefúr frést aö Mark Almond sé
byrjaður að undirbúa plötu eftir
æði langt hlé ...
I BODI Á BYLGJIJXM I DAG KL. 10.00
ss
Íi
T01»l» 4
o> 3 11 3 ~ 1. VIKA NR. 1••• I CAN’T BE WITH YOU CRANBERRIES
O 4 5 4 BELIEVE ELTON JOHN
3 1 1 9 DANCING BAREFOOT U2
4 2 2 6 WHEN I COME AROUND GREEN DAY
CD 7 15 3 TOTAL ECLIPSE OF THE HEART NICKI FRENCH
CD 15 25 5 I SAW YOU DANCING YAKI-DA
a> 11 13 5 BOXERS MORRISEY
(3> 1 ••• NÝTTÁ LISTA — STRANGE CURRENCIES REM
9 5 3 9 THE BALLAD OF PETER PUMKINHEAD CRASH TEST DUMMIES
10 10 18 7 SOMEDAY l'LL BE SATljRDflY N|(jþlJ BON JOVI
(JU 17 21 3 SHORT DICK MAN 20 FINGERS 8. GILLETTE
(32) 18 22 4 OPEN YOUR HEART M-PEOPLE
13 8 7 5 I KNOW DIONNE FARRIS
(iD 27 2 — HÁSTÖKK VIKUNNAR OVER MY SHOULDER MIKE 8.THE MECHANICS
15 9 8 8 NO MORE I LOVE YOU'S ANNIE LENNOX
N ÝTT 1 BACKFORGOOD TAKETHAT
(32) 19 - 2 ÞAKKLÆTI SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR
18 6 4 5 TOCCATA & FUGUE VANESSA MAE
d§) 23 26 3 CAN'T STOP LOVIN' YOU VAN HALEN
20 12 10 5 YOU GOT IT BONNIE RAITT
NÝTT 1 HAKUNA MATATA JIMMY CLIFF
22 22 31 4 FORYOURLOVE STEVIE WONDER
GD 26 28 5 MURDER INCORPORATED BRUCE SPRINGSTEEN
28 37 3 AN ANGEL KELLY FAMILIE
25 13 6 6 WHERE DID YOU SLEEP LAST NIGHT NIRVANA
(2D 16 9 7 OLD POP IN AN OAK REDNEX
(27) NÝTT 1 YOU'RE NO GOOD ASWAD
28 14 14 6 INDEPENDED LOVE SONG SCARLET
(2§) 30 40 3 WHAT HAVE WE GOT TO LOSE HANNE BOEL
30 20 20 6 I LIVE MY LIFE FOR YOU FIREHOUSE
31 29 - 2 I BELIEVE BLESSED UNION OF SOULS
32 NÝTT 1 LET IT RAIN EAST 17
33 21 16 7 AS I LAY ME DOWN SOPHIE B. HAWKINS
34 34 39 3 GOTTA GET AWAY FROM YOU THOMAS HELMIG
dD 38 - 2 GET READY THE PROCLAIMERS
dD 37 - 2 WHOOPS NOW JANETJACKSON
dD 1 JULIA SAYS WET WET WET
dD 1 LUCY'S EYES PAPERMOON
39 40 | 2 ALL COME TOGETHER DIESEL
40) NÝTT 1 LOSTI VINIR VORS OG BLÓMA
Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niöurstaða skoðanakönnunarsem er framkvæmdaf markaðsdeild DVihverri viku.
Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist
á hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunnl kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur
þátt I vali “World Chart" sem framleiddur er af Radio Express I Los Angeles. Einnig hefur hann áhrifá Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music & Media sem
er rekið af bandaríska tónlistarblaðinu Billboard.
BflTT ÚTVARP!
Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi
Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman
og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón meö framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson
Saklaus og
sekur
Rapparinn T-Bone, liðsmaður
rappsveitarinnar Da Lench Mob,
var á dögunum sýknaður af
ákæru um morð af dómstóli í Los
Angeles. T-Bone var sakaður um
að hafa skotið mann til bana og
sært annan í keilusal þann. 18.
febrúar síðastliðinn. Vitni báru
að þau hefðu séð rapparann
hlaupa inn í keilusalinn og hann
hefur allan tímann þvemeitað að
hafa átt hlut að máli og segist hafa
yfirgefið keilusalinn 20 mínútum
áður en skotárásin átti sér stað.
T-Bone er annar liðsmaður Da
Lench Mob sem sakaður hefui'
verið um morð; hinn er J-Dee og
hann var ekki eins heppinn því
á dögunum var hann fundinn
sekur og dæmdur til 29 ára fang-
elsisvistar.
Stórkost-
legir end-
urfundir
Bítlarnir eftirlifandi, Paul
McCartney, George Harrison og
Ringo Starr, eru á fullu að undir-
búa sjónvarpsþættina um sögu
Bítlanna sem byrjað verður að
sýna í haust. Liður í þeim undir-
búningi er að taka upp nokkur
ný lög og hefur frést af þeim við
þá vinnu upp á síðkastið. McCart-
ney sagði að það væri stórkostleg
tilfinning að vinna með þessum
gömlu félögum sínum á ný.
-SþS-
Á toppnum
Hljómsveitin Cranberries hef-
ur náð toppsætinu á íslenska list-
anum með lagi sínu I Can’t Be
with You en það lag var í þriðja
sæti listans í síðustu viku. Cran-
berries eru ekki óvanir því aö
sitja á toppnum því á síðasta ári
átti þeir eitt vinsælasta lag árs-
ins, Zombie.
Nýtt
Hæsta nýja lagið kemur geysi-
sterkt inn á íslenska listann, alia
leið í 8. sætið á fyrstu viku sinni
á lista. Lagið er Strange Cur-
rencies með hinni frægu hljóm-
sveitR.E.M. semsennilegaervin-
sælasta hljómsveit heims í dag.
Lagið gerir sig liklegt til að ná
toppsætinu innan skamms.
Hástökkiö
Hljómsveitin Mike & The
Mechanics á hástökk vikunnar
að þessu sinni með lag sitt, Over
My Shoulder. Það lag sat í 27. sæti
listans í síðustu viku en fer upp
í það 14. nú og hefúr aðeins ver-
ið tvær vikur á listanum.