Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Page 27
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 27 Margot í sjónvarpssambandi við ráðuneytisstarfsmenn sina í Stokkhólmi. Margot Wallström, menningarmálarádherra Svíþjódar: Stýrir ráðuneytinu heiman frá sér Á slaginu klukkan tíu á mánu- dagsmorgnum kviknar rautt ljós í fundaherbergi í Stokkhólmi og myndavélar fara í gang. Um leið birtist andlit menningarmálaráð- herra Svíþjóðar, Margotar Walls- tröm, á sjónvarpskjá í fundaher- berginu. Starfsmenn ráðherrans, sem hafa safnast saman í fundaher- berginu, eru orðnir svo vanir því að hafa samskipti við hana á þenn- an hátt að þeir gleyma því að hún er í 300 kílómetra fjarlægð í lítilli íbúð í Karlstad sem er eins konar útíbú menningarmálaráðuneytis- ins. Þegar morgunfundurinn hefst er Wallström, sem býr í Hammarö í um 5 kílómetra íjarlægð frá Karl- stad, búin að aka níu ára syni sín- um í skóla og yngri syni sínum, sem er 16 mánaða, á dagheimili. Wallström settist í stól menning- armálaráðherra í október síðastl- iðnum. Litla „ráðuneytið" hennar i Karlstad er tilraun til að kanna hvemig þessi nýjung í stjórnsýsl- unni, að stýra ráðuneyti frá lands- byggðinni, reynist. En ástæðan er líka persónuleg. Ráðherrann hefur greint frá því í blaðaviðtali að fyrir þremur árum hafi hún misst þriggja daga gamlan son. „Líf okkar hjóna breyttist mik- ið við þetta. Maður fer að velta því fyrir sér hvað skipti í raun og veru máh í lífinu.“ Þegar Wallström var boöinn ráð- herrastólhnn varð hún að gera upp við sig hvort hún vhdi sjá fjöl- skyldu sína bara um helgar eða rífa alla fjölskylduna upp með rót- um og flytja til Stokkhólms. Áhugi hennar á upplýsingatækni og sú staðreynd að menningarmálaráðu- neytið er ekki stórt varð til þess að hún stakk upp á málamiðlun. Wahström er í Stokkhólmi þrjá daga vikunnar, þriöjudaga, mið- vikudaga og fimmtudaga, en hina dagana er hún á heimaslóðum. Með þessum nýju stjórnarháttum hefur ráðuneytið skilað betri ár- angri og Wallström fullyrðir að hún „sjái“ fleiri starfsmenn sína heldur en ef hún væri ahan tímann í Stokkhólmi því þá væri hún að tala við þá í innanhússsíma. Með nýju tækninni komi menn sér einn- ig fyrr að efninu. Það eru þó ýmsir sem gagnrýna nýja fyrirkomulagið, bæði jafnað- armenn og stjómarandstæðingar. Gagnrýnendurnir segja það sóun á almannafé og svo sé Wahström líka að hugsa um eigin hag. Wallström svarar gagnrýnendum fullum hálsi. Haft var eftir henni í viðtali að gagnrýnendur væru lamaðir af hræðslu við þá tilhugsun að hægt sé að stjórna annars staðar en frá Stokkhólmi. Stjómmálamenn þurfi hins vegar að fylgjast með tækninni og þeirri staðreynd að tæknin getur breytt lífi fólks. Margot Wallström á heimili sínu ásamt eiginmanni sínum, Hákan Olsson, og yngri syni þeirra, Erik. góðar óstæóur fyrir því áb velja Kr. 1.140#W* HONDA CIVIC "... ég er nú búinn aö eiga þær þrjár, og þær haf a reynst þannig aö þaö kemur bara ekkert annaö til greina..." "...sonur okkar ráðlagði okkur að kaupa HoncLa og við ákváöum aö prófa. Og við sjáum svo sannalega ekki eftir því..." "...Af þvi aö mér finnst hann fallegur, þægilegur og á mjög góöu verði..." Honda á íslandi - Vatnagarðar 24 - S: 568-9900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.