Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Síða 29
LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995
29
Baldur og heim-
sóknartímamir
Flestir, sem legið hafa á sjúkrahús-
um, eru á einu máli um að það sé
heldur leiðinleg reynsla. Dagamir
eru einhæfir og tíminn lengi að
hða. Maður er vakinn eldsnemma,
látínn þvo sér upp úr htíum bakka
og burstar tennur. Síðan er borðað-
ur heldur óspennandi morgunmat-
ur, þurrt brauð með smjörlíkis-
khpu og gúmmíosti, egg og þunnt
kaffi. Að loknum morgunmat er
beðið eftir stofuganginum og síöan
eftir einhverjum rannsóknum og
svo eftir hádegismatnum. Að matn-
um loknum er beðið eftir heim-
sóknartímanum, kvöldmatnum og
sjónvarpinu. Það er mikil þohn-
mæðisvinna að vera sjúkhngur og
krefst andlegrar hestaheilsu. Ég lá
einu sinni á lyflæknisdeild á
sjúkrahúsi vegna gruns um heila-
himnubólgu. Með mér lá á stofunni
miðaldra maður, Baldur P., með
brjóst- og magaverki sem ekki hafði
tekist að komast fyrir. Hann hafði
um langt árabil haft bijóstsviða og
ropa eftir máltíðir og stöku sinnum
fékk hann slæman verk bak við
bringubeinið sem gat staðið heilu
dagana. Þá varð hann veikindaleg-
ur, fólur og sveittur og gat sig vart
hreyft og fékk súrt magainnihald
uppímunninn.
Langdregnar
rannsóknir
Læknar höfðu lengi tahð þessi
einkenni stafa frá maganum og
hann hafði fengið alls konar lyf en
ekkert dugað til þessa. Hann var
því lagður á sjúkrahús til frekari
rannsókna til að útiloka að þessir
verkir gætu stafað frá öðrum líf-
færum. Þegar hér var komið sögu
var hann búinn að fara í áreynslu-
hjartarit sem hafði verið eðlilegt,
gallmynd sem var eðlileg, óms-
könnun af lifur og galli var eðlileg.
Hann átti eftir að fara í magaspegl-
un og magamynd með tilhti til
þindarshts.
Baldur P. var orðinn leiður á spít-
aladvölinni. Rannsóknimar sóttust
seint og honum fannst þetta ekkert
ganga. Hann var vinmargur svo
það voru ahtaf einhverjir sem
komu í heimsóknartímunum. Ég
fylgdist með heimsóknunum til
Baldurs enda var hann mun ergi-
legri eftir þær en fyrir. Gestirnir
komu yfirleitt ahtaf með eitthvað
matarkyns sem Baldur mátti ekki
borða eða vildi ekki. Þannig fékk
hann ótölulegan fjölda af Opal-
pökkum og konfekti, sem hann
hafði megnustu andstyggð á, eða
einhveija ávexti sem hann hvorki
vildi né mátti borða. Flestir sem
heimsóttu Baldur sögðu honum
sjúkdóma- og læknasögur en þær
eru ákaflega vinsælar í heimsókn-
artímum sjúkrahúsanna.
Einn mánudag lágum við og bið-
um þess að heimsóknartíminn
skyhi á. Baldur andvarpaði og
sagðist ekkert skilja í því hversu
þungur hann yrði aUtaf eftir heim-
sóknimar. Fyrstur kom vinnufé-
lagi Baldurs með brúnan bréfpoka
með eplum og appelsínum auk ann-
ars poka með nokkrum ópalpökk-
um. Baldur sagði af stakri þolin-
mæði að hann mætti ekki borða
þessa ávexti, hann væri í þannig
rannsóknum. Maðurinn virtist
hálfmóðgaður, settist á stól við
rúmið, dæsti og tók upp eph og fór
að naga það. „Hvenær á að skera
þig?“ spurði hann. „Þaö er ekkert
búið að ákveða með það ennþá?“
sagði Baldur. „Þú verður ábyggi-
lega skorinn," sagði maðurinn, „ég
átti einu sinni kunningja sem var
með sömu einkenni og þú og hann
var skorinn. Þegar lækniramir
voru komnir inn þá lokuðu þeir
honum aftur, það var nefnUega
ekkert hægt að gera. Þetta var al-
„Hann hafði um langt árabil haft brjóstsviða og ropa eftir máltiðir og
stöku sinnum fékk hann slæman verk bak við bringubeinið sem gat
staðið heilu dagana."
Á lækravaktmni
Óttar
Guðmundsson
læknir
veg voðalegt." „Hvað var þá að
honum?“ spurði Baldur og hafði
fólnað. „Það veit ég ekkert,“ sagði
maðurinn, „enlæknirarnirurðu
bara að loka honum aftur. En það
er ekkert víst að þetta sé svona
með þig en þó er margt sem minnir
á hann KaUa heitinn.“ Maðurinn
hélt áfram og sagði sögur af KaUa
heitnum í 10 mín. en stóð síðan upp
og kvaddi. „Ég sé þig aftur eftir
helgina ef þú lifir þetta af.“ Hann
brosti gleðUausu brosi og fór. Bald-
ur andvarpaði og leið greinilega
ekkLvel. Maðurinn var ekki fyrr
farinn en inn komu tvær eldri kon-
ur, frænkur Baldurs sem komu
stundum. „Hvenærverðurðuskor-
inn?“ spucðu þær. Baldur sagðist
ekki vita það. Þær tóku upp poka
með eplum og konfekti og Baldur
útskýrði fyrir þeim að hann mætti
ekki borða þetta aUt eins og á stæði.
Þær fóru þá sjálfar að borða konf-
ektið af þessari miklu varfærni
feitiaginna kvenna, með þessum
venjulegu upphrópunum um að
þær mættu þetta nú alls ekki þar
sem þær væru í megrun eina ferð-
ina enn. Baldur sagði fátt. Þær fóru
nú að tala um skurðaðgerðir eins
og flestir sem heimsóttu Baldur.
Þær sögðu frá einhverri voðalegri
aðgerð sem vinkona þeirra hafði
farið í einmitt vegna svona maga-
verkja. Þessi aðgerð hafði staðið í
5 klst. og hún fengið 10 poka af
blóði, að því er önnur konan sagði.
Hin greip þá fram í og leiðrétti sög-
una, konan hefði ekki fengið nema
5 poka af blóði en aðgerðin hefði
staðið í 10 klst. Sú fyrri sagði þetta
ekki rétt og svo þráttuðu þær um
þetta smástund. „En hvað varð um
konuna?“ spurði svo Baldur þegar
honum var farið að leiðast þófið.
„Hún dó,“ sagði önnur konan og
fékk sér feitan konfektmola. „En
það er kannski ekki svo slæmt með
þig.“ Konumar kláruðu konfektið,
fóru og lofuðu að koma einhvem
tímannaftur.
Fleiri
læknabrandarar
Þegar þessar konur vora farnar
komu tveir vinnufélagar Baldurs
rétt sem snöggvast. Þetta voru
snaggaralegir menn á besta aldri
og komu með konfekt í poka. Þeir
voru hressir í lund og báðu Baldur
blessaðan að láta sér batna sem
fyrst. Þeir spurðu hvort hann vildi
ekki heyra nokkra læknahrandara
og fóm svo að segja mistakasögur
af hinum og öðrum læknum meðan
þeir hámuðu í sig konfektið. Þeir
sögðu söguna af skurðlækninum
sem gleymdi alltaf einhverju í
sjúklingum sínum við aðgerðir. Við
Baldur vorum búnir að heyra sög-
una tvisvar svo við vissum alveg
hvert framhaldið yrði. Sagan end-
aði á því að læknirinn kom inn á
stofuna til sjúkhngsins og spurði:
„Hefur einhver séð hattinn minn?“
Mennirnir hlógu dátt og slógu í
rúmið hjá Baldri. „Hefurðu heyrt
söguna um skjálfhenta skurðlækn-
inn?“ spurðu þeir. „Nei,“ sagði
Baldur. Hann var ofsalega skjálf-
hentur og sagði einu sinni: „Eg
ætlaði að verða rakari en gat það
ekki af því að ég var svo skjálfhent-
ur svo ég varð skurðlæknir í stað-
inn.“ Nú hlógu mennirnir svo að
undir tók í sjúkrastofunni. Þeir
fóm að svo búnu. Eftir svona heim-
sóknartíma var Baldur alltaf ör-
magna og lengi að jafna sig. Um
kvöldið kom konan hans en hún
sagði alltaf fátt og sat oftast þegj-
andi og las lífsreynslusögur í
Heimsmynd eða Mannlífi meðan
Baldur reyndi að halda uppi sam-
ræðum. „Það þarf mikil andleg
hraustmenni til að vera veikur á
spítala og fá heimsóknir á hveijum
degi,“ sagði Baldur stundum.
Þindarslit og aðgerð
Læknarnir fundu að lokum það
út úr einkennum Baldurs að senni-
lega væri hann með þindarslit þeg-
ar öllu væri á botninn hvolft. Þind-
arsht er hálfgert rangnefni. Hring-
vöðvi milU maga og véUnda er þá
slappari en hann á að vera svo að
magainnihald leitar upp í véUndað
og veldur þar ákveðinni ertingu.
Þessi hringvöðvi á undir eðlilegum
kringumstæðum að vera lokaður
þegar meltingin fer fram. Ekkert
var að Baldri í hjarta eða galU.
Læknarnir reyndu ýmislegt til að
lækna þetta, hækkuðu undir höfða-
gaflinum í rúminu, breyttu matar-
æðinu og gáfu magalyf eins og
Tagamet eða Zantac. Þeir ráðlögðu
Baldri að hætta að reykja. Þessi ráð
dugðu ekki svo að lokum var tekin
sú ákvörðun að gera aðgerð og
reyna þannig að styrkja þennan
hringvöðva. Við vorum útskrifaðir
sama daginn; hann inn á skurð-
deild en ég heim. Að skilnaði gaf
hann mér nokkra brúna bréfpoka
með konfekti. „Ég var búinn að
gefast upp á að segja fólki að ég
vildi þetta ekki,“ sagði hann og
brosti dapurlega. Ég frétti það næst
til Baldurs að aðgerðin hefði tekist
ágætiega og hann náð sér fullkom-
lega. Við hittumst löngu seinna á
einhverjum spítalanum þar sem ég
var að vinna. Þá kom ég inn á stofu
á heimsóknartíma og heyrði ein-
mitt mann vera að segja einum
sjúklingnum mergjaðan lækna-
brandara. SjúkUngurinn lá fblur
og þegjandi í rúminu en gesturinn
hló og sló sér á lær. Þetta var Bald-
ur.
Sunnudaginn 2. apríl
ÍR-Fram
kl. 20.00
Gervigrasið Laugardal
FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA
Vorfundur Félags Járniðnaðarmannsi.
verður haldinn mánudaginn 3. apríl
kl. 20.00 að Suðurlandsbraut 30.
DAGSKRÁ:
1. Félagsmál
2. Verkefni á þingi Samiðnar
3. Kosning fulltrúa á 1. þing Samiðnar ,
4. Niðurstöður könnunar á viðhorfum til verkalýðs-
hreyfingarinnar
Halldór Grönvold frá ASÍ
Kaffiveitingar í fundarlok
po/tunette' undirfatnaður ímikluúrvali
Tegund: Défilé
Stærðir:
\' Brjóstahðldari
V\ * \ 32A-38DD
\ \ (70A-100DD)
Nærbuxur
'MJtmh ■ fcí1' / S, M,L
, r Litin
Hvítt, svart, grátt
Veró:
Brjóstahaldari
kr. 2.700
Nærbuxur
J§ 1111 kr. 1500-2700
i
ml'l ,,o fOR EVER-BÚÐ\ti ^ r— LBIáiftglinn •• "/'•j