Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1995, Síða 37
49
LAUGARDAGUR 1. APRÍL.1995
Fordkeppnin:
Yfir hundrað
sendu myndir
í keppnina
Eitt hundrað og tíu stúlkur hafa
sent myndir af sér í Fordkeppnina.
Áhuginn er þvi jafn mikill og áður
hvað fyrirsætustörf varðar. A und-
anfómum árum hefur áhugi á fyrir-
sætustörfum vaxið gríðarlega mikið
hér á landi og á hverju ári senda um
og yfir hundrað stúikur myndir af
sér í keppnina. Myndirnar hafa nú
verið sendar til Ford Models í New
York þar sem valdar verða tíu til
tólf stúlkur í úrslit.
Úrslitakeppnin verður haldin á
Hótel Borg 20. apríl. Áður en aö því
kemur verða stúlkumar kynntar í
helgarblaði DV. Þær munu fá nám-
skeið í framkomu hjá Jónu Láms-
dóttur í Módel 79 og á úrslitakvöld-
inu munu þær sýna á tískusýningu.
Sú stúlka sem sigrar í Fordkeppn-
inni að þessu sinni hlýtur í verðlaun
ferð til Parísar þar sem hún verður
mynduð af tískuljósmyndara. Þær
myndir munu skera úr um hvort hún
tekur þátt í keppninni Supermodel
of the World sem fram fer í sumar.
Elísabet Daviðsdóttir, Fordstúlkan
1994, fékk samning við Ford Models
í París þegar hún fór þangað í
myndatöku fyrir ári. Hún starfaði í
fyrrasumar í París en nú er hún í
Mílanó á vegum Ford og gengur mjög
vel.
Elisabet Daviðsdóttir er Fordstúlkan 1994.
DV-mynd Brynjar Gauti
Þaö sem bfómin þatfnast
Birna Willardsdóttir, Fordstúlkan 1993:
Andlit íslenska
vatnsins erlendis
„Það hefur verið heilmikið að ger-
ast hjá mér á undanfomum mánuð-
um. Mér bauðst vinna í Lúxemborg
í júní í fyrra og var þar fram að jólum
við ýmis kynningarstörf. Maður að
nafni Thomas, sem starfaði lengi hjá
Valgeiri Sigurðssyni í Lúxemborg og
tók síðan við rekstri hans á Black
Death og fleiri vöram, bauð mér að
gerast andlit fyrirtækisins. Hann
sendi mig fyrst í skóla í London sem
ég kalla nú bara mannasiðaskóla.
Þar lærði ég að koma fram og tjá
mig. Ég dvaldi þar í mánuð og það
var mjög gaman. Eftir dvölina í Lon-
don fór ég til Lúxemborgar þar sem
ég starfaði síðan hjá Thomasi. Hann
flytur út íslenskt vatn, vodka og
margt fleira undir nafninu Ursus of
Iceland," sagði Birna Willardsdóttir
frá Dalvík sem var valin Fordstúlkan
1993.
Bima hefur átt ævintýraríkt ár í
útlöndum en er nú heima í fríi. Hún
hefur ferðast víða, t.d. til Rússlands,
Tékklands og fleiri austantjalds-
landa. Fyrirtækið sem Birna hefur
starfað hjá er að færa út kvíamar
og er m.a. að byrja með matarkeðju
og fatnað. Þá hefur fyrirtækið gert
út tvo kappakstursbíla í keppninni
Formula 1.
„Ég hef farið á flesta þessa kapp-
akstursleiki sem andlit þessa fyrir-
tækis og dreifi m.a. auglýsingum.
Einnig skreyti ég auglýsingar sem
farið hafa á Rússlandsmarkað. Þetta
hefur verið meiri háttar garnan,"
sagði Birna.
Ákappaksturs-
leikjum
Flestir íslendingar kannast við
Valgeir Sigurðsson sem rak eigið fyr-
irtæki í Lúxemborg í áraraðir. Val-
geir er nú að mestu fluttur til íslands
en Thomas hefur tekið við rekstri
fyrirtækisins. „Þetta er ekta kaup-
sýslumaöur sem er með puttana í
öllu,“ sagði Bima. „Hann hefur náð
mjög góðum samningum við lönd í
Austur-Evrópu og Japan.“
Bima býst viö að fara aftur til Lúx-
emborgar en það starf verður þó ekki
full vinna þannig aö hana langar
jafnframt til að reyna fyrir sér á fyr-
irsætumarkaðnum í London. „Starf-
ið í Lúxemborg er aðeins nokkrir
dagar í mánuöi hveijum. Hins vegar
kynntist ég stúlku í London sem er
tilbúin til að leigja með mér íbúð og
þá langar mig að vera þar. Þijár
umboðsskrifstofur í London era með
myndir af mér og þær hafa allar tek-
ið vel á móti mér. Síðan ætla ég bara
að sjá til hvað úr verður," sagði Bima
Willardsdóttir.
Birna Willardsdóttir, Fordstúlkan
1993, hefur starfað í Lúxemborg
undanfarin ár. DV-mynd ÞÖK
taka sér tak.
Vigdís Másdóttir, Fordstúlkan 1992:
í fríi frá fyrirsaetustörfum
Úrvals
blómanæring
fyrir allar plöntur
POKON
BLOMAÁBURÐUR
„Það hefur lítið verið að gerast hjá
mér að undanfomu. Ég hef verið í
verkfalli en ég er nemandi í mennta-
skólanum við Hamrahlíð," sagði Vig-
dís Másdóttir, Fordstúlkan 1992, er
DV hafði samband við hana. Vigdís,
sem er að verða sautján ára, vakti
mikla athygli þegar hún var valin
Fordstúlka vegna ungs aldurs.
Eftir keppnina og allt fram á síð-
asta haust var Vigdís við fyrirsætu-
störf hér heima en nú hefur hún tek-
ið sér frí frá þeim. „Ég hef engan
áhuga á fyrirsætustörfum eins og
er,“ sagði hún. Vigdís hafði hugsað
sér jafhvel að fara utan í sumar og
starfa sem fyrirsæta en hún segist
vera hætt við það. Hins vegar hefúr
systir hennar, Heiðrún Anna Bjöms-
dóttir, verið við fyrirsætustörf á ítal-
íu og gengið mjög vel. „Ég held ég
bíði þar fil ég verö svolítiö eldri,“
sagði Vigdis.
<Ali: ItOllLM
Vitaslíg 3 - Sími 626290
Opið miðvikudags-
sunnudagskvölds
Nektardans af bestu
gerð öll kvöld.
Nýjar dansmeyjar
komnar!
Ekki vera feiminn.
Láttu sjá þig!!!
Aðgangseyrir kr. 1.000.
Drykkur innifalinn.