Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 Spumingin Hvað ætlar þú að gera fyrsta maí? (Spurt á föstudag.) Sólveig Erlendsdóttir nemi: Ég ætla ekki að gera neitt sérstakt fyrsta maí. Árdís Hauksdóttir húsmóðir: Ég ætla vitanlega að fara í kröfugöngu. Hrafnhildur Hannibalsdóttir, aðstoð- arstúlka í leikskóla: Ætli maöur drífl sig ekki í kröfugöngu. Jóhannes Maack nemi: Eg ætla að læra. Sigtryggur Valgeir Jónsson húsa- smiður: Ég reikna með að skoða landið fyrsta maí. Anne Lise Lassesen: Ég ætla að fara heim til Noregs. Lesendur Erlendar fjárfest ingar á íslandi Haraldur Guðmundsson skrifar: Það vekur almenningi undrun hvernig það megi vera að fáir erlend- ir fjárfestar fáist til að fjárfesta á ís- landi, svo mjög sem stjórnmála- og forystumenn okkar telja okkur trú um að framtíð okkar sé björt og hrein, ef vel sé á spilunum haldið, eins og þeir komast að orði. Er þá enginn fótur fyrir því að hér sé væn- legt að vinna land eða að framtíðar- sýn sé sú sem þessir menn vilja vera láta? - Hvað eigum við, t.d. almennir launþegar að halda? Er atvinnuleysi komið til að vera og lítið við að gera í framtíðinni? Er bráttan vonlaus þegar öllu er á botninn hvolft? Kannski er álverið og járnblendið eina starfsemin sem má reikna með frá erlendum aðilum. Er fríhafnar- svæði við Keflavíkurflugvöll bara tálsýn? Eru skilyrði til atvinnusköp- unar með allt umfram rafmagnið einungis goðsögn sem haldið er að okkur til þess að róa ungu kynslóð- ina? Og er þá ísland ekki í slíkri al- faraleið milli heimsálfanna tveggja, Evrópu og Ameríku, að erlendir fjár- festar hafi augastaö á landinu sem vænlegum stað, til dæmis til fram- leiðslu og útflutnings? Mesta vandamál okkar íslendinga er án efa það að ná inn gjaldeyri til þess að halda í horfinu. Vitaö er að helsta orsök atvinnuleysisvandans er lítil fjárfesting. Engum dettur í hug að við íslendingar getum flárfest neitt að ráði umfram það sem þegar Svissneska þingiö. - Erlend starfsemi í hámarki. Skattfrelsi útlendinga er við brugðið og menn njóta góðs af öflugri atvinnu og háum launum. hefur verið gert. Og frekari flárfest- ing yrði ekki umtalsverð nema með enn meiri erlendum lánum. Hvað á til bragðs að taka? Það sem verður að breytast hér er hugsunarhátturinn. Sérstaklega gagnvart útlendingum. Útlendingar líta ekki til íslands með glýju í aug- um. Það verður ekki fyrr en við höf- um gert upp hug okkar gagnvart er- lendri atvinnustarfsemi hér á landi á svipaðan hátt og aðrar þjóðir, t.d. í Evrópu hafa gert gagnvart erlendri starfsemi í þeirra löndum. Þar er skattfrelsi leiðandi þáttur svo og af- nám aðstöðugjalds fyrir þá sem vilja flárfesta. Þessar þjóðir láta sér nægja að fá til sín erlenda flárfesta og starf- semi gegn því skilyrði að landsmenn njóti atvinnunnar sem þeir skapa. Ríkið nýtur svo tekna beinna og óbeinna af þeirri starfsemi. Einfaldara getur þetta ekki verið. En til þess að þetta geti orðið verða Islendingar að láta sér í léttu rúmi liggja að hin erlenda starfsemi njóti skattfríðinda umfram innlenda aðila. Þetta hefur verið bitbeinið. Engin umtalsverð erlend flárfesting verður hér á landi fyrr en hin landlæga öf- und í garð útlendra flárfesta víkur fyrir skynseminni. Af misferli bankamanns: Farsi í tjármálaumsvif um Óskar Sigurðsson skrifar: Það er gott að vera íslendingur þegar á bjátar. Það sannast svo oft. Misferli er litið mildum augum. Það fara ekki margir í fangelsi fyrir meiriháttar misferli, svo dæmi sé tekiö. Það eru helst óknyttastrákarn- ir í daglega klandrinu, innbrotum og beinum stuldum úr sjoppunum. Og þó er mildilega á þeim tekið líka. Þeir bíða gjarnan af sér dómana og eru þá hættir að stela, búnir að eign- ast börn og buru og eru þá kallaðir til afplánunar. Svona hefur þetta verið lengst af. Þetta er nú eitthvað að taka aðra stefnu vonandi. - En eitt er óbreytt; misferli í flármálum er ekki stór- glæpur hér á landi. Dæmigert er misferli bankamannsins sem ákærð- ur var fyrir millifærslu gjaldeyris í banka sínum - samkvæmt sam- komulagi við bankastjórana. Hann hafði meira að segja samið um „af- slátt“ við bankastjóra. Engin eftir- mál urðu af þessu tilefni og banka- maöurinn var sýknaður af öllum refsikröfum. - Allur kostnaður féll hins vegar á ríkissjóð! í raun er hér um athyglisvert mál að ræða. - Bankamaðurinn notaði matar- og kaífltíma sína til að líta á skjáina með upplýsingum frá erlend- um bönkum - innan eigin banka - og fór síðan í biðröð með öðrum við- skiptamönnum sem stunduðu sömu viðskipti. Og yfirmenn vottuðu að hann hefði stundað vinnu sína með eðlilegum hætti. - Ef þetta er ekki hreinasti farsi í fiármálum þá er hann ekki til. Sama stef na í einum flokki Sigurður Jónsson skrifar: Eins og kunnugt er tók mjög skamman tíma að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. En þetta þarf ekki að vera undrunarefni. Áhersluatriðin voru því sem næst hin sömu í kosninga- baráttunni enda spáðu ýmsir þessu stjórnarmynstri. Það gerði t.d. Jón Baldvin Hannibalsson sem sagði að þessi yrði raunin ef naumur yrði munur milli stjórnar- og stjórnar- andstöðuflokka. Varðandi stjórnarsáttmálann nýja segir í þriggja dálka fyrirsögn í Morg- unblaðinu hinn 22. apríl sl.; báðir flokkar telja eigin hugmyndum hampað. - Látið er í veðri yaka af forystumönnum beggja stjómar- ílokka, að sáttmálinn boði ýmsar breytingar. Heldur verða þær þó í rýrara lagi, samanber orð höfð eftir Halldóri Ásgrímssyni í Mbl..að þótt gerðar yrðu breytingar í sjávar- útvegsmálum riðluðu þær á engan hátt núverandi kerfi“. - Sem sé; allt skal vera því sem næst óbreytt. Hér ber allt að sama brunni: Flokk- arnir tveir eru sammála um flesta hluti. - Því vil ég gera það að tillögu minni að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sameinist í einn flokk. Málefnaágreiningur yrði nær enginn. Þessir nýju fóstbræður hafa sömu stefnu í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum, Evrópumálum, o.s.frv. Liðsoddar flokkanna hafa og látið þess getið að forystumennirnir hafi breyst í seinni tíð (til hins betra). Að lokum vil ég geta þess að ég hef fylgt Sjálfstæðisflokknum í áratugi og hugmynd þessa hefi ég rætt við nokkra flokksbræður mína og líka við nokkra framsóknarmenn og hafa allir tekið henni vel. allan sólarhringinn Aöeins 39,90 mínútan -eða hringið í síma 563 2700 íilli kl. 14 og 16 Einn flokkur, ein stefna? - Forystumenn hafa breyst til hins betra, segir m.a. i bréfinu. Enginreiði lengur áReykjanesi Elsa hringdi: Mikil reiðialda virtist risa meö- al sjálfstæðismanna á Reykjanesi vegna svokallaðrar „meðferðar" á fyrsta þingmanni flokksins sem ekki fékk ráðherraembætti. Boð- að var til fundar sem stóð i 4 klst. og mönnum var heitt í hamsi. Eða svo sögðu blaðafréttir. En eftir að fyi-rv. menntamálaráðherra hafði beðíð fundinn um að halda ró sinni þar sem hann hefði vissulega hlotið virðingarstöðu sem forseti Alþingis, ákváðu fundarmenn að láta kyrrt iiggja. - Það er því ekki lengur reiði meðal sjálfstæðismanna á Reykjanesi. - En þetta embætti er samt ekki ráöherraígildi, þótt Davið segi það, sagði formaður kjördæmisráðsins í lok fundar- ins. Barentshafs- veiðarbúnar Guðjón Jónsson hringdi: Þrátt fyrir \nssa bjartsýni um að árangur næðist í deilunni um Smuguveiðar fannst engin lausn á fundi með Norðmönnum og Rússum. Hún er aíar leiðigjörn og óraunhæf þessi sifellda bjart- sýni forráðaraanna og fiölmiöla um að einhver lausn fáist á þessu máli. Eins og t.d. kemur fram í fyrirsögn á baksíðu Mbl. sl. þriðjudag, að fsland fái yflr 15.000 tonna þorskkvóta í Smugunni. Og við skulum strax sætta okkur við að Barentshafsveiðar eru búnar að fullu hvaö okkur íslend- ínga varðar. HM-mótiðheima ístofu Konni hringdi: Ég er undrandi á því að fólk skuli ekki einfaldlega velja aö horfa á leikina á HM-mótinu heima í stofu i stað þess að kaupa rándýra miða og eiga jafnvel und- ir högg að sækja með áhorfenda- svæði. Eins og með alla íþrótta- viðburði nýtur maður þeirra best á sjónvarpsskerminum heima hjá sér. Nærmyndír í fókus og maður getur auk þess tekið allt upp og horft á aftur og aftur. Pétur hlynntur háumtollum! Sigurgeir hringdi: I nýlegu blaðaviðtali viö Pétur H. Blöndal, nýjan þingmann Sjálfstæðisflokksins, segist hann ekki vera hlynntur mjög háum tollum og telur þá ekki landbún- aðinum til góðs. Af þessu má draga þá ályktun að þingmaður- inn sé hlynntur tollum, jafnvel háum tollum, en bara ekki mjög háum. Auðvitað þorir enginn þingmaöur sjálfstæðismanna að mótraæla opinberlega tollum á innfluttar búvörur, fremur en endranær. - Allt er kokgleypt, og ekkert óbragð að neinu lengur. Meíra að segja flókið styrkjakerfi er oröíð vel ásættanlegt. HrunAlþýðu- flokksins -líkasökÖssurar Sverrir hringdi: Fyrir kosningar auglýstu skot- veiðimemi grimmt og mátti túlka þær auglýsingar sem áróður gegn umhverfisráðherranum Össuri til að koma honum frá, Má ætla að margir skotveiðimenn, a.m.k., hafi haít þetta að leiðarljósi í kosningunum. Það eru því ekki bara formaður og varaformaður Alþýðuflokksins sem eru einir valdir að fylgishruni flokksins. Það er líka Össur umhverflsráð- herra sem á hér þátt að. Þetta allt þurfa alþýðuflokksmenn að skoða vandlega á næstu vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.