Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGARDAGS* OG MÁNUDAGSMORGNA TveirEsso-menn: Játa bens- ínsvmdl á Vellinum - teknirafherlögreglu Tveir starfsmenn hjá Esso á Kefla- víkurflugvelli hafa viðurkennt hjá lögreglu að hafa svindlað á viðskipta- vinum stöðvarinnar með því að dæla minna af bensíni á bíla en greitt var fyrir og þannig náð að safna sér upp talsverðum forða til eigin nota, að því er þeir sögðu. Grunur lék á að mennirnir hefðu stundað þetta í lengri tíma en aðeins liggur fyrir að athæfl mannanna hafi gerst á tveimur dögum. Málið kom upp þegar herlögreglan var á ferð- inni eftir vinnutíma og sá hvar mennirnir voru að dæla bensíni á brúsa. Þeir voru kærðir til lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli. Þar við- urkenndu þeir við yfirheyrslur aö hafa einnig sett bensín á eigin bíla daginn áður en þeir voru stöðvaðir við iðju sína. Engin gögn eru til yfir það aftur í tímann hve miklu bensíni hefur ver- ið dælt á bíla. Því er talið útilokað að sanna að um meiri svik hafi verið að ræða en játningar liggja fyrir um. Samkvæmt upplýsingum DV í gær stendur til að víkja umræddum starfsmönnum úr starfi hjá Esso vegna þessa máls. Mál mannanna telst afgreitt hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Það verður sent ríkissaksóknara sem væntanlega gefur út ákæru. -Ótt Skot úr byssu Skot hljóp úr byssu ölvaðs manns í sama mund og maður sem hann hafði ógnað tók um hlaupið og ýtti frá sér. Þetta gerðist í húsi við Nökkvavog aðfaranótt laugardags- ins. Samkvæmt upplýsinum RLR var fólk í húsinu verulega undir áhrifum áfengis en atvik þykja liggja nægi- lega ljós fyrir þannig að rannsókn málsins og yfirheyrslur eru vel á veg komnar. Skotið fór í vegg. Málið verður væntanlega sent ríkissak- sóknarafljótlega. -Ótt Sóttusjómann Sjómaður af Happasæli frá Kefla- vík var hífður um borð í TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á mið- unum austur af Vestmannaeyjum síðdegis á laugardag og fluttur til Reykjavíkur. Talið var að hann hefði höfuðkúpubrotnaö. -Ótt LOKI Hvemig var það annars, hófst olíumálið fræga ekki á „einum brúsa'? Sjómaður hlautopið kjalkabrot 33 ára karlmaöur hlaut opið og var aö ganga út af skemmti- Stuttu eftir þessa árás var ráðist kjálkabrot þegar ráðist var á hann staðnum þegar ráðist var á hann. á annan ungan mann fyrir utan fýrir utan skemmtistaðinn Calypso Talsverður fjöldi fólks var fyrir sama skemmtistað. Hann hlaut í Vestmannaeyjum á fjórða tíman- utan, að sögn lögreglu. Óljóst var í skurð á augabrún. Þegar lögreglan um aðfaranótt mánudagsins. Lög- gær hver þama var að verki. Lög- var kölluð á vettvang hafði hún reglan kom á vettvang og fiutti reglan var að leita að vitnum í ekki tíma til að sinna útkalli því manninn á sjúkrahús. Hann beið gærkvöldi til að fá gleggri mynd að hún var aðsinna sjómanninum eftir því í gærkvöldi að verða flutt- af atburðinum. Fómarlambið gat sem haföi kjálkabrotnað. Unga ur til Reykjavíkur þar sem hann ekki bent á þann sem réöst á það manninumvarþósíðarkomiöund- átti að gangast undir aögerð. því viö höggið virðist maðurinn irlæknishendurogþurftiaðsauma Maðurinn er aðkomumaður og hafa misst úr minni - hann man nokkur spor. var á báti sem kom til Eyja. Hann ekkert eftir sér fyrr en lögreglan -Ótt fór út að skemmta sér um kvöldið var að aka með hann á sjúkrahúsiö. Kaldbaksvík Tvöhús eru mikið skemmd Tvö hús eru mikið skemmd eftir að snjóflóð féll í Kaldbaksvík, norðan Bjarnarfjarðar, sennilega í janúar. Bæirnir eru mjög afskekkt og aðeins notaðir sem sumarbústaðir. Þangað er ekki fært nema á vélsfeð- um, en menn sem fóru að vitja bú- staöa í grenndinni fyrir helgina létu vita af skemmdunum. Lögregla kannaði staðinn í fyrra- dag og kom þá í ljós að annað húsið er fullt af snjó og mjög mikið skemmt og hitt, sem er tveggja hæða nýupp- gert steinhús, er einnig töluvert skemmt. Snjóflóðið virðist hafa farið inn um vesturgafl steinhússins og í gegnum þáð. Nýlega hafði verið kostaö miklu til að gera upp gamla steinhúsið og er ljóst að um töluvert tjón er að ræða. Ekkert verður hægt að gera við hús- in fyrr en vegurinn norður í Árnes- hrepp verður opnaðar í byrjun júni. Að sögn lögregfu er ekki vitað að snjóflóð hafi fallið áður á þessum slóðum: „Okkur sýnist að þarna hafi flóðið fallið í norðaustanáttinni í jan- úar þegar flóðiö féll á Súðavík." Allt eyðilagðist á efri hæð Grundargötu 84 í Grundarfirði i eldsvoða á sunnudagsmorgun þegar kviknaði í út frá sígarettuglóð sem fór í dýnu. Fólkið á neðri hæðinni vaknaði við að glerið var farið að springa á efri hæðinni og sá hvar eldtungurnar teygðu sig út um glugga. Enginn var heima á efri hæðinni. Sjá viðtöl við ibúa hússins á bls. 6. DV-mynd Páll Mar Magnússon Veðrið á morgun: Skúrir og rigning Á morgun verður suðlæg átt um mestallt land en norðaustan- átt á Vestfjörðum. Skúrir ög síðan rigning viö suður- og austur- ströndina en víðast þurrt annars staðar. Hiti 3-10 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 K I N G L#TT€» alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.