Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 28
40 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 f OR EVER-BÚÐ\H 40^M'ltBINW0(w,_S|M|.686lS,í> við okkur um ÉTTINGAR SPRAUTUN Auðbrekku 14, sími 64 21 41 # LOWARA RYÐFRÍAR ÞREPADÆLUR Allt að 25 bör II á-l Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Hringiðan Þessi hvolpur vakti mikla athygli yngstu kynslóöarinnar á hvolpasýningu sem fram fór í íþróttahúsi Digranesskóla um helgina. Það var Hundaræktarfélag íslands sem stóð fyrir sýningunni sem alls 34 hundategundir tóku þátt í. Á laugardeginum var sérstök hvolpasýning þar sem ungviðið var sýnt almenningi og dæmt af sérstökum dómurum. DV-myndir VSJ Tónskóli Sigursveins D. Kristins- sonar gekkst fyrir tónleikum í ís- lensku óperunni á laugardag. Finnur Bjarnason barítonsöngvari söng einsöng á tónleikunum og voru þetta burtfarartónleikar hans frá skólan- um. Sigrún Eldjárn myndlistarkona opnaði um helgina sýningu á verkum sínum í Norræna húsipu. Á sýningunni eru bæði mannamyndir, uppstillingar og landslag, og er litavalið samspil jarðlita annars vegar og blárra tóna á móti. Á myndinni er Sigrún önnur frá hægri ásamt fjölskyldu sinni við opnun sýningarinnar. Alls voru það 42 bamakórar sem tóku þátt í 10. landsmóti íslenskra barna- kóra sem fram fór í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi um helgina. Börn- in sungu fjölbreytt verk eftir marga höfunda, bæði öll saman og svo í minni hópum. Þeir voru glæsilegir, margir hundamir sem voru tO sýnis á hundasýningu Hundaræktarfélags íslands í Digranesi í Kópavogi um helgina. Alls voru til sýnis og keppni 34 tegundir, hver annarri fallegri. Margt fólk kom til að berja hundana augum og var yngsta kynslóðin ekki síst áhugasöm. Tríó Ólafs Stephensen, þeir Guðmundur R. Einarsson, Tómas R. Einars- sonog Ólafur Stephensen, skemmtu gestum við opnun á yfirlitssýningu Leifs Breiðfjörðs í Gerðarsafni í Kópavogi um helgina. Leifur sýnir í þrem- ur sölum og forsal safnsins málverk, pastelmyndir, vatnslitamyndir, steinda glugga, glermálverk og glerskúlptúra. Nú fyrir stuttu hélt handknattleiksdeild Hauka í Hafnarfirði uppskeruhátið sína í Hraunholti. Veittar vom viðurkenningar fyrir góöan árangur og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Frá vinstri: Þorgeir Haraldsson formað- ur handknattleiksdeildar Hauka, Ásbjörg Geirsdóttir var valin bjartasta vonin, Bjarni Frostason úr meistaraflokki karla var valinn bestur, Kristín Konráðsdóttir úr meistaraflokki kvenna var valin best, Einar Gunnarsson var valinn bestur 12. flokki, Eiríkur Sigurðsson var valinn besta bumban, Harpa Melsted var valin best í 2. flokki kvenna og Daníel Hálfdánarson, stjórnarformaöur. DV-myndLámsKarl Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Magnús Árnason, hafði heppnina með sér í happdrætti handknattleiksdeildar Hauka á uppskeruhátíð þeirra í Hraun- holti nú fyrir stuttu. Hann tekur hér við verðlaununum úr hendi Páls Ólafs- sonar sem þama sést ásamt þeim Þorláki Kjartanssyni og Judit Estega. DV-mynd Láms Karl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.