Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.1995, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 1995 17 Fréttir Nýir alþingismenn: Sumir halda fyiri störf um Segja má aö það sé allur gangur á því hvernig fer með fyrri störf nýrra aiþingismanna. Þeir sem eru í starfi hjá hinu opinbera halda sínum störf- um en láta geyma þau fyrir sig næstu fjögur árin. Þeir sem starfa hjá öðr- um en ríkinu segja upp sínum störf- um, nema Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs. Hann gegndi því starfi meðfram þingmennsku á síðasta kjörtímabili og mun gera það áfram. Reglur hjá Háskóla íslands eru þannig að séu starfsmenn skólans kjörnir á þing geta þeir látið geyma starf sitt launalaust í 8 ár. Þeir verða þó að sækja um leyfi frá störfum árlega. Aðrir opinberir starfsmenn geta farið í launalaust leyfi, látið geyma starf sitt endalaust ef þeir vilja, séu þeir kjömir á þing. Engar reglur eru til sem banna þeim þetta. Bryndís Hlöðversdóttir „Eg mim taka mér frí frá stör- um meðan á vor- þinginu stendur en síðan mun ég nota sumarið til að ljúka þeim störfum sem ég er að vinna að. í haust þegar þinghald hefst læt ég svo af störfum sem lögfræðingur AI- þýðusambands íslands. Ég held að þingstarfið sé alveg fullt starf ef maður vill vinna vel,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, nýkjörinn alþingis- maður. Hún sagði að starfið yrði ekki geymúfyrir sig. Hún segði ein- faldlega upp. Magnús Stefánsson „Ég segi starfi mínu upp og hef þriggja mánaða uppsagnarfrest og engin biðlaun," sagði Magnús Stefánsson, sveitar- stjóri í Grundarfirði og nýkjörinn alþingismaður. Hann sagðist vera ráðinn, sam- kvæmt ráðningarsamningi, út kjör- tímabil sveitarstjórnarinnar en þrjú ár eru eftir af því. í samningnum væri að sjálfsögðu uppsagnarákvæði og það ætlaði hann að nýta. Hann sagði það gefa augaleið að eðlinu samkvæmt yrði starfið ekki geymt handa honum. Séra Hjálmar Jónsson „Ég mun halda — prestsstarfinu í sumar en í haust, þegar þinghaldið hefst, læt ég af því starfi. Tryggt verður að hér verði full þjón- ustaísamráðivið sóknarnefnd og biskup og ráðuneyti. Það er sum sé tryggt að hingað kem- ur maður til að sinna því í fullu starfi," sagði Hjálmar Jónsson, sókn- arprestur á Sauðárkróki og alþingis- maður. Hann sagðist láta geyma starfið fyrir sig ef svo færi að hann hætti eða félli út af þingi eftir 4 ár. Það væri enda lögboðinn réttur opin- berra starfsmanna. Ögmundur Jónasson Því miöur náð- yua ist ekki í Ögmund rj| Jónasson, form- ann BSRB og ný- kjörinn alþingis- mann, en hann var erlendis. Ög- mundur lýsti því hins vegar yfir fyrir kosningar að hann myndi gegna áfram starfi formanns BSRB ef hann næði kjöri sem þingmaður. Siv Friðleifs- dóttir Og Ólafur Örn Haraldsson gegndu ekki fóst- um störfum þeg- ar þau voru kjör- in á þing. Þeir Pétur Blöndal og Gunnlaugur Sig- mundsson reka eigin fyrirtæki og munu gera það áfram. Pétur gaf hins vegar ekki kost á sér áfram í bankaráð ís- landsbanka vegna þess að hann var orðinn þingmaöur. Gunnlaugur sagðisigúrstjórn útgerðarfyrir- tækisins Bor- geyjar á Höfn vegna þing- mennskunnar. Vilhjálmur Egilsson „Ég sagði öllum kjósendum mín- um að ég væri ákveðinn í að starfa hér áfram, eins og ég gerði á síðasta kjörtíma- bili. Ég náði kjöri þannig að þeir hafa ekki haft neitt við þetta að at- huga. Til þess að þetta sé hægt þurfa menn að vera vel skipulagðir. Síðan er þetta auðvitað óhemjumikil vinna. Einnig er hér um launaspursmál að ræða enda laun þingmanna mjög lág,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, al- þingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands. Guðný Guðbjörnsdóttir „Ég mun losa mig úr þessu starfi á miðju sumri eða undir haust þegar ég hef farið yfir próf og. ritgerðir. Ég held að vísu stöð- unni, launalaust, ______________ meðan ég er á Alþingi. Sú regla er hér í Háskóla íslands að ef maður er kjörinn á þing getur viðkomandi fengið launalaust leyfi í tvö kjörtíma- bil og haldið fastri stöðu. En formlega gerist þetta þannig að maður biður um leyfi til eins árs í senn,“ sagði Guðný Guöbjörnsdóttir, dósent viö HÍ og nýkjörin alþingiskona. Svanfríður Jónasdóttir „Ég er að kepp- ast við að ljúka skólaárinu með mínum nendend- um sem er 10. bekkur grunn- skóla og því er allt nokkuð við- kvæmt. Ég mun síöan sækja um launalaust leyfi með- an ég gegni þingmannsstarfinu en geri ráð fyrir að hefja aftur kennslu þegar ég hætti því,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður frá Dalvík. Arnbjörg Sveinsdóttir „Nei, ég á enga möguleika á að láta geyma mitt, starf. Ég er fjár- málastjóri hjá Fiskiðjunni Dvergasteini hér á Seyðisfirði. Það er allt annað með starfsmenn hjá einkafyrirtækjum en hjá hinu opinbera," sagði Arnbjörg Sveinsdóttir sem kjörin var á þing í fyrsta sinn í síðustu þingkosningum. Hjálmar Árnason „Ég er að fara úr mjög skemmtilegu starfi, fullur af söknuði, og mun óska eftir því að fá launalaust leyfi frá störfum í eitt kjörtímabil. Það þýðir að ég bið um að starfið sé geymt fyrir mig næstu fjögur árin,“ sagði Hjálmar Árnason, skólameist- ari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem kjörinn var á þing á dögunum. Sjúkrahús Suðumesja: Skurðstofan lokuðí 2 mánuði Ægir Mar Kárason, ÐV, Suðumesjum: „Við lokum skurðstofunni í sumar eins og við höfum gert undanfarin ár. Það er slæmt aö þurfa að loka henni en okkur er stillt úpp við vegg. Það vantar meirí peninga frá ríkinu. Álag á starfsfólkið er mikið og það er færra en vera á á deildunum," sagði Jóhann Einvarðsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- nesja, í samtali við DV. Engar skurðaögerðir verða á sjúkrahúsinu frá 12. júní til 14. ágúst en þá veröur skuröstofan lokuö. Sjúkrahúsið hefur orðið að draga saman seglin vegna nið- urskurðar ríkisins. RIB RANGE bómullarbolir. buxur og samfellur ii 95% bómuli, 5% LYCRA þráöur. Hvítt, vínrautt og svart. Heíldsölubirgðir: Davíð S. Jónsson S Co. hf. sími 91-5524333 Alveg Einstök Gæði T/LBOB KMft sem ekki verður endurtekið! Aðeins þessi eina sending. Umboðsmenn um land allt. AEG Þvottavél Lavamat 6251 Vinduhraði 1000 og 700 snúningar á min.Ullarvagga. UKS kerfi. Bíó kerfi. Takki fyrir aukaskolun. Orkunolkun 1.8 kwst.Oko kerfi. Variomatik vinding. Verb nú 89.140,- Stabgr. kr. 82.900,- Venjulegt verð á sambærilegri vél er a.m.k. 12.000,- kr. hærra. BRÆÐURNIR DJOKMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.