Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 Fréttir Meginkrafan er aðeins ein: að reikniregla laganna verði lagfærð: Þorsteinn mundi líklega ekki skipa mig dómara - Hver er meginkrafa ykkar fimm- menninga úr lögmannastétt um breytingar ó skaðabótalögunum? „Meginkrafan er aðeins ein, þ.e. að reikniregla laganna verði lagfærð þannig að margföldunarstuðullinn 7,5 verði a.m.k. 10. Það myndi þýða að skaðabætumar hækkuðu um þriðjung hjá tjónþolum." - Hvernig stendur á þessum óhuga ykkar að breyta lögunum? Eigið þið einhverra hagsmuna að gæta? „Við eigum engra sérstakra hags- muna að gæta. Eg hef séð í viðtali við dómsmálaráðherra að hann gerir því skóna að lögmenn hafi verið á móti setningu skaðabótalaganna vegna þess að þeir hafi haft meira fé fyrir störf sín á þessu málasviði áður en lögin tóku gildi. Frá upphafi hef ég sagt að það var sjálfsagt verk og þarft aö setja skaðabótalög og sjálf- sagt að staðla reglurnar. Þannig að ásakanir um þetta eiga sér engin rök. Ég fullyrði að ástæðan fyrir fram- göngu okkar í máhnu er hrein og klár réttlætiskennd. Við viljum ekki sætta okkur við þaö að hér séu undir röngu yfirskini settar reglur um að tjónþolar eigi ekki að fá fullar bætur fyrir fjártjón." Augu manna að opnast - Svo virðist sem ekki hafi verið hlustað á ykkur fimmmenninga til þessa. Telurðu einhverjar líkur á að það breytist á næstunni? „Ég tel líkurnar nokkrar því ég held að augu fleiri manna séu að opnast fyrir því ranglæti sem hér er á ferð- inni. Þetta eru hagsmunir sem skipta fjölda fólks máli. Vonir okkar um leið- réttingar eru bundnar því að fleiri menn fáist til að skoða efni málsins og það menn sem hafa einhveija aðstöðu til að breyta því og laga.“ - Á fundi Lögmannafélagsins á dög- unum um skaðabótalögin kvartaðir þú yfir áhugaleysi þingmanna og nokkurra hagsmunasamtaka á þvi að knýja á um breytingar. Er það vegna þess að málið sé of fiókið? „Að því er snertir þingmennina þá hefur máhð fram að þessu eingöngu verið á borði allsherjarnefndar þannig að það eru kannski ekki margir þingmenn sem hafa lagt sig sérstaklega eftir því. Málið er dæmi- gert sérfræðingamál og flókið við fyrstu sýn. Þetta gerir það að verkum að þingmenn hlaupa ekki til til að kynna sér málið. Vonandi hefur núna tekist að vekja athygli þeirra á málinu með þeim hætti að þeir beiti sér fýrir lagfæringum." Tengsl Sólveigar augljós - Sumir segja að þú hafir skotið yfir markið með þvi að benda á fjöl- skyldutengsl Þorsteins Pálssonar og Sólveigar Pétursdóttur við forróða- menn tryggingarfélaganna sem ástæðu fyrir aðgerðaleysi stjórn- valda. Hvað viltu segja um þetta? „Ég er nú vanur að hitta markiö en það er annað mái. Það má auðvit- að velta því fyrir sér hvort tengsl Þorsteins við Valgeir bróður sinn, sem er yfirmaður tjónadeildar Tryggingar hf„ hafi haft áhrif á hann. Ég get ekkert fullyrt um það. Ég nefndi þetta vegna þess að tengshn eru til staðar og myndu valda van- hæfi ef um væri að ræða úrskurðar- - segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður í yfirheyrslu DV til þess. Við höfum upplifað það í mál í ráðuneytinu. Það má vel vera að skýringanna á furðulegri fram- göngu Þorsteins sé að leita annars staðar en 1 þessum tengslum. Hags- munatengsl Sólveigar eru augljós." - Vissir þú um laxveiðiferð Þorsteins og Sólveigar í boði Sjóvár-Almennra í Kjarró síðasta sumar? „Ekki fyrr en núna nýlega og þá eftir þennan fræga lögmannafund." - Hvað finnst þér um þá ferð? Ber hún vott um siðferðisskort í íslensk- um stjórnmálum? „Það er auðvitað alveg augljóst að þeir menn sem fara með almanna- hagsmuni sem trúnaðarmenn okkar ahra verða að hafa mikinn vara á sér þegar þeir ákveða hvort þeir þiggja gjafir eða önnur boð frá einkaaöilum. Sérstaklega á þetta við ef slíkir einkaaðilar þurfa að eiga eitthvað undir stjómsýslu þeirra að sækja.“ - Núhefurþú verið talinn til nánustu stuðningsmanna og ráðgjafa Daviðs Oddssonar forsætisráðherra og flest- ir vita að milh hans og Þorsteins Pálssonar hafa ekki ríkt miklir kær- leikar í gegnum tíðina. Er gagnrýni þín á Þorstein þessu? ekki bara angi af „Svarið við þessu er afdráttarlaust nei. Þvert á móti hef ég lagt mig fram um það eftir aö formannsskipti urðu í Sjálfstæðisflokknum að bjóða Þor- steini Pálssyni aðstoð mína ef hann Yfirheyrsla Björn Jóhann Björnsson vhdi þiggja hana til sinna starfa. Ég vil honum ekkert nema aht hið besta. Það má hins vegar vel vera að við- brögð hans við erindi okkar út af þessum skaðabótalögum hafi helgast af óvild í minn garð vegna þessara formannskosninga. En ég hef enga persónulega óvild í garð Þorsteins og hef aldrei haft.“ - Er ástæða fyrir Þorstein Pálsson að segja af sér sem dómsmálaráð- herra vegna framgöngu sinnar í skaðabótalagamálinu? „Ég tel ástæðu til þess fyrir Þor- stein aö hann setjist niður og íhugi vandlega hvort hann hafi sinnt sínu stjómsýsluhlutverki á þann hátt sem hann veit að hann á að gera og taki sínar ákvaröanir sjálfur í framhaldi af því.“ Eitt hefur Þorsteinn gert vel - Hefur seta Þorsteins í stóli dóms- málaráðherra skipt einhverjum sköpum fyrir íslenskt réttarfar? „Eitt er það sem hann hefur gert vel. Hann hefur farið vel með vald sitt til að skipa dómara í Hæstarétt. Hann á hrós skilið fyrir það. Að ööru leyti hefur hann ekki veriö neitt at- hafnamikill sem dómsmálaráðherra enda á hann kannski ekkert að vera það.“ - Á fyrrnefnum lögmannafundi kom fram' gagnrýni á ykkur fimmmenn- inga frá Ragnari Hall lögmanni sem taldi að þið hefðuð farið fram með offorsi í gagnrýni ykkar ó skaðabóta- lögin og það hefði skaðað framgang málsins. Hveiju svarar þú því? „Ég hafna því að eitthvert offors hafi verið í okkar málflutningi. Það er alveg sama hvemig maður setur fram efnislega gagnrýni. Þeir sem vifia andæfa henni leita allra leiða þessu máh að það er reynt að snúa út úr því sem sagt er og drepa máhnu á dreif. Við reyndum að setja okkar gagnrýni fram á þann hátt að dóms- málaráðherrann fengi gott tækifæri til þess að skoða máhð í rólegheitum og bregðast við eftir efni þess. Hann kaus að gera það ekki.“ Tjónþoiar verða af hundruðum milljóna króna - Hefurðu í höndunum einhverjar tölur um hvað tjónþolar eru að missa af miklum fjárhæðum vegna þeirra annmarka sem þið teljið vera á skaðabótalögunum? „Við erum að segja að sá maður sem núna er að fá 750 þúsund krónur í bætur fyrir líkamstjón á að fá 1 mihjón. Maður sem er að fá 1.500 þúsund krónur á að fá 2 milljónir. Það eru mörg hundruð slysamál af þessu tagi gerð upp árlega. Ég get ímyndað mér að þetta skipti hundr- uðum mhljóna króna á ári.“ - Það eru ekki bara skaðabótalögin sem þú hefur tekið þátt í að gagn- rýna. Fyrir átta árum kom út bók eftir þig, Deilt á dómarana, þar sem Hæstiréttur var gagnrýndur harð- lega, m.a. fyrir að dæma stjórnvöld- um ítrekað í vil. Hefur þetta breyst eða er Hæstiréttur enn við sama hey- garðshornið? „Ég tel að bókin hafi haft áhrif. Þau eru að vísu ekki vel mælanleg en ég held að í starfi Hæstaréttar og dóm- stólanna almennt sé núna meiri skilningur fyrir ahs konar réttindum borgaranna gagnvart ríkisvaldinu heldur en áður var.“ Sem betur ffer fariö hljótt um Hrafn upp á síðkastið - Hvað finnst þér um störf núverandi forseta Hæstaréttar, Hrafns Braga- sonar? „Sem betur fer hefur farið hljótt um hann upp á síðkastið en á tíma- bih var það ekki, því miður. Þá sendi hann frá sér bréf og orðsendingar á opinberum vettvangi sem voru stöðu hans ósamboðin." - Stefnir þú á stól hæstaréttardóm- ara og síðar forseta réttarins eða hefurðu háleitari markmið? Gætum við t.d. átt eftir að sjá þig í framboði í stjórnmálum? „Ég kann mjög vel við mig í því starfi sem ég gegni núna. Þar nýt ég frjálsræðis og er engum háður, hvorki hinu opinbera eða einkageir- anum. Ég stefni ekki á setu í stóh hæstaréttardómara eða forseta. Hvað sem gerist í framtíðinni verður að koma í ljós. Það þýddi t.d. htið að sækja núna um stöðu hæstaréttar- dómara. Sá sem veitingarvaldið hef- ur vhdi áreiðanlega skipa einhvern annan. Ég hef engan áhuga á að fara í framboð í stjómmálum. Ég valdi mér annan starfsvettvang fyrir mörgum árum og sé ekki eftir því.“ Besti viðskiptavinur Sjóvár-Almennra - Hefur bónusinn hjá tryggingarfé- laginu þínu eitthvað verið lækkaður að undanförnu? „Nei, ég er með háan og mikinn bónus og einhver albesti viðskipta- vinur Sjóvár-Almennra."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.