Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: (91) 563 2700 FAX: Auglýsingar: (91) 563 2727 - Aðrar deildir: (91) 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 99-6272. Áskrift: 99-6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: (96)25013, blaðam.: (96)26613, fax: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Boðin í laxveiði Alþingi er ekki fyrr komið saman en menn eru aftur famir að tala um launakjör alþingismanna. Sögusagnir eru um þreifingar í þá átt að greiða þingmönnum sér- staka og fasta greiðslu mánaðarlega, íjörutíu þúsund krónur, ofan á föstu launin. Það á að gera á þeirri for- sendu að þingmenn hafi kostnað af störfum utan þing- hússins. Ennfremur er haft eftir fjármálastjóra Alþingis að „breyta fyrirkomulagi á húsaleigustyrkjum og dag- peningum til lækkunar en taka jafnframt upp svokallað- ar kostnaðargreiðslur sem væru hugsaðar til að standa undir kostnaði við fundi, námskeið, kaup á tímaritum og mörgu fleira sem Alþingi greiðir ekki beint“. Hér hefur margsinnis verið tekið undir þau sjónarmið að kjör alþingismanna séu ekki sæmandi. Hins vegar hafa aðferðir þingsins til að bæta lág laun upp verið fyr- ir neðan virðingu stofnunarinnar. í því sambandi er sér- staklega bent á húsaleigustyrkina sem sumir þingmenn þiggja fyrir að búa heima hjá sér. Þingmenn virðast ætla að halda þessu laumuspili áfram og bæta hjá sér kjörin með því að búa sér til for- sendur og kostnað, til að dulbúa launahækkanir. Þetta gerist í kjölfar þess að þingmenn höfnuðu úrskurði Kjara- dóms um hækkuð laun þeim til handa. Það gerðu alþing- ismenn af hræðslu við að vera sakaðir um að fá meiri launahækkanir en hinn almenni launamaður á vinnu- markaðnum. í staðinn á að laumupokast með fastar greiðslur í krafti einhverra útgjalda sem enga reikninga þarf til að sanna. Ef alþingi er að leita leiða til að bæta kjör alþingis- manna er ein leið einföld og heiðarlegust. Hún er sú að áætla eftirvinnu á einhverjum hóflegum nótum og greiða tiltekna fasta upphæð mánaðarlega til þingmanna og ráðherra. Enginn vefengir að þessir menn leggja á sig langan starfsdag, að minnsta kosti meðan þinghald stend- ur og hvers vegna skyldu alþingismenn og ráðherrar ekki fá greitt fyrir eftirvinnu eða hún metin inn í launín eins og tíðkast hjá öllum öðrum stéttum? í raun og veru er það afar brýnt að úr þessum launa- málum verði bætt hið fyrsta. Það er siðleysi að greiða þingmönnum styrki til húsaleigu fyrir að búa heima hjá sér. Það er þinginu til minnkunar að vera að dulbúa álagsgreiðslur fyrir kostnað sem er tilbúinn. Og slök kjör þingmanna og ráðherra bjóða heim þeirri hættu að þeir falli fyrir freistingum á borð við laxveiðitúra og utanferð- ir í boði hagsmunaðila utan þings. Tveir ráðherrar og formaður allsheijamefndar ásamt mökum þáðu á síðastliðnu sumri boð Sjóvá Almennra í laxveiði, sem er talin hafa kostað tryggingarfélagið hálfa milljón króna. Hér verður enginn dómur kveðinn upp um það að bein tengsl séu á milli laxveiðinnar og inni- halds skaðabótalaganna. En það er óþægilegt fyrir þing- manninn og ráðherrana, svo að ekki sé meira sagt, að liggja undir gagnrýni um að þessi boðsferð hafi haft áhrif á afstöðu þeirra ti1 nýrra skaðabótalaga. Ekki síst í ljósi þess að þeir hinir sömu eru sakaðir um að hafa ekki sinnt almannahagsmunum við setningu laganna. Þessi tiltekna boðsferð er ekkert einsdæmi. Hún er grafin upp vegna þess að máhð tengist deilum um meint afskipti þessara einstaklinga af máli sem hefur áhrif á hagsmuni almennings. Við vitum ekki um allar hinar boðsferðimar sem enginn hefur séð sér hag í að upplýsa. Af hveiju þiggja fulltrúar kjósenda og almannahags- muna slík boð? Vegna þess að kjör þeirra eru með þeim hætti að þeir falla fyrir freistingum. Lág laun og léleg kjör bjóða spillingunní heim. Ellert B. Schram „Enginn stríðsaðila er saklaus af óhæfuverkum," segir m.a. i grein Gunnars. - Leyniskyttur herja á almenna borgara i kirkjugarði í Sarajevo. Hin hliðin á Bosníu Allt frá upphafi átakanna á Balk- anskaga hefur það þótt sjálfgefið í vestrænum fiöímiðlum að stríðið snúist um landvinninga Serba gegn hinum þjóöunum sem áður mynd- uðu Júgóslavíu. En það er mikil og misvísandi einföldun. Þegar Slóvenía og síðan Króatía lýstu yfir sjálfstæði 1991 hófst það blóðbað sem enn stendur. Þetta var fyrirsjáanlegt, en stórveldin, aðal- lega Bandaríkin, sem voru enn upptekin af Persafióastríðinu, og Þýskaland, sem hefur aldagömul tengsl við Króatíu, beittu sér ekki af afli gegn því sem verða vildi, enda voru Eystrasaltsríkin í brennidepli á sama tíma. En Júgó- slavía var allt annars eðlis en Sov- étríkin. Það var fyrst og fremst fyrir til- stilli Þjóðveija sem einhliða sjálf- stæðisyfirlýsing Króatíu var viður- kennd á alþjóðavettvangi, og síðan hefur Króatía staðið undir vemd- arvæng Þjóðverja. Ustasha Það eru einmitt tengsl við Þjóð- verja sem eru ein aðalundirrót stríðsins. Króatar búa ekki einir í Króatíu. Af 4,8 milljónum eru 6-800 þúsund Serbar. Á árunum 1941 til 45, á hemámsárum Þjóðveija, var við lýði leppríki þeirra í Króatíu undir merkjum Ustashahreyfing- arinnar, sem fylgdi stefnu nasista gagnvart gyðingum út í æsar, en hafði eigin stefnu gagnvart Serb- um; sem sagt að útrýma þeim. Um 600 þúsund Serbar vora skipulega myrtir í ógnaröldinni sem ríkti á þessum árum sem enginn þar um slóðir hefur gleymt. Nú, 50 árum síðar, var stofnaö nýtt ríki í Króatíu þar sem Ushtas- han átti marga fulltrúa, þeirra á meðal sjálfan Tudjman forseta, og fánar og tákn Usthashastjómar stríðsáranna vom sameiningar- tákn króatískra þjóðernissinna, fyrrum bandamanna nasista. Það var þetta sem rak Serba, sem búa einkum í Krajinahéraði, Slavo- KjaJlarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður níu og í nágrenni Vukovar, til að gera uppreisn, eftir að þeir höfðu haldiö eigin þjóðaratkvæöa- greiðslu um sjálfstætt ríki og tengsl við sjálfa Serbíu, og fengu um skeið stuðning frá stjóminni í Belgrad. Það er einfoldun að kalla stuðning Serbíu við serbneska minnihlut- ann í hinum ríkjunum útþenslu- stefnu. Serbar þar aftaka með öllu að eiga líf sitt undir stjórn Króata (eða múslíma) og telja sig vera að berjast fyrir tilveru sinni gegn end- urvakinni Ustashahreyfingu. Bogomílar Staðan í Bosníu er í eðli sínu sam- bærileg, en enn flóknari. í borgara- stríðinu á stríðsámnum gengu margir múslíma (og Króata) til liðs við Þjóðveija gegn skæmliöaheij- unum, bæði Titos og Mihaljovics. Múslímar hafa þá sérstöðu að þeir gengu á öldum áður erinda Tyrkja. Þegar Tyrkir komust til valda á 14. öld voru svonefndir bogomílar, sem var kristinn trúflokkur, sem hafnaði öllu kirkjulegu og verald- legu valdi, útbreiddur um Balkan- lönd. Það voru einna helst bogo- milar sem gengu af kristni, tóku íslam og fengu í staðinn ýmis for- réttindi hjá herraþjóðinni. Þetta endurtók sig í síðari heimsstyijöld- inni, að breyttu breytanda. Það var augljóst frá upphafi að hin þjóðabrotin í Bosníu mundu ekki sætta sig við að vera þegnar ríkis sem var í rauninni eingöngu fyrir múslíma. Serbar og Króatar eru samanlagt fleiri en múslímar í Bosníu. En Bosnía-Hersegóvína var viðurkennd sem fullvalda ríki, enda þótt múslímar einir stæðu að stofnun þess. Þarna eiga stórveldin milda sök. Með skörulegri milh- göngu strax í upphafi hefði mátt knýja fram samninga sem tryggðu rétt minnihlutahópanna í hveiju landi. Nú sitja menn uppi með óviðráðanlegt ástand og nýtt stríð yfirvofandi í Króatíu. Enginn stríðsaðila er saklaus af óhæfu- verkum. Það er hvorki rétt né sanngjarnt að gera Serba eina ábyrga og útmála múslíma og Kró- ata sem saklaus fómarlömb. Málið er ekki svo einfalt og afdráttarlaust sem af er látið. Gunnar Eyþórsson „Það var fyrst og fremst fyrir tilstilli Þjóðverja sem einhliða sjálfstæðisyfir- lýsing Króatíu var viðurkennd á al- þjóðavettvangi, og síðan hefur Króatía staðið undir verndarvæng Þjóðverja.“ Skoðanir annarra Þversagnakennd starfsgrein „íslensk ferðaþjónusta er þversagnakennd starfs- grein. í aðra röndina er hún talin aðal vaxtarbrodd- ur íslensks atvinnulífs, á hinn bóginn einkennist hún af ónógum upplýsingum og vankunnáttu. ... Við viljum fiölga feröamönnum en helst ekki yfir sumar- tímann. Samt hefur nálega öll fiölgun ferðamanna síðastliðin 10 ár orðið yfir sumartímann. ... Þrátt fyrir gjaldeyristekjur okkar af erlendum ferðamönn- um vaxi stöðugt berst undirstöðugreinin, gistingin, 1 bökkum vegna offiárfestingar sem hefur leitt til lélegri nýtingar, lægra verðs og bágrar afkomu." Úr forystugrein Viðskiptabl. 17. maí. Framleiðni og vinnumynstur „Vinnumynstur íslendinga er afar ólíkt því sem gerist hjá okkar nágrannþjóðum. Fólk sækist eftir aukavinnu hérlendis og vinnur langan vinnudag við hvaðeina sem þeir geta tekið sér fyrir hendur. Hætt er við að þetta sé eitt af því sem hefur áhrif á fram- leiðni íslenskra fyrirtækja. ... Stjómendur þeirra ættu að beina sjónum sínum að þessu og gleyma svo ekki að beina sjónum að sjálfum sér og sínum starfs- háttum.“ Úr forystugrein Tímans 18. maí. Þýzkaland er í lykilstöðu „Ástæða er til að taka undir það með utanríkisráð- herra að íslendingum er afar mikiivægt að eiga stuðning eins öflugasta ríkis Evrópusambandsins. Þýzkaland er í lykilstöðu hvað varðar þróun Evrópu- sambandsins. Aukin skoðanaskipti við þýzku stjórn- ina auðvelda íslendingum því að móta skynsamlega stefnu gagnvart Evrópúsambandinu. ... íslending- um er nauðsynlegt að móta öflug tvíhliða samskipti við fleiri ríki Evrópusambandsins í því skyni að afla sem beztra upplýsinga og eignast fleiri bandamenn.“ Úr forystugrein Mbl. 17. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.