Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 13 Sir Winston hvað? „Afneitunin á því sem er óþægilegt hefur gert mestan usla í þessu minni. Meö öðrum oröum: menn gleyma því sem þeir ekki vilja muna.“ „Hvorki meira né minna en þriðjungur barnanna vissi ekki að Winston Churchill hafði stýrt landi þeirra gegnum stríðið," segir m.a. í grein Árna. Um aUa Evrópu hafa menn verið aö minnast þess að fimmtíu ár eru liðin frá stríðslokum. Og spurt sjálfa sig að því um leið hvað þjóð- irnar muni um heimsstyrjöldina, hetjur hennar og illmenni, forsend- ur og framvindu. Og það er víða að eldri kynslóðin er döpur yfir því að fá enn einu sinni staðfestingu á því að þeir sem vita og muna hljóta að vikja fyrir þeim sem vita lítið sem ekki neitt. Þeirsem landiðerfa Það kom fram í könnun í bresk- um skólum rétt fyrir afmælið að 60% bama á aldrinum 11-14 ára áttuðu sig ekki á því hvað helfór gyðinga var, né heldur andspyrnu- hreyfmgar þær sem risu í her- numdum löndum. Meira en svo: hvorki meira né minna en þriðj- ungur barnanna vissi ekki að Winston Churchill hafði stýrt landi þeirra gegnum stríðið. Hann var minna þekktur í þann hóp en Hitler - 75% barnanna könnuðust við hann. Þetta er náttúrlega dapurlegt allt saman. Það eru að vísu gömul sannindi að menn upp og ofan læri ekki ýkja mikið af sögunni. En ef þeir hafa ekki eii;u sinni einfold- ustu staðreyndir til að byggja ofan á þá kemur það aldrei til greina að þeir fái minnsta skilning á fortíö- inni og tengslum hennar við líð- andi stund. Lærdómar sögunnar komast alls ekki á dagskrá. Skól- arnir reynast máttvana. Sjónvarp- ið (sem vissulega er alltaf öðru hvoru með efni sem stríðið varðar) reynist oftar en ekki sá athyglis- Kjallajinn Árni Bergmann rithöfundur bani sem skilur lítið sem ekkert eftir sig af vitneskju. Gleymska og afneitun Minni þjóðanna á hrikcdeg stór- tíðindi er auðvitað stærri vandi en sá sem snýr að því hve takmarkað- ur þekkingarforöi barna og ungl- inga er. Afneitunin á því sem er óþægilegt hefur gert mestan usla í þessu minni. Með öðrum orðum: menn gleyma því sem þeir ekki vilja muna. Frakkar hafa til dæmis ekki fyrr en á síðustu árum þorað að horfast í augu við það hve víðtækt og náið samstarf franskra stofnana, hópa og einstaklinga var við þýska hemámsliðið á stríðsárunum. Nú síðast var danskur sagnfræðingur að skrifa um það í Information að Danir hefðu furðu lengi sofið sætt á þeirri þjóðarsátt í sögutúlkun að á hernámsárunum hefði samvinna við hernámsliðið heyrt til undan- tekninga en í heild hefði þjóðin verið sameinuð í andspyrnu gegn nasískri kúgun. í raun voru andspyrnumenn framan af lítill hópur manna sem hvunndagsmönnum þótti allt of rauður og ofstækisfullur og dansk- ir ráðherrar hvöttu landa sína ó- spart til að koma upp um þessa vandræðamenn og koma þeim í hendur yflrvalda. Þetta hafa að sönnu margir vitað ofurvel, ekki síst danskir andspyrnumenn og póhtískir nágrannar þeirra - en sú vitneskja hefur staðið höllum fæti fyrir þeirri þörf að fólk trúi því að „allir erum við góöir Danir þegar á reynir". Ekkert er eðlilegra en slík glíma um erfiðan og beiskan sannleika um stórtíðindi aldarinnar. Og hún er aö því leyti heillandi aö meðan hún stendur er nokkur von til þess að sagan geti tengt sig við réttlætið. En sú gleymska sem könnunin í breskum barnaskólum sýnir, hún vísar í allt aðra og um leið hina verstu átt: Til þess að furðu fljótt kemur að því aö mönnum finnst að ekkert hafi gerst sem máli skipt- ir, ekki heldur sú orrusta um Bret- land sem fyrrnefndur Winston Churchill kallaði í frægri ræðu „stærstu stund“ í lífi þjóðar sinnar. Árni Bergmann Á eftir bolta komi bjór Þegar ég heyrði þau furðutíðindi fyrst að ekki mundi unnt að halda HM 95 - þá margumtöluðu og víð- frægu heimsleika hreysti og heil- brigði - án þess að bjór yrði þar á boðstólum og yrði í sérstökum heið- urssessi, eins konar tákn leikanna, þá var maður að vona að hér væri á gamansama strengi slegið þó gráir væru. Síðan kom það í ljós að hér var um mikið hjartans mál að ræða, sem varðaði sóma okkar litlu þjóðar og auðvitað byijuðu að óma uppa- raddirnar um hérvillingshátt okkar og nesjamennskuna að ógleymdri fjárans forsjárhyggjunni og þessu alræmda viðkvæði að hafa vit fyrir öðrum, enda löngu vitað að vit og áfengi eiga alltaf samleið. Flest virðist falt Enn síðar kom það svo í ljós að menn höfðu einfaldlega selt sig til- teknum erlendum bjórrisa og allt í einu varð hin frjálsa samkeppni algæðanna að víkja fyrir blessun hins eina sanna bjórframleiðanda, sem af einstakri góðsemi og um- hyggju fyrir heilsu og hreysti hafði lagt leikunum dulítið lið. - Já, flest virðist falt, svo á þessum vettvangi sem annars staðar. Vonbrigöi mín voru mikil og sár, því ég hefi um árin álitið að íþrótta- hreyfingin væri einn bestur banda- maður okkar í því að efla hollustu og heilbrigða lífshætti fólks, æsk- unnar ekki síst, einmitt með því að afneita áfengi og öðrum eitur- efnum, hafna samleið þeirra með íþróttaiðkun hvers konar. Einmitt Kjallariim Helgi Seljan fulltrúi i Áfengisvarnaráði þar skyldu skýr skil dregin og ég fagna því hversu minn góði vin, Ellert Schram, forseti ÍSÍ, hefur á málinu tekið. Auðmýktin varð margra val Það er firra og yfirvarp eitt sem ýmsir vesæhr hafa verið að væla um að hér væri um svo sérstæða athöfn að ræða, svo fordæmalausa, að öllu væri óhætt um tilslakanir utan enda, því svona mimdi aldrei aftur gerast. Fordæmið er ekki ein- ungis fólgið í því að leyfa áfengis- sölu samhliða kappleikjum, heldur ekki síður í því að einstakir aöilar sem á áfengissölu fitna sem púki á fjósbita muni fara að gera sig gild- andi með kaupum á keppnum und- ir yfirskini góðvildar í garð íþrótt- anna. Það verður ekki amalegt að sjá íslensku framleiðendurna í fram- tíðinni styrkja af algæðum sínum hinar ýmsu keppnisíþróttir gegn því smágjaldi að mega hafa fram- leiðslu sína á boðstólum fyrir alla unga sem aldna - unga og sem yngsta allra helst. Og það verða nógir sem nú er leggja blessun sína yfir bjórgoðana af ótta við að vera kallaðir hérvill- ingar og fórsjárhyggjufól. Og vel að merkja, þá voru vonbrigði mín ekki minnst tengd ýmsum þeim er áttu hér um val og vald, hvort lúta skyldi hinum erlenda bjórrisa í auðmýkt af því að hans er máttur- inn og dýrðin á Mammonsvegi. - Og auðmýktin varð margra val, en þökk sé þeim er þar stóðu upprétt í atganginum. Vígorðið nýja Meginmál er það auðvitað að hér er verið að tengja óijúfanlega saman íþróttir og áfengi í beinu samhengi við fjármuni að sjálfsögðu og gefa það fordæmi að kappleikir hljóti að kalla á áfengissölu. Við erum að hafa af því áhyggjur mestar í dag hversu áfengisneyslan færist neðar, hversu mikil og almenn hún er meðal ungl- inga allt niður í börn. Þessir aldurshópar meö afar mik- inn áhuga á einmitt slíkum atburð- um hafa hér þá leiðsögn helsta að áfengi sé ómissandi þáttur íþrótt- anna, að án þess geti menn einfald- lega ekki verið. Iþróttaforkólfar sem forsvarsað- ilar sveitarfélaga gefa æskunni þau glöggu boð að áfengi og íþróttir eigi óhjákvæmilega samleið. Það er ekki amalegt vígorðið nýja sem þessir aöilar hafa valið sér til leið- sagnar í vanda þeirrar þjóðar sem fæst við skelfingu unghnga- og barnadrykkju. Ég heyri það óma allt í kring: Á eftir bolta komi bjór. Helgi Seljan „Og vel að merkja, þá voru vonbrigði mín ekki minnst tengd ýmsum þeim er áttu hér um val og vald, hvort lúta skyldi hinum erlenda bjórrisa í auð- mýkt af því að hans er mátturinn og dýrðin á Mammonsvegi.“ Meðog ámóti Frísvæðl á Suðumesjum Tortryggni og sntni nKjaitdi „Frísvæði hafa á stöðum eins og á ír- landi laðað að sér : mikinn íjölda er- lendra fjár- festa úr mis- munandi at- vinnugrein- um. Flest fyr- irtækiþareru meðalstór eða lítil og þau sækjast flest eftir lágum tekjusköttum. Hér á íslandi höfum viö árang- urslaust leitað i áratugi leiöa til þess að fá erlenda fjárfesta til landsins. Hvers vegna er það þeg- ar aðrar þjóðir ná miklum ár- angri? Ástæðan er að mínu mati sú að skattakerfið og viðhorfin gagnvart erlendum aðilum eru byggð upp af of mikilli tortryggni og htlum sveigjanleika svo út- lendingar hreinlega gefast upp. Þessi tortryggni og úrtölu- mennska skína út úr skýrslu Afl- vaka Reykjavikur hf. Það er einmitt vegna legu landsins en það er langt frá mörk- uðum að við verðum að leggja meira á okkur í jákvæðu hugar- fari og sveigjanlegu skattakerfi en aðrir. Ódýrasta leiðin er að mínu mati aö gera tilraun með stofnun frísvæðis á Suðumesjum með eftirgjöf á tekjusköttum og góðri samvinnu við atvinnuvega- sjóðina. Á slíkri tilraun töpum við engum peningum' en fáum hugsanlega mjög marga nýja möguleika. Gamalt máltæki segir: „Þeir fiska sem róa.“ Það er í fuhu gildi enn í dag.“ Óraunhæfur kostur Kristján Pálsaon alþlng- Ismaðu.. „Eg lield að þetta sé óraunhæfur _ kostur. í fyrsta lagi eru mörgfrísvæði í heiminum, um 300 tals- ins. Vægi þelrra fer minnkandi og eiw Kriatmn *x>»»on það er veru- r«,t*,r»rf,»9,r®4ln9ur- legt offramboð á þessum svæð- um. Við myndum þurfa að ghma við margvísleg vandamál. Mik- inn flutningskostnað, forskot annarra frísvæða, samkeppni við lágiaunaríki og margt fleíra. Markaðs- og kynningarkostnað- ur okkar yrði líka hár. í öðru lagi myndu þau fyrirtæki sem hingað kynnu að koma vhja fá aögang að EES-markaðinum. En EES-samningurinn sjálfur (bókun 4,15. grein) hindrar það. Síðan fylgja öhum svona fri- svæðum verulegar skattaivhnan- ir og styrkir. Ef styrkirnir hér væru sambærilegir því sem gerist á Shánnon-svæðinu á írlandi myndi það kosta okkur svona flóra th fimm miUjarða á fimm árum aö fa híngað 10-12 fyrir- tæki. Þá spyr maður: Hvort er líklegra til árangurs, frísvæðiö eða almennar stuðningsaögeröir í atvinnulíflnu sem gætu skhaö sér til 10 tíl 15 þúsund fyrfrtækja? Við eigum að leitast við að rækta jarðveginn fyrir íslenskt atvinnulíf frekar en að fara út í sértækar, áhættusamar og kostn- aðarsamar aögerðir. Við eigum auðvitaö að vinna aö því að efla erlenda fjárfestingu en tíl þess þurfiun við markviss vinnu- brögð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.