Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995
Stuttarfréttir
Andlttstyfting
Hollywood-skiltiö fræga í sam-
nefhdri borg hefur fengiö andlits-
lyftingu.
Medseinniskipunum
Bandaríkjamenn ætla að fresta
olíusendingu til Norður-Kóreu
nema þeir fai fullvissu um aö hún
verði svo ekki send annað.
Kinkei hættir
Klaus Kinkel,
utanríkisráð-
herra Þýska-
lands, ætlar að
segja af sér for-
mennsku í
flokki ftjálsra
demókrata sem
voru niður-
lægðir í fylkískosningum um síð-
ustu helgi.
Beigaróákveðnir
Þriðjungur Belga er enn óá-
kveðinn hvað hann ætlar að
kjósa á sunnudag.
Hartbarist
Haröir bardagar voru í og viö
Sarajevo i gær og búast íbúarnir
við erfiðu sumri.
Ekkiskipuiagt
Her Rúanda skipulagöi ekki
fjöldamorö í flóttamannabúöum
í fyrra mánuði en hermennimir
belttu óþarfa ofbeldi á hútúmenn.
Á kvennafari?
Karl Breta-
prins var á
ferðalagi á
Spáni í fyrra-
dag, sótti m.a.
heim hina forn-
frægu AI-
hambra-höll í
Granada, þar
sem hann sást í fýlgd með konu
sem ekki eru vituð nein deili á.
RáðistáHyundai
Lögregla í Suður-Kóreu réöst til
atlögu gegn bílaverksmiðju Hy-
undai í morgun þar sem verka-
menn höfðu skipulagt ólöglegt
verkfall.
Framieiddigasið
Helsti vísindamaöur sértrúar*
hópsins Æösta sannleiks hefur
viöurkennt að hafa hafa framieitt
sex lítra af taugagasinu sarín.
iðnjöfur tekinn
Þýski iönjofurinn Júrgen
Schneider, sem var á flótta undan
réttvísinni, var handtekinn í
Flórída.
Sannaniríhaugum
Saksóknari í máli O.J. Simp-
sons hefur lagt fram fleiri sann-
anir á sekt ruðningshetjunnar.
Leeson áfram inni
Nick Leeson bankabrjótur
verður áfram I þýsku fangelsi.
Nasisti fiúinn
Nasistaveið-
arinn Síraon
Wiesenthal seg-
ir aö nasistinn
illræmdi, Alois
Brunner, sem
haföi veriö i fel-
um í Sýrlandi,
sé nú farinn
þaöan til leynilegs staðar i Suð-
ur-Ameríku.
Byssubardagar
Aö minnsta kosti sautján létust
og tugir særðust í byssubardaga
löggu og ættflokka í Pakistan.
Vanurmaður
Maöurinn sem stal skriödreka
í Kalifomíu í gær og var svo drep-
inn af löggunni var vanur skrið-
drekamaður og haföi rætt um
sjálfsvíg.
Reuter
Uflönd
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í húsnæðisvandræðum:
Hef ur ekki ef ni á
embættisbústaðnum
- greiðir enga húsaleigu en fnðindaskatturinn shgar heimilisbókhaldið
Ingvar Carlsson, forsætisráðherra
Svíþjóðar, neyðist jafnvel til að flytja
úr embættisbústað forsætisráöherra
þar sem hann hefur ekki efni á að
greiða fríðindaskatta af íbúðinni.
Forsætisráðherrahjónin fluttu ný-
verið úr snoturri tveggja herbergja
íbúð í úthverfi Stokkhólms í nýupp-
gerða 300 fermetra íbúð í miðbæ
borgarinnar. íbúðin er í húsi frá síð-
ustu öld og njóta forsætisráðherra-
hjónin útsýnis yfir höfnina. Þó Carls-
son greiði enga húsaleigu eru skatta-
yfirvöld í Stokkhólmi á þeirri skoðun
að honum beri að greiða fríðinda-
skatt af íbúðinni.
Ingvar Carlsson sér eftir gömlu
tveggja herbergja ibúöinni sinni.
Fasteignasalar meta leiguverð
íbúðarinanr á um 800 þúsund ís-
lenskar krónur á mánuði. Þaö þýöir
aö Carlsson veröur að greiða um 440
þúsund krónur á mánuði í fríðinda-
skatt. Þar sem forsætisráðherrann
hefur aðeins um 520 þúsund króna
mánaðarlaun er ljóst að fríðinda-
skatturinn shgar heimilisbókhaldiö
og er efast stórlega um að hann hafi
efni á að búa áfram í íbúðinni.
Carlsson hefur ekki fengist til að
tjá sig um málið. Haft er eftir blaöa-
fulltrúa Carlssons aö hann neyðist
til að setjast yfir heimilisbókhaldið
og reikna út hvort hann hefur ráð á
aö búa áfram í miðborginni.
Carlsson mun hafa veriö mjög treg-
ur aö flytja úr gömlu tveggja her-
bergja íbúðinni sinni. Tókst að sann-
færa hann þegar öryggislögreglan
vakti athygli á þeirri staöreynd aö
hann mundi spara sænskum skatt-
greiðendum um 16 milljónir króna á
ári í öryggiskostnaði með því aö
flytja inn í miðborgina. Viö þann
spamað bætast nú um 5,3 milljóna
króna aukaskatttekjur vegna fríð-
indaskatts sem sligar heimilisbók-
hald Carlssons.
Reuter
Það þykir vel af sér vikiö aö ná 100 ára aldri en þaö er sennilega einstakt ef tviburar ná aö verða 103 ára. Jap-
önsku tvíburasysturnar Kin Narita og Gin Kanie fagna 103 ára afmælisdegi sínum í dag. í tilefni afmælisins var
þeim boöiö f fjögurra daga heimsókn í blómagarð í Taipei í Japan. Var myndin tekin þegar tekið var á móti þeim
á flugvellinum. Simamynd Reuter
Tólfkonur
íríkisstjórn
AlainsJuppé
Tólf konur eru ráðherrar í
nýrri 42 manna ríkisstjóm
Frakklands sem tók við völdum
í gær undir forsæti Alains Juppé.
Meginverkefni hennar verður aö
skapa ný störf í 12,2 prósenta at-
vinnuleysi og græöa sár efna-
hagsþrenginga.
Konur studdu n\jög við bakið á
hægrimönnum í forsetakosning-
unum og Jacques Chirac forseti
hafði höfðað sérstaklega til þeirra
í kosningabaráttunni. Fjöldi
kvenna í hinni nýju ríkisstjóm
er met í Frakklandi. Einungis
þtjár konur voru í fráfarandi rík-
isstjóm Eduards Balladurs og
aðeins þrjár konur í ríkisstjóra
sem kona, Edith Cresson, leiddi á
árunum 199H992.
Konur í rikisstjóm Juppé fara
meöal arrnars meö heilbrigðismál,
„samstöðu milli kynslóða", um-
hverfismál, ferðamál, atvinnu-
uppbyggingu, vísindarannsóknir,
menntamál og samgöngumál.
Athygli vekja furðuleg nöfh
nokkurra ráðuneyta eins og
ráðuneyti vandamálahverfa,
ráöuneyti samstöðu milii kyn-
slóða, ráðuneyti félagslegrar
blöndunar og baráttu gegn úti-
lokun og ráðuneyti félagslegrar
UmræðUOgþátttÖkU. Reuter
Landstjórinn í höfuðborg Saír biður ríkisstjómina um matvæb:
Mikill ótti við matarskort í Kinshasa
Óttinn við matarskort fer nú vax-
andi meðal íbúa Kinshasa, höfuð-
borgar Afríkuríkisins Sair, þar sem
hundmð flutningabíla komast ekki
þangaö vegna varúðarráðstafana
sem hafa verið gerðar til að koma í
veg fyrir að ebola-veiran bráðdrep-
andi berist þangað.
Bemadin Mungul Diaka, landstjóri
í Kinshasa, sagöi í viðtali við Reut-
ers-fréttastofuna aö hann hefði beðið
ríkisstjóm landsins um að aöstoða
við að koma birgðum til höfuðborg-
arinnar frá öðmm landshlutum en
þeim þar sem ebola-faraldurinn er.
Veiran heldur áfram að gera mik-
inn usla í Bandundu-héraði sem er
eitt helsta matvælaframleiðsluhérað
Saír, þar sem 79 hafa látist frá því í
lok mars, flestir í borginni Kikwit
sem er 500 kílómetra frá höfuðborg-
inni. Samkvæmt opinberum tölum
hafa 114 sjúkdómstílfelli af völdum
ebola-veirannar verið skráð.
Vísindamenn í Kikwit sögðu í vik-
Þessi kona bfóur með sjúkum ættingja sínum á sjúkrahúsinu í Kikwit í Saír.
Símamynd Reuter
unni að farsóttín væri komin á alvar-
legt stíg þar sem hún væri farin aö
stinga sér niður meðal almennings.
Hún hafði áður eingöngu herjaö á
starfsfólk sjúkrahúss borgarinnar.
Yfirvöld í höfuðborginni hafa
brugðist við með því að banna ferða-
lög til og frá farsóttarsvæðinu.
Umferð á veginum frá Bandundu
hefur stöðvast í Mongata sem er í 150
kílómetra íjarlægð frá höfuðborg-
inni. Rúmlega þrjú þúsund manns,
flestir kaupmenn, og um 250 flutn-
ingabílar hafa verið þar svo dögum
skiptír án þess að komast lönd né
strönd. Margir flutningabílanna em
með matvæh fyrir íbúa Kinshasa.
Læknar fara til Mongata í dag og
að sögn landstjóra Kinshasa vegur
álit þeirra þungt þegar ákveöið verð-
ur hvort vegatálmar verða íjarlægðir
til að koma í veg fyrir að reiði al-
mennings blossi upp vegna hækk-
andimatarverðs. Reuter