Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 24
36 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 nn Einar Oddur er ekki ánægður með flokkinn. Vildi ekki sjávar- útvegsnefndina „Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki hafa forystu í sjávarútvegs- málanefnd og lét það í hendur stjómarandstöðunnar.“ Einar Oddur Kristjánsson í Timanum. Foknar út í veður og vind „Maður hafði gert sér miklar vonir en þær eru nú foknar út í veður og vind.“ Geir Sveinsson f DV. Ummæli Hrukkum í hlutlausan gír „Einhvem veginn virðist liðið eiga það til að hrökkva í hlutlaus- an gír og hvorki komast afturá- bak né áfram." Gunnar Beinteinsson í Morgunblaðinu. Smáfyrirtækin eru ekki á hausnum „Já, smáfyrirtækin eru ekki á hausnum eins og þau stóru sem byggja stórhýsi fyrir milljónir og eigendur koma ekki nærri at- vinnurekstrinum." Regína Thorarensen i DV. San Francisco er sú borg i Bandaríkjunum sem best er að búa í. Hvarerbest og verst að búa? Á hverju ári gerir bandaríska tímaritið Money úttekt á hvar sé best að búa í Bandaríkjunum og til viðmiðunar em margir þættir, þar á meðal glæpir, heilbrigöis- þjónusta, hagkerfi, íbúðahverfi, kennsla, samgöngur, félagsmál og listir. Samantekt síðustu átta ára sýnir að San Francisco í Kali- fomíu er efst á blaði. Þessi fallega borg þykir hafa flest fram yfir aðrar borgir. Blessuð veröldin Á eftir San Francisco kemur Seattle í Washington. Næstu átta borgir era: Provo/Orem, Utah, Boston, Massachusetts, Columb- ia, Missouri, Minneapolis/St,- Paul, Minnesota, Madison, Wis- consin, Los Angeles, Kaliforniu, San Diego, Kaliforniu og New Orleans, Louisiana. Verstu borgirnar Þær borgir sem em neðst á listan- um, borgir sem óbúandi er í, eru: Rockford, Illinois, Waterbury, Connecticut, Jackson, Michigan, Muskegon, Michigan, Yuba City, Kalifomíu, Battle Creek, Michig- an, Mansfield, Ohio, Benton Har- bor, Michigan, New Bedford, Massachusetts og Flint, Michig- an. Smáskúrir síðdegis I dag verður norðangola eða kaldi á norðvesturhorninu og dálítil él við ströndina. Annars verður vindur Veðrið í dag austlægur með dálítilli rigningu suð- austanlands og smáskúrum síðdegis suðvestanlands. Norðvestanlands og í innsveitum norðanlands verður þurrt og víða bjartviðri. Hiti 0-5 stig á annesjum norðaustanlands í dag en annars 5 til 12 stig, hlýjast í inn- sveitum vestanlands. Á höfuðborg- arsvæðinu verður fremur hæg aust- læg átt. Skýjað með köflum og hætt við síðdegisskúrum. Hiti 5 til 9 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.49 Sólarupprás á morgun: 3.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.14 Árdegisflóð á morgun: 10.46 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaðir Bolungarvík Keíla víkurflugvöllur Kirkjubæjarkiaustur Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfði Bergen Helsinki Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Berlín Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Mallorca Montreai New York Nuuk Orlando París Róm Valencia Vín Winnipeg skýjað úrkoma léttskýjað heiðskírt skýjað snjókoma léttskýjað léttskýjað skúr skýjað skýjað léttskýjað súld skýjað skýjað léttskýjað léttskýjað skýjað þokumóða rigning skýjað léttskýjað rigning léttskýjað skýjað léttskýjað léttskýjað heiðskírt alskýjað alskýjað skýjað skýjað skýjað léttskýjað rigning heiðskírt 0 1 2 2 3 1 -5 5 5 4 12 8 7 7 1 8 16 7 13 8 1 6 8 14 5 12 18 7 15 0 25 6 16 17 11 14 Óskar Páll Sveinsson upptökumaður: „Eg var eiginlega alveg viss um aö Noctume yrði annaöhvort mjög ofarlega eða mjög neðarlega. Þetta er lag sem þarf að taka afstöðu til. Þegar ég kvaddi Rolf Lovland, höf- und lagsins, viku fyrir keppnina spurði ég hann hvaða lag myndi vinna i Eurovision-keppninni svar- aði hann: „Viö aö sjálfsögðu,“ “ sagði Óskar Páll Sveinsson upp- tökumaður en hann vann að upp- Maður dagsins töku norska sigurlagsins í söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Óskar sagði að samstarf hans og Rolfs hefði komið til þegar Rolf var hér á landi við upptöku á lagi sem hann haföi samið og Sigríður Bein- teinsdóttir söng: „Noctume er hluti af stærra verkefni, plötu með Secret Garden. Ég vann ásamt Jóni Kjell með Rolf við lagið sem Sigga söng og hann var það ánægður með samstarfið að hann talaði um að koma hingaö aftur sem fyrst. Hann Óskar Páll Sveinsson. kom síðan eftir áramótin með þetta verkefhi sem við Jón vorum að vinna að hér í hálfan mánuð. Síðan hélt ég áfram aö vinna með honum að þessari plötu í Noregi í eina viku og í Danmörku í hálfan mánuð. Platan með Secret Garden mun síö- an koma út eftir viku.“ Óskar Páll starfar og sér um rekstur Stúdíó Sýrlands sem Skif- an á. Aöspurður um hvað hann væri að starfa við núna sagðist hann hafa verið að klára að hljóð- blanda eitt lag með Agga Slæ og Tamlasveitinni: „Næsta verkefhi er síðan með hljómsveitinni Bubbleflies og Svölu Björgvins." Óskar sagðist hafa starfaö við upptökur í ein sjö ái~ „Ég er kom- inn í þetta starf eingöngu af ódrep- andi áhuga enda er engin ein menntun til fyrir starfið. Ef ég ætti að nefha einhver menntunarsvið þá væri það tónlistar- og sálfræði- nám saman, sem myndi helst duga. Ég byijaði hjá Ríkisútvarpinu áður en ég fór út í hljómplötbransann og fékk þar dýrmæta reynslu." Eiginkona Óskars Páls heitir Þor- björg Bjamadóttir og eiga þau einn son. Þegar Óskar var spurður um áhugamál stóð ekki á svari: „Fluguveiði er númer eitt, tvö og þrjú. Fluguveiðin er nátengd tón- listinni, hún byggist upp á takti og ryþma, nákvæmlega eins og tón- listin, enda em margir snjallir fiuguveiðimenn einnig tónlistar- menn.“ Myndgátan Siturskörhærra Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki r>v Undanúrslit áHM Liöum hefur nú fækkað tölu- vert á HM og nú em aðeins eftir tólflið sem keppa um sætin 1-12. Þegar er orðið Ijóst hvaða Ijögur hð eiga möguleika á heimsmeist- aratitlinum að þessu sinni og eft- ir leikina í dag veröur ljóst hvaða liö leika til úrslita. Fjórir leikir verða í Laugardals- höllinni. Þar ber fyrst að nefna undanúrslitaleikina. Kl. 18.00 leika Þýskaland-Frakkland ogkl. 20.00 Króatía og Svíþjóð. Um sæt- in 5-8 leika Tékkland-Egypta- land kl. 13.00 og Sviss-Rússland kl. 15.00. í Hafnarfirði verður leikið um sæti 9-12. Kl. 13.00 leika Hvfta-Rússland-Spánn og kl. 15.00 Rúraenía-S-Kórea. Skák Short og Timman hefur vegnað afleit- lega á sterku alþjóðlegu móti í Madrid á Spáni sem nú stendur yfir. Að loknum fimm umferðum hafði Kortnoj forystu með 4 v., Salov kom næstur með 3,5 en þeir félagar Short og Timman höfðu aö- eins gert tvö jafntefli hvor. Þessi staða er úr tafli Timmans við Judit Polgar, sem hafði svart og átti leik: H * w iii á Á £ 1 1 A ft A 4) A A A H fl^ ABCDEFGH 29. - Rxf4! Auðvitað, því að 30. Dxf4? Bxe5 kostar drottninguna. Eftir 30. Rd6 Bxe5!gafst Timman upp. Ef 31. Rxe8 Rxh3 + og drottningin fellur með skák í næsta leik. Jón L. Árnason Bridge Þegar menn fá mikil skiptingarspil á höndina er erfitt að stilla sig um að segja hressilega á spilin. Þessi mikla skipting- arhendi kom upp í tvímenningskeppni yngri spilara í Danmörku í síðasta mán- uði: ♦ D1098542 ♦ Á106543 , ♦ - 1 + -- í mörgum tilfellum borgar sig að gefa ekki eftir samninginn með spil sem þessi, < en það gilti ekki um þetta tilfelli. Sá sem fór verst út úr spilinu heitir Carsten Sor- ensen sem sat með þessi miklu skipting- arspil í austur. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og enginn á hættu: ♦ K7 V 7 ♦ ÁKD932 + G1076 ♦ G f 2 ♦ G10865 + KD9832 ♦ D1098542 V Á106543 ♦ -- * Á63 ¥ KDG98 ♦ 74 + Á54 Vestur Norður Austur Suður pass 1* 44 dobl 4¥ p/h 54 5» dobl Sorensen stökk í fjóra tigla sem var út- tekt í hálit og dobl suðurs sýndi fyrst og fremst spil. Sorensen þurfti síðan að taka 1 aftur ákvörðun yfir 5 tíglum og gat ekki stillt sig um að fara í 5 hjörtu. Þau reynd- ust ekkert þægilegt spil í þessari legu og fóru 5 niður, 1100 í NS. Þrátt fyrir þetta áfall varð Carsten Sörensen i 7. sæti af 44 pörum í tvímenningskeppninni. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.