Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1995 5 Fréttir Ibúar fjölbýlishúss flýja félagslega kerfið: Mannlaus stigagangur með of dýrum íbúðum - við vorum blekkt, segir Ingi Þ. Jóhannesson, einn íbúanna „Þetta er rugl. Viö vorum blekkt og öll viðleitni okkar til að koma málum á vitsmunalegan grundvöll var kæfð í fæðingu. Allt viðmót kerfiskarl- anna er út í bláinn. Fyrir vikið er stigagangurinn að tæmast," segir Ingi Þ. Jóhannesson, íbúi að Fléttu- rima 27 í Grafarvogi. Mikil óánægja ríkir meðal nokk- urra íbúa fjölbýlisshússins að Fléttu- rima 27 og hafa nokkrir þeirra ákveð- ið að yfirgefa húsið. íbúöimar voru seldar fyrir um án af Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, en um er að ræða eign- aríbúðir í félagslega kerfinu. íbúð- imar þykja dýrar og aö auki hafa falliö til gjöld sem kaupendumir áttu ekki von á. Sem dæmi má nefna að 95 fermetra íbúð í húsinu, 4 her- bergja, kostar um 10 milijónir. Ingi segir aö þrátt fyrir að sér hafi verið sagt að íbúðin sín væri án af- borgana fyrsta árið hafi sér verið gert að greiöa 72 þúsund krónur í vaxtagjöld þriðja hvem mánuð. Að auki hafi sér verið gert aö greiða um 30 þúsund krónur í svokallað skipu- lagsgjald. Vegna þessa hafi íjárhags- legar forsendur sínar við kaup á íbúðinni brugðist. „Skipulagsgjaldið var dropinn sem fyllti mælinn. Samtals erum við hjónin með um 120 þúsund krónur í tekjur á mánuði þannig að dæmið gekk ekki upp. Við vorum komin í gildm og ætlum að flytja út úr henni um mánaðamótin.“ Alls 7 íbúðir em í stigagangi Inga. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér meðal íbúa hafa 2 íbúar þegar flutt út úr húsinu og að auki em 2 aðrir að íhuga brottflutning. Ríkharður Steinbergsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðisnefndar Reykjavíkur, segist ekki kannast við sérstakan óróleika meðal íbúa fjöl- býlishússins að Flétturima 27. Frá því íbúar fluttust inn fyrir ári hafi Fjölbýlishúsið að Flétturima 27 er að tæmast vegna þess hversu íbúðirnar eru dýrar. íbúðirnar eru eignaríbúðir i félagslega kerfinu og voru seldar af Húsnæðisnefnd Reykjavikur fyrir um ári siðan. DV-mynd Sveinn einungis einn flutt út, og þá i stærra húsnæði innan kerfisins, og einn sé á leiðinni út. Aðspurður kveðst Ríkharður hafa orðið var viö aukna hreyfingu meðal íbúðareigenda í félagslega kerfinu á undanförnum tveimur árum. Eink- um hafi eftirspumin eftir ódýrari íbúðum aukist. „Fólk hugsar meira um húsnæðis- kostnaðirm heldur en áður. Til dæm- is hafa margir óskað eftir flutningi í ódýrari íbúðir. Ástæðan er sjálfsagt sú að fólk hefur minni peninga á milli handanna." -kaa DV seldist upp 1 Vogunum: Bjartsýni vegna álversviðræðna - álver fyrir aldamót, segir sveitarstjórinn Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Þetta eru ákaflega ánægjulegar fréttir sem ég vona að verði að veru- leika sem allra fyrst. íbúarnir tóku þessum fréttum afar vel og var svo mikið rætt um þetta að DV seldist upp í Vogunum," segir Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatns- leysustrandarhrepps, um fréttir DV af því að Atlantal-fyrirtækjahópur- inn ætlar að hefja viðræður að nýju um að reisa risaálver á Keilisnesi. Umræðan hefur legið niðri í tæp 5 ár. Þegar álversumræðan stóð sem hæst tók fasteignamarkaðurinn mik- inn kipp í Vogunum. Jóhanna segist hta fyrst og fremst á byggingu álvers sem auknar tekjur fyrir sveitarfélagið. Hún segir að fólk fyllist bjartsýni innst inni og eygi von um aukin atvinnutækifæri. „Ég hef aldrei misst vonina um að hér rísi álver fyrir aldamót og það eru líkur á að svo verði,“ segir Jó- hanna. austurlenskar matvörur ‘ kryddvörur * sósur ' súpur * austurlenskar matvörur ‘ kryddvörur * sósur * súpur ‘ AUSTURLENSKA VÖRUHÚSIÐ Dalshrauni 11, Hafnarfirði Opið: virka daga 12-18, laugard. 12-16 UTSALA Big sale - UKAY-UKAY - WTim 30% g* g afsláttur meðan \3æ birgðir endast 0 Verslunin hættir austurlenskar matvörur * kryddvörur * sósur ‘ súpur ' austurlenskar matvörur * kryddvörur ' sósur ' súpur FYRSTIR MEÐ LEYFI SAMKV. NÝJUM LÖGUM UM BÍLASALA Bílasala Garðars - Noatúni 2 -sími 6i 10 10 ^ I I I Nissan Sunny SR 94, ek. Nissan Sunny 4x4 Arctic Dodge Intrepid 93,1 með Cherokee 90LTD '90, 16.000 km. Edition '94, ek. 11.000 km. öllu. með öllu, ek. 104.000 km. Suzuki Vitara JLX1 '91, ek. 57.000 km. ■Bílar við ailra hæfi - Skiptamöguleikar.1 i 1 1 L. Bílasalan Braut - Borgartúni 26 - sí'm! 617511 bíll. Ath. sk. ód. 1 -* -jHNisaauB , ífien "< . 'Y 1 'IiWbi 4 Mazda 323F '92, ek. 43.000 km, 5 g., rafm. í öllu. Toyota Touring 4x4 '92, ek. 56.000 km. Ath. sk. ód. MMC L 300 4x4 ‘91 og '90 dísil, góðir í sumarfríið. Chevrolet Blazer, 4,3 1, '89, ek. 134.000 km, á til- boðsverði. MIKIÐ URVAL AF NOTUÐUM OG NÝJUM BÍLUM. VERIÐ VELKOMIN! I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.