Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 3 Nú, þegar skólunum er aö Ijúka, er mikió um skólaferðalög nemenda eldri bekkja grunnskólanna. Þessar hressu stúlkur, sem eru úr 8. bekk Síðu- skóla á Akureyri, voru staddar á Húsavík á leið að Vestmannsvatni og hádegismaturinn var að sjálfsögðu pylsur, samlokur og gos. DV-mynd gk Tölvuþjófnaöir frá áramötmn: 75 tölvum stolið - tæpur helmingur þeirra hefur fundist Samtals hefur 75 tölvum veriö stolið frá áramótum samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Tekist hefur að hafa uppi á 32 tölvum aftur eða ríflega 40 prósentum þeirra. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er mest um tölvuþjófnaði úr fyrirtækjum. Hin- ir og þessir virðast stela tölvum en allt bendi til að þær séu notaðar sem gjaldmiðill á fíkniefnamark- aðnum og því ekki óeðlilegt að álykta sem svo að þær séu seldar úr landi. -PP Fréttir * Utskýringar sakamanns sem lenti 1 klónum á lögreglunni: Fékk hassbelti vegna bakveiki - ræktaði einnig hass - dæmdur í sex mánaða fangelsi Bóas Dagbjartur Bergsteinsson, 36 ára Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir margháttuð fikniefnamisferli á árun- um 1992-1994 þrátt fyrir að hann neit- aði nánast öllum sakargiftum eins og hann hefur gjarnan gert við með- ferð' mála sinna hjá lögreglu- og dómsyfirvöldum á síðustu árum. Stærsta ákæruefnið á hendur Bóasi var að hafa haft tæpt kíló af hassi innan klæða á líkama sínum, í nokkru sem hann nefndi stoðbelti, vegna bakveiki sinnar. Hann kvaðst við yfirheyrslur ekki hafa vitað til þess að hassplötur hafði verið í belt- inu þó þær hafi fundist þar. Fyrst sagði hann hjá lögreglu að fólk í Amsterdam heíði sett beltið á hann ytra daginn áður vegna bakveiki hans. Á seinni stigum málsins kom í ljós að lögreglumenn og tollverðir leituðu á honum við komuna til Keflavíkurflugvallar en þá fundu þeir hvorki fikniefni né „stoðbelti" þó hann hafi verið herháttaður í Leifsstöð. Degi síðar stöðvaði lögreglan Bóas í leigubíl og leitaði á honum en þá kom beltið í ljós. Síðar bar Bóas að fólk í Heimahverfi hefði verið svo elskulegt að setja á hann beltið enda hefði hann verið bakveikur. Hjörtur 0. Aðalsteinsson héraðs- dómari komst að þeirri niðurstöðu að skýringar Bóasar hefðu verið ótrúverðugar og sakfelldi hann af þessu ákæruatriði. Bóas var jafn- framt dæmdur fyrir önnur minni fíkniefnabrot en honum var einnig gefið að sök að hafa ræktað 21 kannabisplöntu að bænum Felli í Biskupstungum. Þegar lögreglan á Selfossi knúði þar dyra hjá Bóasi á Felli í septem- ber síðastliðnum tók hann plastpoka úr vasa sínum og lét falla á gólfið. Síðar kom í ljós að í honum voru nokkur grömm af hassi. Bóas kvaðst hafa verið eina klukkustund á staðn- um og vökvað skrælnaðar plöntur í íbúðinni sem hann sagðist ekki vita hverrar tegundar væru - hér var um að ræða hassplöntur. Umráðamenn hússins sögðust hafa leigt honum húsið og ekki vitað til annars en að Bóas ætlaði að mála myndir á staðn- um. Héraðsdómur dæmdi upptækt 1.030 grömm af hassi vegnar þessara mála, 21 kannabisjurt, 5 grömm af amfetamíni og ýmis áhöld. Dómur- inn taldi hins vegar lagastoð skorta til að gera bókina Indoor Marijuana Horticulture upptæka en hún fannst forðumaðFelli. -Ótt Nú er rétti tíminn í ár er sérlega hagstætt að fjárfesta í atvinnutækjum. Það er vegna sérstakra laga um flýtifyrningar atvinnutækja sem keypt eru árin 1994 og 1995. Þau má fyrna allt að tvöfaldri venjulegri fyrningu, næstu þrjú rekstrarár eftir að þau eru keypt. Fjárfesting í ár er því heillaráð. Við gefum þér góð ráð Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun hvers kyns atvinnutækja. Við getum bent þér á leiðir þar sem þú losnar við að binda rekstrarfé í tækinu og þar sem fyrirgreiðsla þín í viðskiptabankanum helst óskert. Þú kannt eflaust að meta að geta fengið 100% fjármögnun en njóta samt staðgreiðsluafsláttar hjá seljanda tækisins. Skjót afgreiðsla Fjármögnun með Kjörleiðum Glitnis er fljótleg. Þegar nauðsynleg gögn liggja fyrir af þinni hálfu, er umsókn þín afgreidd á skjótan hátt. Glttntrhf DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.