Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 Fréttir Breytt sjávarútvegsfrumvarp komið fram á Alþingi eftir erfiða fæðingu: Ekki þingmeirihluti fyrir óbreyttu frumvarpi - litið er á niðurstöðuna sem samkomulag án sigurvegara Þeir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Vestfjarða, og Sturla Böðvarsson, þingmaður Vesturlands, voru ánægðir með niðurstöðuna sem fékkst úr þeim deilum og samningum sem verið hafa undanfarna daga um breyting- ar á sjávarútvegsfrumvarpinu. DV-mynd BG Frumvarp til breytinga á stjómun fiskveiða er loks komið fram eftir gífurleg átök innan þingflokka stjómarflokkanna og þá alveg sér- staklega Sjálfstæðisflokksins. Til stóð að leggja fmmvarpið fram í byij- un þessa vorþings en vegna andstöðu margra stjómarþingmanna úr bað- um stjómarflokkum við 2. grein þess hefur það dregist. Þau Hjálmar Ámason og Siv Frið- leifsdóttir vom hörðust gegn 2. grein fmmvarpsins í þingflokki Fram- sóknarflokksins en Einar Oddur og Einar Kristinn, þingmenn Sjálfstæð- isflokksins á Vestflörðum, og Guðjón Guðmundsson og Sturla Böðvarsson, þingmenn Vesturlands, í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Samkomulag náðist ekki fyrr en síödegis á mánudag á sérstökum fundi Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðherra með þeim þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins sem sæti eiga í sjávarútvegsnefnd. Þar í hópi em þingmenn sem harðastir hafa veriö gegn 2. grein frumvarpsins, eins og Einar Oddur Kristjánsson. Róðradagakerfið Upphaflega var gert ráö fyrir því í fmmvarpinu að allir smábátar yrðu settir á aflamark, þaö er að segja að þeim yrði úthlutað kvóta. Þetta var það sem forystumenn LÍÚ vildu og hafa alltaf barist fyrir. Smábátaeig- endur segja að ef þetta hefði gerst myndu sægreifamir svokölluðu smám saman eignast allan kvótann og smábátaútgerð leggjast af. Margir stjórnarþingmenn vom andvígir því að setja kvóta á smábát- ana. Þeir kröfðust þess að banndaga- kerfið gilti áfram þar til hægt væri að taka upp svokallaö róðrakerfi eða sóknardagakerfi, eins og sumir kalla það. Það byggist á því aö smábátaeig- endur velja sér sjálfir þá daga ársins sem þeir vilja róa í stað þess að emb- ættismenn deih banndögunum út án samráðs við sjómenn. Niðurstaðan í samkomulaginu um fmmvarpið varð sú að nú geta krókabátaeigendur valið á milli þess að vera á banndagakerfinu þar til róðradagakerfið tekur við eða farið á aflamark samkvæmt eigin afla- reynslu. Þeir menn sem DV hefur rætt við um máhð þora ekki að spá um hvora leiðina krókabátakarlar fara og telja að það verði nokkuð einstakhngs- bundið eftir aöstæðum hvers og eins. Banndagakerfið, samkvæmt nú- gildandi lögum, hefði þýtt aht að 220 daga' stopp fyrir krókabátana á næsta ári. En með því að stefna að róðradagakerfinu segja þingmenn að Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson notast megi við banndagakerfið þar til hitt tekur við. LÍÚ fór hamförum Forystumenn Landssambands ís- lenskra útvegsmanna hafa beitt sér af mikilli hörku gegn ýmsu í þessu frumvarpi. Þeir gerðu aht sem þeir gátu til að halda því ákvæði inni að krókabátarnir færu á aflamark. Einn alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins orðaði það svo að hann hafi ekki fyrr vitað jafn vel skipu- lagða andstöðu gegn þingmáh og hjá LIÚ aö þessu sinni. Útgerðarmenn landsins beittu sér af þunga og press- uðu á ráðuneytið, sjávarútvegsráð- herra og þingmenn sinna kjördæma. Einnig voru ýmsir einstakhngar i Kjördæmunum fengnir th að tala við sína þingmenn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra viðurkenndi í samtali við DV í síðustu viku mikinn þrýsting frá LÍÚ vegna frumvarpsins. Hann sagðist heldur ekki hafa vanist því að forystumenn LÍÚ verðu ekki hags- muni sína af hörku. Ekki þingmeirihluti Sjávarútvegsráðherra var ekki ljúft að breyta frumvarpinu og láta þannig undan þeim þingmönnum sem vhdu verja hag krókabáta og hefðbundinna vertíöarbáta sem sam- kvæmt frumvarpinu fá nú 5 þúsund tonna kvótaaulmingu. Hann stóð hins vegar frammi fyrir þvi að svo mikh andstaða var við það ákvæði frumvarpsins að setja krókabáta á aflamark í báðum þingflokkum stjómarflokkanna að ekki var meiri- hluti fyrir því á Alþingi. Því neyddist hann th aö semja um breytingar. Afstýrðum voða „Ég tel það mikilvægasta atriði þess samkomulags sem náðist um frumvarpið að sjávarútvegsráðherra er heimht, um leið og hann telur þaö framkvæmanlegt, að taka upp róðra- kerfi í staö banndaganna. Við vitum að það er framkvæmanlegt nú þegar og ég tel að það eigi að framkvæmast í haust. Það þarf ekkert gervihnatta- eftirlit. Það er lóðs í öhum höfnum landsins nema fjórum. Því er eftirlit með róðrakerfinu framkvæmanlegt. Það sem ég tel aðalatriðið í þessu öhu er að koma í veg fyrir vetrarsókn smábáta samkvæmt banndagakerf- inu eins og hún hefði orðið sam- kvæmt óbreyttum lögum. Við teljum að það hefði verið slíkur voði að við urðum að afstýra því og koma á róðradagakerfi. Þannig færist sóknin yfir á sumarið eins og eðlhegt er. Banndagakerfið virkar einfaldlega þannig að það er veriö að mana ofur- hugana og getur ekki endað nema með skelfingu," sagði Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Vestfjarða, í samtali við DV um máhð. Aðrar breytingar Samkvæmt frumvarpinu eru hert- ar allar reglur varðandi endumýjun og úreldingu flotans. Nú er ekki leng- ur hægt að úrelda gamla vélarvana kláfa og kaupa í staðinn nýtt og öflugt skip. Nú er tekið tihit th ahra þátta í getu skipanna, þess sem úrelt er og þess sem keypt er í staðinn. Þar er um að ræða vélarstærð, togkraft, lengd og breidd. Þá kemur fram annað frumvarp með sjávarútvegsfrumvarpinu um breytingar á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins. Þar er gert ráð fyrir að sjóðnum sé gert kleift að fara að kaupa upp krókaleyfi, eins og hann kaupir upp og úreldir fiskiskip og fikskvinnslustöðvar. „Með þessu erum við að koma í veg fyrir að halda áfram aukningu flot- ans og emm um leiö að kaupa upp skip. Við erum að minnka flotann þannig að hægt sé aö ná utan um þetta svo að innan tíðar geti orðið bærhegt að lifa við þetta fyrir þá sem aö því stefna,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. Það er samdóma áht þeirra þing- manna stjómarflokkanna sem tók- ust á um þetta frumvarp að niður- staðan sé fyrst og fremst samkomu- lag. Þar standi enginn eftir sem geti hrósað sigri á kostnað annars. í dag mælir Dagfari______________ Ráðherrann til Sádi Mikið var Dagfari feginn að heyra að samgönguráðherra hefði farið th Sádi-Arabíu th að kynna sér pí- lagrímaflug Afianta þar austur frá. ímyndið ykkur skandahnn ef Hah- dór Blöndal sem er samgönguráö- herrann á íslandi vissi ekkert um pílagrímaflugið í Sádi-Arabíu? Hann væri allsendis ófær um að vera ráðherra, hvað þá ráðherra fyrir samgöngumálum, hvað þá gjaldgengur í ríkisstjóminni. Hahdór er líka yfirmaður hóp- ferða og hópferðabíla að því marki að það fer enginn í hópferðir á ís- landi nema til séu hópferðabílar og ráðherrann yfir samgöngumálum landsins þarf auðvitað að vera inni í þeim málum. Hann þarf að kynna sér hvemig hópferðir eiga sér stað og hann þarf aö sjá th þess að hóp- ferðir eigi sér stað og nú er skollið á verkfah sem stöðvar ahar hóp- ferðir í landinu og þaö er hlt í efni. En hvað gera bændur þá? Auðvit- að að bregða sér úr landi og kynna sér samgöngumál í öðmm löndum! Þó þaö nú væri. Ekki er hægt að leysa verkfoll í hópferðum á íslandi nema aö vera vel að sér um sam- göngumál í fjarlægum löndum og því lengra í burtu sem löndin era, því betra. Þess vegna var það bráðnayðsynlegt fyrir samgöngu- ráðherra að bregða sér th Sádi- Arabíu meðan verkfall geisar í hópferðamálum á íslandi til að vita hvað eigi að gera við hópana sem ekki komast með rútunum. Th að mynda senda þá th Sádi og efla píla- grímaflugiö þar í landi. Eitthvað veröur að gera til að efla þjóöar- tekjur meðan ferðalangar komast ekki leiðar sinnar hér á landi. Hahdór Blöndal hefur áður farið í utanferðir. Einu sinni fór hann th Jórdaníu í opinbera heimsókn th að kynna sér ferðamarkaöinn þar í landi og þótti engum mikið. Hall- dór hefur tekiö sérstöku ástfóstri við arabalöndin og hefur heyjaö sér þekkingu á aðstæðum í eyðimörk- inni og honum er annt um píla- grímana og pílagrímunum þykir eflaust vænt um Hahdór og þess vegna var for hans th Sádi nokkurs konar friðarfór. Eða eigum við að segja diplómatísk sendifór til að tryggja öraggar samgöngur í Sádi, meðan óvissan ríkir hér heima í hópferðunum. Frægt er þegar Halldór leysti hnútinn í Atlanta-dehunni með því að segja flugmönnunum aö þeir ættu engra annarra kosta völ en semja við Atlanta ef þeir vhdu komast til Sádi í vinnu og Atlanta hefur launað Halldóri greiðcmn með því að bjóða honum í kynnis- ferö th Sádi til að sjá hvemig th hefur tekist með phagrímana og ferðamálin þar í landi. Þó það nú væri. Hitt er öhu athyglisverðara að Atlanta hefur ekki borgað ferðina undir ráöherrann, þótt Atlanta hafi eflaust boðið og sýnir það heiðar- leika Hahdórs að hann þiggur ekki mútur eða greiða þótt hann geri öðram greiða. Nei, Háhdór ferðast ekki á kostnað þeirra sem hann gerir greiða heldur borgar hann sjálfur eða þannig sko. Hann lætur ríkissjóð um að greiða ferðakostn- aðinn enda er haft eftir ráðherran- um að hann hafi verið aö kynna sér aðstæður og þetta er mikih flug- rekstur hjá Atlanta á svæöinu. Þó það nú væri að ráöherrann kynnti sér þennan mikla flugrekst- ur og borgaði sjálfur enda er hér um að ræða þjónustu ráðuneytis- ins sem stjómvalds! Minna má það ekki vera. Ráðherrann getur ekki ennþá svarað því th hversu hár kostnaður sé af þessu ferðalagi „enda hefur dæmið ekki verið gert upp“. Hvers vegna ættu menn hka að vera gera upp það dæmi fyrir fram hvað eitt skitið ferðalag kostar, þegar slíkir hagsmunir era í húfi að ráðherr- ann fái tækifæri th aö kynna sér pílagrímaflugið í Sádi? Ef þjóðin heldur að hún sé að velja sér samgönguráðherra til þess eins að standa í verkfalls- vörslu vegna hópferðaeða siija hér á sinni boru yfir engu, þá er það mikih misskilningur. Samgöngu- ráðherra hefur miklu víðtækara hlutverk og samgöngumál í Sádi- Arabíu og í arabalöndunum yfir- leitt era hugðarefni og viðfangsefni Hahdórs Blöndals, þó ekki sé til annars heldur en aö fylgjast með því þegar flugvélarnar hjá Atlanta taka sig á loft Og hvemig phagrím- arnir hta út. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.