Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 ViðskiptL íslenska lambakjötið sem rokselst þessa dagana í New York: Skilaverð til bóndans helmingi lægra en hér - kjötið selt út úr búð í New York á allt að 50% hærra verði en það bandaríska íslenskir sauöfjárbændur fá ríflega helmingi lægra skilaverð fyrir lambakjötið sem rokselst þessa dag- ana á kynningu í New York heldur en þeir fá hér á innanlandsmarkaði. Verðið í New York er reyndar kynn- ingarverð og líkur á að það geti hækkað í ljósi góðra viðtakna. Með- alskilaverð af dilkakjöti á innan- landsmarkaði til bóndans er í kring- um 210 krónur/kílóið. Samkvæmt heimildum DV er skilaverð til bónd- ans af kjötinu, sem selt er í New York undir vörumerkinu „All Natur- al Icelandic Lamb“, í kringum 100 krónur/kílóið eða ríflega helmingi lægra en fæst hér innanlands. Verðmyndunina á kjötinu má sjá nánar á meðfylgjandi grafi. Miðaö er við kjötið komið til hafnar í New York. Þar hefur verðið verið reiknað út frá heilum skrokkum en kjötiö er flutt út niðurskorið og frosið í lofttæmdum umbúðum án slaga og bringukolla, eða um 80% hlutar af hverjum skrokki. Skilaverð gæti hækkað Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, sagði við DV aö góðar líkur væru á að hækka mætti skilaverðið með því að ná niður ýms- um öðrum kostnaðarliðum. „Við megum ekki gleyma því að hér er um tilraunaútflutning að ræða. Dollarinn er enn veikur um þessar mundir og síðan er spurning hvort við náum einhverri verðhækk- un á kjötinu eftir að kynningu er lokið. Þegar allt er talið gætum við fengið sama skilaverð og bóndinn er að fá á innanlandsmarkaði í dag en það á tíminn eftir að leiða í ljós,“ sagði Ari. Óskað eftir meira kjöti Eins og kom fram í DV í síðustu Lambakjötið í New Y ork — verðmyndun útflutnings miðað við heilan skrokk — Komið í höfn til New York: 290 kr/kg* Skilaverö til bóndans: 100 kr/kg Erl. umboöslaun, flutningur og trygging: 40 kr/kg Umbúðir og pökkun í sláturhúsi: 70 kr/kg : Kynningarverö Umsýslusamningur -við sláturleyfishafa: 80 kr/kg m DV Skilaverð til bóndans 210 kr/kg 100 kr/kg Lambakjöt í New York A innanlands- markaöi DV viku er það Cooking Exellence Ltd., fyrirtæki í eigu systkinanna Sigurð- ar Baldvins og Karítasar Sigurðsson, sem stendur fyrir kynningum á kjöt- inu með stuðningi Bændasamtak- anna. Þær hófust í síðustu viku í 15 verslunum Gristede’s og Sloan’s sem er í eigu Red Apple-keðjunnar. Við- tökur voru það góðar að eigendur Red Apple hafa óskað eftir meira kjöti í 27 verslanir sínar til viðbótar. Að auki hafa Sigurður og Karítas selt íslenskt lambakjöt til Louis Food Service sem mun dreifa því til nokk- urra þekktra veitingastaða í New York borg. Alls hafa um 12 tonn af þessu lambakjöti farið út og 8 tonn til viðbótar fara á næstu dögum. Sigurður Baldvin sagði við DV að læri af þessu íslenska lambakjöti væri selt á 554 krónur/kfióið út úr búð sem væri kynningarverð. Til viðmiðunar gat hann þess að sam- bærfiegt bandarískt læri væri selt á 276 krónur/kUóið, eða 50% lægra en það íslenska, læri af áströlsku kjöti seldist á 387 kr/kg og það nýsjálenska á 401 kr/kg. Hryggur af íslensku lambakjöti er sneiddur niður í kóte- lettur í Bandaríkjunum og selst á 1412 kr/kg út úr búð. Til samanburð- ar er kílóverð af bandarískum kóte- lettum selt á 898 krónur, eða á 36% lægra verði. Þess ber að geta að íslenska kjötið selst þítt eftir að hafa verið frosið i flutningi en samkeppniskjötið er allt ferskt, frá sláturhúsi og á markað. Ari Teitsson sagði að því bæri að fagna ef þetta hátt verð fengisi út úr búð í Bandaríkjunum. Hins vegar mætti ekki gleyma því að smásölu- álagning og dreifingarkostnaður væri hár þar vestra. Ekki lífrænt ræktað Ekki er um lífrænt ræktað lamba- kjöt að ræða, eins og haldið var fram í fyrstu, enda slík ræktun varla byij- uð á íslandi. Um er að ræða kjöt sem staðist hefur bandarískar gæðakröf- ur sem hrein náttúruafurð, laus við hormóna eða önnur aukefni. Eins og áður greinir er kjötið selt í New York undir vörumerkinu „All Natural Ice- landic Lamb“. Fjögur sláturhús á íslandi hafa fengið svokallaðan „Ameríkustimp- il“ og hefur mest komið frá KÞ á Húsavík. Það er Kjötumboðið hf. sem selur síðan kjötið til New York. -bjb Steindauður hlutabréf amarkaður Hlutabréfamarkaðurinn er stein- dauður um þessar mundir. í síðustu viku skiptu hlutabréf um eigendur fyrir 1,%7 milljónir króna en það eru helmingi minni viðskipti en vikuna áður. Sl. mánudag fóru aðeins ein viðskipti fram, fyrir 354 þúsund krónur með hlutabréf Haraldar Böð- varssonar hf. Viðskipti gærdagsins lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað. Viðskiptin í síðustu viku voru fyrst og fremst í þremur félögum; Eim- skipi, íslandsbanka og Flugleiðum. Af Eimskipsbréfum var keypt fyrir 3,9 milljónir, 3,5 milljónir af bréfum íslandsbanka og 2,7 milljónir i Flug- leiðabréfunum. Viðskipti í öðrum félögum voru hverfandi. Gengi hlutabréfa hefur haldist svipað ef marka má þingvísitöluna. Vegna frídaga hafa rólegheit ríkt á heimsmarkaðnum. Álið er þar engin undantekning. Verðið hefur engu að síður hækkað ef marka má byijunar- verð þegar viðskipti hófust í gær- morgun eftir langa fríhelgi. Stað- greiðsluverðið fór þá í 1813 dollara tonnið. Hækkunin er fyrst og fremst rakin til mikillar lækkunar birgða að undanfórnu. Heildarbirgðir eru komnar niður í 887 þúsund tonn en voru 2 milljónir tonna þegar mest var á síðasta ári. Bessi ÍS seldi 152 tonn í Bremer- haven í síðustu viku. Aflaverömætið var 17,5 milljónir króna enþað er 114 króna meðalverð á kílóið. Það er betra verð en fékkst vikuna áður. Töluvert minna var selt af fiski úr gámum í Englandi í síðustu viku en verið hefur. Alls seldust 453 tonn fyr- ir 63 milljónir króna. Uppistaða söl- unnar var ýsa. Gengi punds og dollars lækkaði nokkuð fyrir helgi en hefur hækkað eilítið síðan. Hækkunin er þó ekki mikil, enda hefur pundið t.d. ekki verið lægra í íslenskum krónum talið í langan tíma. Japanska jenið hefur hins vegar verið á uppleið og var sölugengið komið í 0,76 krónur í gærmorgun. -bjb OV lnnlánsaukning mest sjóði Onundar- fjarðar1994 Aðálfundur Sparisjóðs Önund- arfjarðar á Flateyri var haldinn nýlega. Þar kom fram aö heildar- innlán jukust hjá sjóðnum um 24% á síðasta ári og námu 211 milljónum króna. Þetta reyndist mesta innlánsaukning á meðal banka og sparisjóða árið 1994. í máli Ægis E. Hafbergs sparisjóðs- stjóra kom fram að batnandi hag mætti einkum skýra með þeirri ákvöröun sjóðsins sl. haust að fella niöur þjónustugjöld af tékkaviöskiptum. Það hefði vakið mikla athygli og bætt afkomu sparisjóðsins. Útlán á síðasta ári jukust um 11% og námu 329 milljónum. Sjóöurinn skilaði rekstrarhagn- aði upp á 7,6 miHjónir sem er 70% aukning frá árinu 1993. Eigið fé jókst um 10% og nam 86,5 milljón- um í árslok. BlS-hlutfalliö var 33,2%. nýsköpunarsjóð námsmanna Ríkissíjórnin ákvað á fundi sín- um í gærmorgun að úthluta ný- sköpunarsjóði námsmanna 5 milljóna króna aukaöárveitingu. Var það að frumkvæði Björns Bjarnasonar menntamálaráð- herra í samræmi við stefnuyfir- lýsingu ríkissljómarinnar um eflingu sjóðsins. Áöur hafði verið úthlutað 20 milljónum úr sjóðn- um en þær dugðu aöeins til að styrkja um helming þeirra ríflega 200 verkefna sem sótt var um styrk fyrir til sjóðsins. I tilkynningu frá Stúdentaráði segir að 5 mfiljóna króna auka- fjár\'eiting muni aö öllum likind- um veita 25 verkefnum til viðbót- ar brautargengi og a.m.k. jafn- mörgum stúdentum sumarvdnnu. 1,9miiqarða vöruskipta- afganguriaprfl Verðmæti vöruútflutnings í april sl. var 9,1 milljarður króna og innflutnings 7,2 mfiljarðar. Vöruskiptin i apríl voru því hag- stæð um 1,9 mifijarða króna en í aprfl 1994 nam afgangurinn 2,4 milljörðum miðað við fast gengi. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 38,2 milljarða en inn fyrir 30,2 millj- arða króna. Áfgangur var þvi á vöruskiptunum viö útlönd sem nam 8 milljörðum en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 11,1 mifijarð. í útflutningi hefur mestu munað um aukið verð- mæti áls en verömæti sjávaraf- urða og kísiljárns hefur minnkað. Greiðslujöfnuð- um 2 miiqarða Heildargreiðslujöfnuður, sem endurspeglar breytingu á gjald- eyrisstöðu Seðlabankans, var hagstæður um 2,2 roilljarða eftir fyrsta ársfjóröung þessa árs. Það er heldur lakari staöa miöað við fyrsta ársfjórðung ársins 1994 þegar greiðslujöfnuðurinn var hagstæöur um 6,7 milljarða. Fjármapsjöfnuður við útlönd fyrstu þijá mánuði þessa árs var jákvæður um 3,2 milljarða. Er- lendar lántökur námu 14,3 millj- örðum en afborganir eldri lána voru 8,9 milljarðar. Hreint út- streymi vegna verðbréfavið- skipta nam 800 mifljónum á sama tíma sem er mun minna en á fyrsta ársfjóröungi 1994. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.