Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 11 i Fréttir » p » Stefán Gunnarsson, rútueigandi á Hofsósi, samdi við Sleipni: Felur í sér 42 prósenta launahækkun að mati VSÍ - þetta er bara viðurkenning á staðreyndum, segir Stefán „Það sem ég gerði var ekki annað en að viðurkenna þær staðreyndir sem við mér blasa. Við sem rekum lítil fyrirtæki með hópferðabíla fáum ekki menn i vinnu á sumrin á taxta- launum Sleipnis. Við verðum að yfir- borga og ég var að semja á þeim nót- um,“ sagði Stefán Gunnarsson, rútu- eigandi á Hofsósi, í samtali við DV. Hann segir að það séu bifreiðar- stjórar á almenningsvögnum og hjá sérieyfishöfum sem eru á taxtalaun- um. Hópferðafyrirtækin fái ekki menn yfir sumarið á þeim launum. „Samkvæmt okkar útreikningum er bein launahækkun í þessum samningi 42 prósent, auk þess sem nokkur atriði, sem voru í miðlunart- illögu sáttasemjara, fylgja þarna með,“ segir Bolli Ámason hjá Vinnu- Þórhallur og Heiðar Másson ganga frá netunum, en afspyrnu léleg grá- sleppu vertíð er að baki. DV-mynd gk Grásleppukarlar í vandræðum: Stanslaus bar- átta við þorskinn Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Þessi grásleppuvertíð hefur verið vægast sagt léleg. Það má eiginlega segja að í stað þess að veiða grá- sleppu höfum við verið í stanslausri baráttu við þorskinn sem alltaf hefur verið nóg af í netuniun," sagði Þór- hallur Bjömsson, trillukarl á Húsa- vík við DV. Þórhallur og Heiðar Másson vom að ganga frá grásleppunetunum í höfninni á Húsavík en þeir róa á bátnum Fram ÞH. „Þetta er lélegasta grásleppuvertíð um árabil og í rauninni engu likt hversu slakt þetta hefur verið. Við vomm með netin út af Tjömesi og það má segja að þetta hafi verið stanslaus barátta við þorskinn sem oft var meira af í netunum en grá- sleppunni. Af grásleppu höfðum við ekki nema um 4 tonn eða sem svarar til 30 tunna af hrognum svo þetta er ansi dapurt,“ sagði Þórhallur. Eining styður sjómenn Gylfi Kristjánssan, DV, Aknreyri: Verkalýðsfélagið Eining í Eyjafirði hefur lýst yfir fullum stuðningi við sjómenn í kjarabaráttu þeirra. Þá fordæmir félagið aðgerðir einstakra útgerðarmanna til að komast hjá lög- lega boðuðu verkfalh sjómanna. I samþykkt fundarins er skorað á félagsmenn Einingar og annarra stéttarfélaga að þjónusta á engan hátt þau skip sem þarna eiga í hlut og vera jafnframt vel á verði gagn- vart verkfallsbrotum. veitendasambandinu um kjarasamn- inginn sem Stefán Gunnarsson gerði við Sleipni. Bolli segir að í samningnum sé hins vegar ákvæði um að ef aðalkjara- samningur Sleipnis og rútueigenda verði lægri þá lækki samningurinn sem Stefán Gunnarsson gerði til samræmis við það. „Þess vegna lítum við nú þetta sem hálfgert grín. Ég hef enga trú á að þessi samningur rjúfi samstöðu rútueigenda vegna þess hve mikil kauphækkunin er. Þaö ræður enginn viö þetta og semur enginn í alvöru svpna hátt,“ sagði Bolli. Ýmsir rútueigendur halda því fram að með því að gera þennan samning og með þeim fyrirvörum sem í hon- um eru sé Stefán bara að auglýsa upp sitt fyrirtæki. Hann hafi ekki einu sinni Sleipnismenn í vinnu. / „Þetta er alrangt. Ég þarf ekkert að auglýsa mig upp með kjarasamn- íngum. Og yfir sumarið þegar ég er með mína bíla á höfuðborgarsvæð- inu aka þeim menn sem eru í Sleipni," sagði Stefán Gunnarsson. Útboð í Kópavogi kært til samkeppnisráðs: Fjúkandi vondur - segir eigandi Álfaborgar hf. sem var dæmd úr leik „Ég er fjúkandi vondur og set traust mitt á samkeppnisráð. í greinargerð byggingamefndar er því haldið fram að við höfum ein- ungis boðið tvær gerðir af uppsetn- ingarkerfum sem ekki voru fyrir- skrifaðar. Þeirri þriðju er stungið undan til að gera tilboð okkar óað- gengilegt. Þetta kalla ég hreina folsun. Ég verð að draga þá ályktun að það sé stefna Kópavogsbæjar að versla við ákveðna aðila og að þar séu menn reiðubúnir að hagraeöa staðreyndum til að geta þaö. Grein- argerð byggingamefndar sannar þetta. Ef útboð eru framkvæmd á þennan hátt í Kópavogi eru þau bara sýndarmennska,“ segir Össur Stefánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Álfaborgar hf. Fjögurtilboð voru úrskurðuð ógild Kópavogskaupstaður auglýsti nýlega útboð á utanhússklæðningu á verkmenntahús Menntaskólans í Kópavogi, MK. Fimm tilboð bárust í verkið. Tvö þeirra voru strax úr- skurðuð ógild og voru þá þrjú til- boð eftir: tilboð Bykó, Álfaborgar og Víddar hf. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir að til- boð Bykó hafi verið ógilt af því aö flísarnar hafi verið of þunnar og tilboð Álfaborgar hafi verið með of þunnum flísum og röngu upp- setningarkerfi. Össur Stefánsson segir þetta rangt og ætlar að kæra útboðið til samkeppnisráðs. „Þessar ásakanir em út í hött. Við högum okkar útboðum ekkert öðmvísi en aðrir á þessum markaði og ég fagna því ef þetta verður sent til samkeppnisráðs. í útboðsgögn- um var gert ráð fyrir 10-12 millí- metra flísum en Álfaborg og Bykó buðu flísar sem vom 9,5 milhmetr- ar slípaðar. Fundir byggingar- nefndar em bókaðir og því ætti hið sanna að koma fljótt í ljós,“ segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæj- arráðs í Kópavogi. Harðort mótmælabréf til bæjarráðs Umrætt útboð var tekið fyrir á bæjarráðsfundi fyrir nokkm. Á fundinum var lagt til að taka hæsta tilboði þar sem önnur tilboð vom talin ógild. Máhð var tekiö fyrir á bæjarstjómarfundi og sent þaðan aftur til byggingarnefndar og bæj- arráðs áður en endanleg afgreiðsla fékkst. „í harðorðu mótmælabréfi til bæjarráðs krafðist ég þess að fá að sjá greinargerð frá byggingar- nefnd. Það var dregið á langinn að senda mér hana þangað til endan- leg afgreiðsla var komin. Þrátt fyr- ir aðvaranir og mótmæh létu þeir sig hafa það að taka hæsta til- boði,“ segir Össur. -GHS Vantar þig útskriftargjöf? Leitaðu þá fyrst og síðast til okkar „Sossa" Margrét Sotfia Björnsd. Hvergi meira úrval af íslenskri myndlist. Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi. Laugavegi 118D Gengið inn frá Rauðarárstíg Sími 551-0400

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.