Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1995, Blaðsíða 28
44 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 Höktir Framsóknarflokkurinn? Höktir í hækju- stað Alþýðu- flokksins „Það verður fróðlegt að sjá hvort Framsóknarllokkurinn er tilbúinn að hökta í hækjustað Alþýðuflokksins með nýjum lög- um á sjómenn." Jóhann Ársælsson í Morgunblaðinu. Blek út í brennivínsflöskur „Þetta er samsett úr flöskum. Ég fylli gluggann af glærum brenni- vínsflöskum með vatni og set síð- an blek út í brennivínsflöskurn- ar.“ Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður I Alþýðublaðinu. Ummæli Leifur meö lögheimili „Leifur Eiríksson er næstum kominn með lögheimih í Noregi í augum Ameríkana." Valgaröur Egilsson i Alþýðublaðinu. Veiðimenn en ekki bráö „Við eigum að vera veiðimenn- irnir en ekki bráðin." Atli Eðvaldsson i Tímanum um landsliöið. Markmiöin nást ekki alltaf „Við eigum að komast í loka- keppnina og það er markmiðið. Við erum reyndar nýbúnir að horfa upp á það að markmiðin nást ekki alltaf." Þorbjörn Jensson i Morgunblaðinu. Ættu að verða sér úti um hauspoka „Tímabært er fyrir forystumenn íþróttahreyfingarinnar og þá stjórnmálamenn og embættis- menn sem gerðust taglhnýtingar HM í bjórmálinu að verða sér úti um hauspoka." Pjetur Hafstein Lárusson i Timanum. Týndir fjarsjoðir Einh stærsti fjársjóður sem enn hefur ekki fundist er grafinn ein- hvers staöar á friðuðu svæði í Nýju-Mexíkó. Það var í kringum 1760 að spánski presturinn Padre La Rue flúði með mikið af gulli og silfri sem hann hafði látið inn- fædda grafa upp fyrir sig. Hann gróf fjársjóðinn á svæði sem heit- ir White Sands í Nýju-Mexíkó. Þar sem svæðið er friðað er gröft- ur ekki leyfður en árið 1977 var flokki manna leyft að leita að íjár- sjóðnum en án árangurs. Taliö er að þessi fjársjóður sé að verð- mæti um 1 milljarður dollara. Blessuð veröldin Sjóræningjafjársjóður Áriö 1717 foldu tveir sjóræningj- ar, Charles Bellamy og Paul Williams, fjársjóð nálægt upptök- um Machias árinnar í Mainefylki í Bandaríkjunum. Til að öruggt væri að engir nema þeir fyndu fjársjóðinn byggðu þeir neðan- jarðarskýli meö ótal göngum. Þeir létust án þess aö hafa vitjað fjársjóðsins og enginn hefur enn fundið hann í dag en hann er metinn á 200 milljónir dollara. Þokusúld vid ströndina í dag verður fremur hæg austlæg eða breytileg átt á landinu. Norðan- og austanlands verður þokusúld við Veðrið í dag ströndina og sunnanlands þykknar upp síðdegis. Vestanlands og á Vest- fjörðum veröur bjartviðri og í inn- sveitum norðan- og austanlands létt- ir heldur til. Hiti verður 2 til 4 stig úti við ströndina norðan- og norð- austanlands en annars 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands. Á höfuö- borgarsvæðinu verður hæg austlæg átt eða hafgola. Bjartviðri verður lengst af í dag en skýjaö í kvöld og nótt. Hiti verður 8 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.27 Sólarupprás á morgun: 3.24 Síðdegisflóð í Reykjavík: 19.47 Árdegisflóð á morgun: 8.06 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 7 Akurnes þoka 6 Bergsstaðir alskýjað 4 Boiungarvík léttskýjað 4 Keflavíkurílugvöllur þokumóða 7 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 6 Reykjavik skýjað 8 Stórhöfði súld 7 Bergen þoka 9 Helsinki léttskýjað 23 Ka upmannahöfn alskýjað 13 Ósló rigning 14 Stokkhólmur skýjað 18 Þórshöfn skýjað 9 Amsterdam þokumðn. 12 Barcelona léttskýjað 13 Berlin þokumóða 15 Chicago heiðskirt 15 Feneyjar þrumuv. 19 Frankfurt rigning 14 Glasgow alskýjað 10 Hamborg rigning 13 London mistur 12 LosAngeies þoka 13 Madrid léttskýjað 11 Malaga þokumóða 16 Mallorca léttskýjað 15 New York heiðskírt 18 Nuuk rigning 3 Orlando rigning 24 París skýjað 11 Róm skýjað 18 Valencia léttskýjað 16 Vín alskýjaö 17 Winnipeg heiðskirt 21 Hermann Ragnar Stefánsson námskeiðahaldari: Vöntun á aga hjá böm- um er mikið Vcindamál „Hugur minn hefur alltaf f gegn- um kennslu og annað verið við aga og reglur. í mínum skóla hef ég lagt ríka áherslu á aga en fólk á það til að misskilja hvað orðiö agi er og setur það alltaf í samband við heraga. Agi er aðeins reglur sem við setjum okkur bæði á vinnustað, í skólanum og á heimilinu, reglur sem skapa betri umgengni og betrí samveru þegar farið er eftir þeim, Maður dagsins og þeim aga sem ég predika fylgir tillitssemi. Börn nú á dögum eru farin aö vaða uppi án nokkurrar tillitssemi. Finnst mér það oröið undantekning að hitta börn sem kunna að þakka fyrir sig. Það má segja aö þetta vandamál hafi kveikt í mér með þessi námsskeið," segir Hermann Ragnar Stefánsson sem er einn kunnasti danskennari landsins og hefur þar að auki starf- að að málum barna og einnig þeirra sem elstir eru. Hann hefur sett á Hermann Ragnar Stefánsson. stofn fjölbreytt námskeiöahald í sumar, fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára, þar sem lögö er áhersla á aga og reglur en um leið eiga nám- skeiðin að vera fræðandi og skemmtileg. „Ég hef veriðtöluvert fenginn til að tala um aga, sem ég vil alveg eins kalla reglur, í skólum og fé- lagasamtökum og í framhaldi koma þessi námskeið sem við köllum Sumamámskeið í Laugardalnum. Þau munu byggjast upp á þessum siðareglum. Á námskeiðunum fá börn að leika sér, þá verður farið raeð bömin á söfn og sýningar til að kynna þeim listina og reyna að víkka sjóndeildarhringínn um leið og reynt verður að láta þau taka tillit til þeirra sem þau eru með. Það virðist vera þörf fyrir nám- skeið sem þetta þvi þegar er fyrsta námskeiðið að fyllast og um fimm- tíu börn hafa verið skráð, en hvert námskeið stendur yfir i hálfan mánuð. Það er eitt af því skemmti- legasta viö Laugardalinn að þaraa era heppileg svæði til útivistar, íþróttaiökana og listskoöunar og verða allir möguleikar nýttir. Hermann sagðist verða með þessi námskeið 1 júní og júli: „Krökkun- um verður skipt niður í hópa eftir aldri og fær hver hópur einn leið- beinanda. Ég raun svo hafa yfir- stjóm með hópunum. Get ég ekki kvartað yfir viðbrögðum foreldra hingað til sem hafa verið með ein- dæmum góö og virðast allir vera sammála þeirri línu sem ég hef lagt til undirstöðu.“ Myndgátan Lausngátunr. 1229: Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki DV Unglingalands- leikir við Svía Á morgun munu íslendingar mæta Svíum í landsleik en í dag eru þaö unglingalið þjóðanna sem eigast við. í Kópavogi mæta íslenskar stúlkur, tuttugu ára og yngri, jafnöldrum sínum frá Sví- þjóð. Hefst sá ieikur kl. 20.00 í íþróttir kvöld. Úti í Svíþjóö mæta hins vegar íslendingar tuttugu og eins árs og yngri sænskum- jafnöldr- um sínum f leik. Smáþjóðaleikunum í Lúxem- borg verður haldið áfram i dag. íslendingar hafa síðustu þrjú skipti unnið sameiginlega stiga- keppni og verður örugglega ekk- ert gefið eftir til að tryggja aö svo verði áfram en íslendingar hafa aldrei sent jafn fjölmennan hóp á Smáþjóðaleikana. _____________ I Skák Þessi staða er úr skák ensku stórmeist- aranna Murray Chandlers, sem hafði hvítt og átti leik, og Jonathans Levitt, á skákmóti í Bolton í Englandi fyrir skemmstu. Hvað leikur hvítur? 14. Rxd6 +! exd6 15. Rb5 BfSÞvingað. 16. Rxd6+ Bxd6 17. Dxd6 Kf7 18. Bxb7 Dxb7 19. Hxe5! Kjarni fléttunnar. Ef 19. - fxe5 20. Bxe5 og Hh8 fellur óbættur. 19. - g5 20. De6+ K£8 21. Hxg5! fxg5 22. Bd6 + Re7 23. Hel og svartur gafst upp. Lagleg sóknarlota. Jón L. Árnason Bridge í lok síðasta árs spiluðu kvennalandsliö Bretlands og Þýskalands óopinberan vin- áttuleik í sveitakeppni. Breska kvenna- landsliðið vann þann leik með töluverð- um mun, 63 impum í 64 spilum. í þessu á spili i leiknum misstu báðar sveitirnar ' af tækifæri til að skora og verður það að teljast nokkuð furðuleg niðurstaða. Sagn- . ir gengu þannig í opnum sal: * D76 V 754 ♦ 98 *■ ÁKG95 ♦ G3 V KDG9 ♦ G105 + 7643 * Á10984 V 10632 ♦ 6 + D82 ♦ K52 V Á8 ♦ ÁKD7432 + 10 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 14 Dobl ltt Pass 34 Pass 3 G p/h Breska konan í noröur gat vel passaö þriggja tígla sögn suðurs en fannst hún þurfa að reyna þriggja granda samning. Ef hún þurfti á annað borð að halda sögn- um gangandi hefði fjögurra tígla sögn sennilega verið eðlilegri. Austur hefði vel getað gefið samninginn með útspilinu en hún fann að spila út spaðaás! í upphafi og skipti síðan yfir í lauf í öðrum slag. Þannig tók vörnin 6 fyrstu slagina. Sagn- imar voru heldur einfaldari í hinu borð- inu því að eftir 3 pöss opnaði þýski spilar- inn á þremur gröndum. Engirrn hafði neitt við það aö athuga, útspilið var hins vegar auðveldara fyrir vestur og vömin var ekki i vandræðum með að taka 6 fyrstu slagina. Hvomgt landsliðanna þef- aði af hinum góða samningi, 5 tíglum. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.