Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Síða 8
8
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995
Vísnaþáttur
Steingrímur
Thorsteinsson
Steingrímur Thorsteinsson var
fæddur 19. maí 1831 á Arnarstapa
undir Jökli. Faöir hans var Bjami
amtmaður Thorsteinsson. Stein-
grímur ólst upp á Amarstapa þar
sem faðir hans gegndi embætti.
Naut hann í föðurhúsum kennslu
sem bjó hann undir inngöngu í
Lærðaskólann í Reykjavík. Settist
hann þar á skólabekk 1846 og lauk
prófi 1851. Steingrímur sigldi utan
til háskólanáms til Kaupmanna-
hafnar sumarið 1851. Hann las fyrst
lögfræði en hvarf svo frá því og hóf
í staðinn nám í latínu, grísku og
sögu og lauk kandídatsprófi í þeim
greinum 1863. Steingrímur bjó í
Höfn í nokkurn tíma eftir skólann
og sinnti þar kennslu, þýðingum
og starfaöi fyrir Árnanefnd. Stein-
grímur tók ekki við föstu embætti
fyrr en 1872 er hann fluttist alfar-
inn til íslands. Hann var fyrst und-
irkennari og seinna yfirkennari við
Lærðaskólann og rektor 1904.
Steingrímur var eitt ástsælasta
skáld sinnar tíðar og voru ljóð-
mæli hans þrívegis útgefin meðan
hann lifði sem var mikið á þeirrar
tíðar mælikvarða.
Heimsádeila, skop og háð vora
fyrirferðarmiklir póstar í vísna-
gerð Steingríms. Svo kveður hann
um álnavöru kaupmannsins:
Veit ei meira veltiþing
en vöruna yðar nýju:
Seljið mér af sannfæring
sex álnir og tíu.
í æfisögu Steingríms varpar
Hannes Pétursson fram þeirri til-
gátu að vísan „Kráka og svanur",
sem virðist vera ort á Hafnarárum
Steingríms, sé ort út af skammar-
greinum Gísla Brynjúifssonar um
Jón forseta Sigurðsson. Vísan
hljóðar svo:
Slettir kráka á svaninn saur,
sjálf er hún dökk sem áður.
Og hann, sem fyrmm, undir aur
alskær, mjallafjáður.
Þegar heiðursmerkjum og
skrautgripum var útbýtt eftir þjóð-
hátíðina 1874 gleymdist Sigurður
Guðmundsson málari eða að ekki
stóð til að veita honum viðurkenn-
ingu. Þá orti Steingrímur:
Annar fékk hin innri hnoss,
engum sóma skertur;
Hinn fékk dósir, djásn og kross.
og dó þó brennimerktur.
Sumir era mjög rag- og raup-
gjarnir og er fljótir að sjá hvemig
hlutimir ganga fyrir sig. Svo kvað
Steingrímur:
Lastaranum líkar ei neitt,
lætur hann ganga róginn;
Finni hann laufblað fölnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.
Vísan Oflof birtist í 2. útgáfu ljóð-
mæla Steingríms og var hún kveð-
in um Hannes Hafstein en eitthvað
var stirt þeirra í milli um tíma:
Með oflofi teygður á eyrunum var
hann,
svo öll við það sannindi rengdust,
en ekki um einn þumlung hann
vaxa þó vann,
það vom aðeins eyrun sem lengd-
ust.
Oft er maður að nöldra og kvarta
yfir því sem manni fmnst annarlegt
og miður réttlátt. Víst er að Stein-
grímur var ekki frekar en aðrir
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
sáttur að öllu leyti við veröldina.
Sem ungur maður tók hann til
dæmis þátt í uppreisn mikilli í
Lærðaskólanum, Pereatinu, svo að
eitthvað sé nefnt. Svo kveður Stein-
grímur um verölina:
Tíðum níðum veröld vér,
vægjum samt því tetri;
Hún er vond, en hluturinn er:
vér höfum ei aðra betri.
Hér er eitt heilræði Steingríms
er Ofsæmd nefnist. Þetta átti við
þá. En á þetta við nú þegar froða
glansblaðanna vellur yflr og æfi-
sögur miðaldra meöalmenna og
þaðan af minna koma út í stríðum
straumum og er að því góður róm-
ur gerður.
Ef að hlotnast ofsæmd þér,
af því vertu ei gleiður,
því illa brennir undan sér
ómaklegur heiður.
Hér í lokin eru tvær heilræða-
stökur meistara Steingríms:
Tækifærið gríptu greitt.
Giftu mun það skapa.
Járnið skaltu hamra heitt
aö hika er sama og tapa.
Göfugari væri mannkindin en
hún er ef hún færi eftir heilræði
þessu.
Sér til happs að hrella mann
hefnir sín með árum,
flý sem helið fögnuð þann
er fæst með annars támm.
Til sölu Sport-Craft bátur
með 146 ha. Volvo Penta inboard/outboard vél. Ýmis
aukabúnaður, m.a. Power trim, útvarp/segulband og tal-
stöð. Vagn fylgir. Bátur og vél í toppstandi. Lítið notað.
Verð tilboð. Ath. skipti á snjósleða eða góðum bH.
Uppl. í sima 552-6883 milli kl. 20 og 22.
Matgæðingur vikurinar
Falskt lasagna
- indverskur fiskur og skálaterta
„Mér finnst alveg rosalega gaman
að matseld og að prófa nýja rétti.
Ég hef svo gaman af því að kynna
mér uppskriftir að ég get legið inni
í rúmi með matreiðslubækur," seg-
ir Friðrika Björnsdóttir, húsfreyja
á Eskiflrði.
Friðrika býður upp á falskt la-
sagna, fisk að indverskum hætti og
skálatertu. Tvo síðastnefndu rétt-
ina fékk hún hjá vinkonu sinni í
Keflavík.
Falskt
lasagna
8 til 10 soðnar kartöflur
700 g hakk
olía
grískt hvítlaukskrydd
pastasósa, Napólí, með lauk og osti
lítil dós tómatþykkni meö hvítlauk
salt
pipar
season all
paprikuduft
4 dl vatn
Ostasósa:
50 g smjörlíki
4 til 5 msk. hveiti
6 dl mjólk
2 dl rifinn ostur
2 egg
100 g gráðostur
1 msk. paprikusmurostur
pastakrydd
salt
pipar
Eldfast mót smurt og gríska hvít-
laukskryddinu stráð í mótið. Kart-
öflumar skomar í sneiðar og lagð-
ar í mótið. Hakkið er léttsteikt úr
Friðrika Björnsdóttir.
DV-mynd Emil Thorarensen
olíu og kryddaö. Pastasósu og vatni
blandað saman við. Kjötsósunni er
hellt yfir kartöflurnar.
Smjörlíkið brætt og hveitið sett
saman við. Þynnt út með mjólk.
Ostur settur út í og látinn bráðna.
Eggin og kryddið em sett út í þegar
búið er að taka pottinn af hellunni.
Ostasósunni er hellt ofan á kjöt-
sósuna í forminu og parmesanosti
stráð yfir. Bakað í 20 mínútur í ofni
við 200 gráða hita. Borið fram með
brauði.
Fiskur að
indverskum
hætti
800 g ýsuflök
2 dl hveiti
1 til 1 1/2 dl mjólk
2 tsk. sterkt karrí
1 tsk. timjan
pipar
salt
2 msk. kókósmjöl
2 egg
Fiskurinn skorinn í litla bita. Öll-
um hinum efnunum er blandað
saman og fiskbitamir settir út í.
Þegar fiskurinn hefur verið smá-
stund í blöndunni er hann steiktur
í olíu á pönnu. Borið fram með
hrísgrjónum og ef til vill karrísósu.
Skálaterta
Svampbotn
1 heil dós jarðarber
1 poki súkkulaðispænir
4 eggjarauður
4 msk. sykur
1/2 dl sérrí
1 peh rjómi
Botninn er settur í skál. Bleyttur
með rúmlega helmningnum af saf-
anum úr dósinni. Jarðarberin sett
út á botninn og súkkulaðinu stráð
yfir. Eggjarauður og sykur þeytt
saman og blandað saman við þeytt-
an ijóma. Sérriinu blandað saman
við. Rjómablandan sett yfir botn-
inn. Má skreyta með rjóma og til
dæmis kivi.
Friðrika skorar á Guðnýju Ein-
arsdóttur, frænku sína á Eskifirði,
að verða næsti matgæðingur.
„Guðný er mikil matarkona og
verður öragglega með eitthvað
spennandi."
Eftir helgina má fá uppskriftina í
Símatorgi DV. Simanúmerið er
904-1700.
Hinhlidin
Geir Sveinsson
er minn maður
- segir Stefán Sandholt bakarameistari
Stefán Sandholt er formaður
Landssambands bakarameistara
en allt stefndi í að bakarar færu í
verkfall á mánudag. Reyndar stóð
verkfallið í sex klukkutíma en þá
var samið og bakarar skiluðu sín-
um brauðum og sætmeti til neyt-
endanna á mánudagsmorgninum
eins og veiyulega. Stefán Sandholt
starfar hjá bakaríunum G. Sand-
holt sem em bæði á Laugavegi og
í Hverafold. Það er bakarameistar-
inn sem sýnir hina hliðina að þessu
sinni:
Fullt nafn: Stefán Harald Sandholt.
Fæðingardagur og ár: 28-11-45.
Maki: Olga B. Magnúsdóttir.
Börn: Þau em þijú, Þórir, Ingibjörg
og Ásgeir.
Bifreið: Volvo 340 DL ’86.
Starf: Bakarameistari.
Laun: Þau eru 3,3% hærri en í síð-
ustu viku.
Áhugamál: Það em brauð, kökur,
útivera og íþróttir.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Nei, aldrei, því miður.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Vera til og leika mér með
bamabömunum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst leiðinlegast að
þurfa að segja starfsfólki mínu
sömu hlutina mörgum sinnum.
Stefán Harald Sandholt bakara-
meistari. DV-mynd S.
Uppáhaldsmatur: Pylsa með öllu.
Uppáhaldsdrykkur: Minnsta kókin
í glerflösku.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Geir Sveinsson er
minn maöur, að sjálfsögðu.
Uppáhaldstímarit: Ekkert.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan eiginkonuna?
Bo Derek.
Ertu hlynntur eða andvigur ríkis-
stjórninni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Þá persónu sem getur leist
deiluna í fyrrum Júgóslavíu.
Uppáhaidsleikari: Robert De Niro.
Uppáhaldsleikkona: Demi Moore.
Uppáhaldssöngvari: Cleo Lane og
Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Högni sjálfur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir.
Uppáhaldsveitingahús: Hótel Holt.
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax-
ness.
Hver útvarpsrásanna fmnst þér
best? Aðalstöðin.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Jónas
Jónasson.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Jafnt á báðar.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsskemmtistaður: Það fer
nú eftir aðstæðum hveiju sinni.
Uppáhaldsfélag i íþróttum: Valur -
að sjálfsögðu.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Já, að eiga meiri tíma
með eiginkonunni.
Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí-
inu? Ég hef ekki ákveðiö það ennþá.