Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Qupperneq 12
12
LAUGARDAGUR 3. JUNÍ 1995
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Chambar.
2. Mary Higgins Clark:
Remember Me.
3. Dean Koontz:
The Key to Midnight.
4. Sue Grafton:
,,K" Is for Killer,
5. Meave Binchy:
Circle of Fríends.
6. Nora Roberts:
Hidden Riches.
7. Anne Rice:
Cry to Heaven.
8. Dale Brown:
Storming Heaven.
9. Rosemary Rogers:
The Teaplanter's Bride.
10. T. Clancy & S. Piaczenik:
Tom Clancy's Op-Center.
11. Allan Folsom:
The Oay after Tomorrow.
12. Michael Críchton:
Congo.
13. Judith McNaught:
Until You.
14. E. Annie Proulx:
The Shipping News.
15. Carol Shlelds:
The Stone Diaries.
Rit almenns eðlis:
1. B.J. Eadie 8t C. Taylor:
Embraced by the Light.
2. Thomas Moore:
Care of the Soul.
3. Delany, Delany 8i Hearth:
Having Our Say.
4. Mary Pipher:
Reviving Ophelia.
5. Robert Fulghum:
Maybe (Maybe Not).
6. Thomas Moore:
Soul Mates.
7. M. Scott Peck:
Tho Road tess Travelled.
8. Sherwin 8. Nuiand:
How We Die.
9. Dannion Brinkley 8i Paul Perry:
Saved by the Light.
10. Karen Armstrong;
A History of God.
11. Jim Carroti:
The Basketball Diaries.
12. Elizabeth M. Thomas;
The Hidden Llfe of Dogs.
13. Bob Woodward:
The Agenda.
14. A. Toffler 8. H. Toffler:
Creating a New Civilization.
15. Nathan McCall:
Makes Me Wanna Holler.
(Byggt i New York Times Book Review)
Imynd ofar
veruleika?
Við lifum á tímum þar sem ímynd-
in virðist oft skipta öllu máli, en ekki
veruleikinn að baki hennar. Raun-
verulegum hiutum og atburðum er
vikið til hliðar. Þannig er verið að
snúa sögu tuttugustu aldarinnar til
baka; hinir öflugu mynd- og netmiðl-
ar sjónvarps, gervihnatta, tölva og
geisladiska eru að þurrka veruleik-
ann út og setja sýndarveruleika í
hans stað.
Eitthvað á þessa lund hljómar boð-
skapur franska félagsfræðingsins
Jean Baudrillard en hann hefur hlot-
ið mikið umtal og frægð hins síðari
ár fyrir bækur sínar og fyrirlestra
þar sem hann gagnrýnir yfirþyrm-
andi áhrif sjónvarpsins á samtímann
og veruieikaskyn manna. Lengst
gekk hann í þessa veru með þeirri
yfirlýsingu um ímynd og veruleika
hversdagsins að Persaflóastríðið hafi
aldrei gerst - nema á sjónvarpsstöð-
inni CNN!
Hefur móðgað marga
Bækur Baudriliards koma nú út í
fjölmörgum löndum. Sú nýjasta, sem
fjallar um ofangreind málefni, nefn-
ist The Dlusion of the End en þar
ræðir hann kunnar kenningar um
að sögunni sé lokið.
En hver er maðurinn? Jú, Baud-
rillard fæddist í Frakklandi árið 1929.
Foreldrar hans voru af bændafólki
komnir en störfuðu hjá hinu opin-
bera; Jean varð sá fyrsti í fjölskyld-
unni til að ganga menntaveginn.
Hann lagði stund á þýsk fræði og hóf
síðan kennslu í menntaskólum. Á
Jean Baudrillard: Persaflóastriðið
gerðist ekki - nema á skjánum hjá
CNN!
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
sjöunda áratugnum sneri hann
skyndilega við blaðinu og fór að læra
félagsfræði og sinna ritstörfum:
þýddi leikrit eftir Weiss og Brecht
úr þýsku og skrifaði greinar í Les
Temps Modemes en því tímariti var
ritstýrt af heimspekingnum Jean
Paul Sartre.
Baudrillard vakti mikla athygli sem
þjóðfélagsgagnrýnandi með nokkmm
bókum sem hann gaf út á frönsku á
árunum 1968 til 1973. Hann varö fljót-
lega vinsæll ræðumaður og ferðaðist
víða um lönd. Fyrir átta ámm hætti
hann að kenna og einbeitti sér að rit-
störfum og fyrirlestrum.
Þótt franskir fjölmiðlar leiti gjarn-
an álits hans á atburðum samtímans
er Baudrillard í litlum metum meðal
franskra fræöimanna. „Þótt ég hafi
ekki ætlað mér það þá hef ég móðgað
marga hópa, svo sem femínista og
fylgismenn Foucaults," segir hann í
nýlegu blaöaviðtah. Hinir síðar-
nefndu reiddust þegar hann sendi frá
sér bók sem nefnist á ensku Forget
Foucault og boðaði að hugmyndir
þessa franska fræðimanns, sem
margir hafa tekið í eins konar guða-
tölu, séu með öllu úreltar.
Að þurrka út söguna
í The Illusion of the End heldur
Baudrillard því fram að sagan sé síð-
ur en svo að taka enda; þvert á móti
sé verið að snúa ofan af henni, að
þurrka tuttugustu öldina úr minni
manna - jafnt kalda stríðið sem þær
þólitísku og hugmyndafræðilegu
byltingar sem einkenndu fyrri hluta
aldarinnar. „Það eru allir að hreinsa
til. Reynt er að losna við allar ein-
ræðisstjómimar fyrir slikk, helst
fyrir aldamótin," segir hann.
Hann gagnrýnir gildismat sam-
tímans harkalega:
„Atburðir hafa ekki lengur neitt
annað vægi en fyrirfram áætlaða
merkingu, forritunþeirra og útsend-
ingu,“ segir hann. I þessu samhengi
lýsti hann þvi einmitt yfir að Persa-
flóastríðið hefði aldrei gerst; það hafi
verið eins konar hermistríð á CNN
og öðrum sjónvarpsstöðvum heims-
ins.
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Tarry Pratchett:
Soul Music.
2. John Grisham:
The Chamber.
3. Allan Folsom;
The Day after Tomorrow.
4. Minette Walters:
The Scold's Bridle.
5. P.D. James:
Original Sin.
6. T. Clancy 8i S, Pieczenik:
Tom Clancy's Op-Centre.
7. Susan Howatch:
Absolute Truths.
8. Tom Willocks;
Green River Rising.
9. Sidney Sheldon:
Nothing Lasts Forever.
10. Dlck Francis:
Wild Horses.
Rit aimenns eðlis:
1. Stephen Hawking;
A Brief History of Time.
2. Julian Barnes:
Letters from London.
3. Jung Chang:
Wild Swans.
4. Christina Noble:
A Bridge across my Sorrows.
6. Penelope Lively:
Oleander,Jacaranda.
6. Andy McNab:
Bravo Two Zero.
7. Steven Pinker;
The Language Instinct.
8. Stella Tillyard:
Aristocrats.
9. Deborah Curtis:
Touching from a Distance.
10. Margaret Thatcher:
Tha Downing Street Years.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
1. Jan Guillou:
Ingen Mands land.
2. Jung Chang:
Vilde svaner.
3. Josteín Gaarder:
Sofies verden,
4. Kirsten Hammann:
Vera Winkelwir.
5. Fran2 Kafka:
Amerika.
6. Ib Michael:
Kejserfortællinger.
7. Ib Michael:
Den totvte rytter.
(Byggt á Politiken Spndag)
Vísindi
Vísindamenn leita að
varúlfinum í Mexíkó
Jack Nicholson lék nýlega bókaútgefanda sem breyttist skyndilega i var-
úlf. Hér er hárvöxturinn í andlltinu farinn að aukast.
Karríréttir
við blóðleysi
Blóöleysi af völdum járnskorts
er eitthvert algengasta næringar-
vandamál í heimi hér og læknar
eru sífellt aö ráðleggja sjúkling-
um sínum að boröa jámríka
fæðu, svo sem lifur og spínat.
Breskir læknar viö matvæla-
rannsóknarstöð í Norwich hafa
nú komist aö því að sterkir ind-
verskir karríréttir, sem eldaðir
eru í hefðbundnum járnpottum,
eru mjög jámauðugir.
„Notkun potta og panna úr
steypujámi hefur aukiö magn
jáms í fæðunni,“ segja vísirida-
mennimir i grein i breska lækna-
blaðinu.
f leit að reiki-
stjörnum
Stjömufræðingum hefur ekki
enn tekist að koma auga á reiki-
stjömur í öðrum sólkerfum og
þvi eru hugmyndir um .tilvist
slíkra stjama aðeins fræöilegar.
Nýjar gerðir öflugra stjömusjón-
auka geta bins vegar gert fræði-
mönnum kleift aö koma auga á
fjarlægar reikistjömur.
Adam Burrows og félagar hans
við háskólann í Arizona segja að
þeir sem ætli sér aö reyna að sjá
þvílíkar stjömur eigi að leita að
reikisljömum sem eru svipaöar
Júpíter, nema stærri og yngri.
„Risaplánetur með meiri massa
en Júpíter og yngri en um míllj-
arður ára eru bestu takmörkin
og það ættí aö vera hægt að sjá
þaer með sjónaukum sem veríö
er að smíða nú,“ segja vísinda-
mennirnir.
Þær eru ófáar kvikmyndimar sem
gerðar hafa verið um varúlfa, óláns-
menn sem á.fullu tungli umbreytast
1 kafloðnar og morðóðar skepnur
næturlangt en vakna svo upp sem
Jói Jóns í næsta húsi að morgni;
ósköp venjulegir íjölskyldufeður.
En varúlfamir eru ekki bara
bundnir við þjóðsögumar einar, þ.e.
hiö líkamlega útíit. Svona loðnir
menn og konur eru til og hafa lengi
verið til sýnis í fjölleikahúsum og
farandsýningum á furöuverum.
Vísindamenn láta málið líka til sín
taka og þeir ku ekki vera langt frá
því aö finna „varúlfa-genið" sem
veldur öllum þessum óeðlilega hár-
vextí. Einn þessara vísindamanna er
Pragna Patel, taugaiæknir viö Bayl-
or-læknaskólann í Houston í Texas.
Hún og nokkrir starfsbræður hennar
í Bandaríkjunum og Mexíkó eru á
fullri ferð aö leita að geni þessu og
hafa einskorðað leitina núna viö
mexíkóska fjölskyldu þar sem fimm
ættliöir hafa þjáöst af varúlfaveik-
inni, ef kalla má þetta svo.
Karlamir sem þjást af sjúkdómin-
um eru kafloðnir i framan og á efri
hluta búksins en konumar hafa aftur
á móti nokkra þykka hárbrúska hér
og þar á hörundinu.
Patel vill ekki kalla sjúkdóminn
„varúlfsheilkenni", eins og gert er í
tilkynningu frá vísindaritinu Nature
Genetics þar sem grein hennar og
félaga hennar birtist. Hún segir hins
vegar að með þekkingu á geninu geti
vísindamenn aukið þekkingu sína á
erfðafræði hárvaxtar mönnum og
aíbrigðileika í þeim efnum. Hún seg-
ir aö þetta ákveðna afbrigði kunni
ef til vill að einskorðast við þessa
einu fjölskyldu frá Mexíkó.
Rannsókn Patel og félaga varpar
einnig ljósi á „áavísi“ þar sem ein-
kenni eins og mikill hárvöxtur, sem
virtist hafa dáið út meðal manna fyr-
ir þúsundum ára, birtast skyndilega
aftur án þess að nokkur skýring finn-
ist.
í annarri grein í tímaritinu Nature
Genetics kemur fram aö áavísi minni
okkur á aö erfðaeinkenni týnist ekki
í þróunarsögunni heldur liggi í dvala
eða, eins og Brian Hall, höfundur
greinarinnar, segir, þá þýðir það t.d.
að hæfileiki mannskepnunnar til að
láta sér vaxa hala sé ekki endilega
glataður að eilífu þótt við búum ekki
yfir honum þessa stundina.
Framhjá-
hald og
kynþokki
Sænskir dýrafræðingar við
Uppsalaháskóla segja að fram-
hjáhald hjálpi karlfuglum sumra
tegunda vtð að viðhalda kyn-
þokkanum,
Karlfuglar hafa ýmislegt skraut
á sér til aö ganga í augun á kven-
fuglunum, svo sem litríkar fjaðr-
ir, myndarlegt stél eða stóran
hvitan blett á enninu, eins og
grípukarlinn. Það er ekki auðveit
að vera svona sexi því allt skraut-
ið iaðar að alls konar ránfugla
eða þá að fuglamir þurfa að
borða mikiö til að viðhalda því.
Sviamir komust að þvi að þeir
karlfuglar sem áttu unga með
fleirum en eigínkonunni reynd-
ust vera með stærri blett árið eft-
ir þar sem þeir þurftu ekki að
reyta af sér jafn mikið af íjöðrum
viö hreiðurgerðina.
Sólbekkir
slæmir
Sólbekkir geta hugsanlega
valdið krabbameini en þeir era
áreiðanlega hrukkuvaldandi,
segja breskir læknar sem vara
fóik við að vera of mikið í sólinni.
Húðkrabbatilfeilum hefur Qölg-
að mjög i Evrópu hin siöari ár
og era fómarlömbin öll hin sömu:
fólk með ijósa húð.
Umsjón
Guðlaugur Bergmundsson