Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Side 14
14
LAUGARDAGUR 3. JÚNl 1995
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700
FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270
Stafræn útgáfa: Heimaslöa: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritstj@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is
AKUREYRI: Strandgata 25, slmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk.
Gott á neytendur
Svo virðist sem fullorðið fólk í ábyrgðarstöðum í þjóð-
félaginu hafi ímyndað sér, að GATT-frumvarp ríkis-
stjómarinnar mundi leiða til innflutnings á erlendri bú-
vöm á 30% hærra verði en innlend búvara. Þetta fólk
hefur nú reiknað dæmið betur og segist hafa verið blekkt.
Þeir, sem reyndari em, vissu alltaf, að aldrei stóð til
að leyfa innflutning. Frumvarpssmiðir höfðu það verk-
efni að búa svo um hnútana, að enginn kostur væri á
innflutningi erlendrar búvöm, jafnvel þótt það jafiigilti
mörg hundmð prósent tolli og allt upp i 1400% toll.
Markmið frumvarpsins var að fulinægja formsatrið-
um, en ekki efnisatriðum í samkomulagi, sem ísland
haföi samþykkt í fjölþjóðlegu viðskiptasamstarfi á vegum
GATT. Markmið frumvarpsins er lögfræðileg aðferð við
aó leyfa innflutning búvöra án þess að leyfa hann.
Að baki framvarpsins em stóm framsóknarflokkamir
tveir. Þeir hafa báðir jafhan sýnt, að þeir fyrirlíta neyt-
endur og taka jafnan 100% afstöðu gegn þeim. Þetta er
ósköp eðlilegt, því að þetta gera neytendur sjálfir, sem
hafa áratugum saman fúslega látið hafa sig að fífli.
Hátt matarverð á íslandi er ekki efnahagslegur vandi,
heldur pólitískur. Kjósendur styðja jafnan mest og bezt
þá flokka, sem líklegastir em til að halda matarverði í
landinu sem hæstu. Þetta gera þeir, þótt það kosti hverja
fjögurra manna Qölskyldu 320.000 krónur á hverju ári.
Allir kjósendur em líka neytendur. En kjósendur líta
ekki á hagsmuni neytenda sem mikilvægan þátt í hags-
munum sínum. Margir þeirra vilja, að hagsmunir neyt-
enda séu teknir fram yfir sérhagsmuni, en sá vilji er
ekki svo ákveðinn, að hann ráði pólitískri afstöðu.
Ef kjósendur greiddu atkvæði sem neytendur, mundu
þeir rústa gamla flokkakerfið. En það gera þeir ekki.
Þótt boðið yrði upp á sérstakan stjómmálaflokk neyt-
enda, styddu þeir hann ekki. Þeir styðja ekki heldur
Alþýðuflokkinn, því að allir vita, að hann svíkur.
TÍl vamar hagsmunum neytenda em samtök sérvit-
urra neytenda og örfáir kaupmenn, sem hafa hagnazt á
að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Þessir aðilar
hafa hátt um þessar mundir, af því að ríkisstjómin er
greinilega að fara í kringum anda GATT-samningsins.
Nöldrið er tekið upp í Ijölmiðlum, þar sem það rís og
hnígur. Hljómgrunnur í þjóðfélaginu er nánast enginn.
Kjósendur vilja láta nauðga sér sem neytendur eins og
þeir hafa jafiian látið gera. Þeir vilja leyfa helztu stjóm-
málaöflum landsins að traðka á sér á hefðbundinn hátt.
íslendingar hafa margsinnis séð lotur í umræðum og
deilum um mikilvægi hagsmuna neytenda annars vegar
og landbúnaðarins sem kerfis hins vegar. Jafnan hefur
niðurstaðan orðið sú, að hagsmunir neytenda verða 100%
að víkja fyrir hagsmunum landbúnaðarkerfisins.
Núna stendur ein slík lota. Að henni lokinni mun
kerfið halda áfram sinn vanagang af algem tillitsleysi
við hagsmuni neytenda. Við þvi er ekkert að segja. Þjóð-
in vill hafa þetta svona. Hún er meira en fús til að borga
herkostnaðinn af yfirgangi landbúnaðarkerfisins.
Reikningsdæmi GATT-finmvarpsins liggja á borðinu,
alveg eins og önnur reikningsdæmi landbúnaðarins.
Samanlagt segja þessi dæmi, að hver fjögurra manna fiöl-
skylda í landinu verður að greiða 320.000 krónur á ári
til að halda uppi vonlausu batteríi landbúnaðar.
Fólk vill þjást í þágu landbúnaðarkerfisins. Það er
kjami málsins. Þess vegna er framvarp ríkisstjómarinn-
ar ofur eðlilegt. Það er raunar gott á neytendur.
Jónas Kristjánsson
Óyndisúrræði
ein eftir í Bosníu
Balkanskaginn er ekki viröi
beina eins skotliða frá Pommem,
sagði Otto von Bismarck til rök-
stuðnings því að Þýskaland bland-
aði sér ekki í erjur þar um slóðir.
Samt varð sú raunin að skot í
Sarajevo 1914 uröu upphafið að
hildarleiknum sem lauk með hruni
þýska keisaraveldisins, sem jámk-
anslarinn hafði beitt allri sinni læ-
vísi til að mynda, auk „blóðs og
jáms“ sem hann stærði sig af opin-
skátt.
Enn hefur glámskyggni forustu-
manna ríkja Vestur-Evrópu á þýð-
ingu atburða á Balkanskaga leitt
þá í ógöngur. Fyrir þrem árum
hefði mátt stöðva uppgang serb-
neskrar hernaðarstefnu með því
að eyða af sjó serbnesku fallbyssu-
virkjunum sem skutu á miðalda-
perluna Dubrovnik og úr lofti þeim
sem lögðu barokkborgina í Vuko-
var í rúst.
Nú fallast Sameinuðu þjóðunum,
NATÓ og öllum herveldum Vestur-
landa hendur þegar Bosníu-Serbar
svara loftárásum flugvéla NATÓ á
vopnabúr sín með því að taka frið-
argæsluliða SÞ í Bosníu, flesta frá
Bretlandi og Frakklandi, í gíslingu
hundruðum saman.
Ráðamenn hafa að vísu stór orð
um að öllum ráðum verði beitt til
að frelsa gíslana úr haldi skilmála-
laust. Clinton Bandaríkjaforseti
hefur meira aö segja við orð að
máske láti hann bandarískan liðs-
afla taka tímabundinn þátt í að
styrkja stöðu gæsluliðs SÞ í Bosníu.
En aðgerðir láta á sér standa.
Það sem gerst hefur síöan Bos-
níu-Serbar buðu SÞ byrginn og
raunhæfa þýðingu getm- haft er að
aukinn Uðsaíli og flotastyrkur hef-
ur verið sendur á vettvang. Munar
þar mest um flugvélaskip frá
Bandaríkjunum og Frédddandi sem
komin eru eða að koma á Adríahaf
ásamt fylgiskipum. Með banda-
rísku flotadeiltflnni eru 2000 land-
gönguliðar með vopnabúnað sinn
og hliðstæð liðssveit með þeirri
frönsku en franska stjómin heldur
leyndu hver liðsstyrkurinn er.
Ásamt 6000 manna Uði sem
breska stjómin hefur ákveðið að
skuU tiltækt tfl aðgerða 1 Bosníu
eru þetta allt bardagasveitir með
fuUan vopnabúnað dl skyndiað-
gerða, ekki léttvopnaö gæsluUð.
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
Hreyfanleiki manna og vopna
byggist á flutningaþyrlum og
vemdarflug kæmi frá móðurskip-
unum fyrir ströndinni.
Heyrst hefur að undirbúnings-
sveitir Breta séu þegar komnar til
Króatíu, ef ekki Bosníu. En flutn-
ingar sem einhverju geta breytt
taka tima. Þar að auki er með öUu
ósýnt að ríkisstjómimar, sem hlut
eiga að máli, hafi komið sér saman
um hvað Uðsaukinn eigi að taka sér
fyrir hendur og í hverju skyni.
Friðargæsluliðið í Bosníu er þar
í umboði Öryggisráðs SÞ og undir
yfirstjóm alþjóðastofnunarinnar.
Nú hefur Butros Butros GhaU, að-
alritari SÞ, sent Óryggisráðinu
skýrslu þar sem hann lýsir yfir aö
staða gæsluUðsins sé óþolandi eftir
síðustu atburði. í stað þess að kalla
það brott leggur hann til að fjöl-
þjóðaUð verði sent á vettvang undir
yfirstjóm þeirra ríkja sem leggja
því mannafla.
þetta virðist fara nærri áformum
Frakklandsstjómar sem hefur látið
að því Uggja að bardagasveitir eigi
að koma til og skakka leikinn í
Bosníu að vissu marki, í upphafi
með því að ijúfa umsátur Serba um
Sarajevo með því að tryggja sam-
gönguleið milli borgarinnar og
strandar og gera flugvölUnn ömgg-
an fyrir skothríð Serba.
Breska stjómin virðist hins vegar
hallast að því að bardagasveitun-
um skuU beita tfl að endurskipu-
leggja friðargæslusveitirnar og
þjappa þeim saman svo þær verði
ekki eins berskjaldaðar og nú fyrir
þeim sem ekki virða friðhelgi
þeirra. Ádráttur Bandaríkjaforseta
um Uðsinni í Bosníu seint og um
síðir virðist miðast við aðgerðir til
að koma þessu breska áformi í
ffamkvæmd.
Um þær mundir sem þetta er rit-
að er að hefjast fundur Öryggis-
ráðsins um skýrslu aðalritara.
Ekki er búist við neinum ákvörð-
unum sem máh skipta úr þeirri átt
á næstunni. Meginástæðan er
hversu afstaða ríkisstjómanna
sem úrsUtaatkvæði hafa er enn um
margt óljós og hikandi.
Eina aðgeröin sem breytt gæti
stöðu mála á svipstundu væri aö
handsama Radovan Karadzic, for-
ingja Bosníu-Serba, Ratko Mladic
yfirhershöfðingja þeirra og helst
nokkra aðstoðarmenn í viðbót.
Bæði Bretar og Frakkar hafa tfl
umráða víkingasveitir sem sýnt
hafa að þær láta sér ekki allt fyrir
brjósti brenna.
En þær yrðu að njóta leiðbein-
inga njósnara á staðnum þar sem
leggja á tfl atlögu. Þar að auki fylg-
ir slíku áhlaupi mikfl áhætta, eins
og Bandaríkjamenn reyndu þegar
frelsun gíslanna i sendiráöi þeirra
í Teheran mistókst hrapaflega.
Sænskur hermaður f gæslullfil SÞ vlð borglna Tuzla, yfirlýst griðasvæði SÞ, fylgist með árásum Serba sem
skjóta á borgina. Simamynd Reuter
Skoöanir aimarra
Verkfall er undantekning
„Það heyrir til undantekninga að lykilhópar í þjóö-
félaginu efni til verkfalls vegna kröfu um hærri laun.
Þegar það gerist, eins og nú, er ekki einasta verið
að lýsa á kröftugan hátt yfir vonbrigöum með aö
atvinnurekendur hafi hafhað peningakröfunni.
VerkfaU starfsmanna ríkis og bæja endurspeglar
einnig djúpstæða óánægju og reiði með það sem
verkfallsmenn telja slæma og hrokafulla meðferð í
langan tíma og í mörgum kjarasamningum."
Úr forustugrein Arbeiderbladet 1. júní.
Ráðuneyti lögð niður
„Það er til merkis um hvemig póUtískt andrúms-
loft í Bandaríkjunum hefur breyst að nú er ekki í
tísku að búa til ný ráðuneyti heldur að leggja þau
niöur. Fjárlagatfllögumar sem fulltrúadeildin er að
skoða fela meðal annars í sér tillögur um að leggja
niður ráðuneyti viðskipta, menntimar og orkumála.
Tillögumar sem öldungadeildin ræðir em mildari,
að minnsta kosti nú. Þar er aöeins gert ráö fyrir að
viðskiptaráðuneytið verði lagt niöur.“
Úr forustugrein Washington Post 31. maí.
Vandi á höndum
„Mikil ógn vofir yfir sjúkrahúsum okkar. Reiðir
hj úkrunarfræðingar, sem finnst aö mánaðarlangt
löglegt verkfall til aö krefjast hærri launa hafi verið
til einskis, áforma að vinna samkvæmt reglunum.
Það þýðir að ellefu klukkustunda vinnutímareglunni
verður framfylgt, frídögum verður ekki aflýst og
enginn sveigjanleiki verður í daglegu statfi á sjúkra-
húsunum. Arangurinn verður örugglega sá aö bið-
Ustar lengjast enn og lengdust þeir þó mikið á meðan
á verkfallinu stóð.“
Úr forustugrein Politiken 30. maí.