Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 22
22 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 Sérstæð sakamál Silfurbrúðkaupið stóð fyrir dyrum Tony og Noeleen Hendley voru farin að búa sig undir að halda upp á siifurbrúökaupið. Noeleen, sem var fjörutíu og fimm ára, var á hin- um erfiða breytingaaldri. Þau hjón höfðu lifað frekar venjubundnu lífi, allt síðan jjau hittust fyrst í Dyflinni á Irlandi. Þau gengu í hjónaband 1967 og bjuggu nú í Derby á Englandi. Fátt viðburða- ríkt hafði á daga þeirra drifið. En nú urðu þáttaskil. Þeir atburðir gerðust sem ekki varð séð fyrir endann á. Þaö hófst með því að sonur þeirra hjóna varð ástfang- inn. Það var snemma árs 1991. Nýr heimilisvinur Kynni sonarins og ungu stúlk- unnar leiddu til þess aö faðir henn- ar, Terry Mclntosh, fór í heimsókn til Hendley-fjölskyldunnar. Þar var rætt um framtíð unga fólksins og loks var ákveðið aö brúðkaupið yrði haldið í júní. En áður en unga fólkið var gefið saman var Terry farinn að halda við Noeleen og það nánast fyrir augunum á Tony og syni þeirra. Þeir urðu hins vegar einskis varir. Eftir nokkurn tíma fór Terry þess á leit við Noeleen að hún fengi skilnað frá manni sínum. Hún upp- lýsti þá að hún væri kaþólsk og því kæmi skilnaður ekki til greina. Þau yrðu að halda áfram að hittast á laun. Var ekki að sjá að Noeleen teldi framhjáhaldið ganga gegn trúnni og reyndar kom bráðlega í ljós að hún þóttist geta leyft sér flest annað en að skilja. Á einu stefnumótinu með Terry kom skilnaðurinn aftur til um- ræðu. Enn á ný lýsti Noeleen því yfir að hann kæmi ekki til greina. Ónnur lausn kom hins vegar til umræðu. Áætlunin Þegar Terry spurði hvað hún hefði í huga sagði hún að eina leið- in væri að ryðja Tony, manni henn- ar, úr vegi. Þau hjú tóku nú að ræða hvemig koma mætti því í verk. Lausnin lét ekki á sér standa. Þau myndu ráöa til verksins leigu- morðingja. Noeleen bauðst til að borga honum því þau Tony ættu sameiginlegan bankareikning og gæti hún tekið fé út af honum. Hún var því í raun að leggja til að Tony borgaði sjálfur fyrir að láta ráða sig af dögum. Eftir nokkra umræðu ákváðu þau Terry og Noeleen að láta til skarar skríða 1. nóvember 1991 en þá var komið fast að silfurbrúð- kaupi þeirra Noeleen og Terrys. Þennan dag bauð Terry Tony „vini sínum“ upp á einn lítinn á krá. Meöan þeir Terry og Tony sátu á kránni kom maður í heimsókn til Noeleen. Það var fjörutíu og eins árs vélvirki, Paul Buxton. Hafði Terry samið við hann um að myrða Tony og skyldi Paul fá jafnvirði fjögur hundruð þúsund króna eftir morðið en fjórfalda þá upphæð nokkru síðar. Noeleen hafði fyrri greiðsluna tilbúna þegar Paul kom. Gengið til verks Paul Buxton fylgdi Noeleen upp á efri hæð hússins þar sem hún vísaði honum inn í herbergi. Þar skyldi hann bíða þar til Tony kæmi heim. Paul Buxton var með kylfu Noeleen Hendley. Tony Hendley. Terry Mclntosh með sér en hugmyndin var að hann gengi frá Tony með henni. Tony kom heim um miðnætur- leytið eftir að hafa setið að sumbh með Terry. Hann hélt rakleiðis upp á efri hæðina en Noeleen var niðri í eldhúsinu. Þar hugðist hún bíða úrslitanna. Þegar Tony var á svefn- herbergisganginum stökk Paul Buxton skyndilega fram með kylfu í hendinni og réðst á hann. Tony var vel kenndur en reyndi engu að síður að verjast. En Paul Buxton lét engan bilbug á sér finna og barði Tony hvað eftir annað uns andhtið á honum var allt orðið afmyndað. Hann var þó enn með meðvitund og starði ákaft á manninn sem var að reyna að drepa hann. Greiðslan Noeleen gat nú ekki beðið lengur í eldhúsinu og kom upp á efri hæð- ina tíl að sjá hvemig mál stæðu. Hún horfði skelfd á mann sinn þar sem hann lá deyjandi á gólfinu. Hún hafði ekki átt von á að hann yrði svona hla leikinn. Tony sá nú að kona hans þekkti árásarmann- inn og leit ekki af þeim. Leigumorðinginn fékk fyrri greiðsluna og samkvæmt sam- komulagi gaf hann Noeleen einn á’ann en það átti aö sýna að um innbrotsþjóf hefði verið að ræða, sem hefði ekki hlíft henni frekar en eiginmanninum, þótt hún slyppi betur. Paul Buxton hvarf út í nóttina um bakdymar. Noeleen beið í fimm mínútur eða svo en hringdi síðan á lögregluna. Jafnframt gerði hún nágrönnum grein fyrir árásinni. Þegar lögreglan kom á vettvang sagði hún frá óþekktum innbrots- þjófi og ofbeldismanni. Tony var í skyndi fluttur á sjúkrahús en þar andaðist hann án þess að geta sagt frá því sem hann hafði séð th konu sinnar og árásarmannsins. Mistökin Noeleen sagði rannsóknarlög- reglumönnunum sömu söguna og hún sagði lögregluþjónunum sem fyrstir komu á vettvang. Síðan kom hún fram í sjónvarpi þar sem hún fór þess á leit við þá sem kynnu aö þekkja th morðingja manns síns að þeir segðu th hans. Paul Buxton. Myndin af Noeleen með húðflúr á iærinu. Alhangur tími leið nú án þess að rannsóknarlögreglan yrði nokkurs vísari. Munaði htlu að máhð yrði lagt th hliöar en það hefði táknaö að brátt kæmi að því að rannsókn þess yrði hætt. Þá gerðist hins veg- ar dálítið því þau þrjú sem að morð- inu höfðu staðið höfðu látið sér verða á mistök. Þótt undarlegt megi virðast var það sonur Tonys Hendleys, tengda- sonur Terrys Mclntosh, sem kom með fyrstu vísbendinguna. Hann fann heima hjá tengdaföður sínum ljósmynd af móður sinni. Hún var klúr, syninum th mikillar undrun- ar. Á myndinni sást langt upp eftir læri Noeleen og í húðflúr sem son- urinn hafði aldrei vitað um. Hvað var þessi mynd að gera í setustofu tengdaföðurins? Hann sagði móöur sinni ekki frá því að hann hefði fundið myndina en eftir að hafa hugsað sig lengi um ákvað hann að fara th Peters Hall fuhtrúa sem fór með rannsókn morðsins á föður hans. Grunsemdir styrkjast Hall hafði aldrei veriö ánægður með þær skýringar sem Noeleen hafði gefið á morði manns síns. Hann hafði hins vegar engar vís- bendingar fundið sem neinu máli skiptu. Myndin gat aftur veriö mik- ilvægt gagn í máhnu og hann tók við henni með þökkum. Jafnframt bað hann um að fá að vita nákvæm- lega hvar og hvenær myndin hefði fundist og urðu þær upplýsingar til þess aö rannsókn málsins hófst á ný af krafti. Peter Hall yfirheyrði nú Terry Mclntosh. Hann gaf, eftir nokkurt hik, þá skýringu að myndin hefði verið tekin í boði nokkru áður. Hann neitaði því hins vegar að vera annað en góður vinur frú Noeleen Hendley, enda væri hann tengda- faðir sonar hennar. Og hann vísaði því algerlega á bug að hann vissi nokkuð um morðið á Tony Hend- ley. Benti hann á að hann hefði verið heima hjá sér þegar Tony var myrtur. Hann sagðist hafa verið á krá með honum fyrr um kvöldið en farið heim fyrir lokunartíma. Vísaði hann á ýmis vitni því til staðfestingar. Símtöl Næsta visbending sem Peter Hall fann kom frá símafélaginu. Skrá þess sýndi að oft hafði verið hringt frá heimili Hendley-hjóna til Pauls Buxton fyrir morðið. Var nokkurn veginn víst að það hafði veriö No- eleen sem hringdi í hann því sím- töhn höfðu farið fram á þeim tíma dags þegar Tony var í vinnunni. Noeleen neitaði því hins vegar staðfastlega að þekkja nokkuö til Pauls Buxton. Það reyndist ekki erfitt fyrir Pet- er Hall að sýna fram á að Noeleen Hendley og Terry Mclntosh þekkt- ust vel og höfðu víða farið saman. Hann fór með myndir af þeim á margar krár og mótel og könnuð- ust ýmsir við að hafa séð þau og leigt þeim herbergi. Voru vitnis- burðir þessa fólks vandlega skráðir svo nota mætti þá gegn hjúunum þegar þau yrðu ákærð. Játningin Það var Paul Buxton, leigumorð- inginn, sem gerði Peter Hall og fé- lögum hans loks kleift að leysa málið endanlega. Þeir tóku Paul til yfirheyrslu og þar kom að hann brotnaði saman og játaði allt. Það sem gerði honum ljóst að hann kæmist ekki hjá því að segja sann- leikann var að hægt var að sýna fram á að hann hefði skyndilega eignast jafnvirði fiögur hundruð þúsund króna en hann gat enga skýringu gefið á því hvaðan féð var komið. Þegar Paul Buxton hafði játað að hafa orðið Tony Hendley að bana skýrði hann frá þætti þeirra Noele- en og Terrys. Þau höfðu haldið að þau hefðu skipulagt hið fullkomna morð en nú kom annað á daginn. Héraðsréttur í Nottingham dæmdi þau þijú, Paul Buxton, Terry Mclntosh og Noeleen Hend- ley, í ævilangt fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.