Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 24
24 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995 I ( Í i i i i i I i i 4 I Eftirlýstur þýskur „tugmilljónaþjófur'' handtekinn á f slandi fýrir 17 árum: Kom til íslands í leit að friði og ró - rændi tvo peningaflutningabíla í Þýskalandi og var framseldur Á þriðjudag var greint frá því í DV að breski bankaræninginn Jeffrey Force sæti á Litla-Hrauni fyrir íikni- efnasmygl hingað til lands á seinasta ári. Ástæða þess að fyrst nýlega komst upp um Force er sú að hann villti á sér heimildir með því að breyta nafni sínu. Árið 1977 átti svip- aður atburður sér stað hér landi þeg- ar þýskur „tugmilljónaþjófur", sem hafði rænt banka og peningaflutn- ingabíla og strokið frá eigin réttar- höldum, var handtekinn hér á landi. í vandræðum meö peningana Dagblaðið, DB, greindi frá því þriðjudaginn 2. ágúst að tveir ungir íslenskir piltar hefðu komið á lög- reglustööina viö Hverfisgötu og greint frá því að ölvaður Bandaríkja- maður hefði gefið sig á tal við þá fyr- ir utan Glæsibæ. Hann heföi verið með mikiö af peningum á sér og „var hreinlega í vandræðum með seðlana og var á víxl að troða þeim í buxna- strenginn eða buxnavasana þegar hann gaf sig á tal við þá.“ í kjölfarið handtóku lögreglumenn úr lögregl- unni í Reykjavík Bandaríkjamann- inn sem var á bíl ásamt Þjóðverja sem ók bílnum. Seinna kom í ljós að Þjóðverjinn var eftirlýstur fyrir stórglæpi í heimalandi sínu sem Ludwig Lug- meier og haföi hann komiö hingað til lands fyrr á árinu, 2. mars, á fólsku norður-írsku vegabréfi undir nafn- inu John M. Waller. Við handtökuna reyndist Lugmeier vera með um 25 milljónir króna á sér, mest í v-þýsk- um mörkum. Fé hafði verið sett hon- um til höfuðs og fengu íslensku pilt- arnir tveir samtals 2,4 milljónir í verðlaun fyrir aö upplýsingar þeirra leiddu til handtöku hans. Fangaveróir teknir í gíslingu Mikil blaðaumfjöllun fylgdi í kjöl- far handtöku Lugmeier. Daglega í um vikutíma mátti lesa um feril hans og framgang rannsóknarinnar. Föstudaginn 5. ágúst fjallaði DB ítar- lega um sakaferil Lugmeiers. Þar kom fram að fyrsti stórglæpur hans hefði verið rán á peningaflutninga- bifreið í Munchén sem hann framdi í félagi við annan mann, Gerhard Linden, í desember 1972. Þá var Lug- meier einungis 23 ára. Ránið vakti mikla athygli í v-þýskum fjölmiðlum. Tæplega ári seinna komst Lugmeier aftur á forsíður v-þýskra blaöa þegar hann réðst á peningaflutngingabif- reið Dresdner bankans í Frankfurt. Það rán framdi hann einnig í félagi við Linden og höfðu þeir um 2 millj- ónir þýskra marka upp úr krafsinu. Á gengi þess tíma nam það 170 millj- ónum íslenskra króna. Til viðmiðun- ar var mánaðarkaup hafnarverka- manns um 100 þúsund íslenskar krónur. Lugmeier og Linden komust undan með fenginn en náðust hálfu ári seinna í Mexíkó eftir að sá fyrmefndi sendi unnustu sinni í Þýskalandi póstkort. Þeir voru framseldir til Þýskalands þar sem réttarhöld yfir þeim drógust á langinn. Lugmeier tókst á ævintýralegan hátt að sleppa nú, enda sagði hann Lugmeier hafa sagt við sig: „Þú hefur sigrað". Sagði hann þýska stórþjófinn gerbreyttan mann frá því hann kom honum í fangelsi árið 1974. Þá hafi hann verið fullur haturs í garð yfirvalda „en nú væri hann niðurbrotinn maður, þreyttur á hinum stöðuga flótta og tæki það ekki svo nærri sér að fara nú í fangelsið sem biði hans í Frank- furt.“ Dómur hafði verið kveðinn upp yfir Lugmeier að honum fjar- stöddum í Þýskalandi og hlaut hann 12 ára fangelsisdóm. Hef ekki séð hann enn Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, var rannsóknarlög- reglumaður á þessum tíma. Hann segir málið eftirminnilegt í ljósi þess um hve mikla peninga hafi verið að ræða. „Þetta var afskaplega ljúfur og elskulegur ungur maður. Hann tal- aði mikið um hve honum liöi vel í návist íslenskra lögreglumanna sem honum þóttu mannlegri en hann hafði áður kynnst. Eitt af skammar- strikunum, sem maður gerði í lögg- unni, ef skammarstrik máetti kalla er að við sendum Lugmeier rjómat- ertu á afmælisdaginn hans en hann átti einmitt afmæh á meðan hann sat hér í gæsluvarðhaldi. Fjölmiðlar fréttu af þessu og spurðu yfirmenn fangelsisins af þessu seinna en þeir harðneituðu þessu,“ segir Pálmi. Nokkrum árum eftir að Lugmeier var sendur úr landi sendi hann svo Pálma póstkort og þakkaði góð kynni. „Mér þótti þetta vera merki þess að hann hefði kunnað að meta þessa dvöl héma. Hann lét þess getið að ísland væri staður sem hann vildi búa á en væri því miöur vant við látinn næstu árin en ég hef ekki séð hann enn hins vegar,“ segir Pálmi. Ætlaði að nema indversku íslensk yfirvöld ákváöu að fram- selja Lugmeier, eða „gullfuglinn" eins og blaðamaður DB kallaði hann í myndatexta, sem fór úr landi í fylgd ívars Hannessonar rannsóknarlög- reglumanns. Yfirgaf hann ísland í jámum með áætlunarflugi Flugleiða en einnig voru í vélinni lögreglu- mennirnir þýsku. Þá var einnig í vélinni Ragnar Th. Sigurðsson, ljós- myndari DB, og í þetta skiptið blaða- maður líka því hann tók viðtal viö Lugmeier í flugvélinni á leiðinni út. í viðtali Ragnars sagðist Ludwig Lugmeier ætla að nema indversku í fangelsinu. Það kæmi sér vel við jógaiðkun sem hann hafði lagt stund á. Ragnar mat fas fangans þannig að hann væri feginn að vera kominn í hendur réttvísinnar. Hann væri laus við spennuna og nagandi óttanum við að nást væri létt af honum. Lug- meier sagðist ætla að greiða pening- ana til baka og kannski skrifa ævi- sögu sína og selja hana. Síðan bað hann Ragnar að skila góðri kveðju til allra Islendinga, sem honum hk- aöi vel við, og fangavarðanna í Síð- umúlanum sem væm góðir menn. Við komuna til Frankfurt tóku á móti Lugmeier ekki færri en 50 lög- reglumenn með alvæpni og færðu hann í fangelsi þar sem hann afþlán- aði dóm sinn. -pp Hér er „gullfuglinn" Lugmeier á milli þýsku rannsóknarlögreglumannanna á leið frá íslandi. Fyrir aftan þá situr ivar Hannesson rannsóknarlögreglumaður en hann var einn þeirra sem stóðu að rannsókn máls Lugmeiers hér á landi. DB-myndir Ragnar Th. Sigurðsson úr haldi þegar hann stökk út um glugga í dómshúsinu í Frankfurt þeg- ar réttað var í máh hans. Linden reyndist ekki jafn heppinn og var dæmdur til 13 ára fangelsisvistar eft- ir að fangavörður í fangelsinu hans hafði svikist undan merkjum og tek- ið tvo samstarfsmenn sína árangurs- laust í gíshngu og krafist þess að Linden yrði sleppt.' Hafói í hyggju að kaupajörð Frá flóttanum og þar til hann náð- ist í Reykjavík hafði Lugmeier farið huldu höfði víða um lönd, m.a. til Bahama-eyja, Frakklands, Spánar, íraks, Sviss, Þýskalands, London og Ekvador. Fyrst eftir að Lugmeier kom tíl ís- lands leigði hann sér hótelherbergi. Stuttu síðar leigði hann sér þó tveggja herbergja íbúð í Breiðholti og bjó hana húsgögnum. Reyndar var andbýlingur hans starfsmaður lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelh sem jafnframt er yfirmaður tollvarða sem sjá um vegabréfaeftirlit. Lug- meier tók ökupróf hér á landi og Vís- ir greindi frá því að hér hefði hann ætlað að finna sér frið enda orðinn þreyttur á ehífum flótta og sukk- sömu líferni. Hafði hann þegar eytt stærstum hluta þýfisins sem hann rændi frá Dresdner bankanum í Frankfurt. Hafði hann leitað fyrir sér um jarðakaup ög síöar var hann kominn á fremsta hlunn með að kaupa sér veitingastofu en ekkert orðið af þessum áformum. Hann hafði einnig hafið flugnám hér á landi og hafði reyndar ákveðið að fara af landi brott daginn eftir að hann var handtekinn. Yfirvöld gagnrýnd Dagblöð gagnrýndu harðlega yfir- völd hér heima vegna þess að Lug- meier gat komið hingað th lands óá- reittur þrátt fyrir að vera eftirlýstur af alþjóðalögreglunni Interpol. í ljós kom að skrár yfir eftirlýsta afbrota- menn voru fyrst sendar th dóms- málaráðuneytisins og þaðan th út- lendingaeftirhtsins. Það sá síðan um að koma þeim gögnum, sem talin voru nauðsynleg, th tohvarða og vegabréfseftirlitsmanna á Keflavík- urflugvehi. Reyndin var sú að Lug- meier hafði verið tekinn th sérstakr- ar skoðunar við komuna hingað til lands og á honum fannst mikið reiðufé. Var skýrsla þessa efnis send útlendingaeftirlitinu sem grennslað- ist fyrir um hann. Lugmeier braut hins vegar engin lög hér og því gaf eftirgrennslanin ekki tilefni th hand- töku hans. í ljósi þessa var haft eftir aðstoðarmanni dómsmálaráðherra, sem var Eiríkur Tómasson á þessum tíma, að eftirliti með útlendingum yrði breytt. Eftir aö ljóst var að hér hafði verið handsamaður v-þýskur stórglæpa- maður streymdu hingað v-þýskir blaðamenn. Gagnrýndu þeir harö- lega leyndina sem hvhdi yfir rann- sókninni enda kom mikið af upplýs- ingum um fortíð Lugmeiers, sem birtist í íslenskum fjölmiölum, frá v-þýskum starfsbræðrum íslenskra blaðamanpa. Einnig komu hingað tveir v-þýskir rannsóknarlögreglumenn, þeir Diet- er Ortlauf og Karl Heinz Georg. Hafði Ortlauf elt Lugmeier um víða veröld en ætíð verið of seinn á ferð þar th Gífurlega öflugur lögregluvörður með alvæpnl beið Lugmeiers við komuna til Þýskalands. Hafði hann á oröi að viðmót íslenskra lögreglumanna væri annað en hann hefði kynnst hjá erlendum starfsbræðrum þeirra. Ludwig Lugmeier, að baki Pálma Matthíassonar og Njarðar Snæ- hólms rannsóknarlögreglumanna, færður úr yfirheyrslum i Síðumúla- fangelsið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.