Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 26
26 LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1995 ist Á toppnum Lagið Vor í Vaglaskógi er á toppnum þessa vikuna en lagið, sem flutt er af hljómsveitinni Sixties, hefur notið mikilla vin- sælda upp á síðkastið. Sixties samanstendur af fjórum imgum og hressum strákum sem flytj a ís- lensk bítlaíög. Þeir félagar sendu nýlega frá sér sína fyrstu plötu sem nefnist Bítilæði. Lagið, sem er búið að vera í þijár vikur á list- anum, var í 12. sæti í síðustu viku. Nýtt Lagiö Crimson And Clover, með hljómsveitinni Spanish Fly, er hæsta nýja lagið á listanum en það er í 20. sæti þessa vikuna. Hér er á ferðinni bandarísk hljóm- sveit með gamalt lag í nýjum bún- ingi en það var Tommy James and The Shondells sem gerðu lag- ið vinsælt árið 1968. Hástökkið Hástökk vikunnar er lagiö Ev- eryday Is Like Sunday með söng- konunni Chrissie Hyndes í Pret- enders. Lagið, sem er búið að vera í tvær vikur á listanum, var í 36. sæti í síðustu viku en er nú kom- ið í 15. sæti. Þetta er nýtt lag frá Chrissie sem Morrisséy gerði vinsælt á sínum tíma. Love undir smásjá yfirvalda Courtney Love heldur áfram að koma sér í klandur með reglu- legu millibili. Nú eru barna- verndaryfirvöld í Los Angeles komin með Courtney undir smá- sjána vegna grunsemda um að hún vanræki dóttur sína og Kurts Cobains, Frances Bean. Það gef- ur reyndar augaleið að einstætt foreldri, sem er á stöðugum þeyt- ingi heimshornanna milli við tónleikahald, á ekki gott með að sinna bamauppeldi. Uppselt á sjö mín- útum! Pearl Jam setti nýtt heimsmet í miðasölu á dögunum. Hljóm- sveitin er að leggja í tónleikaferð um Bandaríkin og verða fyrstu tónleikarnir í Salt Lake City og Denver. Á báðum stöðum voru allir miðar uppseldir sjö mínút- um eftir að miðasölur opnuðu! Ku það vera heimsmet í miða- sölu. í BODI Á BYLGJUNNI í DAO KL. 16.00 I '••j 31 L1 iIiJSKI LÍSTINN N2L 120 VIKIJNA 3.6. '95 - ©.6. '95 ÞESSI VIKA s/ðasta VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM TOi»E> 4® 1 12 30 3 «. 1 VIKA NR. f ~ VOR í VAGLASKÓGI SIXTIES O 1 1 5 ARMY OF ME BJÖRK o 2 3 7 HAVE YOU EVER REALLY LOVED A WOMAN BRYAN ADAMS 4 5 - 2 LIVING NEXT DOOR TO ALICE GOMBIE o 4 8 4 LAYLADYLAY DURAN DURAN 6 7 18 4 HOLDING ON TO YOU TERENCE TRENT D'ARBY o 3 2 8 SELF ESTEEM OFFSPRING 8 8 9 3 ÉG ELSKA ALLA STJÓRNIN o 6 7 6 CAN’T STOP MY HEART FROM LOVING YOU AARON NEVILLE 10 14 16 3 BE MY LOVER LA BOUCHE Œ) 10 19 5 BABYBABY CORONA 12 13 14 3 SOME MIGHT SAY OASIS 13 15 17 4 SKY HIGH NEWTON 14 25 _ 2 LET HER CRY HOOTI.E & THE BLOWFISH ... 15 36 2 ••• HÁSTÖKK VIKUNNAR - EVERYDAY LIKE SUNDAY . . PRETENDER 16 18 23 3 ÉG SÉ LJÓSIÐ BUBBI OG RÚNAR 17 24 28 3 LIGHTNING CRASHES LIVE Gl8> 9 4 5 SAVE IT 'TIL THE MORNING AFTER SHUT UP AND DANCE 19 20 24 3 DONTWANTTO FORGIVE . . WETWETWET C201 1 ••• NÝTTÁ LISTA ••• CRIMSON AND CLOVER .. SPANISH FLY Gl) 16 11 11 OVER MY SHOULDER MIKE 8^ THE MECHANICS 22 32 _ 2 l'LL BE AROUND RAPPIN '4 TAY O 1 LOVE CITY GROOVE LOVE CITY GROOVE 24 28 33 4 THIS WAY TO HAPPINESS GLEN FREY 25 31 _ 2 MADE IN ENGLAND ELTON JOHN C26> 11 5 8 THE BOMB! (THESE SOUNDS FALL IN TO MY MIND) BUCKETHEADS 27 29 31 3 I WANNA BE FREE (TO BE WITH HIM) SCARLET Gb> cqh 1 NETFANGINN (ÉG SEGI þAð SATT) SALIN (29* 17 6 7 FOR WHAT IT'S WORTH HEIÐRÚN ANNA Go1 21 13 10 BACK FOR GOOD TAKE THAT 31 40 _ 2 SOMEONE TO LOVE JON B. & BABYFACE 32 33 _ 2 KEY TO MY LIFE BOYZONE 33 37 — 2 FEEL MY LOVE TEN SHARP o 19 10 9 I. YOU, WE JET BLACK JOE 35 38 - 2 (24-7-365) l’M GONNA LOVE YOU CHARLES 8. EDDIE O 22 25 4 U SURE DO STRIKE 37 34 38 4 BEST IN ME LET LOOSE Gs> NÝTT 1 WATER RUNS DRY BOYS II MEN C39> (5o> 1 WHERE DO I GO FROM YOU JON SEEADA rrm 1 BIG YELLOW TAXI AMY GRANT Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DV ihverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára aföllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er i tónlistarblaðinu Music & Media sem errekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV -Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson DV Björk fær 8 í einkunn Umsagnir um nýju plötuna hennar Bjarkar, Post, eru byijað- ar aö birtast í breskum tónlistar- tímaritum og er ekki hægt að segja annað en að byrjunin lofi góðu. Þannig birtist ítarleg um- sögn um plötuna í nýjasta tölu- blaði af hinu virta rokktímariti Vox og þar fær platan afbragðs- dóma og einkunnina 8 af 10 mögu- legum. Andlátið stórlega ýkt Holly Johnson, fyrrum liðs- mann Frankie Goes To Hollywood, rak í rogastans á dög- unum þegar hann sá mynd af sjálfum sér á plakati innan um ýmsa framliðna heiðursmenn og undir öllu saman stóð að þessir herramann hefðu allir látist af völdum alnæmis! Johnson var ekki par hriflnn af þessum tíðind- inn enda sprellifandi síðast þeg- ar hann vissi þótt hann hefði mælst HlV-jákvæður. Aðstand- endur plakatsins, sem er sam- starfshópur sem berst gegn út- breiðslu alnæmis, hafa beðið Johnson innvirðulega afsökunar á þessum mistökum. Plötufréttir Pet Shop Boys eru með mörg járn í eldinum þessa dagana. Annars vegar er sveitin að leggja síðustu hönd á safnplötuna Alt- emative Pet Shop Boys sem inni- heldur 30 lög sem öll eiga það sameiginlegt að hafa gist B-hlið- ar á smáskífum sveitarinnar undanfarin 10 ár, og hins vegar er ný plata í smíðum en hún á ekki að koma út fyrr en að ári liðnu.. .Og það era fleiri að fást við B-hliðarnar því hljómsveitin Sugar er að vinna aö plötu sem á að innihalda 17 lög af B-hliðum smáskífna og 7 tónleikalög að auki. Útgáfa er áætluö í júlí...Þá er Julian Cope tilbúinn með nýja plötu sem ber nafnið Twenty Mothers og kemur út í ágúst... Fjölskyldu- erjur innan Oasis Það ætlar að ganga brösulega að halda uppi þokkalegum sam- starfsanda innan hljómsveitar- innar Oasis. Fyrir nokkru lentu Jim Gallagher og trommuleikar- inn Tony McCarroll í handalög- málum á bar í París og lauk þeim viöskiptmn með því að McCarroll yfirgaf sveitina. Og nú á dögun- um lentu þeir Gallagher-bræður Noel og Jim í hár saman í miðri upptökuvinnu í hljóðveri í Wales og heilsuðu h vor öðrum óspart að sjómannasið. Lauk þessum fjöl- skylduerjum með því að Noel rauk á dyr og ekki bara til að anda að sér fersku lofti heldur fór hann alla leið til Lundúna og hefur ekki látið sjá sig á upptökustað síðan. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.