Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Síða 31
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1995
39
>
I
)
>
>
t
>
I
I
Skák
Reiðskóli Reynis.
Kasparov hafði betur gegn vélaraflinu:
Peðsrán varð
tölvunni að falli
Haft er eftir Garrí Kasparov í ný-
legu blaðaviötali að á þessari öld
hafi tölvan ekki minnsta möguleika
í alvarlegri kappskák. Hann var þar
spurður um baráttu tölva við skák-
manninn og var fljótur að bæta viö:
„Ég mun sjálfur taka áskoruninni!“
Nú reynir á þessi orð hans því að
afráöið er að á næsta ári tefli hann
sex skáka einvígi við tölvuforritið
„Deep Blue“í eigu IBM sem álitin er
öflugasta skáktölva heims. Forritið
Deep Blue tók við af fyrirrennara
sínum, „Deep Thought", sem atti
kappi við Kasparov árið 1989 en beið
algjört skipbrot. Nú segjast mennim-
ir bak við tölvuna vera með skrímsh
í höndunum sem sé næstum því til-
búið að fara á mannamót. Tölvan er
í Camegie-Mellon háskólanum í
Pittsburg í Bandaríkjunum þar sem
rík hefð hefur skapast kringmn
skákforritasmíð.
Frá því Kasparov tefldi við Deep
Thought árið 1989 hefur þróunin ver-
ið ör. Nú er svo komið að tölvan tefl-
ir óaðfinnanlega ef fimm menn eða
færri em á taflborðinu - henni tekst
einfaldlega að tæma möguleika stöð-
unnar. í þessum endatöflum hefur
tölvan komið með magnað innlegg
til skákfræðanna sem em stöður með
gagnkvæmri leikþröng - þ.e. hvomg-
ur getur leikið án þess að skemma
stöðu sína. Þessar stöður era fleiri
en mannlegt auga fær greint. Gott
dæmi era endatöflin hrókur og peð
gegn hróki sem stórmeistarinn John
Nunn hefur skrifað heiia bók um -
með aðstoð tölvu.
Eftir því sem umhugsunartíminn
er styttri eykst styrkur tölvimnar í
samanburði við skákmanninn. Hár-
fínt stöðumat og djúphugsaðar áætl-
anir era enn þeirra veikasti hlekkur,
a.m.k. í samanburði við gríðarlega
reiknigetu. í hraðskákum era öflug-
ustu tölvuforritin nánast orðin ósigr-
andi og í atskákum geta þau gert
reyndustu meisturam skráveifu.
Þessu fékk Kasparov t.a.m. að kynn-
ast á PCA-atskákmótinu í London
fyrir réttu ári þar sem tölvuforritið
Chess Genius sló hann út úr keppn-
inni.
Stund hefndarinnar var rannin
upp á dögunum þegar Kasparov
mætti Chess Gerúus í þýska sjón-
varpinu. Forritið var nú keyrt á 120
mHz Pentium tölvu en systir hennar
í London í fyrra var „aðeins“ 90 meg-
ariða. Minnstu mátti muna að Ka-
sparov þyrfti aftur að játa sig sigrað-
an. Hann viðurkenndi það sjálfur að
lokinni fyrri skákinni að taflið hefði
verið tapað eftir tuttugu leiki. Tölvan
gerði sig hins vegar seka um dæmi-
gerð mistök - seildist eftir peði á
kostnað stöðunnar og þá var meist-
arinn ekki lengi að snúa taflinu við.
Hvitt: Garrí Kasparov
Svart: Chess Genius 3
Drottningarbragð.
1. c4 c6 2. d4 d5 3. Rf3 RfB 4. Rc3 a6
Strax sjást fyrstu merki þeirrar
þróunar sem orðið hefur í tölvuskák.
Nú þykir forritaranum rétt að sneiða
hjá troðnum slóðum en eigi alls fyrir
löngu var þessu öfugt farið - skák-
meistarinn reyndi með öllum ráðum
Afráðið er að á næsta ári tefli Garrí Kasparov sex skáka einvígi við tölvu-
forritið „Deep Blue“í eigu IBM sem álitin er öflugasta skáktölva heims.
Umsjón
Jón L. Árnason
að „koma tölvunni út úr teóríunni".
Kasparov bregst við þessu sjald-
gæfa afbrigði á rökréttan hátt; eftir
5. e3 væri 5. - b5 möguleiki.
5. c5 g6 6. Bf4 Bg7 7. h3 0-0 8. e3 Rbd7
9. Bd3 Re8 10. Hcl?!
Þessi og næsti leikur Kasparovs
reynast ekki vel.
10. - f6! 11. e4?! e5! 12. dxe5 Rxc5 13.
exd5 fxe514. Be3 Rxd3 + 15. Dxd3 e4!
Tölvan teflir af mennskum mætti
- eins og sjálfur Kasparov stýri
svörtu mönnunum! Nú er 16. Rxe4
Bf5 hagstætt svörtum en raunar era
góð ráð dýr.
16. Dxe4 Rf6 17. Dc4 Rxd5 18. Rxd5
ekki 18. 0-0 vegna 18. - Bxh3!
o.s.frv.
18. - Be6! 19. 0-0 Bxd5 20. Dg4 Bxf3
Tvístrar peðastöðunni og varla
gagnrýnisvert. Hins vegar er 20. -
Dc8!?, sem stimgið var upp á í skák-
skýringasalnum, einnig sterkt og að
halda biskupnum með 20. - Bxa2 kom
einnig vel til greina.
21. gxf3 Dd5 22. Hcdl
22. - Dxa2
Þetta er dæmigert fyrir vélrænan
hugsunarhátt tölvunnar. Hún á kost
á tveimur peðum og metur „heil-
brigða peðið" meira en tvípeðið á f-
línunni. í sjálfu sér er leikurinn ekki
slæmur þótt drottningin fjarlægist
eilítið miðin. Hins vegar er 22. - Dxf3
einfalt og sterkt; eftir drottninga-
kaupin ætti svartur að vinna um síð-
ir.
23. Hd7 Hf7 24. Hfdl Db3?
Hér er 24. - He8 með hugmyndinni
25. - De6 rétti leikurinn.
25. Hld3 Dxb2?
En nú verður græðgin tölvunni að
falli.
26. Dc4! Haf8
Eða 26. - Df6 27. Hxb7 og næst 28.
H3d7 og Bc5 Uggur í loftinu.
27. Hxf7 Hxf7 28. Hd8+ Bf8 29. Bh6
Nú á Kasparov vinningsstöðu en
ekki er sama hvemig teflt er úr
henni. Tölvurnar era þekktar fyrir
ótrúlegustu seiglu í erfiðum stöðum,
enda láta þær ekki svo auðveldlega
hugfallast.
29. - Da3 30. De6!
Til að hindra 30. - De7
30. - Dc5
I A 1.1
1 k A
A A
A A III A
S
A B C D E F G H
A 1 Á S Jl I + A i
A A
A *
31. h4! Db4 32. f4 Dbl+ 33. Kh2 Db4
34. Kg2 Da3 35. h5! gxh5 36. f5 Db4 37.
Hxf8 + Dxf8 38. Bxf8 Kxf8 39. fl6 Hxf6
- Og tölvan lýsti sig sigraða um leið.
16.-18. júní: 3 daga námskeið, 27.-30. júní:
4 daga námskeiö, 1.-6. júlí: 2 daga námskeið og
4 daga ferð á Arnarvatnsheiöi.
Reynir Aöalsteinsson,
Sigmundarstödum, Hálsasveit,
sími/fax 435 1383.
Garðahönnun
Umhverfisráðgjöf
Stanislas Bohic
Helga Lilja Bjömsdóttir
Ath. Rétt símanúmer 561 3342
Vinnustofa Garðastræti 38, Reykjavík
Óskum eftir hjólhýsum og tjaldvögnum
á staðinn til sölu.
Vaktað plan. Löggild bifreiðasala
við Miklatorg
s. 562-1055
Akureyrarblað
fsjrssjrs/sjssjsssjffffssssfssffj
Aukablað
AKUREYRI
Miðvikudaginn 14. júní nk. mun Akureyrarblað
fylgja DV.
Þar verður m.a. fjallað um Akureyri sem
ferðamannabæ, rætt við fólk í ferðaþjónustu
og margt fleira.
Eins og venjan er verður í þessu 15. Akureyrarblaði
hugað að mannlífi í bænum. Þá verður farið í
heimsókn í fyrirtæki, rætt við fólk í atvinnulífinu
og fólkið á götunni.
Þeir sem hafa hug á að auglýsa í þessu aukablaði
vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur,
auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 563-2722.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga
í þetta aukablað er fimmtudaginn 8. júní.
ATH.! Bréfasími okkar er 563-2727.
Athugið! Akureyrarblaðinu er dreift með DV um allt landið en
sérstök áhersla er lögð á dreifingu þess á Akureyri og nágrenni.