Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Side 46
54
LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ1995
Fréttir
Samskiptasaga sjómanna og útvegsmanna:
Ymist alkul eða
logandi ófriðareldar
Skapmenn
í forystu allra þessara samtaka eru
miklir skapmenn. Enda þótt Guðjón
A. Kristjánsson sé mjög skapmiídll
maður og eigi þaö til að rjúka upp
og út af fundum er Kristján Ragnars-
son skapmeiri. Hann á ákaflega létt
með að gera andstæðinga sína æfa
af reiði. Og eins og oft er um slíka
menn þolir hann ekki mikið sjálfur.
Þannig talar hann ekki við blaða-
menn DV og hefur ekki gert í nokkur
ár vegna þess að þeir skrifa ekki eins
og honum líkar.
Hann talar aftur á móti við blaða-
menn Morgunblaðsins en er í heilögu
stríði við ritstjóra þess vegna skoð-
ana þeirra á veiðileyfagjaldi og öðr-
um þáttum fiskveiða. Þær fara nefni-
lega ekki saman við skoðanir hans
sjálfs. Skýrasta dæmið um það er að
finna í síðasta fréttabréfi LJÚ.
Fyrir meira en tíu árum birtist
opnuviðtal við Kristján Ragnarsson
í sunnudagsblaði Þjóðvifjans sáluga.
Þá var Kristján spurður hvort hann
ætlaöi ekki að sækjast eftir þingsæti
og ráðherradómi. Hann sagði svo
ekki vera vegna þess að hann hefði
meiri völd en nokkur ráðherra. Þetta
svar segir nokkuð mikið um Kristján
Ragnarsson.
Innbyrðisvandi
Báðir aðilar, sjómenn og útgerðar-
menn, eiga í innbyrðisvanda varð-
andi áherslur í samningum. Samn-
inganefnd sjómanna samanstendur
af fulltrúum frá þrennum samtök-
um, vélstjóra, skipstjómarmanna og
undirmanna, og þrátt fyrir að hags-
- niðurstaöasjaldnastánafskiptastjómvalda
Það hefur vakið athygh að öll sam-
skipti sjómanna og útgerðarmanna
hafa verið með þeim hætti að hurða-
skellir og glóandi hatur hafa sett
mark sitt á viöræður þessara sam-
heija um veiðar úr nytjastofnum ís-
lendinga. Um árabil hafa samninga-
nefndir þeirra ekki náð saman um
lausnir og oftar en ekki hefur þriðji
aðih, það er stjómvöld, komið að
deilunum og leyst máhn með laga-
setningu.
Uppsafnað ergelsi
Um árabil sátu sömu einstakling-
amir við samningaborðið: Kristján
Ragnarsson, sem setið hefur í fram-
kvæmdastjórastól Landssambands
íslenskra útvegsmanna og síðar
formannsstól lengur en elstu menn
muna, og viö hhð hans og í skugga
Jónas Haraldsson, lögfræðingur
samtakanna.
í forystu Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands situr Guð-
jón A. Kristjánsson og hefur verið
þar um árabil. Lengst af var Helgi
Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins,
við hlið hans eða allt þangað til félag
hans gekk úr FFSÍ. Innan Sjómanna-
sambands íslands hafa aftur á móti
orðið formannaskipti þar sem Sævar
Gunnarsson tók við af Óskari Vigfús-
syni sem setiö haíði lengi á for-
mannsstóh.
Samskipti sjómannaforystunnar
og forystumanna LÍÚ hafa einkennst
um langt árabh öðru fremur af kulda
og afskiptaleysi annars vegar og
beinum hörðum átökum hins vegar.
Þaö má orða það þannig að ýmist
hafi alkul einkennt samskiptin eða
logandi ófriöareldar og viðvarandi
ergelsi.
munir þessara stétta séu í gnmdvah-
aratriðum þeir sömu þá eru mjög
ólíkir innbyrðishagsmunir milli
veiðigreina.
Það mál sem nú er stærsti
ásteytingarsteinninn er verðlagning
þess afla sem borinn er að landi
ferskur. Stór hluti sjómanna á frysti-
skipum á ekki hagsmuni í því máh
þar sem verð fyrir afurðir þeirra og
þar með aflahlut er háð markaðs-
verði en ekki samkomulagi milh
tveggja eða þriggja aðila. Þar sem
ekki er skihð á milli þeirra og ann-
arra sjómanna innan samtaka sjó-
manna hafa þeir einnig orðið að fara
í verkfall, hvort sem þeim líkar betur
eða verr.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna á við svipað vandamál að
glíma þar sem samtökin hafa innan
sinna vébanda bæöi frystitogara og
báta.
Óánægjuraddir farnar
aö heyrast
Kristján Ragnarsson hefur í gegn-
um tíðina verið lítt umdeildur leið-
togi samtakanna og orð hans hafa
jafngilt lögum.
Hin síðari ár hefur þó tekið aö bera
meira á óánægju bátamannanna inn-
an samtakanna og á síðasta aðal-
fundi þeirra gerðist hið ómögulega
að bátamenn á Suðumesjum buðu
fram til stjómar gegn vilja kjör-
stjómar og þá væntanlega fonnanns-
ins. Óánægja bátamannanna snýst
að miklu leyti um það sem einn við-
mælenda blaðsins kallaði „stálskipa-
lýöræðið“. Hann segir það hugtak
hafa orðið til vegna þess að vægi at-
kvæða innan útvegsmannafélaganna
ræðst af stærð skipa þeirra. Þannig
veröa fuhtrúar stórútgerðanna
valdamestir innan LÍÚ og þessu hafa
útgerðarmenn smærri skipa ekki
vhjað una.
Eg hef svo lítið hjarta
Það er ljóst af samtölum við nokkra
þessara útgerðarmanna að þeir vilja
sernja við sjómenn og hafa skilning
Fréttaljós
Reynir Traustason og
Sigurdór Sigurdórsson
á kröfunni um að fiskverö ráðist af
markaðslegum forsendum en sé ekki
ákveðið með handaafli. Enginn
þeirra vhdi þó ræða máhð opinskátt
við DV, og einn þeirra orðaði það
þannig: „Ég hef svo htið hjarta að ég
þori ekki opinberlega gegn foryst-
unni.“
Annar sjáanlegur brestur innan
LÍÚ var þegar Kristján formaður og
Jónas, lögfræðingur samtakanna,
gerðu nýjan kjarasamning við Sjó-
mannasamband íslands. Nokkrir
stórútgerðarmenn brugðust ókvæða
við og vildu kalla þá th ábyrgðar fyr-
ir þann gjöming sem þeir töldu gjör-
samlega út í hött. Það heyrðist jafn-
vel að setja ætti þá félaga af og fá
nýja menn í staðinn. Þessi vandræði
voru síðan leyst með því aö sljóm
LÍÚ leysti málið með því að feha í
fyrsta sinn í sögunni samning sem
Kristján Ragnarsson hafði staðið aö.
Þetta var gert undir því yfirskini að
félög innan Sjómannasambandsins
hefðu ekki verið einhuga með samn-
ingnum!
DV ræddi við segir að þaö sé ljóst að
Kristján Ragnarsson sé dýrasti
samningamaður íslandssögunnar.
Það megi skrifa á hann það tjón sem
þjóðfélagið verði fyrir vegna verk-
falla sjómanna. Ástæðan sé einfald-
lega sú að átökin nú og átökin í jan-
úar 1994 hafi veriö óþörf og eingöngu
thkomin vegna stífni Kristjáns Ragn-
arssonar og hversu létt hann á með
aö gera andstæðinga sína æfa af
reiði.
„Ef hann hefði boðið það sama á
síöasta ári th lausnar deilunni um
fiskverð og hann býður núna þá
hefðu menn trúlega gengið að því.
Hann kaus aftur á móti að draga
lappirnar og það er fyrst núna sem
hann telur að eðhlegt sé að setja
ramma utan um viðskipti skyldra
aðha með fisk. Þetta hefur kostaö
þjóðfélagið milljarða króna og snýst
ekki um annað en þvermóðsku," seg-
ir þessi forystumaður sjómanna sem
ekki vih láta nafns sín getið vegna
þess á hve viðkvæmu stigi dehan er.
Dýrasti samningamaðurinn
Einn forystumanna sjómanna sem
Engin leið til baka
Deila sjómanna og útgerðarmanna
nú er uppsafnaöur vandi. Það við-
horf er meðal sjómannaforystunnar
að ekki verði snúið th baka nú vegna
þess að aht sé lagt undir. Annað-
hvort muni vinnast nauðsynlegur
sigim varöandi kröfur um verðlagn-
ingu eða forystan tapi trausti um-
bjóðenda sínna.,Þetta sé’því lokaorr-
ustan. Annar fþrystumanna sjó-
manna sem DV ræddi við sagði ljóst
að yrði dehan um ákvörðun fisk-
verðs útkljáð núna þá undirgengjust
sjómenn kvótabraskið.
„Það er engin leið til baka og ef við
semjum á nótum LÍÚ þá erum við
að samþykkja kvótabraskiö th fram-
tíðar,“ segir hann.
Sjómenn illa undirbúnir
Það sem samninganefnd sjómanna
er helst gagnrýnd fyrir er að koma
th leiks án þess að hafa gert heima-
vinnuna sína. Útgerðarmenn segja
þá koma með misvísandi kröfur og
oft á tíðum setja fram nýjar kröfur á ' (
viðkvæmum tímapunktum. Þetta
eigi sér þá skýringu að þrenn samtök
sjómanna hafi ekki getað komið sér (j
saman um leiöir th að ná markmið-
um. Skýringu þess megi finna í því-
að það sé aðeins Farmarmasamband-
ið sem ákveöið sé á móti kvótakerf-
inu á sama tíma og Vélstjórafélagið
styðji kerfið og stefna Sjómannasam-
bandsins sé fremUr óljós hvað það
varðar. Þess vegna sé illmögulegt að
átta sig á því hverju þeir raunveru- .
lega vhja ná fram.
Þessari kenningu útgerðarthanna
hafna talsmenn sjómanna. Þeir segja
að Kristján Ragnarsson hafi sagt
ósatt viö fjölmiðla hvað eftir annað.
Bæði Guðjón A. Kristjánsson og
Sævar Gunnarsson hafa borið það á
Kristján að rangtúlka*0pinbe'rlega
málstað sjómannæ Þáð.vár éinmitt
þetta Sqm <jlli því hve reiður Sævar
Gunnarssori varð í sjónvarpinu í vik-
unni þegar hann stóð við hhð Krist- (
jáns Ragnárssonar sem afflutti tihög-
ur sjómánna á grófdn hátt, sam-
kvæmt því sem forystumenn sjó- A
man^a segja. Það er þessi ósvífni
Kristjáris Ragnárssonár, sem þeir
kalla, sem hvað- eftir ánnað hefur
gert forystumenn sjóiriahna æfa af
reiði. Þeir segja aö á mihi þeirra og
Kristjáns Ragnarssoriar sé ævarandi
trúnaðarbrestur.