Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.1995, Page 56
FRÉTTASKOTIÐ
562•2525
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma
562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
RITSTJ0RN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700
BLAÐAAFGREIÐSLA 0G
ÁSKRiFT ER OPifi:
Laugardaga: 6-14
Sunnudaga: lokað
Mánudaga: 6-20
Þriðjudaga - föstudaga: 9-20
BEINN SÍMI BLAÐA-
AFGREIÐSLU: 563 2777
KL 6-8 LAUGAffDAGS- OG MANUDAGSMORGNA
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 3. JÚNl 1995.
Rósa Svavarsdóttir:
Höfum enn
enga leiðrétt-
ingufengið
„Hér er allt óbreytt aö öðru leyti
en því aö framkvæmdastjórinn kom
með smáræöi af leirtaui til mín. Við
höfum enn enga leiðréttingu fengið
á okkar málum,“ sagði Rósa Svavars-
dóttir, fiskvinnslukona í Kiberg í
Noregi, við DV í gær þar sem hún
var stödd í almenningssímaklefa í
Kiberg.
Eins og fram kom í DV í gær íhug-
ar norski framkvæmdastj órinn að
greiða hluta af umboðslaunum til
íslensku kvennanna sem sárabætur
vegna óánægju þeirra með að fá ekki
fargjald og húsaleigu greidda.
„Það er okkur að sársaukalausu
þótt hún greiði helminginn af um-
boðslaununum til kvennanna, svo ég
tali nú ekki um ef hún greiddi okkur
hinn helminginn," segir Ingvar Ingv-
arsson hjá Ingvarco hf. sem réði kon-
umartilvinnuíKIiberg. -rt
Hvltasunnuhelgin:
„Engirstór-
flutningar"
„Hvítasunnuhelgin hefur breyst
—mikið frá því sem var, að því leyti
að þetta er ekki að verða eins mikii
ferðahelgi og áður. Það verða engir
stórflutningar hjá okkur og það eina
sem sérstaklega er bundið við helg-
ina eru sætaferðir á ball í Logalandi
í Borgarfirði," sagði Gunnar Sveins-
son, framkvæmdastjóri BSÍ.
Hjá Umferðarráði fengust þær upp-
lýsingar að enginn sérstakur viðbún-
aðir yrði af þess hálfu vegna helgar-
innar. -sv
Boða ÍSAL-verkfall
Verkalýösfélögin sem aðild eiga að
Álverinu í Straumsvík hafa boðað til
vinnustöðvunar frá og með 10. júní.
I yfirlýsingu frá samninganefnd
verkalýðsfélaganna segir að orðið
hafi að slíta sáttafundi, sem boðað
var til hjá sáttasemjara í gær, vegna
þess að hluti samningamanna vinnu-
veitenda hafi ekki talið sig hafa tíma
til viðræðna. -sv
DV kemur næst út eldsnemma að
morgni þriðjudagsins 6. júní.
Smáauglýsingadeild DV er opin í
dag, laugardag, kl. 9-14.
Lokað á morgun, hvítasunnudag.
Opið mánudag kl. 16-22.
Síminn er 5632700.
Þorbjörgu Magnúsdóttur, sem rænd var veski sínu sem í voru peningar
sem hún hafði ætlað að kaupa kjól fyrir, var boðið í Verðlistann við l.auga-
læk í gær eftir að Erla Wigelund verslunareigandi hafði lesið um raunir
hennar. Erla klæddl Þorbjörgu i ný sumarföt á sinn kostnað enda Þorbjörg
gamall viðskiptavinur. Þorbjörg var alsæl i nýju fötunum. DV-mynd GVA
Þrir á hjartadeild eftir alsæluneyslu:
Fékk krampa
og nístandi
verkfyrir
brjóstið
- segir einn þeirra sem höföu taliö efniö saklaust
„Ég fékk krampa og datt út af
froðufellandi með nístandi verk fyrir
bijóstinu. Þá varð ég sjóðandi heitur
á bringunni. Félagar mínir uröu
dauðskelkaðir og ég var drifinn út í
bíl. Á leiðinni á Borgarspítalann
fengu þeir sömu einkenni. Við vorum
að mínu viti á mörkum llfs og
dauða," segir sjómaður um tvítugt
sem eyddi nóttinni á Borgarspítalan-
um ásamt tveimur félögum sínum
eftir að hafa tekið inn alsælu.
Tveir mannanna samþy.kktu að
lýsa reynslu sinni í samtali við DV
en óskuðu nafnleyndar af ótta við að
verða fyrir hefndaraðgerðum. Þeir
segjast ekki hafa notað efniö áður.
„Við vorum að skemmta okkur í
heimahúsi þegar einhver hringdi og
pantaði alsælu. Manni er tahn trú
um að þessari neyslu fylgi engin
áhætta og mikil sælutilfmning. í ein-
hveiju kæruleysi slógum við því til
og borguðum 4 þúsund krónur hver
fyrir þetta,“ segja þeir félagar sem
báöir starfa sem sjómenn úti á landi.
Þeir tóku efnið inn og fljótlega eftir
neysluna komu áhrifin. Þeir segja að
þau hafi verið likari martröð en al-
sælu. „Þessi skelfilegu áhrif stóðu í
6 klukkustundir og þetta var algjör
truflun."
Félagarnir þrír voru lagðir inn á
slysadeild Borgarspítalans þar sem
bráöavakt tók við þeim. Þaðan fóru
þeir á hjartadeild til meðferðar í nótt
og voru útskrifaðir í dag.
Mikil hætta á ferðum
Jón Baldursson, yfirlæknir á slysa-
deild Borgarspítalans, staðfesti að
komið hefði verið með mennina þrjá
til meðferðar í nótt vegna neyslunn-
ar. Hann sagði ljóst að þama hefði
verið hætta á ferðum.
„Það var komið með þessa menn í
nótt vegna neyslu. Það er alveg ljóst
að þegar sterk eitrunaráhrif koma
fram þá er mikil hætta á ferðum.
Þetta getur orsakað vefjaskemmdir
og menn geta dáið úr hjartsláttar-
truflunum. Þá getur þetta orsakað
nýrnabilun og fleira. Kramparnir
geta orðið til þess að fólk deyi af þess-
um völdum," segir Jón.
Jón segir ljóst að einhverjir ævin-
týramenn stundi það að telja fólki trú
um að efnið sé skaðlaust. Eins og
fram hefur komið í DV hafa aö
minnsta kosti 30 látið lífiö í Bretlandi
eftiraðhafaneyttalsælu. -rt
Ólga innan Flugmálastjómar vegna nýs skipurits fjármáladeildar:
Tveir yf irmenn lækkaðir í tign
- annar átti þátt 1 aö meint fjársvik framkvæmdastjóra yröu rannsökuö
Ólga er nú meðal starfsmanna
Flugmálastjómar eftir að nýtt skipu-
rit fyrir fjármáladeild stofnunarinn-
ar var tflkynnt nýlega. í skipuritinu
er m.a. gert ráð fyrir að fjármála-
stjórinn og starfsmannastjórinn
verði lækkaðir í tign með því að
breyta starfsheitum þeirra í inn-
heimtustjóra og launaritara.
Samkvæmt heimfldum DV eru
bæði fjármálastjórinn og starfs-
mannastjórinn ósáttir við skipuritið
auk þess sem mikfl óánægja ríkir á
meðal starfsmanna með hvemig að
þvi var staðið. Fjármálastjórinn og
starfsmannastjórinn hafa báðir leit-
að tfl lögfræðings. Þá hefur DV heim-
ildir fyrir því að starfsmannafélög
flugmálastarfsmanna ríkisins og
BSRB séu komin í máhð.
Skipuritið var unnið í vetur af Ein-
ari Kristni Jónssyni rekstrarhag-
fræðingi samkvæmt beiðni flugmála-
stjóra, Þorgeirs Pálssonar. Beiðnin
kom eftir að framkvæmdastjóra fjár-
máladefldar var gert að segja upp
störfum vegna gmns um mflljóna
króna fjársvik og skjalafals í starfi.
Hvorki fjármálastjórinn né starfs-
mannastjórinn tengdust þessum
meintu fjársvikum á nokkum hátt
heldur átti fjármálastjórinn þvert á
móti þátt í að farið var að rannsaka
þau. Það mál fór tfl Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
Þegar haft var samband við fjár-
málastjórann og starfsmannastjór-
ann vildu þeir hvomgir tjá sig um
máhð en þeir hafa unnið hjá Flug-
málastjórn til fjölda ára. -bjb
LOKI
Já, það verður sko enginn til
lengdar alsæll af alsælu!
Veöriö á sunnudag
ogmánudag:
Kaldastvið
norður-
ströndina
Á sunnudag og mánudag er gert
ráð fyrir breytflegri átt, golu eöa
kalda og skúram. Hiti verður á bfl-
inu 2 til 12 stig, kaldast við norður-
ströndina en hlýjast sunnanlands.
Veðrið í dag er á bls. 61.
NSK
kúlulegur
Vtnuisen
SuAurlandsbraut 10. S. 686483.
K I N G
L#TT#
alltaf á
Miðvikudögum