Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995 Fréttir__________________________________________________________ Krabbameinssjúklingur á hrakhólum með barn og hund í Heiðmörk: Sofa slypp og snauð á hörðu bílgólfinu Vilhelmína Ragnarsdóttir með níu ára syni sínum, Arnari Örvari Blomster- berg, og varðhundinum Bell í skottinu á bílnum sem þau hafa sofið i síð- ustu þrjár vikurnar. DV-mynd GVA „Sambýlismaður minn, pabbi stráksins, kastaði okkur út fyrir ári og ég fékk ekki einu sinni sæng fyrir strákinn. Pabbi hans hefur margoft hótað okkur og í vetur ætlaði hann að brjótast inn í bílinn hjá okkur. Ég kærði hann í desember og þá feng- um við lögregluvernd í viku. Allar eignir eru skráðar á hans nafn og hann neitar að láta okkur fá það sem viö eigum. Ég fékk.sumarbústað við Langavatn í móöurarf en hann neitar aö láta okkur fá hann. Ég fæ ekki einu sinni myndir af börnunum mín- um,“ segir Vilhelmína Ragnarsdótt- ir, krabbameinssjúklingur og starfs- maöur hjá hinu opinbera. Vilhelmína og níu ára sonur henn- ar, Arnar Örvar Blomsterberg, hafa ekki haft neitt þak yfir höfuðið und- anfarnar þijár vikur eftir að þau misstu leiguhúsnæði sem þau höfðu fyrir nokkrum vikum. Þeim hefur ekki tekist að fá aðra íbúð á leigu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og því hafa þau neyðst til að sofa í bíl sínum á nóttunni síðustu vikumar. Mæðg- inin hafa sofið í svefnpokum með kodda undir höfðinu á hörðu bílgólf- inu yfir nóttina og ekið kvölds og morgna til systur Vilhelmínu til að þvo sér og borða. Ekkert heimilislíf „Ég var búin að vera með krabba- mein í brjósti og hafði látið taka af mér annað brjóstið. Við vissum af æxli í hinu brjóstinu og að það þyrfti að taka það líka. Ég lét græða á mig nýtt brjóst og þá fannst sambýhs- manni mínum ég vera kynferðislega fráhrindandi. Ég veit ekki um neina aðra ástæðu fyrir því að hann kast- aði okkur út,“ segir Vilhelmína og bætir viö að í framhaldi af þessum veikindum hafi hún átt við kviðslit að stríða í janúar, febrúar og mars á þessu ári. „Þetta tekur rosalega á taugarnar. Strákurinn er ofvirkur og hefur ver- ið á lyfjum en þau hjálpa ekki nógu vel. Hann grét í fyrstu yfir því að þurfa að sofa í bfinum. Félagsmála- stofnun útvegaði honum stuðnings- mann í vetur því að hann var hrædd- ur við pabba sinn, gat ekki sofið og vildi ekki hitta hann. Hann fór til systkina sinna í Svíþjóð í desember og fer aftur til þeirra á laugardag því að þetta er svo mikið óöryggi. Við getum ekki gert neitt annað en að sofa hér í bílnum en þetta er ekkert lieimilislíf," segir Vilhelmína. Varðhundurinn veitir öryggi Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar hefur auglýst eftir íbúð fyrir mæðginin en án árangurs. Vilhelm- ína telur að þau fái ekki húsnæði tfi leigu því að það valdi tortryggni að þau séu ekki meö neina búslóð. Börn- in hennar hafi gefið þeim varöhund- inn Bell í byijun ársins. Hann veiti þeim mikið öryggi en auki því miður ekki möguleikana á að fá íbúð. „Ég er rikisstarfsmaður með 70 þúsund krónur í mánaðarlaun. Launin dugðu ekki fyrir neinu því að leigan var samtals 45 þúsund krónur. Ég skrifaði Ingibiörgu Sól- rúnu fyrir hvitasunnu en hef ekki fengið neitt svar ennþá. Ég hef kraf- ist þess að fá minn hlut í sameiginleg- um eignum og málið fer fyrir héraös- dóm á föstudag. Við getum ekki gert neitt annað en verið hér þar til viö höfum fengið úrlausn okkar mála,“ segirhun. -GHS Stuttar fréttir Formaður Útvegsmannafélags Norðurlands: NIÐURSTAÐA ! 1.1111 ■ I...........r d dt d Hvortfinnst þér betra að rói g/ClMC hafa cíittaelrr4itð í rwLiiOlllO hafa símaskrána í einu bindi eða tveimur Tvö bindi Eittbindt Deilan verður að leysast í kvöld Davið Oddsson (orsætisráðherra hitti fulltrúa samningsaðila í sjómannadeil- unni í gær. Hér tekur hann á móti Guðjóni A. Kristjánssyni, formanni Far- manna- og fiskimannasambands íslands. DV-mynd BG Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er alveg skýrt í mínum huga að þessi deila verður að leysast ekki síðar en í kvöld i Reykjavík. Ef þaö tekst ekki hlýtur það að blasa við að þeir aðilar sem eru í viöræðunum ráða ekki við lendingu í þessu máli, og þá flytst þetta heim í héraö,“ segir Sverrir Leósson, formaður Útvegs- mannafélags Norðurlands, um stöð- una í sjómannadeilunni. Sverrir opnar þannig á möguleika á viðræðum við sjómannafélögin á Norðurlandi, jafnvel strax á morgun, takist samningar í Karphúsinu ekki í dag. „Ef samninganefndirnar í Reykjavík ráða ekki við að leysa þetta fyrir klukkan 8 í kvöld eru þær ekki starfi sínu vaxnar og vð höfum þá ekkert við þær að gera,“ segir Sverrir. Hann segir alveg Ijóst að eftir að sjómenn felldu miðlunartillögu sáttasemjara þurfi þeir „aðeins meira kjöt á beinin" eins og hann orðaöi það. Og Sverrir segist ekki trúa öðru en samið verði í dag. Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafiarðar, sagði í gær að samningaviðræðunum, sem hóf- ust kl. 10 í morgun, væri ekki hægt að gefa nema nokkra klukkutíma. Ef samningar kæmu ekki nánast strax væri hann tilbúinn að fara norður og hefia samningaviðræður þar viö Utvegsmannafélag Norður- lands. Ósamþykktafibúðk’ Til vandræða horfir hversu mikið er af ósamþykktu íbúðar- húsnæði í iðnaðarhverfum. Sjón- varpið hafði þetta eftir eldvamar- fulltrúa eftir eldsvoða í Hafnar- firði í vikunni. Mættmeðgjaldtöku Þingflokkur Þjóövaka vill aö Alþingi lýsi yfir stuðningi viö veiðileyfagjald í sjávarútvegi. LeyfI feltt úr glldi Umhverfisráðuneytið felldi í gær úr gildi ákvörðun bygginga- nefhdar Hafnarfiarðar um að leyfa byggingu svokallaðs vík- ingahúss á lóð Fjörukrárinnar viö Strandgötu. RÚV greindí frá. Nýrframkæmdastjóri Hanna Bima Krisfiánsdóttir sfiómmálafræðingur hefur verið ráðin framkvæmdasfióri þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. Samið viðgoHara Golfklúbbur Reykjavíkur hefur samþykkt breytta legu golfbraut- ar við Korpúlfsstaði. Klúbburinn fær eina álmu Korpúlfsstaða í stað lóðar fyrir golfskála. Mbl. greindifrá. -kaa Þinglok á morgun? „Eins og mál standa nú er stefnt að þinglokum á morgun," sagði Ólaf- ur G. Einarsson, forseti Alþingis, við DV. Fáir virðast samt treysta sér til að fullyrða að það takist. Ljúka átti þingstörfum í nótt er leið. Það tókst ekki. Þá var stefnt að því að ljúka þingstörfum í dag og það tekst ekki. Hvort það tekst á morgun verður bara að koma í ljós. í dag hefst þingfundur klukkan 13.30 og verður sjávarútvegsfrum- varpið og framvarpið um þróunar- sjóðinn fyrst á dagskrá. Jóhann G. Bergþórsson: Áfram í flokknum nemaég verði rekinn „Með þessari afgreiðslu var brotið samkomulag um meiri- hlutann sem gert var í júní í fyrra. Það hlýtur að leiða til þess að meirihlutinn sé fallinn. Þarna er trúnaðarbrestur og forsendur meirihlutasamkomulagsins eru brostnar," segir Jóhann G. Berg- þórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði. Kristhin Ó. Magnússon aðstoð- arbæjarverkfræðingur var ráö- inn í stöðu forstöðumanns fram- kvæmda- og tæknisviðs með fimm atkvæðum Alþýðuflokks á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði síðdegis í gær. Meirililutinn studdi Björn Inga Sveinsson með fiórum atkvæðum Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks. Jóhann G. Bergþórsson fékk tvö atkvæði eftir að hafa kallað Magnús Kjartansson varabæjarfulltrúa á fundinn. „Ég kem til með að halda áfram fullu starfi innan Sjálfstæðis- flokksins nema ég verði rekinn. Ég hafna því að hafa slitið sam- starfinu. Eg greiddi ekki atkvæði í andstöðu við skriflegt sam- komulag meirihlutans," sagði Jóhannígærkvöldi. -GHS Magnús Gunnarsson: Flokkurinn er klofinn „Afstaða þessara einstaklinga veldur mér griöarlegum von- brigöum. Þaö stendur upp úr. Auðvitaö er flokkurinn klofinn að því leyti að það er komin geil milh bæjarfulltrúanna fiögurra - ég og Valgerður annars vegar og Jóhann og Ellert Borgar hins veg- ar - en ég lít svo á að ég hafi yfir- gnæfandi stuðning flokksins. Það er venjan að menn fylgi sinum flokki og ég get ekki annað séö en menn dæmi sig frá honum með svona hegðun,“ segir Magn- ús Gunnarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Sjálfstæðismenn hittast á full- trúaráðsfundi í Sjálfstæðishúsinu í Hafiiarfirði í kvöld til að ræða lok meirihlutasamstarfsins við Alþýðubandalagið í bæjarstjórn. Oddviti flokksins hyggst leggja fram yfirlýsingu um þaö að meiri- hlutasamstarfinu sé lokiö og er búist við að fiörugar umræður verðiáfundinum. -GHS Tryggvi Harðarson: Síðurensvo vantraustá Jóhann „Þetta er síður en svo vantraust á Jóhann. Það var ljóst að þarna voru margir hæfir umsækjendur og við völdum þann sem okkur virtist besti kosturinn. Ef Jóhann heföi orðið fyrir valinu óttaðist ég aö viö værum að færa þær deílur sem hafa einkennt störf meirihlutans inn . í embættis- mannakerfið. Það tel ég ekki heppilegt fyrir Hafnarfiaröarbæ eins og staðan hefur verið á um- liðnum vetri,“ segir Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Al- þýðuflokks. „Við erum ekkert farnir aö und- irbúa viðræður við aðra flokka. Við höfum alltaf lýst yfir aö við erum tilbúnir að taka að okkur stjórn bæjarins. Við erum tilbún- ir að ræða við alla aðila en við erum ekkert farnir að ræða það í okkar hópi við hvem verður rætt fyrst," segir Tryggvi. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.