Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1995
Fréttir
Forðagæslumaður á Kjalamesi í viðbragðsstöðu:
Þrjátíu kindur
meðnýborin
lömb rekin á Esju
- slæmt frá dýravemdarsjónarmiðum, segir forðagæslumaður
Um þrjátíu kindur meö a.m.k. jafn-
mörg nýborin lömb voru reknar á
fjall í Esjunni fyrir um tveimur vik-
um, aö sögn Andrésar Svavarssonar
í Enni, forðagæslumannsins á Kjal-
amesi. Féð heldur sig í Blikdal uppi
á vestanverðri Esjunni en þar eru
beitilönd takmörkuð nú með hliðsjón
af hæð og árferöi. Andrés sagði í
samtah við DV að ef beiðni kæmi frá
sveitarstjórn eða lögreglu mundi
reksturinn verða kærður.
„í sjálfu sér gæti ég kært þetta fyr-
ir að reka féö á fjall. Það hefur reynd-
ar ekkert komið frá sveitarstjóra eða
lögreglu um að ganga í máliö. Auð-
vitað gerir maður allt ef lögregla eða
sýslumaður óska eftir því.
Þetta er vissulega óæskilegt. Menn
eiga nú að hafa féð hjá sér og jafnvel
að gefa með á þessum árstíma. Það
er hins vegar tiltölulega grösugt
þama uppi og mikil sina og þetta er
nánast eina féð hérna í sveitínni. Það
er því engin ofbeit í afréttinum. Frá
dýraverndarsjónarmiðum er þetta
þó heldur slæmt.
í sjálfu sér get ég ekki sett út á féð
sem er í góðum holdum og tiltölulega
frjósamt. Féð hagar sér yfirleitt
þannig að þegar ekkert er að hafa
þá kemur það niður. Ég á þó ekki
von á að það gerist úr þessu. Gróöur-
inn er aðeins farinn að taka við sér.“
Andrés sagði að umrætt fé væri frá
bænum Króki á Kjalarnesi. Allt féö
á bænum hefði ekki verið rekið á fjall
heldur hlutí þess.'
-Ótt
Þessi Skódi kom illa undan vetri á Hvammstanga i vor enda var mikill snjór
á staðnum. Og ennþá má finna þar töluverðan snjó.
DV-mynd G. Bender
Sköttum
mótmælt
Skattadagurinn var laugardaginn
10. júní síðasthðinn, en það er sá
dagur ársins þegar skattborgarar
landsins hætta að vinna fyrir hið
opinbera.
Dagurinn er þannig skilgreindur
þar sem liðin eru 43,8 prósent af ár-
inu en það er sama hlutfall og út-
gjöld hins opinbera og iðgjöld lífeyr-
issjóða af vergri landsframleiðslu.
í tilefni skattadagsins mótmæltu
ungir sjálfstæðismenn háum skött-
um og miklum útgjöldum hjá hinu
opinberá. Mótmælin voru afhent
fjármálaráðherra og borgarstjóra.
Samkvæmt útreikningum ungra
sjálfstæðismanna er skattadagurinn
ívið fyrr á ferðinni í ár heldur en
undanfarin ár eða á 161. degi ársins.
í fyrra kom skattadagurinn upp á
163. degi ársins. -kaa
^kattadagur
Útgjöld hins opinbera og iðgjöld
lífeyrissjóða af vergri landsframieiðslu
' -
jan. febr. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
ÍPV
Baldvln Þorláksson:
Krafan er
samningur
fyrir helgi
„Ég vh fá samning og vinnufrið
lengur en í eitt og hálft ár. Ég er einn
þeirra sem felldu þessa miðlunartil-
lögu vegna þess að mér finnst ekki
koma tíl greina að málin verði með
þessum hættí tekin úr höndum okk-
ar sjómanna einu sinni enn,“ segir
Baldvin Þorláksson, stýrimaður i
Hafnarfiröi, sem var einn þeirra sjó-
manna sem felldu miölunartíllögu
sáttasemjara í sjómannadeilunni.
Hann segir að það hafi hleypt illu
blóði í menn að í miðlunartillögunni
hafi ekkert verið tekiö á atriðum á
borð við olíuverðstengingu, hafn-
arfrí, skiptaverð á rækjubátum, upp-
sagnarfrest og starfsaldursálag.
„Krafan er sú að menn setjist niður
og verði komnir með sanngjarnan
samning fyrir næstu helgi,“ segir
Baldvin. -rt
í dag mælir Dagfari
Bjargvætturinn að vestan
Enn er ekkert lát á ófriðnum í
kringum sjávarútvegsmáhn. Sjó-
menn fehdu sáttatillöguna og
trillukarlar halda áfram að mót-
mæla nýjum lögum um krókaveið-
ar. Hvort tveggja á rætur sínar að
rekja til kvótans fræga, sem hefur
hingað tíl verið eina haldreipi ís-
lendinga til að geta veitt þorsk eða
réttara sagt til að koma í veg fyrir
að geta veitt þorsk.
Nú hefur þessi kvóti náö há-
marksárangri með því að koma í
veg fyrir að sjómenn sæki sjóinn.
Menn ættu ekki að gera htið úr
kvótakerfmu, enda hefur Dagfari
ahtaf sagt það og segir það enn að
án kvótans verða engar þorskveið-
ar. Og með kvóta verða engar þors-
kveiðar, svo allt ber að sama
brunni. Kvótinn blífur.
Reyndar voru kjósendur vítt og
breitt um landið aö mótmæla kvót-
anum fyrir kosningamar í vor og
sumir frambjóðendanna tóku und-
ir þau mótmæh og lengst gengu
frambjóðendur og alþingismenn
Sjálfstæðisflokksins á Vestíjörðum
sem hótuðu því aö styðja enga þá
ríkisstjóm sem héldi sig við kvót-
ann.
í þessum hópi frambjóðenda var
Einar Oddur Kristjánsson, fyrrum
bjargvættur vinnuveitenda og
gúrú í landsmálum. Þegar mikið lá
við í þjóömálunum var gjaman tal-
að við Einar vestur á Flateyri og
Einar bjargvættur hafði svo mikið
að gera við að bjarga þjóðinni og
landinu með góðum ráðum og
skynsamlegum yfirlýsingum um
það hvernig best væri aö stjóma
landinu að hann lagði niður allan
rekstur sjálfur.
Það var heldur ekki hjá því kom-
ist að bjóða sig fram til þings og
aftur var Einar Oddur kominn í
sviðsljósið með yfirlýsingar handa
Vestfirðingum um, stríð.gegn kvóf-
anum. Svo lauk kosningum ög svo
lauk stjórnarmýndun og ekkert
bólaði á neinum breytingum á
kvótanum og þá sagði Einar Odd-
ur, sem er spakur maður, að menn
skyldu bara bíða og sjá. Stjórnar-
sáttmáh væri bara stjórnarsaátt-
máh, en það kæmi í ljós á þingi
strax í vor að þá mundi kvótinn fá
að kenna á því. Þá væri sér að
mæta.
Aht leit þetta vel út þangað til
ríkisstjórnin lagði fram fmmvarp
til laga um skerðingu á krókaveið-
um, þar sem trhlukörlum er gefinn
kostur á að velja á mhh banndaga-
kerfis eða kvótakerfis. Það segja
trillukarlar vera dauðadóm yfir
veiðiskap sínum og raunar sömu-
leiðis útfór á vehlestum byggðar-
lögum á Vestfjörðum.
Einhverjum varð á að spyrjaEin-
ar Odd hvort þetta væri það sem
hann meinti með því aö vera á
móti kvótanum. Og þá sagði Einar
af sinni alkunnu visku og mann-
kærleika að frumvarpið stríddi
gegn samvisku sinni en hann vhdi
hins vegar sýna Þorstein Pálssyni
þá tihitssemi að mæla með fmm-
varpinu!
Já, bjargvætturinn átti svo sann-
arlega erindi á þing. Þeir em ekki
margir lengur sem sjá ástæðu th
að sýna Þorstein Pálssyni tillits-
semi. Svo ekki sé nú talaö um þeg-
ar Þorsteinn leggur fram frumvarp
sem stríöir gegn samviskunni og
skynseminni. Þá æsa sig allir og
trillukarlar fara í mótmælaherferð
th höfuðborgarinnar og Vestfirð-
ingar lýsa yfir dauða þeirra sjávar-
þorpa sem enn eru i byggð fyrir
vestan.
Einmitt á svona stundum, þegar
allt er að fara til helvítis, er gott
að eiga góða menn að. Þá er gott
að hafa bjargvætti á þingi sem
skilja að orðstír ráðherrans er
meira virði heldur en einhveijir
geðvondir trihukarlar, svo ekki sé
nú talað um kmmmaskuðin fyrir
vestan. Fariö hefur fé betra, enda
er Einar Oddur kominn suður aftur
th að bjarga því bjargað verður af
ráðherranum.
Það má líka til sanns vegar færa
aö kvótinn er að bjarga þorskinum
og kvótinn lítur aht öðruvísi út,
eftir því hvort maöur skoðar hann
frá Alþingshúsinu eða bryggjunum
fyrir vestan. Það er líka haft eftir
einum trillukarlinum sem hitti
Einar Odd fyrir framan Alþingis-
húsið að hann, þ.e. trihukarlinn,
ætlaði að biðjast opinberlega afsök-
unar á því að hafa kosið Einar
Odd. Þeir fyrir vestan kjósa ekki
þá sem styöja kvóta þótt þeir sjái
það eflaust allir að tihitssemi Ein-
ars Odds við einn ráðherra er
meira virði en tilhtssemin við kjós-
endurna. Sérstaklega þegar kvót-
inn er í húfi.
Dagfari