Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1995, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995
7
Fréttir
Færeyskt nótaskip fann síld sunnan köldu tungunnar:
Sfldin á leið
á Rauða torgið
- stórtíölndi, segir Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
„Við vorum á beinu stími þegar við
keyrðum fram á síldartorfu á 64.
gráðum og 40 mínútum norður og 9
gráðum vestur. Við köstuðum á hana
en rifum illa. Það var spriklandi síld
í netinu þannig að það fór ekkert á
milli mála að þarna var síld á ferð,“
segir Árni Rogvy, skipstjóri á fær-
eyska nótaskipinu Kronborg, sem
keyrði fram á síldartorfu inni í ís-
lensku lögsögunni um 70 sjómílur frá
Rauöa torginu.
Hann segir að síldin sé að sínu
mati á leið með stefnu á Rauða torg-
ið, hinar fornu vetursetustöðvar
norsk-íslensku síldarinnar.
„Það er mjög mikið af síld komið
inn í íslensku lögsöguna en það er
mikill straumur á þessum slóðum og
erfitt að eiga við veiðarnar. Við
reyndum því ekki að kasta aftur en
notuðum tímann til aö keyra til skip-
anna sem voru að mokfiska norðar,"
segir Árni.
„Þetta eru stórfréttir ef rétt reyn-
ist. Ég ætla svo sannarlega að vona
að þetta sé raunin," sagði Jakob Jak-
obsson, forstjóri Hafrannsóknastofn-
unnar, þegar DV bar undir hann tíð-
indin um heimkomu norsk-íslensku
síldarinnar.
Færeysku nótaskipin hafa mok-
veitt síldina mun norðar og austar
eða á 67. gráðu norður, um 15 sjómíl-
ur innan íslensku lögsögunnar.
Vegna þessarar miklu veiði hafa
skipin ekki hugað að veiðum annars
staðar og því hefur enn ekki borist
skýr mynd af því hvernig síldin hag-
ar sér nákvæmlega á þeim slóðum
sem Kronborg kastaði.
Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á
Hólmaborg, segir það mikið fagnað-
arefni að síldin skuli vera komin
suður fyrir köldu tunguna.
„Þetta lítur alveg rosalega vel út.
Við erum mjög bjartsýnir á fram-
haldiö. Það er engin spurning að það
er mikið af síld og hún er á réttri
leið,“ segir Þorsteinn.
Þrjú færeysk skip hafa verið við
veiðar á þessum slóöum. Kronborg
landaði fullfermi, eða 1500 tonnum,
á Eskifirði á sunnudagskvöld.
Þessi heimkoma síldarinnar styrk-
ir mjög samningsstöðu íslendinga
gagnvart Norðmönnum varðandi
skiptinguveiðaúrstofninum. -rt
Landlæknir um breytingar á áfengislöggjöfinni:
Óttast aukna áfengisneyslu
„Ef samþykkt þessa frumvarps
veröur til þess að auka sölu og að-
gengi manna á áfengi þá boðar það
aukin heilbrigðisvandamál. Það er
margt sem bendir til þess að það
verði raunin,“ segir Ólafur Ólafsson
landlæknir um afnám einkaréttar
ríkisins á innflutningi á áfengi.
Ólafur sendi heilbrigðisnefnd Al-
þingis umsögn um áfengislagafrum-
vörp ríkisstjórnarinnar að ósk
nefndarinnar. Þar er lögð áhersla á
auknar foryarnir og bent á að áfeng-
isneysla á íslandi hafi aukist um 20
prósent á árunum 1980 til 1992, á
sama tíma og neysla áfengra drykkja
hafi dregist saman um 14 prósent
meðal ýmissa Evrópuþjóða.
Ólafur bendir á að áfengi sé sam-
verkandiþátturíslysum. -kaa
10LITIR
AUÐVELD UPPSEl.oiiu
BYGGINGAVÖRUR
Síðumúla 27, 108 Reykjavík • ® 811544 • Fax 811545
U&Xfið :
LaserWriter 16/600PS
Geislaprentari fyrir bæði Macíntosh og PC.
Ethemet-tengi. Hámark 16 síðuf á mínútu.
Grfurlega öflugúr prentari.
o
u a h
J JV*, áu vm
kr. jiSr. m. VjIÍ
'
Apple-umboðið
SKIPHOLTI 21 • SlMI: 511 5111
Heimasíöan: HTTPV/WWW.APPLE.IS