Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 2
/ Fréttir LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1995 Þjóðminjaráð fimdar eftir að rannsóknum á Miðhúsasilfrinu er lokið: Blekkingum ekki beitt í tengslum við f undinn - allt silfrið fr á vlkingaöld en einn munanna líklega seinni tíma smíð Þjóðminjaráð kynnti í gær á blaða- mannafundi niðurstöður rannsókna danska þjóðminjasafnsins á rúmlega 40 munum og brotum silfursjóðs, samtals rúmlega 650 grömm, sem fannst að Miöhúsum í Egilsstaða- hreppi. Rannsóknirnar leiddu í ljós að efnasamsetning silfurs í öllum sjóðnum á sér hhðstæður í óvefengd- um silfursjóðum frá víkingaöld. Einn heillegustu munanna sker sig hins vegar úr hvað varöar þann stíl og þá tækni sem beitt var við smíðina. Um er að ræða silfurhring sem er tæplega 29 grömm að þyngd. Hring- urinn, sem er merktur númer 3 viö rannsóknina, samanstendur af þremur ofnum silfursnúrum. Hann er smíöaður úr víkingaaldarsilfri sem líklega hefur verið brætt upp i seinni tíð og mótað á ný með nútíma tækni, tækni sem er fyrst þekkt á 19. eða 20. öld. Þrátt fyrir þetta segir í ályktun þjóðminjaráðs að rannsóknin gefi ekki tilefni til að álykta að blekking- um hafi verið beitt í tengslum við fundinn. Jafnframt sé rannsóknum, sem ráöinu hafi verið falið að láta gera, lokið. Það var Vilhjálmur Örn Vilhjálms- son, fornleifafræðingur og starfs- maður Þjóðminjasafnsins, sem upp- haflega hreyfði við því á árinu 1993 að líkur væru á að hluti sjóðsins væri nútímasmíð. Breskur prófessor, James Graham-Campell, var fenginn til landsins til að rannsaka sjóðinn og eru megin niðurstöður hans að hluti Miðhúsasilfursins sé nútíma- smíö. Segir hann enn fremur í skýrslu sinni að vísbendingar séu um að Þjóðminjasafnið hafi þannig verið beitt blekkingum vísvitandi. „Að sjálfsögðu er hægt að vera með margar getgátur í þessu samhengi sem rannsóknimar segja ekkert til um. Einn möguleikinn er sá að sjóð- urinn hafi fundist fyrr en skráð er og þar á eftir átt við hann, hann bræddur og unnið úr honum á ný. Að þessu loknu hefur hann verið grafrnn í jörðu. Hringur númer 3 getur verið afrakstur þessa. Það er líklegt að þráðurinn í hring númer 3- sé smíöaður af manneskju sem hefur til að bera þekkingu á sviði silfur- smíði,“ segir í niðurstöðum skýrslu danska þjóðminjasafnsins. Lilja Amadóttir, safnstjóri Þjóö- minjasafnsins, og Helgi Þorláksson dósent höfðu umsjón með rannsókn- unum fyrir hönd þjóðminjaráðs. Unnu þau greinargerð byggöa á skýrslu danska þjóðminjasafnsins. I greinargerðinni telja þau ómögulegt að tímasetja með nákvæmni hvenær sjóðurinn var lagður í jörðu ásamt með hring númer 3. í lok skýrslu sinnar sjá þau ástæðu til að geta þess að niðurstöðurnar bendi ekki til þess að sjóöurinn hafi verið lagður í jörðu sérstaklega í tilefni af komu Kristj- áns Eldjárns, fyrrverandi forseta ís- lands og þjóðminjavarðar, til Egils- staöa en hann var einmitt staddur þar þegar sjóöurinn fannst að Mið- húsum31.ágústl980. -pp Stuttar fréttir Leitað var að flugvélinni með öllum tiltækum hjálparsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Leitin var erfið vegna þoku á leitarsvæðinu en hún fór aðallega fram á Krísuvik- ur- og Bláfjallasvæðinu. DV-mynd BG Flugslys viö Kleifarvatn: Flugmaðurinn látinn þegar að var komið SamiðviðAlusuisse Ríkisstjóm íslands er reiðubúin aö skrifa undir samning viö Alusuisse um stækkun álversins í Straumsvík um leið og fyrirtæk- ið tekur ákvörðun um stækkun eftír tvo mánuði. RÚV sagði frá. Menningarborg Ríkisstjómin, fyrir hönd Reykjavíkur, hefur sótt um að Reykjavíki verði útnefnd menn- ingarborg Evrópu árið 2000 eöa 2001 til vara. RÚV sagði frá. AIHeimsforseti Eyjólfur Sigurðsson hefur veriö kosinn heimsforseti Kiwanis- samtakanna, fyrsti Evrópubúinn sem þann heiður hlýtur. RÚV sagði frá. Daviðáferðogflugi Davíð Oddsson er á faraldsfæti þessa dagana. í dag situr hann fund forsætisráðherra Norður- landa og Eystrasaltsríkjanna í Vilníus í Litháen og á þriðjudag fer hann í opinbera heímsókn til Namibiu. Seðiabanki lækkar vexti Seðlabankinn hefur lækkað forvexti og vexti í endurhverfum ríkisvíxlakaupum um 0,3 pró- sentustig. Lækkunin tekur gildi í dag og nær til viðskipta Seðla- bankans við banka og innláns- stofnanir. Rafmagnshagnaður Hagnaöur af rekstri Rafmagns- veitu Reykjavíkur nam 342 millj- ónum króna á síðasta ári og arð- greiðslur tíl borgarsjóðs voru 415 miUjónir. Þetta kemur fram í nýlegri ársskýrslu fyrir 1994. -bjb/-sv Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði fann laust eftir klukkan 7 í gærkvöld tveggja hreyfla flugvél sem saknað hafði verið frá því klukkan 4 síðdegis í gær. Flugmaður vélarinnar, sem var einn um borð og var atvinnuflug- maður, var látinn þegar að var kom- ið. Flugvélin, sem er ítölsk, af gerðinni Partenavia 68, fannst í Geitahlíð sunnan Kleifarvatns. Þyrla Land- helgisgæslunnar flaug á staðinn með fuUtrúa loftferðaeftirhtsins og rann- sóknarnefnd flugslysa og rannsök- uðu þeir vettvang slyssins í gær. Flugvélin lagði af staö frá Reykja- vík klukkan 14.10 í gær áleiöis til Selfoss en hafði síöast samskipti við flugtum klukkan 14.15, þá yfir Kleif- arvatni. Þau samskipti voru með eðhlegum hætti. Þegar flugvélin kom ekki fram á Selfossi á áætluðum tíma hófst eftirgrennslan og síðan leit meö öllum tiltækum hjálparsveitum úr nágrannabyggðarlögum. Leitin var erfið vegna þoku á leitarsvæðinu en hún fór aðallega fram á Krísuvíkur- ogBláflallasvæöinu. -ÍS/PP Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. * _Ll Nei _2j r ö d d m ■ w wi ■■ FOLKSINS 904-1600 Má yffirmaður Eöðrunga undirmann sinn? Alllr I stofræna kurflnu maft tónvalsslma guta nýtt »6r þe»«a þ|6nu$tu. Ekki vegið að mér sem fræðimanni - segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson „Ég tel að þarna sé komin óve- fengjanleg sönnun þess að átt hafl verið við sjóðinn á ákveðnu tímabiU en hins vegar er þaö túlkað í fiölmiöl- um á afar mismunandi hátt. Mér þykir undarlegt að fremsti sérfræð- ingur á sviði silfurrannsókna á ís- landi hafi ekki getað séö þetta árið 1980,“ segir dr. Vilhjálmur Örn Vil- hjálmsson, fornleifafræðingur á Þjóðminjasafninu, um niðurstööur rannsókna á Miðhúsasilfrinu og á þar við Þór Magnússon þjóðminja- vörð. Dr. Vilhjálmur segist alls ekki telja að vegið sé að sér sem fræöimanni, þvert á móti. Upphaflega rannsóknin hafi verið málefnaleg en henni hafi hins vegar veriö snúið upp í farsa. Þeir sem stóðu að henni hafi verið „kriminahseraðir" í umræðunni eft- ir að þeir komu fram með niöurstöð- umar. í ljósi yfirlýsinga Miðhúsa- hjónanna, um að meiöyrðamál verði höfðað gegn honum, segist Vilhjálm- ur harma að menn vilji yfirleitt tengja máUð réttarhöldum. Aðspurður segir Vilhjálmur að yf- irmaður sinn, Þór Magnússon, hafi tjáö sér að nýlega hafi verið rætt um það á fundi þjóðminjaráðs að staða hans væri óörugg hjá safninu en VU- hjálmurtelurþóaðsvoséekki. -pp Málið til mikilla vandræða - segir Sturla Böðvarsson „Ég tel að þetta umtal og ásakanir einstakra starfsmanna hafi verið til mikUla vandræða fyrir safniö satt að segja og mál er að Unni,“ segir Sturla Böðvarsson, formaður þjóðminja- ráðs, um niöurstöður rannsókna á Miðhúsasilfrinu. Sturla segist ánægður með að mál- inu sé lokið og rannsókn Dananna virðist vera mjög vönduð. Það hafi ekki verið rætt á fundi þjóöminjaráðs um aö málið hafi áhrif á starfsframa einstakra manna innan safnsins enda sé starfsmönnum gefinn kostur á að vinna að málum á eigin forsend- um. Hann segist líta það alvarlegum augum ef Þjóðminjasafniö verði sótt til saka af einstökum mönnum í þjóð- félaginu og vonar að ekki komi tíl þess. Hins vegar yrði afstaða tekin tíl þess þegar og ef að því kæmi. -pp EM í bridge: Lokaspretturinn hafinn íslenska landsliöið var í 7. sæti Evrópumótsins í bridge með 489 stig þegar tveimur umferðum var ólokið á mótinu. Sveit Ítalíu var langefst með 535,5 stíg, Pólland í öðru með 508, Frakkland með 504 og Holland í flórða sæti með 502,5 stig. Svíþjóð var í fimmta sæti mótsins með 500,5 stíg en ísrael í því sjötta með 493 stig. Fjórar efstu sveitimar vinna sér rétt til þáttöku á HM þar sem keppt verð- ur um Bermúdaskálina í október á þessu ári. ísland vann sigur á Tékkum, 17-13, í fyrsta leik gærdagsins og síðan 17-13 sigur á Austurríkismönnum í öðrum leik. SíðastiJeikur gærdagsins var gegn Spánverjum en í dag fer síðasta umferðin fram en þá spilar liöið gegn Sviss. _is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.