Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Qupperneq 8
I LAUGARDAGUR 1. JULI 1995 Bridge íslenska landsliðið í bridge sem nú keppnir á Evrópumótinu. Hörð átök um verðlaunasætin á EM í Portúgal Þegar þetta er skrifað hefur lands- lið íslands i opna flokknum náð að klifra upp úr 22. sæti í 5. sæti sem verður að teljast töluvert afrek. Sex umferöir eru eftir og að mínu viti er 4. sætið innan seilingar. Bæði er að fimm af sex andstæðingunum ættu að vera auðunnir og úthald okkar manna ætti að vera betra en hinna. En þegar þetta er lesið þá ætti að hafa komið í ljós hversu sannspár ég hef verið því aðeins er eftir að spila einn leik og hann við Sviss. Raunar gæti hann ráðið úrslitum. Konunum hefur hins vegar vegnað verr eftir nokkuð góða byrjun. Þegar þetta er skrifað eru þær í 14. sæti af 22 þjóðum með 243 stig. Við skulum líta á árangur liðsins í opna flokknum til þessa: 12 gegn Finnlandi 10 gegn rikklandi 20 gegn Mónakó 19 gegn Slóveníu 25 gegn San Marínó 16 gegn Póllandi 21 gegn Danmörku 8 gegn Svíþjóð 9 gegn Hollandi 13 gegn Frakklandi 15 gegn Bretlandi 25 gegn Rússlandi 21 gegn Litháen 20 gegn Noregi 17 gegn Hvíta-Rússlandi 11 gegn Belgíu 23 gegn Portúgal 17 gegn Þýskalandi 7 gegn Ítalíu 22 gegn Króatíu 17 gegn írlandi 15 gegn Úkraínu 25 gegn Rúmeníu 19 gegn ísrael 20 gegn Ungverjalandi Eins og sést á þessari upptalningu hefur sveitin unnið 16 leiki (þar af 13 leiki í röð með einni undantekn- ingu), tapað sjö og gert jafnt í tveim- ur. Ef rennslið heldur áfram virðist leiðin til Peking greið, þ.e. eitt af fjór- um efstu sætunum. Við skulum að lokum fylgjast meö Jóni Baldurssyni og Sævari Þor- Umsjón Stefán Guðjohnsen björnssyni berja á San Marínómönn- um. S/O ♦ D6542 ¥ 7432 ♦ - + DG52 ♦ AK8 ¥ DG1095 ♦ A5 4* 843 N V A S * G97 ¥ AK86 ♦ D1064 + 109 Suður Vestur Noröur Austur ltígull pass 1grand* pass 2hjörtu** pass 3grönd pass 4 tíglar pass 4 spaðar pass 6 tíglar pass pass pass Laus staða Laus er til umsóknar staða skólameistara við Menntaskól- ann á Egiisstöðum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. júlí næstkomandi. Matgæðingur vikuimar Saltfiskréttur með múslíbrauði - og hvítlaukskjúklingur „Matreiðsla er mikið- áhugamál hjá mér. Mér fmnst mjög gaman að grafa bæði kjöt og físk og að prófa nýjar uppskriftir, sérstaklega uppskriftir að saltfiski. Ég er líka hrifm af skötusel og humrinum náttúrlega," segir Jóna Ragnars- dóttir á Reyðarfirðisem um helgar starfar við matseld á Hótel Eddu á Hallormsstað. Jóna býður upp á saltfiskrétt og hvítlaukskjúkling. Saltfiskréttur með múslíbrauði 172 kg saltfiskur 300 g hvítar baunir > 4 msk. hvítlauksmauk '2 laukar 1 msk. hvítlaukspipar 1/2 msk. pipar 1 msk. edik 1 dl olífuolía 3 egg 10 grænar olífur Saltfiskinn þarf að útvatna í 12 klukkustundir og skipta um vatn fjórum sinnum. Baunirnar eru lagðar í bleyti í 12 klukkustundir og síðan soðnar í 30 mínútur. Eggin eru harðsoðin. Fiskurinn er settur í nýtt vatn og suðan látin koma upp. Roð og bein fjarlægð. Hitið olíuna og setjið sneiddan Jóna Ragnarsdóttir. DV-mynd Emil Thorarensen. laukinn, hvítlauksmaukið, kryddið og sneiddar olífurnar út í og sjóðið í 2 mínútur. Bætið þá baunum, fiski og ediki út í og látið malla í 5 til 10 mínútur. Borið fram á fati, skreyttu niðursneiddu eggi og smátt skornum hvítlauk. Múslíbrauð 3 bollar hveiti 1 bolli múslí 1/2 bolli hveitiklíð 1/4 bolli sykur 2 msk. lyftiduft 1 tsk. salt 11/2 bolli súrmjólk 1 bolli mjólk Öllu hrært vel saman og sett í brauðform. Bakað í 1 klukkustund við 190 gráður. Hvítlaukskjúklingur 1 kjúklingur 2 msk. all around 3 msk. kjúklingakrydd 5 msk. hvítlauksduft 1 sveppadós 1 peli af rjóma Sneiðið kjúklinginn í tíu bita og kryddið með all around kryddi og kjúklingakryddi. Látið bíða í 20 mínútur. Stráið hvítlauksdufti yfir bitana og léttsteikið á pönnu. Hellið úr sveppadósinni og 1 pela af rjóma yfir og látið malla í 40 mínútur. Borið fram með sérríkartöflum, salati, hrísgrjónum og hvítlauks- brauöi. Sérríkartöflurnar' eru brúnaðar í sykri, smjörlíki og 1/2 til 1 dl af sérríi. Jóna skorar á Sigríði Þráinsdótt- ur, frænku sína og hótelstýru á Hótel Eddu á Hallormsstað, að vera næsti matgæðingur. „Hún er lærð- ur kokkur og mjög frumleg." Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Símanúmerið er 904-1700. Hinhliöin ♦ 103 ¥ - ♦ KG98732 + AK76 Með Sævar og Jón í n-s gengu sagn- ir þannig eftir Icerelay: * Geimkrafa og spyr um skiptingu ** 0-1 hjarta og 2-i spaöar Jón vildi ekki gefa slemmuna eftir og þótt hann lenti í vondri tromplegu var útspiliö hagstætt. Vestur spilaði út hjartaþristi, drottning, ás og tromp. Síðan tromp á ás og vestur var ekki með. Nú voru góð ráð dýr og Jón lá lengi yfir fram- haldinu. Éf vestur hefur spilað út frá hjartakóngi þriöja þá má vinna spilið með því að trompa kónginn niður, en Jóni þótti ólíklegt að sú staða væri uppi. Hann spilaöi því hjarta- gosa og lét hann róa þegar austur setti lítið. Þar með var spilið unnið og Jón og Sævar bókuðu 920 í sinn dálk. Auðvitað er slemman í harðara lagi en samt leyndist í henni vinningur, þrátt fyrir vonda tromplegu, að vísu eftir hagstætt útspil. Austur gerði sitt besta með því að setja ásinn í fyrsta slag en Jón sá við honum. linford Christie er sá besti - segir Geirlaug Geirlaugsdóttir frjálsíþróttakona „Iþróttirnar taka allan minn tíma og það gefast ekki mörg tækifæri til þess að fást við eitthvað ann- að,“ sagði Geirlaug Björg Geir- laugsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, sem sýnir á sér hina hlið- ina að þessu sinni. Geirlaug hefur um árabil verið ein fljótasta hlaupakona á íslandi en helstu greinar hennar eru 100 og 200 m hlaup. Fullt nafn: Geirlaug Björg Geir- laugsdóttir. Fæðingardagur og ár: 24. ágúst 1967. Maki: Hlynur Halldórsson. Börn: Engin. Bifreið: Volkswagen Golf 1985. Starf: íþróttakennari. Laun: Þau eru lág. Áhugamál: Það kemst ekkert ann- aö aö en íþróttimar. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói?- Einu sinni í HHÍ, lægsta vinning. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fara í keppnisferðir til útlanda. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að keyra um á gömlum og biluðum bíl. Uppáhaldsmatur: Pasta. Uppáhaldsdrvkkur: Egils Kristall. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Linford Christie. Uppáhaldstímarit: Times Maga- Geirlaug Björg Geirlaugsdóttir. zine. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan maka? Páll Steinar, 5 mánaða gamall frændi minn. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Andvíg. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Irenu Privalovu. Uppáhaldsleikari: Jeff Bridges. Uppáhaldsleikkona: Holly Hunter. Uppáhaldssöngvari: Luciano Pavo- rotti. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Mikki mús. Uppáhaldssjónvarpsefni: HM og ólympíumót í frjálsum íþróttum. Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga- hús: Samurai, ég er hrifin af jap- önskum mat. Hvaða bók langar þig mest til að lesa? Villta svani eftir Jung Chang. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Anna Björk Birgisdóttir. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bryn- dís Hólm. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Kaffi Reykjavík, en ég fer lítið út að skemmta mér. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ár- mann í frjálsum og Akranes í fót- boltanum. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að ná íslandsmetinu í 100 m hlaupi. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég er nýkomin að utan úr fjögurra landa heimsókn sem var bæöi frí og keppnisferð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.