Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 1. JULI 1995 Aldarfjórðungur frá andláti eins áhrifamesta stjómmálamanns íslendinga á 20. öld: Stjómskörungur sem allir treystu - segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson sem gert hefur sjónvarpsþátt um Bjama Benediktsson „Bjami Benediktsson var einn áhrifamesti stjórnmálamaöur ís- lendinga á 20. öld. Hann er maður sem ég og flestir aðrir bera mikla virðingu fyrir vegna forystuhæfi- leika hans og þáttar hans í því að leiða rök að stofnun lýðveldis og marka utanríkisstefnuna eftir stríð. Síðan stýrði hann þjóðarskútunni í misjöfnu veðri á síðari hluta Við- reisnartímabilsins. Þá skiptir það líka nokkru máli að nú eru 25 ár lið- in frá fráfalli Bjarna Benediktsson- ar,“ segir Hannes Hólmsteinn Giss- urarson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og höfundur hand- rits aö nýjum sjónvarpsþætti um Bjarna Benediktsson, forsætisráð- herra í tíð Viðreisnarstjómarinnar, sem frumsýndur verður annað kvöld í Sjónvarpinu. Seinustu daga hefur Hannes verið að leggja lokahönd á þáttinn ásamt framleiðandanum, Jónasi Sigur- geirssyni sagnfræðingi. Lífi blásið í söguna „Það þarf að gera íslandssöguna lifandi fyrir hugskotssjónum nýrrar kynslóðar sem hefur vanist mynd- segulböndum og hlýtur sinn fróðleik og sína skemmtun af sjónvarps- skjánum en ekki af vörum ömmu gömlu eða úr bókum, blöðum og tímaritum. Þess vegna hef ég lagt það fyrir mig síðustu árin að gera sjón- varpsefni sem ég hef áhuga á og sem Hannes telur að Bjarna verði aðallega minnst fyrir þá forystu sem hann tók um að íslendingar gerðust aðilar að vestrænu varnarsamstarfi. Einnig verði hans minnst fyrir forsæti hans í Viðreisnarstjórninni i sjö ár. Hér er Bjarni á leið á kjörstað i borgarstjórnarkosningunum árið 1970 ásamt konu sinni, frú Sigríði Björnsdóttur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. ég vona að aörir hafi líka áhuga á - sögulegt efni tengt íslandi og íslensk- um stjórnmálum." Hann segir að i þessum þætti reyni hann að sýna persónuna' Bjarna Benediktsson. Hann segist þó hafa þurft aö gæta sín á að fara ekki of langt í því til að lenda ekki í þeirri gildru aö fella huglæga dóma. „Ég fór mjög varlega í að fella dóma eða leggja huglægt mat á persónuna Bjarna Benediktsson heldur rakti frekar á annálskenndan hátt helstu atvik í lífi hans og vildi frekar sýna ævi hans en að segja hana.“ Bylgjan brotnaöi á Bjarna Líklega verður Bjarna aðallega SumcTJít Sumarblóm 20-50% afsláttur Trjáplöntur 20-40% afsláttur Rósir og fjölær blóm 20% afsl.4 Blómaker 20-50% afsláttur 8 rósir í búnti a Opið alia daga 10-22 1 '' minnst fyrir tvennt. Telur Hannes að það sé í fyrsta lagi það forystu- hlutverk sem Bjarni gegndi er ís- lendingar gerðust aðilar að vestrænu varnarsamstarfi. „Þetta gerði hann vitaskuld í góðri samvinnu við marga aðra. Bjarni var hins vegar sá sem rökstuddi þetta frekast. Við megum ekki gleyma því núna að þetta var mjög mikið ágrein- ingsefni og þar brotnaði bylgjan á Bjarna Benediktssyni. í ööru lagi tel ég að Bjarna verði minnst fyrir for- sæti hans í Viðreisnarstjórninni í sjö ár. Viðreisnarstjórnin beitti sér fyrir afnámi hafta, einfóldun gjaldeyris- mála, fyrir festu og frjálsræði í stjórnarfari og fyrir stóriöju og stór- virkjunum. Seinna, þegar mikil efna- hagsáfoll urðu á síðari hluta Við- reisnartímans, tókst Bjarna með samráöi og samvinnu viö verkalýðs- leiðtoga, atvinnurekendur og stjórn- arandstöðu að sigla þjóðarskútunni tiltölulega óskaddaðri í gegnum þann mikla ólgusjó. Auðvitað verður Bjarna líka minnst fyrir þau rök sem hann færði fyrir því að við hefðum öölast fullan rétt tfi sambandsslita við Dani og til þess að stofna lýð- veldi.“ Auk myndefnis af Bjarna segir Hannes að reynt sé að nota annað efni til að ná tíðarandanum á þeim tímaskeiðum sem fjallað er um hverju sinni í þættinum. Hins vegar sé aðalatriðið vitaskuld ævi og starf Bjarna sem stjórnmálaleiðtoga. Þátturinn er ávöxtur margra ára rannsókna Hannesar á tiltæku myndefni um íslenska stjórnmála- menn. Hann hefur samhíiöa þeim unnið að gerð gagnagrunns um hvar heimildir er að finna um stjórnmála- foringja eins og Stefán Jóhann Stef- ánsson, Ólaf Thors, Hermann Jónas- son og Jón Þorláksson - allt menn sem Hannes hyggst gera þætti um. Reyndar hefur hann þegar hafist handa við að safna myndefni í fyrsta þáttinn sem fjalla á um Ólaf Thors. Vísir að þroskasögu „Eg held að þeir sem horfa á þenn- an þátt sjái vísi að þroskasögu í hon- um - þegar hinn ungi Bjarni Bene- diktsson, sem er feitlaginn og heldur kauðskur í hreyfingum, breytist smám saman í stjórnskörung sem stígur þungt og þétt og örugglega til jarðar, er orðinn mikill af sjálfum sér og er gæddur ákveðnum styrk sem kemur fram á síðustu áratugum ævi Bjarna. Þá er hann búinn að ná full- komnum tökum á sjálfum sér og umhverfinu. Þetta held ég að menn sjái þegar ég sýni þessa atburðarás. Þarna hefur maöur breyst úr stórgáf- uðum og harðduglegum baráttujaxli í vitran stjórnskörung sem stuðn- ingsmenn jafnt sem andstæðingar treystu.“ -PP • Móttaka fyrir allt brotajárn • • Kaupum alla málma • Utvegum hagstæóa flutninga MHRINGRAS HF. ENDURVfNNSLA I j I i 4 i m •I m •i saMlSSífe, Sími: 581 4757 • Sundahöfn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.