Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 5 Fréttir Kjarasamningur flugmanna: Launin hækkuðu um 6,9 prósent - hafa alltað454þúsundífóstmánaöarlaun Föst laun flugmanna og ílugstjóra hækkuðu um tæplega 6,9 prósent í kjarasamningi sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna geröi við Flug- leiðir um miðjan júní. Hjá flugmönn- um hækka launin um 12.544 til 23.310 krónur á mánuði en hjá flugstjórum um 15.679 til 29.138 krónur. Við undirskrift samningsins hækk- uðu grunnlaun flugmanna og flug- stjóra um 3,3 prósent og svokallaður flugauki hækkaði úr 6,33 prósentum í 10 prósent. Eftir hækkunina eru föst mánaðarlaun flugmanna á bil- inu 195.252 til 362.840 krónur og hjá flugstjórum 228.383 til 424.415 krón- ur. Um áramótin hækka launin síðan um 3 prósent til viðbótar. -kaa Sigurjón Olafsson með silfurverðlaunapeningana tvo ásamt sjö viðurkenningarskjölum úr Mustad open fluguhnýt- ingakeppninni. DV-mynd BG Sigurjón Ólafsson fluguhnýtari: Hlaut sjö viðurkenn- ingar og tvö silf ur - í alþjóðlegu Mustad open fluguhnýtingakeppninni í Noregi „Það er keppt í átta flokkum í Mustad open fluguhnýtingakeppn- inni og mér tókst aö fá viðurkenn- ingu í sjö flokkum og þar af tvenn silfurverðlaun. Tíu efstu í hveijum flokki fá viðurkenningu," sagði Sig- uijón Ólafsson, vélfræðingur og listamaður í fluguhnýtingum, í sam- tali við DV. Sigurjón var eini fluguhnýtarinn í keppninni, sem tugir atvinnumanna í fluguhnýtingum tóku þátt í, sem fékk viðurkenningu í sjö flokkum af átta. Kepppnishaldarar ytra hafa ákveðið að skrifa grein um Sigurjón og flugurnar hans og senda ásamt ljósmyndum af verðlaunaflugunum til þess veiðitímarits sem hann velur sjálfur. í fyrra greindum við frá því að Sig- urjón hefði hlotið tvær viðurkenn- ingar í þessari sömu keppni. Þá fór hann tiltölulega illa undirbúinn í keppnina. Að þessu sinni var undir- búningurinn lengri. „Ég var þó ekki nema þrjá daga alls að hnýta þessar 8 flugur og end- urgerði bara tvær þeirra. Ég sendi fullklædda Torres-flugu í flokkinn gamlar klassískar flugur eftir eigin vali og var langlengst að hnýta hana eða tólf tima,“ sagði Sigurjón. Flokkarnir sem keppt er í eru flokkur fullklæddra klassfskra flugna frá Viktoríutímanum. Keppn- ishaldarar ákveða hvaöa flugu á þar að hnýta. Síðan er annar flokkur slíkra flugna en frjálst val hvaða fluga er hnýtt. Þar hlaut Sigurjón , silfurverölaun fyrir Torres-flugu. Þá kemur laxafluga meö hárvæng. Heföbundin votfluga og þar hlaut Sigurjón líka silfurverðlaun fyrir af- brigöi af Invicta-flugu. Síðan er það flokkur nympha og straumflugna, þurrflugna og loks er einn flokkur þar sem menn eru með eitthvert frumsamið kikvendi, sem ekki er hægt að flokka sem flugu. Sigurjón fór til Noregs að ná í verð- launin sín, eins og vera ber. Hann segir að nú fari flugurnar hans á sýningu ytra sem haldin verður í ágúst og einnig verði þær til sýnis á ýmsum veiðidögum ytra. Davíð Oddsson á ferð í Namibíu: Vékur geysimikla eftirtekt hér segir Hrafnkefl Eiríksson sem er búsettur ytra „Davíð vekur engu minni eftirtekt en forseta Sambíu sem var hér í heimsókn á dögunum. Sjónvarpið var með langa frétt í fyrrakvöld, út- varpið hefur sagt fréttir af heimsókn- inni á klukkutímafresti í dag og fólk sem maöur mætir á förnum vegi tal- ar varla um annað,“ sagði Hrafnkell Eiríksson, verkefnisstjóri hjá Þróun- arsamvinnustofnun íslands í Namib- íu, í samtali við DV í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra er þar í opinberri heimsókn ásamt níu manna föruneyti. Hrafnkell sagði að Namibíumenn væru að biðla til íslendinga á mörg- um sviðum, t.d. um aðstoð í sam- bandi við krabbameinslækningar og hafrannsóknir. Einnig hefur frést af smíði rannsóknarskips sem Islend- ingar gætu komið inn í. „Forsætisráðherranum var haldin veisla í gær og þá fundaði hann með ráðamönnum. I morgun flaug hann svo til Luderitz þar sem fjölmargir íslendingar búa og þar hittir hann eins marga þeirra og hægt er. í dag er ég svo að búa mig undir að taka á móti fólkinu. Aðspurður um hvað Namibíumenn heföu upp á að bjóða fyrir íslendinga sagði Hrafnkell að þar væru miklir möguleikar fyrir íslensk fyrirtæki sem versluðu með veiðarfæri og slíkt. Hann sagði að fiskiönaðurinn í landinu væri í smá- lægð um þessar mundir en framtíðin væri ákaflega björt. Síðasti dagur heimsóknar Davíðs Oddsonar er á föstudaginn og þá má gera ráð fyrir að undirritaðar verði viljayfirlýsingarafýmsutagi. -SV Börninheim: Borgarráð haf nar fjárstuðningi Borgarráð hafnaði í vikunni beiðni Sigurðar Harðar Pétursson- ar um styrk vegna baráttu Soffíu Hansen fyrir því að fá börn sín heim til íslands. í fundargerð borg- arráðs segir að það telji ekki unnt að veita fé til átaksins „Börnin heim“ að því marki að skuldastaða málsins breytist að einhveiju gagni. Því fallist ráðið ekki á erind- ið. -kaa EF ÞU VILT EIGIUAST FALLEGT SÓFASETT ÞÁ SKALTU KOMA STRAX í DAG OG LÍTA Á Valby sófasettið fæst bæði í 3-1-1 eða sem 3-2-1 eða þá hornsófi, 5 eða 6 sæta. Slitsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir. Verðdæmi: 3-1-1 kr. 158.640,- 3-2-1 kr. 168.640,- 5 sæta horn kr. 152.320,- 6 sæta horn kr. 158.640,- Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör VISA IDEmmbler ISLAINIDI Danskur smekkur er "dejlig" Húsgagnahöllinni S: 587 1199 - Bildshöfði 20 - 112 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.