Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995
10
Spumingin
Á að gefa afgreiðstutíma
skemmtistaða frjálsan?
Elmar Eggertsson verkamaður: Já,
þá ráða menn hvenær þeir skemmta
sér.
Kristinn Páll nemi: Ekki hika við það
svo að menn geti skemmt sér þegar
þeir vilja.
Sólveig Guðmundsdóttir sjúkraliði:
Já. Ég held að fólk sæki bara eitthvað
annað ef það er lokað. Frelsið myndi
minnka álagið í heimahúsum.
Þorgeir Jóhannsson nemi: Já, ég tel
svo vera - með einhverjum fyrirvör-
um. Menn eiga að fá að ráða því hve-
nær þeir skemmta sér. Hinir geta
verið heima að sofa.
Guðrún Birgisdóttir röntgentæknir:
Já. Það væri fínt.
Birgitta Birgisdóttir nemi: Jú, ætli
það ekki.
Lesendur
Frjálshyggjan
ekki góð
Benedikt Sigurðsson skrifar:
Frjálshyggjan er ekki góð stefna.
Hún byggir á þessu frelsi sem getur
oft reynst hættulegt. Oft heyrir mað-
ur frjálshyggjumenn segja að „menn
eigi að hafa frelsi til að gera hvað sem
þeir vilja skaöi þeir ekki aðra“. Þessi
kennisetning er röng að tvennu leyti.
í fyrsta lagi eiga menn ekki að hafa
frelsi til hvers sem er. Menn geta
skaðaö sjálfa sig á margan máta. T.d.
geta menn drukkið of mikið áfengi
eða borðað of mikið. Einnig er athöfn
eins og að fara illa með íslenska fán-
ann gjörsamlega ósiðleg þótt hún
skaði ekki neinn. í öðru lagi er hin
forsenda frjálshyggjumannanna
röng að aldrei séí lagi að skaða aðra.
Oft er réttlætanlegt að skaða aðra.
Við getum tekiö fóstureyðingar sem
dæmi. Móðir, sem ákveður að eyða
fóstri, er vissulega að skaða það þótt
það hafi ekki enn hlotið sjálfstæðan
vilja. Það er aftur á móti viöurkennd
staðreynd að konan hlýtur að ráða
yfír eigin líkama.
Frjálshyggjan vill líka selja eignir
ríkisins. Hún vill selja eignir þjóðar-
innar. Það er eins og hún vilji að
þjóðin megi ekki eiga neitt. Það hlýt-
ur að vera efnahagslega farsælla að
ríkið eigi sem mest. Því meira sem
ríkið á því styrkari er staða þess.
Fráleitt er að selja þjóðareignir eins
og Áburöarverksmiðju ríkisins, Rík-
isútvarpið og fleiri stofnanir.
Það er sem ég sjái nokkuð af frjáls-
hyggju í þeim ríkisstjórnum sem
Sjálfstæðisflokkurinn tekur þátt í.
Það var annað hér á árum áður þeg-
ar Sjálfstæðisflokkurinn var sannur
íhaldsflokkur og anaði ekki út í ein-
hverja vitleysu. Það sem þessir menn
vilja gera nú til dags er bara að skera
niður. Skera niður velferð. Það er
slæmt aö tvennu leyti. í fyrsta lagi
byggir lífshamingja þjóðarinnar á
því að peningum sé dælt af fullum
krafti í velferöarkerfið og atvinnu-
greinar sem standa höllum fæti. í
öðru lagi er það hagvísindalega sann-
að að halli á ríkissjóði sé þjóðhags-
lega hagkvæmur.
Það sér því hver maður að annað
en að menn taki höndum saman um
að losna við þessar frjálshyggjubá-
biljur úr þjóöfélaginu okkar er fárán-
legt. Ég legg til að tekin verði upp
samfélagsfræðikennsla í skólum meö
áherslu á stjórnmál. Hún má ekki
vera hlutdræg en um leið og ungt
fólk kynnist öllum hhðum mála, sem
kenndar eru á hlutlausan máta, sér
það hið rétta.
Slæmar barnaverndarnef ndir
Elín hringdi:
Ég ætla að lýsa yfir aðdáun minni
vegna skrifa Jenníar Rutar Sigur-
geirsdóttur í nýlegu helgarblaði og
hugrekki hennar aö koma fram. Þar
kemur fram hvers konar vinnubrögð
eru viðhöfð hjá barnaverndarnefnd-
um landsins. Þrátt fyrir að þar sé
verið að fjalla um vítaverð vinnu-
brögð barnaverndamefndar Hafnar-
fjarðar er slíkt og hiö sama uppi á
teningnum í Reykjavík. Hjá barna-
vemdarnefndunum er fumast áfram
með það eitt í huga að þagga niður í
foreldrinu sem hefur ofboöið barn-
inu sínu. Þá gildir einu hvernig barn-
inu reiðir af, bara að foreldrið hefur
hljótt um sig þannig að ekki verði
blaðaskrif og fjaðraf'ok. í því skyni
eru foreldrinu endalaust gefnir nýir
og nýir sénsar og jafnvel ausið í það
peningum en barnið er alltaf þoland-
inn og ekki farið út af heimilinu fyrr
en það hefur beðið æ enduriekinn
stórfelldan skaða á eigin líkama.
Fréttaflutningur dagblaða um ein-
stæöa foreldra, sem hafa orðið fyrir
barðina á barnaverndarnefnd og
misst barnið sitt af einskærri illsku
bamaverndarnefnda, er hreinn upp-
spuni foreldranna. Hið sanna er að
eftir að til kasta barnaverndarnefnda
kemur fær foreldrið endalausa sénsa
og barninu ekki forðað fyrr en það
hefur mátt líða óbætanlegt tjón. Ekki
er látið staðar numið þar því enn fær
foreldrið að ráðskast með barnið
þrátt fyrir að það hafi verið tekið úr
vörslu þess því alltaf er verið að forð-
ast að foreldrið geri usla. Ef æmtir í
foreldrinu fær þaö einhverja sporslu
til að það þagni. Hvað svo sem barna-
verndarnefnd ákveður er óhaggan-
legt. Það getur enginn hróflað viö
störfum þessa fólks sem er pólitískt
skipað og getur hagaö sér að geð-
þótta. Barnaverndarnefndir, a.m.k. á
höfuðborgarsvæðinu, eru smánar-
blettur á þjóðfélaginu og er ömurlegt
að fólk, sem setur hag barnsins langt
fyrir aftan hag óhæfs foreldris, skuli
hafa örlög bams í höndum sér.
Spara Almenningsvagnar á álagstímum?
Kolbrún Þ. Sverrisdóttir skrifar:
Ég vil lýsa furðu minni á lélegri
þjónustu Álmenningsvagna þann 17.
júní síðastliðinn.
Ég, systir mín og mágur og fjögur
börn þeirra, þar á meðal eitt í bama-
vagni, ætluðum til Reykjavíkur þetta
kvöld, nánar tiltekið kl. 21.26 frá
skiptistöðinni í Kópavogi. Þarna biöu
u.þ.b. 70 manns eftir að leið 140 kæmi
sunnan að og þegar vagninn kom var
hann svo troðfullur að 45 til 50
manns, þar á meðal við, þurftu að
bíða eftir næsta vagni sem von var á
mmmþjónusta
allan sólarhringinn
@04
Aöelns 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
563 2700
Bréfritari er mjög óánægður með
þjónustu Aimenningsvagna 17. júní.
eftir hálftíma. Ekki vomm við sátt
við þetta og mágur minn spurði bíl-
stjórann hvort hægt væri að senda
aukavagn fyrir allan þennan fjölda.
Hann svaraði því til að aukavagn
hefði hætt að ganga kl. 19.26 og þeir
hefðu verið í vandræðum síðan,
hann kallaði samt sem áður í talstöð-
ina eftir aukavagni en var sagt að
hundsa okkur og halda áætlun! Við
svo búið var ekkert annað að gera
en að halda áfram að bíða og vona
hið besta en sífellt dreif að fleira fólk
og við sáum fljótlega fram á að við
kæmumst ekki heldur með næsta
vagni. Eftir þetta hefur annaðhvort
einhver séð að sér eöa bara óhlýðn-
ast, því um kl. 22 kom aukavagn frá
Hafnarfirði, örlítið minna troðinn en
forveri hans hálftíma áður. Við rétt
náðum að mismuna okkur inn í
vagninn meö barnavagninn áður en
hann troðfylltist. Þrátt fyrir það var
flöldi fólks eftir á skiptistöðinni.
Þegar á áfangastað var komið töld-
um við út úr strætisvagninum og
farþegarnir reyndust 129!
Ég vil skora á bæjaryfirvöld við-
komandi bæjarfélaga, sem leið 140
gengur í gegnum og þá sérstaklega
bæjaryfirvöld í Kópavogi, að breyta
þessu til betri vegar. Ef ætlunin var
að spara með* svona aðgerðum skora
ég á ykkur að hugsa aftur því þetta
var einkar óþægilegt ferðalag á sjálf-
an lýðveldisdaginn!
Gælusímar
Karl hringdi:
Mig langaði að koma hugmynd
á framfæri um nafn á GSM-síma.
Það vantar gott nafn á þá. Sumir
vilja kalla þá brjóstsíma en mér
datt í hug að kalla þá gælusima
því menn bera þá upp að andlit-
inu og gæla við þá. Svo fellur
orðiö gælusími líka ágætlega að
skammstöfuninni GSM.
Eiginhags-
munapot
Einar hringdi:
Ég held að bæjarsflórn Hafnar-
flarðar sé eitt af mestu undrum
veraldar. Hófst þaö með komu
Guðmundar Árna og peninga-
austri hans. Þaö furðulegasta er
að sumir bæjarbúar virðast ekki
skilja að skuldirnar lenda á þeim.
Síðan settist Ingvar Viktorsson í
stólinn. Þá tóku Magnúsarnir við
og reyndu að bjarga því sem
bjargaö varð. Svo tók ekki betra
við. Jóhanni Bergþórssyni tókst
að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og
teyma Ellert Borgar með sér og
þykir mér það miöur því vel var
látið af honum sem kennara.
Ég skora á Hafnfirðinga að
mótmæla kröftuglega eiginhags-
munapoti einstakra bæjarfull-
trúa, t.d. með undirskriftalista.
Ég sé þó eitt gott við þetta.
Kannski er hægt að selja ferða-
mönnum aðgang að þessari sir-
kussýningu sem þarna á sér stað.
Flóki gengurof
langt
Gylfi hringdi
Mér finnst sr. Flóki Kristinsson
hafa gengiö heldur betur of langt
með ummælum sínum í DV þann
27. þar sem hann sagði að biskup
íslands hefði misst sflórn á sér í
einhverju reiöikasti. í fyrsta lagi
lætur prestur ekki hafa eftir sér
slík ummæli um biskup Islands.
í öðru lagi á prestur ekki að gorta
af því að eiga i illdeilum við sam-
starfsfólk sitt. Og í þriðja lagi:
Án þess að ég viti neitt um þessar
deilur í Langholtskirkju þá finnst
mér að kirkjumálaráðherra eigí
umsvifalaust að víkja presti úr
starfi. Hann vanviröir sókn,
kirkju og ekki síst okkar ágæta
biskup.
VinnuskóHnn
Boigari skrifar:
Ég er mjög óánægð meö þessa
breytingu á vinnuskólanum h)á
Reykjavíkurborg. Þetta kemur
nflög niður á syni minum sem
hálfpartinn treysti á launin
þarna. Með því að gera vinnu-
skólann svona slæman er hann
enginn vhuiuskóli lengur.
Krakkarnir hafa litla löngun til
að vinna.
Mannréttinda-
málbarna
Hildur skrifar:
Mannréttindamál barna standa
oft illa. Þau eru t.d. þrælkuö í
verksmiðjum. Krafan hlýtur aö
vera að sflómvöld og mannrétt-
indasamtök komi því til leiðar að
vörur, sem framleiddar eru með
barnaþrælkun, séu rækilega
merktar svo forðast megi.
Minna má á mál tveggja ís-
lenskra stúlkna sem teknar voru
á brott af Fööur sínum til heíttrú-
aðs samfélags. Það sem undrar
er hvemig íslensk stjómvöld
taka á því máh. Ekki viröist nýr
utanríkisráðherra vera þeirra
gæfa ef marka má blaöalestur.
Hann telur „málið mjög flókið"
og felur embættismönnum að
halda áfram að kanna það.
Þegar þeirri könnun lýkur hafa
þessar litlu stúlkur sennflega
verið seldar af föður sínum eða
gefnar tfl að þjóna heittrúuðum
eiginmanni.