Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995
13
Skuldaklukkan tif ar
Undanfarin 6 ár hafa íbúar New
York veriö rainntir daglega á vax-
andi skuldir Bandaríkjamanna á
risaskjá á miöri Manhattan. Skjár-
inn, sem gengur undir nafninu
„Skuldaklukkan", var settur upp
aö frumkvæöi 75 ára bygginga-
verktaka sem var búinn að' fá nóg
af óstöövandi eyðslu hins opinbera,
og vildi draga athygli manna aö
sífelldum fjárlagahalla bandaríska
ríkisins. Önnur skuldaklukka fer á
vagni um Bandaríkin þver og endi-
löng og formaður fjárlaganefndar
bandaríska þingsins hefur sett enn
eina upp fyrir ofan sæti sitt á fund-
um fjárlaganefndar þingsins. Fyrir
skömmu var sams konar klukka
sett upp í Þýskalandi, og nú hafa
ungir sjálfstæðismenn sett upp
klukku sem sýnir skuldir hins op-
inbera hér á landi í glugga í Austur-
stræti í Reykjavík.
Tvö einbýlishús á dag
Tilgangurinn með uppsetningu
skuldaklukkunnar í Austurstræti
er auövitaö að vekja menn til um-
hugsunar um hversu útgjöld ríkis
og sveitarfélaga hafa farið úr bönd-
um á síðustu áratugum og hversu
aðkallandi þaö er að stíga brems-
urnar í botn og bakka upp úr
skuldafeninu.
Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru
nú ríflega 200 milljarðar króna.
Skuldirnar vaxa u.þ.b. um 500 kr.
á sekúndu eða 43 milljónir króna á
dag eða 300 milljónir á viku. Það
má því segja að ríki og sveitarfélög
sendi skattgreiöendum framtíðar
reikning fyrir tveimur einbýlishús-
um af stærri gerðinni á hverjum
einasta degi ársins. Þetta eru frem-
ur óaðlaðandi staðreyndir sem
verður þó að bregöast við með af-
gerandi hætti.
Kveðum þrýstihópana
í kútinn
Til þess að takist að snúa þessu
dæmi við og hefjast handa um
greiðslu skulda hins opinbera verð-
KjáUarinn
Glúmur Jón Björnsson
efnafræðingur
kröfum þrýstihópa og fjölmiðlar
sem virðast oftast taka undir söng-
inn geta ekki lengur sleppt fulltrú-
um sérhagsmunahópanna gagn-
rýnislaust á þing og þjóð. Eins og
staðan er í dag er litið á spamað í
rekstri ríkisins sem árás á hópinn
sem verður að sætta sig við lægri
greiðslur úr ríkissjóði. Aðalatriði
málsins er hins vegar auðvitað að
með hverri krónu sem sparast er
sjóðnum sem afkomendur okkar
þurfa að greiða fyrir.
Skuldaklukku á Alþingi
Jón Kristjánsson, formaður íjár-
laganefndar Alþingis, ætti að velta
því fyrir sér hvort ekki væri viö
hæfi að setja skuldaklukku upp í
fundarherbergi fjárlaganefndar-
innar. Það væri bæði nefndar-
mönnum og þeim sem ganga á fund
„ Jón Kristjánsson, formaður fjárlaga-
nefndar Alþingis, ætti að velta því fyrir
sér hvort ekki væri við hæfi að setja
skuldaklukku upp 1 fundarherbergi
íj árlaganefndarinnar. “
ur að vera almennur skilningur á
því að þjónusta og fyrirgreiðsla rík-
is og sveitarfélaga mun minnka.
Fólk verður að brynja sig gegn
verið að létta skattbyrðum af al-
menningi. Styrkþegar úr hinum
mörgu sjóðum ríkisins hafa ekki
óumdeildan rétt til að fá ávísun frá
hennar með öU „góðu“ málin vafa-
lítið hollt að hafa þessar svimandi
háu tölur fyrir augunum.
Glúmur Jón Björnsson
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra við skuldaklukkuna sem ungir sjálfstæðismenn settu upp á mánudag.
Pólitískar stöðuveitingar
Embættisveitingar eru eitt af þvi
sem fólki finnst gaman að ræða.
Þeir sem völdin hafa mega gjarnan
sitja undir miskunnarlausum og
oft lítt grunduðum dómum al-
mennings um embættisfærslur sín-
ar. Þetta mun vera eitt af því sem
fylgir því aö komast til hæstu met-
orða í samfélaginu og ráðherrarnir
taka þessu venjulega með undra-
verðri stillingu. Eitt af því sem er
næstum árviss skemmtun fyrir
okkur sem fylgjumst með þjóðmál-
unum er veiting í skólastjórastöð-
ur. Skólakerfiö er ein af okkar dýr-
mætustu sameignum og okkur
kemur svo sannarlega við hvað þar
fer fram. Þeir sem þar ráða eru lík-
legir til að hafa áhrif á menntun
og siðferðisþroska bamanna okkar
svo að það er síst að undra þó að
okkur sé ekki sama hverjir þar
halda á málum. Mjög oft hefur ráð-
herrum verið borið á brýn að hafa
veitt pólitískt í stöður skólastjóra,
að hafa látið flokksbræður sína
sitja fyrir þessum áhrifamiklu
stöðum. Þeir eru vanir að bera
þetta af sér af mikilli mælsku og
sannfæringarhita og deila þá við
forráðamenn annarra flokka sem
em hneykslaðir á því siðleysi sem
þeir þykjast sjá í svona embættis-
veitingum. Og svo tekur almenn-
ingur undir þetta, fullur vandlæt-
ingar.
Hvað er stjórnmálaflokkur?
Sá sem hér situr við skjá hefur
alltaf haldið að það sem kallast
stjórnmálaflokkar séu samtök til
þess að berjast fyrir ákveðnum
stefnum, hópar fólks sem hafa sam-
KjaUarinn
Ragnar Ingi
Aðalsteinsson
Kennari
eiginleg markmið að stefna að, hóp-
ar sem hafa sameinast um það að
ná fram hugsjónum sínum um
skipan þjóðmála. Þegar við kjósum
séum við að velja stefnu í þjóðmál-
um og þegar við höfum kosið ein-
hverja menn til að stjórna landinu
þá fylgi þeir stefnumálum sínum
eftir og stjórni í samræmi við þær
hugsjónir sem þeir eru aö beijast
fyrir. Það væri samkvæmt því af-
skaplega skrýtið ef ráöherra, sem
kosinn er á þing af dyggum flokks-
mönnum sínum og hefur tekið að
sér að vera í forsvari fyrir stefnu-
mál og hugsjónir flokks síns, færi
að skipa í áhrifamiklar valdastöður
menn úr öðrum stjórnmálaflokk-
um. Hætt er viö að slíkur maður
fengi ekki mörg atkvæði í næstu
kosningum. Þeir hafa heldur aldrei
brugðist hvað þetta varðar. Undir-
ritaður hefur gefið þessum málum
auga meira og minna í nær hálfa
öld og minnist þess ekki að nokkur
ráðherra, hvaða flokki sem hann
tilheyrði, hafi nokkru sinni veitt
skólastjórastöðu manni úr öðrum
flokki en sinum eigin. Enda væri
það svik við kjósendur.
Sjónleikur stjórnmálamanna
Þetta væri þess vegna allt í besta
gengi og engin ástæða til að skrifa
þessa grein ef ekki kæmi til þessi
furðulegi sjónleikur forráðamanna
stjórnmálaflokkanna þegar þeir
sem sitja í stjórnarandstöðu eru að
brigsla ráðherrum um valdníðslu
og siðleysi fyrir hluti sem þeir
mundu sjálfir gera án þess að hika
og hafa allir gert svo fremi sem
þeir hafi komist í aðstöðu til þess.
Og ráðherramir verja gerðir sínar
af sannfæringarhita og fullyrða að
ástæðan fyrir umdeildri veitingu
sé „faglegs eðlis“ en harðneita að
viðurkenna að þeir hafi haft það
mikla trú á stefnumálum síns eigin
flokks að þeir hafi skipað í stöðuna
samkvæmt því. Og svo getur al-
þýða manna velt sér upp úr því
hvað stjórnmálamennirnir séu
spilltir og siðleysið mikið. O, temp-
ora, o, mores. En enginn ráðherra
hefur enn haft einurð og heiðar-
leika til að horfa framan í kjósend-
ur og segjast skipa flokksmenn sína
í skólastjórastöður af því að þeir
séu líklegir til að fylgja eftir þeim
stefnumálum sem flokkurinn er að
berjast fyrir. Dálítið undarlegt,
vegna þess að sú afstaða er ekki
bara fyllilega réttlætanleg heldur í
rauninni eina rökrétta forsendan
fyrir skipun í stöður í lýðræðis-
þjóðfélagi.
Ragnar Ingi. Aðalsteinsson.
Undirritaöur hefur gefiö þessum mál-
um auga meira og minna 1 nær hálfa
öld og minnist þess ekki að nokkur
ráðherra, hvaða flokki sem hann til-
heyrði, hafi nokkru sinni veitt skóla-
stjórastöðu manni úr öðrum flokki en
sínum eigin. Enda væri það svik við
kjósendur.
Meðog
ámóti
Nýtt leigubílstjórafélag
Tímabært
„Það er
náttúrlega at-
vinnan. Ég
gerði könnun
á þessu hjá
Kynnisferö-
um. Þær
senda sínar
. minni rútur
út um allan
bæ og smala
fólki. Þær rei4as,iori-
virka bara eins og leigubílastöð.
Þetta er búið að ganga árum sam-
an. Gistiheimilin gera það sama.
Við ætlum að vinna gegn þessu.
Viðskilnaður Frama við eldri
menn er fyrir neðan allar hellur.
Þeim er gefmn kaffibolli og svo
er sagt bless við þá. Þaö er ekkert
unnið aö réttindamálúm þeirra.
Þetta eru lífeyrissjóðslausir
menn.
Svo eru fjármál Frama alveg
hrikaleg. Frami gerir ekkert ann-
að en aö rukka inn gjöld til aö
skapa sér vinnu. Þetta er rekið
eiginlega eins og atvinnubóta-
vinna. Þessu ætlum við að breyta
með okkar félagi. Við erum þegar
komnir i gang með aö stoppa
þessa smölun á fólki og það verð-
ur strax farið i að vinna að mál-
um eldri manna. Það verður gert
í samráði við þingmenn. Við ætl-
um einnig að berjast gegn þvi að
við þurfum að borga 75 til 90 pró-
senta vörugjald á meðan bílaleig-
ur þurfa aðeins að borga 30 pró-
sent.
í stað þess að halda utan um
vinnuna þá er alltaf viðkvæðiö
hjá Frama aö það eigi bara að
fækka bílstjórum. Mín skoðun er
sú að það eigi að auka vinnuna
og halda utan um hana. Ekki láta
aðra hirða hana frá okkur.“
Frami unnið
gottstarf
„Égkannast
ekki við að lit-
ið hafi verið
unnið fyrír
eldri félags-
menn. Ég vil
meina aö
Frami hafi
einmitt imnið
talsvertmikiö
fyrir eldri maíur Samvinnulélags-
mennina. Ég
skil ekki almennilega þessa bless-
uðu félagsmenn mína. Ég hélt að
þeir þyrftu á allt öðru að halda
núna en sundrungu í stéttinni.
Það eru til ákveðnir aðilar sem
telja alveg bráðnauðsynlegt að
keyra sjálfa sig í gröfma. Eg vil
meína að bílsíjórar ættu almennt
að hafa vit á þvi að hætta 67 ára
eins og aörar stéttir. Það er pen-
ingalegur ávhmingur af því að
hætta akstri þegar menn komast
á bætur almannatrygginga.
Eítir því sem ég best veit hefur
Frami einmitt reynt að berjast
við að ná akstri annarra aðila út
eftir því sem hægt heftir verið.
Þetta er ekki eitthvað sem er leyst
einn, tveir og þrír.
Lífeyrissjóður leigubflstjóra dó
fyrir nokkrum árum og var nú
aldrei hvorki ftigl né fiskur. Það
var út af því að bflstjórar greiddu
ekki i hann. Sumir af því að þeir
vildu það ekki. Aðrir af því að
þeir gátu það ekki. Það þyrfti að
hækka ökutaxtana ef það ætti að
nást inn eitthvað til að borga í
lífeyiissjóðinn. Ökutaxti er
óþægilega lágur miðað við til-
kostnað.
Félagsgjöldum í Frama hefur
verið haldiö eins lágum og mögu-
legt er. Ég vil meina það að Frami
sé nokkuð vel rekið félag." * -ÚHE