Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 7 Fréttir Víkingahátíðin í Hafnarfirði hefst 1 dág: - reiknað með 12 til 15 þúsund gestum ef vel viðrar Þessir menn hafa borið hitann og þungann af undirbúningi vikingahátíðar- innar i Hafnarfirði sem hefst í dag. Rögnvaldur Guðmundsson, til hægri, er framkvæmdastjóri hátiðinnar og ráðgjafi er Lars Bæk Sorensen frá Danmörku. DV-mynd BG í dag hefst umfangsmikil vikingahá- tíð í Hafnarfirði sem stendur fram á sunnudag. í tilefni af hátíðinni eru komnir hátt í 600 víkingar frá 8 lönd- um í fullum herskrúða, auk þess sem þijú víkingaskip komu frá Dan- mörku. Hátíðin er skipulögð af Landnámi hf. en framkvæmdastjóri hennar er Rögnvaldur Guðmunds- son. Hátíðin er haldin að erlendri fyrirmynd og hefur danskur ráð- gjafi, Lars Bæk Sorensen, verið Landnámi tii halds og traust en hann hefur skipulagt víkingahátíðir í Dan- mörku og víðar. Reynt verður að skapa andrúmsloft tímans frá árinu 874 til 930. Að sögn Rögnvalds er reiknað með 12 til 15 þúsund gestum í Hafnaríjörðinn, allt eftir því hvem- ig viðrar. Lars Bæk sagði í samtali við DV að víkingahátíðir í Danmörku hefðu Víkingar hvaðanæva úr heiminum streyma til landsins vegna hátíðarinnar í Hafnarfirði. í gærmorgun komu hátt i 200 vikingar í fullum skrúða i flug- vél frá Billund í Danmörku og var myndin tekin við það tækifæri. Þar voru heilu fjölskyldurnar samankomnar i öllum herklæðum. DV-mynd ÆMK byijaö í Árósum og þar væri kominn heill víkingabær sem laðaði til sín fjölda ferðamanna. Fyrsta alþjóðlega víkingahátíðin fór fram í Árósum áriö 1993. „Norðurlöndin eiga gríðarlega möguleika á að markaðssetja vík- ingaímyndina í ferðaþjónustu fyrir Evrópubúa. ísland er upplagt land til að halda víkingahátíð, ekki síst til að tengja feröaþjónustunni. Undir- búningurinn hefur gengið mjög vel og ég hlakka til þessarar hátíðar," sagði Lars Bæk. Rögnvaldur Guðmundsson sagði að líta mætti á víkingahátíðina sem fornmenningarhátíð þar sem verið væri að færa gamlan menningararf á lifandi hátt til fólksins, bæði með fræðilegum fyrirlestrum og sýning- um á fornu handverki. „Við ætlum að sýna líf víkinganna á þessum tíma frá sem flestum sjón- arhornum. Við verðum með 500 til 600 manns sem verða að gera eitt- hvað allan daginn þannig að mikið sjónarspil verður á ferðinni. Jafn- framt verður hægt að kaupa alls kyns fallega gripi sem hafa verið búnir til,“ sagði Rögnvaldur. Á meðan á hátíðinni stendur tjalda víkingar um 80 tjöldum á Víöistaða- túni. Þar verður umfangsmikil dag- skrá i gangi fram á sunnudag. Einnig munu erlendir sem innlendir sér- fræðingar halda fjölbreytta fyrir- lestra í Norræna húsinu, Hafnarborg og íþróttahúsi Víðistaðaskóla um víkingatímabilið. Meðal fyrirlesara má nefna sjónvarpsmanninn Magn- ús Magnússon, dr. Jónas Kristjáns- son, Bodil Poulsen og Hrafn Gunn- laugsson. Hátíðin sett á Þingvöllum Víkingahátiðin verður sett á Þing- völlum í dag en þar munu víkingar ganga og fara í hópreið niður Al- mannagjá og niður á vellina norðan við Öxarárfoss. Heiðursgestur verð- ur Vigdís Finnbogadóttir forseti. Aðalhátíðin hefst síðan i fyrramálið áVíðistaðatúni. -bjb Timburtilboð OTRULEGA GOTT SUMARTILBOÐ Gagnvarið timbur 22x45, kr. 57,75 stgr. 35x45, kr. 75,85 stgr. Listar í skjólgirðingar og undir útveggjaklæðningar o.fl. Hvítt hilluefni, 30-60 sm brein, í hálfum og heilum búntum. Verð kr. 635-1.025 pr. pl. stgr. Verðið hjá okkur er svo hagstætt. Tilboð á timbri í búntum. 2x4"-2x6" og 2x8" Lengdir 3,0-3,6 og 4,2 m Hræódýrt Utanhússklæðning gagnv. og ógagnv. Kúpt vatnsklæðning, 21 x120 kr. 1.080 pr. m2 Bjálkaklæðning, 28x120, kr. 1.680 pr. m2 Bandsagaður panill, 17x120, kr. 959 pr. m2 Staðgreiðsluverð. Spónapl. í hálfum og heilum búntum 120x253, 12 mm Verð pr. pl, kr. 860 stgr. Dokaplötur, 0,5x3 og 4 m Verð staðgr. í búntum 1.550 pr. m2 w VISA/EURO 12/36 mánudir SMIÐSBUÐ SmiðsbúS 8 og 12 - Garðabæ - simi 565 6300, fax 565 6306 Ólafsfjörður: Féll f imm metra Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði; Það óhapp varð hér á mánudag að ungur maður féll úr stiga þar sem hann vann að viðgerð á húsi. Fallið var um 5 metrar og lenti maöurinn á gijóti. Hann var í skyndi fluttur með sjúkrabíl á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Líðan hans er sæmileg nú og þykir hann hafa sloppið vel frá þessu hættulega falli. \m URVALSBOK Nýjasto Urvalsbók tn er spennusagan IALLRISINNIDYRD eftir Kirsten Holst allra fremstu öguhöfund Dono einn spennus Bókin segirfró dönskum lögreglumonn eftirlaunum feroð leilooð bnu em ungri se týnst hefur d Kana Sú leitberhonnvíð rieyium og margt óvænt kemur Ijós um eyiornor HY Urvalsbók - og kostar aÖeins895 líf. á næsta sölustað og ennþá minna f áskríít i síma 563-2700 LiJBKfliíBÆKUR Sex hundruð víkingar í f ull- um herskrúða frá 8 löndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.