Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 Fréttir Stakfellið á heimleið af Svalbarðasvæðinu með sáralítinn rækjuafla: Get ekki tekið þá áhættu að Norðmenn taki skipið - vegna formsatriða, segir útgerðarmaðurinn - sjávarútvegsráðuneytið sendir útgerðum norsku reglugerðina „Það er lágmarkskrafa að íslensk stjórnvöld svari því erindi okkar hvernig útbúnað skipið á að vera með viö þessar veiðar. Við höfum farið fram á upplýsingar en engin svör fengið," segir Jóhann A. Jóns- son, útgerðarmaður togarans Stak- fells ÞH frá Þórshöfn, vegna rækju- veiða skipsins í lögsögu Svalbarða. Skipstjóri Stakfellsins, sem nú er á heimleið af þessum slóðum, óskaði eftir því við norsku strandgæsluna að hún sendi menn um borð til að skoða þann útbúnað sem skipið var með við rækjuveiðarnar. Norðmenn- irnir höfnuðu því og þá ákvað skip- stjóri Stakfells að yfirgefa svæðið. „Við getum ekki tekið áhættuna af því að verða teknir vegna einhverra formsatriöa. Þess vegna íórum við af svæðinu. Það liggur fyrir erindi frá Landsssambandi íslenskra út- vegsmanna til íslenska sjávarútvegs- ráðuneytisins þar sem óskað er upp- lýsinga um það hvernig útbúnaði eigi að vera háttað en það hefur ekkert svar borist enn. Við viljum fá þessi atriöi á hreint svo Norömenn leiki ekki þann leik að færa skipið til hafn- ar vegna útfærslu á veiðarfærurn," segir Jóhann. Rækja er ekki kvótasett við Sval- barða og því getur hver sem er veitt þar. Norðmenn hafa þó sett stífa reglugerð um útbúnað veiðarfæra og er þess m.a. krafist að seiöaskilja sé undantekningarlaust notuð við veið- arnar. Nokkur skip stunda rækju- veiöar inni á fjörðum og á miðunum við Svalbaröa. Þar er um að ræða m.a. færeysk og norsk skip. Færey- ingar eru meö samninga við Norð- menn þar sem þeir skuldbinda sig til aö vera með takmarkaöan skipa- fjölda inni á svæðinu. Arnór Halldórsson, lögfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu, segir aö erindinu hafi verið svarað í gær og reglugerð Norðmanna um veiðar á fiskverndarsvæðinu berist væntan- lega í pósti fljótlega. I reglugerðinni eru mörg ákvæði um veiðarnar. Þar er kveðið á um tilkynningarskyldu inn á svæðið, möskvastærö, seiðaskilju og ffeira. Norðmenn hafa beitt þeirri aðferð að bera fyrir sig að stofnar væru full- nýttir þegar stefnir í fjölgun skipa á svæöinu. Þess er skemmst að minn- ast að togarinn Runólfur frá Grund- arfirði ætlaði til grálúðuveiða á svæðinu en þá settu Norömenn grá- lúðuna undir kvóta. Talið er viðbúið að þeir muni gera það sama varðandi rækjuna ef stefnir í aukna sókn í þann stofn. Þrátt fyrir að sjávarútvegsráðu- neytiö íslenska hafi sent útgerðum hina norsku reglugerð um veiðar á Svalbarðasvæðinu liggur fyrir að ís- lensk stjórnvöld hafa ekki viður- kennt þessar reglur. Engin útgerð er þó tilbúin til að taka áhættuna af því að hefja veiðar með þeirri áhættu aö Norðmenn færi skip þeirra til hafn- ar. -rt Vörður í Árbæjarlaug heyrði hvorki né sá: Alblóðug og hrópaði hátt - alltaf tveir verðir á vakt, segir forstöðumaður laugarinnar „Eg heyrði skyndilega skaðræðis- óp frá staðnum þar sem stóra renni- brautin er. Þar var. ung stúlka, al- blóðug í framan eftir. að því er virt- ist, árekstur í rennibrautinni. Hjúkr- unarkona kom aðvífandi og tókst að þrýsta á rétta staði og stöðva blóðrás- ina. Við reyndum, fjórir fullorðnir, að ná athygli þess sem átti að vera á verði en þrátt fyrir hróp, köll og handabendingar tókst það ekki. Hann hafði þaö bara náðugt í útsýn- isturninum, sofandi eða ekki sof- andi. Manni óar við að senda börn í sundlaug þar sem eftirlitið er eins og það var þarna 4 sunnudaginn,“ sagði karlmaður sem hafði samband við DV eftir að hafa orðið vitni að slysi í Árbæjarsundlauginni. Starfs- maður sem átti aö vera á vakt, í til þess gerðum turni, var annaðhvort sofandi eða með útvarp svo hátt stillt að hann heyrði ekki ópin í ungu stúlkunni. Stúlkan fékk aðstoð frá hjúkrunarkonunni og síðan móður sinni. Hún bólgnaöi talsvert á nefi en engum sögum fer af meiðslum hennar að öðru leyti. „Ég á erfitt með að svara fyrir þetta einstaka dæmi. Hér eru alltaf tveir laugarverðir á vakt, annar í turni, hinn á gangi um svæðið. Hingað komu um tvö þúsund gestir á sunnu- dag og i slíku annríki getur auðvitað alltaf eitthvað farið fram hjá okkur. Ég hef enga slysaskýrslu fengiö um málið,“ sagði Stefán Kjartansson, forstöðumaður Árbæjarlaugarinnar, í samtali við DV. -SV Norskur skipstjóri sýnir blaðamanni DV seiðaskilju sem honum er gert að nota við veiðar á Svalbarðasvæðinu. Þegar myndin var tekin lá skipið i höfn í Longyearbyen á Svalbarða en það hefur stundað veiðar við Svalbarða undanfarna mánuði. DV-mynd Reynir í dag mælir Dagfari Hýrguð sál í góðri sveif lu Á þessum frjálsræðistímum er það furðulegt að nokkrir aftur- haldspúkar skuli geta komið í veg fyrir að fólk geti fengið sér í glas samhliða því að stunda íþróttir. Borgarráð Reykjavíkur hefur í annað sinn neitað Keiluhöllinni um vinveitingaleyfi og í þrígang hafa yfirvöld í Hafnarfirði synjaö golfskálanum þar um slíkt leyfl. Og eins og allir muna þurfti aö fara í hart til að fá leyfi til að selja bjór á heimsmeistaramótinu í hand- bolta. Þar var þó fyrst og fremst um að ræða bjórsölu til áhorfenda en ekki keppenda. Frönsku strák- arnir sem unnu mótið drukku hins vegar sinn bjór á pöbbunum á kvöldin, reyktu og dufluðu við stelpurnar. Á meöan var íslenska liöinu haldiö í einangrunarbúðum fjarri víni, konum og tóbaki, enda var árangurinn eftir því. Forstjóri Keiluhallarinnar ber sig illa undan skilningsleysi borgaryf- irvalda í blaðaviðtali. Það sé afar mikilvægt fyrir höllina að fá vín- veitingaleyfi og þá ekki síst til aö örva sölu á mat. Þetta er mjög skilj- anlegt sjónarmiö. Það eru talsverð átök sem fylgja því að kasta níð- þungum kúlum tímunum saman og því eðlilegt að fólk finni til svengdar. En það er ekki hægt aö ætlast til þess að keilendur hafi mikla löngun til að snæöa á staðn- um ef ekki er hægt aö kaupa bjór með matnum ellegar góö vín. Þetta fer allt saman, keila, matur og vín. Þá segist keilustjórinn ekki fá spilavítiskassa frá Happdrætti Há- skólans og Rauða krossinum nema hann fái vínveitingaleyfi. Þessi krafa æðstu menntastofnunar þjóðarinnar og fremsta liknarfé- lagsins er fullkomlega eðlileg. Á þeim bæjum vita menn eins og er að allsgáðir menn fara ekki að dæla peningum í þessar maskínur en hins vegar gerast menn örlátari eftir að hafa drukkið úr sér mestu nískuna. Auk þess bendir keilu- stjórinn á það í blaöaviötalinu að Keiluhöllin hafi á undanfornum árum boðið til sín mörg hundruö unglingum á námskeið og æfingar. En þetta er vitaskuld til lítils þegar krakkarnir sjá að þarna er ekki hægt að kaupa bjór og brennivín. Þá er nú allur ljóminn farinn af keilunni. Hvað varðar golfskálann í Hafn- arfirði þá er það enn illskiljanlegra að þar megi ekki selja áfengi. Það er oft bölvaður garri þarna í Firðin- um jafnt í veðrinu sem á öörum sviöum. En fólk er að reyna að spila golf í öllum veðrum og það getur beinlínis verið lífshættulegt að stunda þessa íþrótt í kulda og trekki nema hægt sé að taka úr sér hrollinn með góðum sjússi. í golf- inu gilda ýmsar reglur um fatnað og framkomu og það er ekki liðið að menn séu að gægjast í fleyg meðan þeir eru úti á vellinum. Því verður aö vera hægt að skella í sig einum sterkum á bar í golfskálan- um þegar tækifæri gefst til að koma í veg fyrir kvef og aðrar pestir er fylgja útiveru. Hér er beinlínis um líf og heilsu hafnfirskra golfara að tefla og það verður að krefjast þess af hinum nýja meirihluta að hann kippi þessum málum í lag hið fyrsta. Kratamir eru miklu skiln- ingsríkari á nauðþurftir kjósenda heidur en þeir Maggi svarti og Maggi Gunn sem nú hafa verið sviptir öllum völdum. Ef ráðamenn ríkis og sveitarfé- laga meina eitthvað með sífelldum yfirlýsingum sínum um gildi íþrótta verða þeir að sýna það í verki. Það gerist æ erfiðara að fá fólk til þátttöku í íþróttum ef þaö fær ekki að kaupa áfengi í pásum. Með því að banna vínveitingar í keiluhöllum, á golfvöllum, í sund- laugum, á sólbaðsstofum og á glimumótum er unnið gegn al- menningsíþróttum og þar með veg- ið að heilsurækt landsmanna. Hýrguð sál í góöri sveiflu er kjör- orð okkar keilara og golfara. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.